Nýjasti meðlimur bresku konungsfjölskyldunnar, Archie Harrison Mountbatten-Windsor, sonur Harry Bretaprins og Meghan Markle hertogaynjunnar af Sussex, verður skírður um komandi helgi í Windsor.
Í yfirlýsingu frá Buckinghamhöll var greint frá því að Archie verði skírður í lítilli og fámenni athöfn af erkibiskupnum af Kantaraborg. Ekki verður greint frá því hverjum hlotnast sá heiður að fá að vera guðforeldrar prinsins og er það eftir óskum guðforeldranna.
Hertogahjónin af Sussex greina þá einnig frá því að myndir verði birtar úr athöfninni nokkru eftir að hún fer fram.
Hér að neðan má sjá mynd sem birt var af Archie í tilefni feðradagsins um miðjan júní.