Aftökur án dóms og laga tíðar á Filippseyjum Kjartan Kjartansson skrifar 8. júlí 2019 08:14 Frá mótmælum gegn morðum lögreglunnar í fíkniefnastríðinu. Yfirvöld á Filippseyjum rannsaka sjaldnast morð lögreglumannna á meintum glæpamönnum. Vísir/EPA Ólöglegar aftökur og misbeiting lögreglu á valdi sínu er orðin hættulega viðtekin venja á Filippseyjum á mati mannréttindasamtakanna Amnesty International. Í nýrri skýrslu segja þau að yfirvöld neiti að rannsaka aftökur án dóms og laga. Hvetja þau Sameinuðu þjóðirnar til þess að rannsaka morðin. Í tíð Rodrigo Duterte, forseta Filippseyja, hafa þúsundir manna verið drepnir í yfirlýstu stríði forsetans gegn fíkniefnahringjum. Reuters-fréttastofan segir að meira en sex þúsund manns hafi verið drepnir í lögregluaðgerðum þar sem lögreglumenn hafa fullyrt að þeir hafi mætt vopnaðri mótstöðu. Amnesty fullyrðir að yfirvöld þvæli mál og veiti falskar upplýsingar til að gera það ómögulegt að hafa eftirlit með umfangi morðanna. Flestir þeirra sem séu myrtir af lögreglu komi úr fátækum og jaðarsettum þjóðfélagshópum og aðstandendur þeirra eigi því erfitt með að kæra lögregluna. Tillaga fulltrúa Íslands um að rannsaka fíkniefnastríð Duterte liggur fyrir hjá mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna og á að greiða atkvæði um hana í vikunni. Filippseysku mannréttindasamtökin Karapatan lýsa stuðningi við tillöguna sem felur meðal annars í sér að mannréttindaráðið grípi til aðgerða til að ýta undir og verja mannréttinda á Filippseyjum. Þar er einnig lýst áhyggjum af aftökum án dóms og laga. Filippseyjar Ísland í mannréttindaráði SÞ Mannréttindi Sameinuðu þjóðirnar Utanríkismál Tengdar fréttir Duterte hótar andstæðingum sínum fangelsi Ásakanir hafa verið á lofti um að Durterte Filippseyjaforseti hafi brotið á stjórnarskrá landsins. Hann manar andstæðinga sína til að kæra sig fyrir embættisbrot því hann muni fangelsa þá. 28. júní 2019 09:06 Útgefandi gagnrýninnar fréttavefsíðu handtekinn á Filippseyjum María Ressa, forstjóri Rappler, segir ásakanir á hendur henni tilraunir Duterte forseta til að þagga niður í gagnrýni fréttasíðunnar. 13. febrúar 2019 11:58 Segir Ísland sanna að smáríki geta verið leiðtogar á heimsvísu Framkvæmdastjóri Mannréttindavaktarinnar í Genf segir að þrátt fyrir smæð sína sé Ísland leiðandi ríki á vettvangi Mannréttindaráðs Sameinuðu Þjóðanna. Hann vonast til að Ísland beiti sér fyrir umbótum sem kalli á meira mannréttindareftirlit með sjálfum meðlimum ráðsins. 15. maí 2019 12:15 Mest lesið Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Innlent Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Verkföll hafin í sex skólum Innlent Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni Innlent Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Innlent Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Innlent Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Innlent Fleiri fréttir Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Myndbönd sýna flugvélina lenda harkalega og enda á hvolfi Taldi sig vera að drepa Palestínubúa sem reyndust vera Ísraelar Sjá meira
