Pep Guardiola: Neymar kemst næstur Messi í hæfileikum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. júlí 2019 11:30 Lionel Messi og Neymar þegar þeir léku saman hjá Barcelona. Getty/Elsa Neymar er ekki vinsælasti knattspyrnumaður heims í dag en hann hefur fengið mikið hrós frá einum besta knattspyrnustjóra heims. Hvort að það sé gott fyrir Barcelona að fá hann til baka er aftur á móti allt önnur saga. Pep Guardiola hefur sett saman hvert meistaraliðið á fætur öðru og ætti að vita manna best þegar kemur að hæfileikum knattspyrnumanna. Neymar vill endilega komast aftur til Barcelona sem seldi hann á sínum tíma til Paris Saint Germain fyrir 200 milljónir punda. Það þarf ýmislegt að ganga upp svo að Neymar fá þessa ósk sína uppfyllta. Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir Neymar að undanförnu, bæði innan sem utan vallar. Hann hefur verið mikið meiddur og skapað sér óvinsældir með síendurteknum leikaraskap innan vallar og þá var hann einnig kærður fyrir nauðgun. Neymar vill nú komast aftur í framlínuna með þeim Lionel Messi og Luis Suarez en saman mynduðu þeir ógnvænlegt þríeyki hjá Barca á árunum 2014 til 2017. Neymar átti að vera að reyna að komast út undan skugga Lionel Messi þegar hann fór til Paris Saint Germain en þrátt fyrir fín tilþrif inn á milli þá hefur lítið gengið hjá hjá Neymar og félögum í PSG í Meistaradeildinni. „Það er langt síðan ég sagði að erfiðustu mótherjar mínir á þjálfaraferlinum hafi verið Liverpool liðið á nýloknu tímabili og Barca liðið undir stjórn Luis Enrique,“ sagði Pep Guardiola við ARA. „Það var ekki hægt að vinna Barcelona liðið með þessa þrjá framherja saman,“ sagði Guardiola. Hann var líka tilbúinn að hrósa Neymar. „Sá sem kemst næstur því að vera með hæfileika Messi er Neymar og þá sérstaklega á þessum árum. Ekki síst hvað varðar það að búa eitthvað til inn á vellinum. Hann var þarna á hárréttum aldri,“ sagði Guardiola. Neymar kom 21 árs gamall til Barcelona og vann spænsku deildina tvisvar og Meistaradeildina einu sinni með félaginu. Nú virðist Neymar hafa loksins áttað sig á því hversu gott var að spila við hlið Lionel Messi. Guardiola er aftur á móti ekki viss um það þeir geta kallað fram gömlu tímana á ný þar sem þeir þrír blómstruðu saman.Guardiola not convinced by the idea of Neymar going back to Barcelona: https://t.co/rRRgM9oJB1pic.twitter.com/jpVfWmhgs8 — AS English (@English_AS) June 30, 2019„Neymar er stórkostlegur leikmaður en ég veit ekki hvort að gengi jafnvel vel ef hann kæmi til baka. Ég er ekki sá sami og ég var þegar ég var með Barcelona og ég veit ekki hvort að Neymar sé sá sami. Það efast þó enginn um að þetta yrðu góð kaup,“ sagði Guardiola.Guardiola doubts whether Neymar returning to Barcelona is a good idea: "I'm not the same person now and I'm not sure if [he] is either."https://t.co/eX0t4gQvPS — beIN SPORTS USA (@beINSPORTSUSA) July 1, 2019 Meistaradeild Evrópu Spænski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Holland - Ísland 27-25 | Hetjuleg frammistaða gegn einu besta liði heims Handbolti Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Fótbolti Uppgjörið: Höttur - KR 85-88 | Lipur sókn skilaði KR sigri á Hetti Körfubolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Jenas missir annað starf Fótbolti Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Fótbolti Í beinni: Tindastóll - Álftanes | Tvö heitustu lið landsins Körfubolti Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ Handbolti Leik lokið: ÍR - Valur 84-83 | Dramatískur sigur nýliðanna Körfubolti Fleiri fréttir Ísland nær sigri í slagnum við Kanada Sterkt lið Íslands gegn Kanada í kvöld Jenas missir annað starf Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Hummels kom Rómverjum til bjargar Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims „Taktískt flott frammistaða í erfiðum leik“ „Fannst hann fara í gegnum lappirnar á mér“ „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Sverrir og félagar lokuðu vörninni og Panathinaikos vann loksins Nkunku áfram sjóðheitur og Chelsea með fullt hús stiga Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Ísland áfram neðst Norðurlanda og næsti mótherji í 99. sæti Kostað Manchester United marga milljarða að skipt um stjóra Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Mbappé fékk tvo í einkunn Hafa unnið alla heimaleiki sína í Evrópu og taka á móti Víkingum í kvöld Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Ráða njósnara á Íslandi Sjáðu mörkin þegar Liverpool vann Evrópumeistara Real Madrid Réttarhöldin yfir Manchester City klárast fyrir jól Landsliðskonurnar okkar hrifnar af IceGuys Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Sjá meira
