Ekkert félag í heimi betra en Juventus í að fá góða leikmenn fyrir lítið eða ekkert Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. júlí 2019 15:30 Leikmenn Juve fagna sigri í ítölsku deildinn áttunda tímabilið í röð. Getty/Marco Canoniero Á tímum þar sem knattspyrnumenn verða dýrari og dýrari með hverju árinu er eitt félag í heiminum sem kann þá list betur en aðrir að fá leikmenn til sín á kostakjörum. Franski miðjumaðurinn Adrien Rabiot er sá nýjasti sem fer til Juventus á frjálsri sölu en fyrr í sumar fékk Juve Arsenal-manninn Aaron Ramsey á frjálsri sölu. Adrien Rabiot kemur til Juventus frá franska félaginu Paris Saint Germain. Fjöldi annarra félaga hafði áhuga á að fá hann til síns en Rabiot valdi ítölsku meistarana. Stuðningsmenn Arsenal sjá örugglega mikið eftir Aaron Ramsey sem náði ekki samkomulagi við enska félagið um framlengingu á sínum samningi. Þess í stað mun Aaron Ramsey nú reyna fyrir sér í ítalska boltanum. Aaron Ramsey og Adrien Rabiot bætast þar með í glæsilegan hóp leikmanna sem komið hafa frítt til Juventus eða fyrir mjög lítinn pening. Bleacher Report Football hefur tekið alla þessa leikmenn saman og sett upp á grafíska mynd eins og sjá má hér fyrir neðan. Þetta er orðinn afar myndarlegur hópur.Juve love a bargain. pic.twitter.com/JQa2Iq9M3S — B/R Football (@brfootball) June 30, 2019Juventus borgaði vissulega Real Madrid risaupphæð fyrir Cristiano Ronaldo en margir aðrir stjörnuleikmenn liðsins hafa komið fyrir lítið. Meðal þeirra sem hafa komið frítt eru menn eins og Fabio Cannavaro, Andrea Pirlo, Paul Pogba, Fernando Llorente, Kingsley Coman, Sami Khedira, Dani Alves, Emre Can og nú síðast þeir Aaron Ramsey og Adrien Rabiot. Það er ekki hægt annað en að hrósa forráðamönnum ítalska félagsins fyrir útsjónarsemi sína og það eru þessi viðskipti sem eiga eflaust mikinn þátt í því að Juve hefur orðið ítalskur meistari átta tímabil í röð. Ítalski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Fótbolti Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Körfubolti Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Fótbolti Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Handbolti Fleiri fréttir Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus „Við þurfum annan titil“ Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn „Eigum skilið að finna til“ Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Sjá meira
Á tímum þar sem knattspyrnumenn verða dýrari og dýrari með hverju árinu er eitt félag í heiminum sem kann þá list betur en aðrir að fá leikmenn til sín á kostakjörum. Franski miðjumaðurinn Adrien Rabiot er sá nýjasti sem fer til Juventus á frjálsri sölu en fyrr í sumar fékk Juve Arsenal-manninn Aaron Ramsey á frjálsri sölu. Adrien Rabiot kemur til Juventus frá franska félaginu Paris Saint Germain. Fjöldi annarra félaga hafði áhuga á að fá hann til síns en Rabiot valdi ítölsku meistarana. Stuðningsmenn Arsenal sjá örugglega mikið eftir Aaron Ramsey sem náði ekki samkomulagi við enska félagið um framlengingu á sínum samningi. Þess í stað mun Aaron Ramsey nú reyna fyrir sér í ítalska boltanum. Aaron Ramsey og Adrien Rabiot bætast þar með í glæsilegan hóp leikmanna sem komið hafa frítt til Juventus eða fyrir mjög lítinn pening. Bleacher Report Football hefur tekið alla þessa leikmenn saman og sett upp á grafíska mynd eins og sjá má hér fyrir neðan. Þetta er orðinn afar myndarlegur hópur.Juve love a bargain. pic.twitter.com/JQa2Iq9M3S — B/R Football (@brfootball) June 30, 2019Juventus borgaði vissulega Real Madrid risaupphæð fyrir Cristiano Ronaldo en margir aðrir stjörnuleikmenn liðsins hafa komið fyrir lítið. Meðal þeirra sem hafa komið frítt eru menn eins og Fabio Cannavaro, Andrea Pirlo, Paul Pogba, Fernando Llorente, Kingsley Coman, Sami Khedira, Dani Alves, Emre Can og nú síðast þeir Aaron Ramsey og Adrien Rabiot. Það er ekki hægt annað en að hrósa forráðamönnum ítalska félagsins fyrir útsjónarsemi sína og það eru þessi viðskipti sem eiga eflaust mikinn þátt í því að Juve hefur orðið ítalskur meistari átta tímabil í röð.
Ítalski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Fótbolti Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Körfubolti Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Fótbolti Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Handbolti Fleiri fréttir Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus „Við þurfum annan titil“ Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn „Eigum skilið að finna til“ Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Sjá meira