Ólöglegar aftökur og misbeiting lögreglu á valdi sínu er orðin hættulega viðtekin venja á Filippseyjum á mati mannréttindasamtakanna Amnesty International. Í nýrri skýrslu segja þau að yfirvöld neiti að rannsaka aftökur án dóms og laga. Hvetja þau Sameinuðu þjóðirnar til þess að rannsaka morðin. Í tíð Rodrigo Duterte, forseta Filippseyja, hafa þúsundir manna verið drepnir í yfirlýstu stríði forsetans gegn fíkniefnahringjum. Reuters-fréttastofan segir að meira en sex þúsund manns hafi verið drepnir í lögregluaðgerðum þar sem lögreglumenn hafa fullyrt að þeir hafi mætt vopnaðri mótstöðu. Amnesty fullyrðir að yfirvöld þvæli mál og veiti falskar upplýsingar til að gera það ómögulegt að hafa eftirlit með umfangi morðanna. Flestir þeirra sem séu myrtir af lögreglu komi úr fátækum og jaðarsettum þjóðfélagshópum og aðstandendur þeirra eigi því erfitt með að kæra lögregluna. Tillaga fulltrúa Íslands um að rannsaka fíkniefnastríð Duterte liggur fyrir hjá mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna og á að greiða atkvæði um hana í vikunni. Filippseysku mannréttindasamtökin Karapatan lýsa stuðningi við tillöguna sem felur meðal annars í sér að mannréttindaráðið grípi til aðgerða til að ýta undir og verja mannréttinda á Filippseyjum. Þar er einnig lýst áhyggjum af aftökum án dóms og laga.
Filippseyjar Ísland í mannréttindaráði SÞ Mannréttindi Sameinuðu þjóðirnar Utanríkismál Tengdar fréttir Duterte hótar andstæðingum sínum fangelsi Ásakanir hafa verið á lofti um að Durterte Filippseyjaforseti hafi brotið á stjórnarskrá landsins. Hann manar andstæðinga sína til að kæra sig fyrir embættisbrot því hann muni fangelsa þá. 28. júní 2019 09:06 Útgefandi gagnrýninnar fréttavefsíðu handtekinn á Filippseyjum María Ressa, forstjóri Rappler, segir ásakanir á hendur henni tilraunir Duterte forseta til að þagga niður í gagnrýni fréttasíðunnar. 13. febrúar 2019 11:58 Segir Ísland sanna að smáríki geta verið leiðtogar á heimsvísu Framkvæmdastjóri Mannréttindavaktarinnar í Genf segir að þrátt fyrir smæð sína sé Ísland leiðandi ríki á vettvangi Mannréttindaráðs Sameinuðu Þjóðanna. Hann vonast til að Ísland beiti sér fyrir umbótum sem kalli á meira mannréttindareftirlit með sjálfum meðlimum ráðsins. 15. maí 2019 12:15 Mest lesið Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Innlent Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Verkföll hafin í sex skólum Innlent Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni Innlent Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Innlent Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Innlent Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Innlent Fleiri fréttir Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Myndbönd sýna flugvélina lenda harkalega og enda á hvolfi Taldi sig vera að drepa Palestínubúa sem reyndust vera Ísraelar Sjá meira
Duterte hótar andstæðingum sínum fangelsi Ásakanir hafa verið á lofti um að Durterte Filippseyjaforseti hafi brotið á stjórnarskrá landsins. Hann manar andstæðinga sína til að kæra sig fyrir embættisbrot því hann muni fangelsa þá. 28. júní 2019 09:06
Útgefandi gagnrýninnar fréttavefsíðu handtekinn á Filippseyjum María Ressa, forstjóri Rappler, segir ásakanir á hendur henni tilraunir Duterte forseta til að þagga niður í gagnrýni fréttasíðunnar. 13. febrúar 2019 11:58
Segir Ísland sanna að smáríki geta verið leiðtogar á heimsvísu Framkvæmdastjóri Mannréttindavaktarinnar í Genf segir að þrátt fyrir smæð sína sé Ísland leiðandi ríki á vettvangi Mannréttindaráðs Sameinuðu Þjóðanna. Hann vonast til að Ísland beiti sér fyrir umbótum sem kalli á meira mannréttindareftirlit með sjálfum meðlimum ráðsins. 15. maí 2019 12:15