Íslendingum bjóðast tækifæri á Indlandi Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 4. júlí 2019 08:15 Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra og Prasoon Dewan, formaður Indversk-íslensku viðskiptasamtakanna, hér á landi í síðasta mánuði. Gríðarleg tækifæri bjóðast Íslendingum á indverskum markaði, þar sem um 800 milljónir eru í millistétt og mynda einn stærsta neytendamarkað heims. Þetta segir Prasoon Dewan, formaður Indversk-íslensku viðskiptasamtakanna (IIBA), í samtali við Fréttablaðið. Samtökin stóðu fyrir fyrirtækjastefnumóti hér á landi í síðasta mánuði, ásamt Indversk-íslenska viðskiptaráðinu og indverska sendiráðinu í Reykjavík. Fulltrúar sjö indverskra fyrirtækja og tíu íslenskra sóttu fundinn. „Ísland og Indland deila mörgum einkennum menningar og sögu. Á meðan Ísland á elsta lýðræðið er Indland ein elsta siðmenningin, allt að átta þúsund ára. Rannsóknir á fornminjum hafa sýnt langa hefð fyrir viðskiptum Indverja við þjóðir annarra heimsálfa. Indland til forna var mikil miðstöð viðskipta. Tækifæri bíða beggja þjóða til þess að vinna að nánari tengslum,“ segir Dewan. Að sögn Dewan gætu Íslendingar einna helst sótt á indverskan markað með tæknivörur og sérfræðiþekkingu er varðar endurnýjanlega orku, heilbrigðisþjónustu, líftækni, sjávarútvegstækni, matvinnslu, kjöt og fisk. Þá gætu Íslendingar notið góðs af þekkingu Indverja á upplýsingatækni, ferðaþjónustu, innviðauppbyggingu, fjarskiptum og gervihnöttum. „Þegar við lítum til viðskipta gætu Íslendingar hagnast á kostnaði framleiðslu og þjónustu með samvinnu við indversk fyrirtæki. Þar sem Indland er stór markaður gæti jafnvel smár hluti gert mikið fyrir íslensk fyrirtæki,“ segir Dewan og bætir við: „Vegna vinnu Guðmundar Árna Stefánssonar sendiherra náðu íslensk fyrirtæki að fá leyfi frá Nýju-Delí til þess að flytja út lambakjöt til Indlands. Íslendingar eru heimsþekktir fyrir lambakjöt sitt. Hið sama gildir um íslenskan fisk.“ Þá segist Dewan sjá að tengsl séu að myndast á milli ríkjanna er kemur að flugsamgöngum, ferðaþjónustu, hönnun og menntun svo fátt eitt sé nefnt. „Ríkin tvö geta grætt mikið á því að deila þekkingu sinni og á því hversu stórt indverska hagkerfið er.“ Dewan segir endurkjör Narendra Modi forsætisráðherra þýða að indverskt viðskiptaumhverfi verði opnara fyrir alþjóðasamfélaginu. „Á síðustu fimm árum hafa stjórnvöld einfaldað ýmsar reglugerðir,“ segir formaðurinn og nefnir til dæmis skattamál, vernd fyrir fjárfestingar og breytingar á dómstólum. Dewan segir samtök sín, IIBA, leika mikilvægt hlutverk í að tengja menningu og viðskiptalíf ríkjanna tveggja. Samtökin aðstoði meðlimi á hvaða hátt sem þarf. Þá segir hann samtökin njóta fulls trausts og stuðnings sendiráðs Indlands á Íslandi og sendiráðs Íslands á Indlandi. „Persónulegt samband mitt við Ísland spannar rúm tuttugu ár og hefur hjálpað til við að styrkja þessi tengsl. Sem formaður IIBA er það skylda mín að tryggja samstarf og viðskipti á milli ríkjanna. Fyrsta opinbera sendinefndin sem Indverjar sendu til Íslands, sem IIBA skipulagði með stuðningi sendiráðanna, kom til Reykjavíkur í júní og náði góðum árangri.“ Dewan segir Indverja og Íslendinga þar hafa rætt um tækifæri á sviði kísilvinnslu, matvælaframleiðslu, textílframleiðslu, lyfja, tækni og ferðamennsku. „Hugmyndin um beint flug á milli Nýju-Delí og Reykjavíkur mun svo fjölga tækifærum enn frekar og styrkja ferðamennsku á milli ríkjanna,“ segir Prasoon Dewan. Birtist í Fréttablaðinu Indland Utanríkismál Mest lesið Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Fleiri fréttir Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Sjá meira
