Hope Solo segir þetta vera besta tækifæri ensku stelpnanna til að vinna bandaríska liðið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. júlí 2019 15:15 Hope Solo fylgist með HM í Frakklandi. Getty/Alex Grimm Bandaríkin og England mætast í kvöld í undanúrslitum HM kvenna í fótbolta. Fyrrum markvörður heimsmeistara Bandaríkjanna segir Phil Neville, þjálfari enska liðsins, vera ein af aðalástæðunum fyrir því af hverju enska landsliðið á möguleika í hið geysisterka lið Bandaríkjanna. Hope Solo skrifar um heimsmeistarakeppnina í Frakklandi fyrir breska ríkisútvarpið og tekur fyrir stórleik kvöldsins í pistli sínum í dag. Að hennar mati er þetta hinn fullkomni undanúrslitaleikur. Hope Solo spilaði 202 leiki fyrir bandaríska landsliðið og varð tvisvar Ólympíumeistari og einu sinni heimsmeistari með liðinu. Hún var margoft valin besti markvörður heims og var valin besti markvörður HM 2011 og HM 2015. „Ef við berum saman leikmenn liðanna, einn á móti einum, þá er bandaríska liðið sterkara á pappírnum og maður myndi halda það að þær fari áfram í úrslitaleikinn. Enska liðið er hins vegar með betri þjálfara þegar kemur að taktík,“ skrifaði Hope Solo."#ENG have a better chance to beat #USA in a World Cup match than ever before." Hope Solo says she has a new-found excitement and admiration for this Lionesses side. Column: https://t.co/xkRaezik6R#FIFAWWC#ChangeTheGamepic.twitter.com/uldBc4ROqu — BBC Sport (@BBCSport) July 2, 2019 „Við munum sjá meira af taktík í þessum leik en í nokkrum öðrum leik á þessu móti hingað til. Ég er mjög spennt að sjá hvað Phil Neville ætlar að bjóða upp á. Ég er hrifinn af þessu enska liði og því sem það hefur verið að gera undir stjórn Neville síðustu átján mánuði,“ skrifaði Solo. „Þetta enska lið er með sjálfstraust og trú sem ég hef aldrei séð hjá þeim áður. Ég trúi því að það sé leiðtogahæfileikum Neville að takka og trúnni sem hann hefur ræktað upp hjá sínum leikmönnum. Hann er sannur leiðtogi. Hann tekur ábyrgð og sýnir hugrekki. Ég hefði sjálf elskað það að spila fyrir hann,“ skrifaði Solo. Enska landsliðið vann sannfærandi 3-0 sigur á Noregi í átta liða úrslitunum og sýndu þar að liðið getur farið alla leið í þessari keppni. Allir búast við því að bandaríska landsliðið verji heimsmeistaratitilinn sinn en enska liðið er til alls líklegt í Lyon í kvöld. Það má finna allan pistil Hope Solo með því að smella hér. HM 2019 í Frakklandi Mest lesið Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Fótbolti Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Fótbolti Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Fótbolti „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Handbolti Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Handbolti Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Fótbolti Dagný gleymd eða afskrifuð?: Hefur ekkert heyrt í landsliðsþjálfaranum Fótbolti Guardiola allur útklóraður eftir leik Fótbolti Fleiri fréttir Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Hummels kom Rómverjum til bjargar Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims „Taktískt flott frammistaða í erfiðum leik“ „Fannst hann fara í gegnum lappirnar á mér“ „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Sverrir og félagar lokuðu vörninni og Panathinaikos vann loksins Nkunku áfram sjóðheitur og Chelsea með fullt hús stiga Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Ísland áfram neðst Norðurlanda og næsti mótherji í 99. sæti Kostað Manchester United marga milljarða að skipt um stjóra Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Mbappé fékk tvo í einkunn Hafa unnið alla heimaleiki sína í Evrópu og taka á móti Víkingum í kvöld Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Ráða njósnara á Íslandi Sjáðu mörkin þegar Liverpool vann Evrópumeistara Real Madrid Réttarhöldin yfir Manchester City klárast fyrir jól Landsliðskonurnar okkar hrifnar af IceGuys Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins „Sem betur fer fór ég enn á ný í rétt horn“ Hákon Arnar kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Yamal Gulldrengur ársins og López Gullstúlka ársins Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Dramatík á Villa Park Mascherano þjálfar Messi á Miami Elfar Árni heim í Völsung „Gefur enga mynd af því sem við erum að fara að ganga í gegnum“ Amma Bellinghams fór ekki út úr húsi á meðan EM stóð Sjá meira