Neymar er ekki vinsælasti knattspyrnumaður heims í dag en hann hefur fengið mikið hrós frá einum besta knattspyrnustjóra heims. Hvort að það sé gott fyrir Barcelona að fá hann til baka er aftur á móti allt önnur saga. Pep Guardiola hefur sett saman hvert meistaraliðið á fætur öðru og ætti að vita manna best þegar kemur að hæfileikum knattspyrnumanna. Neymar vill endilega komast aftur til Barcelona sem seldi hann á sínum tíma til Paris Saint Germain fyrir 200 milljónir punda. Það þarf ýmislegt að ganga upp svo að Neymar fá þessa ósk sína uppfyllta. Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir Neymar að undanförnu, bæði innan sem utan vallar. Hann hefur verið mikið meiddur og skapað sér óvinsældir með síendurteknum leikaraskap innan vallar og þá var hann einnig kærður fyrir nauðgun. Neymar vill nú komast aftur í framlínuna með þeim Lionel Messi og Luis Suarez en saman mynduðu þeir ógnvænlegt þríeyki hjá Barca á árunum 2014 til 2017. Neymar átti að vera að reyna að komast út undan skugga Lionel Messi þegar hann fór til Paris Saint Germain en þrátt fyrir fín tilþrif inn á milli þá hefur lítið gengið hjá hjá Neymar og félögum í PSG í Meistaradeildinni. „Það er langt síðan ég sagði að erfiðustu mótherjar mínir á þjálfaraferlinum hafi verið Liverpool liðið á nýloknu tímabili og Barca liðið undir stjórn Luis Enrique,“ sagði Pep Guardiola við ARA. „Það var ekki hægt að vinna Barcelona liðið með þessa þrjá framherja saman,“ sagði Guardiola. Hann var líka tilbúinn að hrósa Neymar. „Sá sem kemst næstur því að vera með hæfileika Messi er Neymar og þá sérstaklega á þessum árum. Ekki síst hvað varðar það að búa eitthvað til inn á vellinum. Hann var þarna á hárréttum aldri,“ sagði Guardiola. Neymar kom 21 árs gamall til Barcelona og vann spænsku deildina tvisvar og Meistaradeildina einu sinni með félaginu. Nú virðist Neymar hafa loksins áttað sig á því hversu gott var að spila við hlið Lionel Messi. Guardiola er aftur á móti ekki viss um það þeir geta kallað fram gömlu tímana á ný þar sem þeir þrír blómstruðu saman.Guardiola not convinced by the idea of Neymar going back to Barcelona: https://t.co/rRRgM9oJB1pic.twitter.com/jpVfWmhgs8 — AS English (@English_AS) June 30, 2019„Neymar er stórkostlegur leikmaður en ég veit ekki hvort að gengi jafnvel vel ef hann kæmi til baka. Ég er ekki sá sami og ég var þegar ég var með Barcelona og ég veit ekki hvort að Neymar sé sá sami. Það efast þó enginn um að þetta yrðu góð kaup,“ sagði Guardiola.Guardiola doubts whether Neymar returning to Barcelona is a good idea: "I'm not the same person now and I'm not sure if [he] is either."https://t.co/eX0t4gQvPS — beIN SPORTS USA (@beINSPORTSUSA) July 1, 2019
Meistaradeild Evrópu Spænski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Holland - Ísland 27-25 | Hetjuleg frammistaða gegn einu besta liði heims Handbolti Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Fótbolti Uppgjörið: Höttur - KR 85-88 | Lipur sókn skilaði KR sigri á Hetti Körfubolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Jenas missir annað starf Fótbolti Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Fótbolti Í beinni: Tindastóll - Álftanes | Tvö heitustu lið landsins Körfubolti Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ Handbolti Leik lokið: ÍR - Valur 84-83 | Dramatískur sigur nýliðanna Körfubolti Fleiri fréttir Ísland nær sigri í slagnum við Kanada Sterkt lið Íslands gegn Kanada í kvöld Jenas missir annað starf Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Hummels kom Rómverjum til bjargar Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims „Taktískt flott frammistaða í erfiðum leik“ „Fannst hann fara í gegnum lappirnar á mér“ „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Sverrir og félagar lokuðu vörninni og Panathinaikos vann loksins Nkunku áfram sjóðheitur og Chelsea með fullt hús stiga Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Ísland áfram neðst Norðurlanda og næsti mótherji í 99. sæti Kostað Manchester United marga milljarða að skipt um stjóra Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Mbappé fékk tvo í einkunn Hafa unnið alla heimaleiki sína í Evrópu og taka á móti Víkingum í kvöld Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Ráða njósnara á Íslandi Sjáðu mörkin þegar Liverpool vann Evrópumeistara Real Madrid Réttarhöldin yfir Manchester City klárast fyrir jól Landsliðskonurnar okkar hrifnar af IceGuys Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Sjá meira