Attenborough fagnaði plastleysi Glastonbury Andri Eysteinsson skrifar 30. júní 2019 21:52 Attenborough heilsar áhorfendaskaranum. Getty/Samir Hussein Nú stendur yfir tónlistarhátíðin Glastonbury í bænum Pilton í Somerset í suðvestur Englandi. Talið er að yfir 200.000 manns hafi sótt hátíðina sem lýkur í kvöld en hófst miðvikudaginn 26. júní og aðalnúmerin voru hljómsveitirnar the Killers, the Cure og rapparinn Stormzy. BBC greinir frá. Hátíðarhaldarar ákváðu fyrir hátíðina í ár að selja enga drykki í plastflöskum og hvöttu hátíðargesti til þess að forðast notkun á einnota plasti. Það virðist hafa gengið vel því sjónvarpsmaðurinn og umhverfisverndarsinninn David Attenborough steig á svið á aðalsviði hátíðarinnar í dag og þakkaði gestum kærlega fyrir sitt framlag til þess að vernda plánetuna. Attenborough hafði orð á því að yfir milljón flöskur hefðu sparast vegna þessa. Attenborough sem er 93 ára gamall steig á svið eftir að sýnd hefðu verið myndbrot úr dýralífsþáttum og fengu gestir að hlýða á hvalasöngva. Vel var tekið á móti Attenborough sem uppskar mikið lófatak fyrir það eitt að mæta á svæðið. Attenborough sýndi þar næst stiklu úr næstu þáttaröð úr hans smiðju sem einblínir á lífverur á landi. Þættirnir munu bera heitið Seven Worlds One Planet. England Umhverfismál Mest lesið Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Lífið „Án okkar verður ekki til miðjustjórn“ Lífið Auðir og ógildir með kosningakaffi Lífið Ilmaðu eins og frambjóðendur Lífið Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Lífið „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Lífið Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Lífið Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Lífið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið „Ekki gera mér þetta“ Lífið Fleiri fréttir „Án okkar verður ekki til miðjustjórn“ Auðir og ógildir með kosningakaffi Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár „Ekki gera mér þetta“ „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Gellur tóku yfir Gamla bíó Hélt að hann væri George Clooney Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Einstakur garður í Mosfellsbænum Leggja undir sig spinningshjólin og upphífingarstangirnar á tónleikunum Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Húðrútína Birtu Abiba Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Arnaldur tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna Hefndi sín með því að missa meydóminn Spurt var um fyrirbæri sem Tommi á Búllunni framkvæmdi fyrst hér á landi Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Sjá meira
Nú stendur yfir tónlistarhátíðin Glastonbury í bænum Pilton í Somerset í suðvestur Englandi. Talið er að yfir 200.000 manns hafi sótt hátíðina sem lýkur í kvöld en hófst miðvikudaginn 26. júní og aðalnúmerin voru hljómsveitirnar the Killers, the Cure og rapparinn Stormzy. BBC greinir frá. Hátíðarhaldarar ákváðu fyrir hátíðina í ár að selja enga drykki í plastflöskum og hvöttu hátíðargesti til þess að forðast notkun á einnota plasti. Það virðist hafa gengið vel því sjónvarpsmaðurinn og umhverfisverndarsinninn David Attenborough steig á svið á aðalsviði hátíðarinnar í dag og þakkaði gestum kærlega fyrir sitt framlag til þess að vernda plánetuna. Attenborough hafði orð á því að yfir milljón flöskur hefðu sparast vegna þessa. Attenborough sem er 93 ára gamall steig á svið eftir að sýnd hefðu verið myndbrot úr dýralífsþáttum og fengu gestir að hlýða á hvalasöngva. Vel var tekið á móti Attenborough sem uppskar mikið lófatak fyrir það eitt að mæta á svæðið. Attenborough sýndi þar næst stiklu úr næstu þáttaröð úr hans smiðju sem einblínir á lífverur á landi. Þættirnir munu bera heitið Seven Worlds One Planet.
England Umhverfismál Mest lesið Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Lífið „Án okkar verður ekki til miðjustjórn“ Lífið Auðir og ógildir með kosningakaffi Lífið Ilmaðu eins og frambjóðendur Lífið Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Lífið „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Lífið Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Lífið Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Lífið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið „Ekki gera mér þetta“ Lífið Fleiri fréttir „Án okkar verður ekki til miðjustjórn“ Auðir og ógildir með kosningakaffi Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár „Ekki gera mér þetta“ „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Gellur tóku yfir Gamla bíó Hélt að hann væri George Clooney Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Einstakur garður í Mosfellsbænum Leggja undir sig spinningshjólin og upphífingarstangirnar á tónleikunum Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Húðrútína Birtu Abiba Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Arnaldur tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna Hefndi sín með því að missa meydóminn Spurt var um fyrirbæri sem Tommi á Búllunni framkvæmdi fyrst hér á landi Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Sjá meira