Þorpstjörnin að þorna upp vegna sundlaugar Pálmi Kormákur skrifar 1. júlí 2019 07:15 Myndin er frá 2005. Þar sjást unglingar synda í vatnsmikilli tjörninni sem er ekki svipur hjá sjón í dag. „Fólk hér í bænum vill meina að þetta sé borholunum að kenna. Þetta hefur aldrei komið fyrir áður, vatnið í tjörnunum hefur alveg minnkað eins og gengur og gerist en það hefur aldrei algjörlega horfið eins og nú,“ segir Angela Agnarsdóttir, íbúi á Raufarhöfn um tjörn í þorpinu sem er að þorna upp. Vatnsyfirborð í tjörnunum tók að lækka um þær mundir sem byrjað var að dæla upp úr nærliggjandi borholum á svæðinu vegna dæluprófana fyrir fyrirhugaða uppsetningu varmadælna fyrir sundlaug bæjarins. Tjörnin hefur lengi verið leiksvæði fyrir börn og unglinga á Raufarhöfn og þessi þróun því mikið áhyggjuefni þorpsbúa. „Við viljum láta loka fyrir holuna til þess að sjá hvort þessar dæluprófanir séu það sem veldur þessu. Sveitarfélagið þarf að finna aðra lausn ef sú er raunin,“ segir Angela sem hratt af stað undirskriftasöfnun til að þrýsta á sveitarstjórn Norðurþings. Gunnar Hrafn Gunnarsson, framkvæmda- og þjónustufulltrúi Norðurþings, segir miklar líkur á því að lækkun vatnsyfirborðsins sé af völdum dæluprófana. „Ég fatta ekki alveg hvað vesenið er. Það er ekki ólíklegt að lækkunin sé af völdum dælinga úr borholunum, en ég skil samt ekki hver stormurinn er, ég meina hvað er það versta sem gerist ef tjörnin þurrkast upp, það er enginn með laxeldi í henni held ég,“ segir Gunnar og hlær.Minni tjörnin, sem er nú uppþornuð.MYND/SIGURÐUR ÖRN ÓSKARSSON„Þetta er svolítið kjánaleg umræða, ég held að það vanti bara umræðuefni þarna fyrir austan, ég held að það sé aðalmálið,“ bætir hann við. Gunnar Hrafn segir að hægt hafi verið á dælingunni og hún sé núna lík því sem varmadælurnar muni koma til með að taka. „Og við erum búnir að opna fyrir brunahana sem dælir vatni úr neysluvatnskerfi Raufarhafnar út í tjörnina til þess að mæta því vatnstapinu. Þannig að vonandi verða allir alveg ofboðslega kátir þegar upp er staðið,“ segir Gunnar sem telur mjög litlar líkur á því að stærri tjörnin þurrkist alveg upp vegna dælanna. Angela segir málið vera tilfinningamál en einnig sé um umhverfis- spjöll að ræða. „Hér er mikið fuglalíf. Krían, æðarfuglinn og fleiri fuglar verpa allir hér í kring og ég er mjög áhyggjufull um að það glatist ef tjarnirnar þorna upp. Þetta er mér og bæjarbúum öllum mikið hjartans mál. Ég ólst upp við þessar tjarnir og tengi mikið af fallegum minningum við þær. Tjarnirnar báðar hafa verið leiksvæði barna frá því löngu fyrir mína tíð, mér datt það meira að segja í hug um daginn að nú þegar vatnsyfirborðið hefur lækkað svona þá geti mæður Raufarhafnar loksins sótt öll skópörin og flíkurnar sem týnst hafa þarna við leik. En það væri hræðilegt ef tjarnirnar hyrfu vegna þessa aðgerða.“ Birtist í Fréttablaðinu Norðurþing Sundlaugar Mest lesið Frans páfi er látinn Erlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Innlent Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Innlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Erlent Fleiri fréttir Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu Sjá meira
„Fólk hér í bænum vill meina að þetta sé borholunum að kenna. Þetta hefur aldrei komið fyrir áður, vatnið í tjörnunum hefur alveg minnkað eins og gengur og gerist en það hefur aldrei algjörlega horfið eins og nú,“ segir Angela Agnarsdóttir, íbúi á Raufarhöfn um tjörn í þorpinu sem er að þorna upp. Vatnsyfirborð í tjörnunum tók að lækka um þær mundir sem byrjað var að dæla upp úr nærliggjandi borholum á svæðinu vegna dæluprófana fyrir fyrirhugaða uppsetningu varmadælna fyrir sundlaug bæjarins. Tjörnin hefur lengi verið leiksvæði fyrir börn og unglinga á Raufarhöfn og þessi þróun því mikið áhyggjuefni þorpsbúa. „Við viljum láta loka fyrir holuna til þess að sjá hvort þessar dæluprófanir séu það sem veldur þessu. Sveitarfélagið þarf að finna aðra lausn ef sú er raunin,“ segir Angela sem hratt af stað undirskriftasöfnun til að þrýsta á sveitarstjórn Norðurþings. Gunnar Hrafn Gunnarsson, framkvæmda- og þjónustufulltrúi Norðurþings, segir miklar líkur á því að lækkun vatnsyfirborðsins sé af völdum dæluprófana. „Ég fatta ekki alveg hvað vesenið er. Það er ekki ólíklegt að lækkunin sé af völdum dælinga úr borholunum, en ég skil samt ekki hver stormurinn er, ég meina hvað er það versta sem gerist ef tjörnin þurrkast upp, það er enginn með laxeldi í henni held ég,“ segir Gunnar og hlær.Minni tjörnin, sem er nú uppþornuð.MYND/SIGURÐUR ÖRN ÓSKARSSON„Þetta er svolítið kjánaleg umræða, ég held að það vanti bara umræðuefni þarna fyrir austan, ég held að það sé aðalmálið,“ bætir hann við. Gunnar Hrafn segir að hægt hafi verið á dælingunni og hún sé núna lík því sem varmadælurnar muni koma til með að taka. „Og við erum búnir að opna fyrir brunahana sem dælir vatni úr neysluvatnskerfi Raufarhafnar út í tjörnina til þess að mæta því vatnstapinu. Þannig að vonandi verða allir alveg ofboðslega kátir þegar upp er staðið,“ segir Gunnar sem telur mjög litlar líkur á því að stærri tjörnin þurrkist alveg upp vegna dælanna. Angela segir málið vera tilfinningamál en einnig sé um umhverfis- spjöll að ræða. „Hér er mikið fuglalíf. Krían, æðarfuglinn og fleiri fuglar verpa allir hér í kring og ég er mjög áhyggjufull um að það glatist ef tjarnirnar þorna upp. Þetta er mér og bæjarbúum öllum mikið hjartans mál. Ég ólst upp við þessar tjarnir og tengi mikið af fallegum minningum við þær. Tjarnirnar báðar hafa verið leiksvæði barna frá því löngu fyrir mína tíð, mér datt það meira að segja í hug um daginn að nú þegar vatnsyfirborðið hefur lækkað svona þá geti mæður Raufarhafnar loksins sótt öll skópörin og flíkurnar sem týnst hafa þarna við leik. En það væri hræðilegt ef tjarnirnar hyrfu vegna þessa aðgerða.“
Birtist í Fréttablaðinu Norðurþing Sundlaugar Mest lesið Frans páfi er látinn Erlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Innlent Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Innlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Erlent Fleiri fréttir Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu Sjá meira