Bandaríkin og England mætast í kvöld í undanúrslitum HM kvenna í fótbolta. Fyrrum markvörður heimsmeistara Bandaríkjanna segir Phil Neville, þjálfari enska liðsins, vera ein af aðalástæðunum fyrir því af hverju enska landsliðið á möguleika í hið geysisterka lið Bandaríkjanna. Hope Solo skrifar um heimsmeistarakeppnina í Frakklandi fyrir breska ríkisútvarpið og tekur fyrir stórleik kvöldsins í pistli sínum í dag. Að hennar mati er þetta hinn fullkomni undanúrslitaleikur. Hope Solo spilaði 202 leiki fyrir bandaríska landsliðið og varð tvisvar Ólympíumeistari og einu sinni heimsmeistari með liðinu. Hún var margoft valin besti markvörður heims og var valin besti markvörður HM 2011 og HM 2015. „Ef við berum saman leikmenn liðanna, einn á móti einum, þá er bandaríska liðið sterkara á pappírnum og maður myndi halda það að þær fari áfram í úrslitaleikinn. Enska liðið er hins vegar með betri þjálfara þegar kemur að taktík,“ skrifaði Hope Solo."#ENG have a better chance to beat #USA in a World Cup match than ever before." Hope Solo says she has a new-found excitement and admiration for this Lionesses side. Column: https://t.co/xkRaezik6R#FIFAWWC#ChangeTheGamepic.twitter.com/uldBc4ROqu — BBC Sport (@BBCSport) July 2, 2019 „Við munum sjá meira af taktík í þessum leik en í nokkrum öðrum leik á þessu móti hingað til. Ég er mjög spennt að sjá hvað Phil Neville ætlar að bjóða upp á. Ég er hrifinn af þessu enska liði og því sem það hefur verið að gera undir stjórn Neville síðustu átján mánuði,“ skrifaði Solo. „Þetta enska lið er með sjálfstraust og trú sem ég hef aldrei séð hjá þeim áður. Ég trúi því að það sé leiðtogahæfileikum Neville að takka og trúnni sem hann hefur ræktað upp hjá sínum leikmönnum. Hann er sannur leiðtogi. Hann tekur ábyrgð og sýnir hugrekki. Ég hefði sjálf elskað það að spila fyrir hann,“ skrifaði Solo. Enska landsliðið vann sannfærandi 3-0 sigur á Noregi í átta liða úrslitunum og sýndu þar að liðið getur farið alla leið í þessari keppni. Allir búast við því að bandaríska landsliðið verji heimsmeistaratitilinn sinn en enska liðið er til alls líklegt í Lyon í kvöld. Það má finna allan pistil Hope Solo með því að smella hér.
HM 2019 í Frakklandi Mest lesið Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Fótbolti Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Fótbolti Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Fótbolti „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Handbolti Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Handbolti Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Fótbolti Dagný gleymd eða afskrifuð?: Hefur ekkert heyrt í landsliðsþjálfaranum Fótbolti Guardiola allur útklóraður eftir leik Fótbolti Fleiri fréttir Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Hummels kom Rómverjum til bjargar Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims „Taktískt flott frammistaða í erfiðum leik“ „Fannst hann fara í gegnum lappirnar á mér“ „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Sverrir og félagar lokuðu vörninni og Panathinaikos vann loksins Nkunku áfram sjóðheitur og Chelsea með fullt hús stiga Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Ísland áfram neðst Norðurlanda og næsti mótherji í 99. sæti Kostað Manchester United marga milljarða að skipt um stjóra Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Mbappé fékk tvo í einkunn Hafa unnið alla heimaleiki sína í Evrópu og taka á móti Víkingum í kvöld Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Ráða njósnara á Íslandi Sjáðu mörkin þegar Liverpool vann Evrópumeistara Real Madrid Réttarhöldin yfir Manchester City klárast fyrir jól Landsliðskonurnar okkar hrifnar af IceGuys Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins „Sem betur fer fór ég enn á ný í rétt horn“ Hákon Arnar kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Yamal Gulldrengur ársins og López Gullstúlka ársins Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Dramatík á Villa Park Mascherano þjálfar Messi á Miami Elfar Árni heim í Völsung „Gefur enga mynd af því sem við erum að fara að ganga í gegnum“ Amma Bellinghams fór ekki út úr húsi á meðan EM stóð Sjá meira