Gríðarleg tækifæri bjóðast Íslendingum á indverskum markaði, þar sem um 800 milljónir eru í millistétt og mynda einn stærsta neytendamarkað heims. Þetta segir Prasoon Dewan, formaður Indversk-íslensku viðskiptasamtakanna (IIBA), í samtali við Fréttablaðið. Samtökin stóðu fyrir fyrirtækjastefnumóti hér á landi í síðasta mánuði, ásamt Indversk-íslenska viðskiptaráðinu og indverska sendiráðinu í Reykjavík. Fulltrúar sjö indverskra fyrirtækja og tíu íslenskra sóttu fundinn. „Ísland og Indland deila mörgum einkennum menningar og sögu. Á meðan Ísland á elsta lýðræðið er Indland ein elsta siðmenningin, allt að átta þúsund ára. Rannsóknir á fornminjum hafa sýnt langa hefð fyrir viðskiptum Indverja við þjóðir annarra heimsálfa. Indland til forna var mikil miðstöð viðskipta. Tækifæri bíða beggja þjóða til þess að vinna að nánari tengslum,“ segir Dewan. Að sögn Dewan gætu Íslendingar einna helst sótt á indverskan markað með tæknivörur og sérfræðiþekkingu er varðar endurnýjanlega orku, heilbrigðisþjónustu, líftækni, sjávarútvegstækni, matvinnslu, kjöt og fisk. Þá gætu Íslendingar notið góðs af þekkingu Indverja á upplýsingatækni, ferðaþjónustu, innviðauppbyggingu, fjarskiptum og gervihnöttum. „Þegar við lítum til viðskipta gætu Íslendingar hagnast á kostnaði framleiðslu og þjónustu með samvinnu við indversk fyrirtæki. Þar sem Indland er stór markaður gæti jafnvel smár hluti gert mikið fyrir íslensk fyrirtæki,“ segir Dewan og bætir við: „Vegna vinnu Guðmundar Árna Stefánssonar sendiherra náðu íslensk fyrirtæki að fá leyfi frá Nýju-Delí til þess að flytja út lambakjöt til Indlands. Íslendingar eru heimsþekktir fyrir lambakjöt sitt. Hið sama gildir um íslenskan fisk.“ Þá segist Dewan sjá að tengsl séu að myndast á milli ríkjanna er kemur að flugsamgöngum, ferðaþjónustu, hönnun og menntun svo fátt eitt sé nefnt. „Ríkin tvö geta grætt mikið á því að deila þekkingu sinni og á því hversu stórt indverska hagkerfið er.“ Dewan segir endurkjör Narendra Modi forsætisráðherra þýða að indverskt viðskiptaumhverfi verði opnara fyrir alþjóðasamfélaginu. „Á síðustu fimm árum hafa stjórnvöld einfaldað ýmsar reglugerðir,“ segir formaðurinn og nefnir til dæmis skattamál, vernd fyrir fjárfestingar og breytingar á dómstólum. Dewan segir samtök sín, IIBA, leika mikilvægt hlutverk í að tengja menningu og viðskiptalíf ríkjanna tveggja. Samtökin aðstoði meðlimi á hvaða hátt sem þarf. Þá segir hann samtökin njóta fulls trausts og stuðnings sendiráðs Indlands á Íslandi og sendiráðs Íslands á Indlandi. „Persónulegt samband mitt við Ísland spannar rúm tuttugu ár og hefur hjálpað til við að styrkja þessi tengsl. Sem formaður IIBA er það skylda mín að tryggja samstarf og viðskipti á milli ríkjanna. Fyrsta opinbera sendinefndin sem Indverjar sendu til Íslands, sem IIBA skipulagði með stuðningi sendiráðanna, kom til Reykjavíkur í júní og náði góðum árangri.“ Dewan segir Indverja og Íslendinga þar hafa rætt um tækifæri á sviði kísilvinnslu, matvælaframleiðslu, textílframleiðslu, lyfja, tækni og ferðamennsku. „Hugmyndin um beint flug á milli Nýju-Delí og Reykjavíkur mun svo fjölga tækifærum enn frekar og styrkja ferðamennsku á milli ríkjanna,“ segir Prasoon Dewan.
Birtist í Fréttablaðinu Indland Utanríkismál Mest lesið Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Fleiri fréttir Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Sjá meira