Íranir hertóku breskt olíuskip Kristín Ólafsdóttir skrifar 19. júlí 2019 19:12 Olíuskipið Stena Impero. Mynd/Stena bulk Íranir lögðu í dag hald á breskt olíuskip í Persaflóa. Greint er frá málinu í írönskum fjölmiðlum. Skipið heitir Stena Impero en breska ríkisútvarpið hefur eftir eigendum þess, fyrirtækinu Stena Bulk, að 23 séu um borð. Um klukkan fjögur í dag að breskum tíma hafi nokkrir litlir bátar og þyrla, sem talið er að séu á vegum Byltingarvarðarins, sérdeildar í íranska hernum, vitjað skipverjanna. Ekki hefur náðst samband við skipið síðan. Það var á leið til Sádi Arabíu en siglir nú í norður, í átt að Íran. Haft er eftir yfirvöldum í Íran að borist hefði tilkynning um að Stena Impero væri til vandræða. Fulltrúar hersins hafi því verið sendir til að fylgja skipinu í höfnina í Bandar Abbas, þar sem rannsókn muni fara fram. Í frétt BBC segir að breska utanríkisráðuneytið kanni nú málið. Þá hefur COBRA, sérstök þjóðaröryggismálanefnd Bretlands, boðað til fundar vegna atviksins. Yfirvöld í Íran voru í byrjun mánuðar afar ósátt við að breskir sjóliðar hefðu kyrrsett íranskt olíuflutningaskip við Gíbraltar. Það gerðu Bretar vegna gruns um að íranska skipið væri að flytja olíu til Sýrlands, í trássi við viðskiptaþvinganir Evrópusambandsins. Íranir hótuðu því að kyrrsetja breskt olíuskip á móti.Fréttin hefur verið uppfærð. Bretland Íran Tengdar fréttir Bandaríkin segja Íran hafa hertekið olíuflutningaskip Olíuflutningaskip sem bar fána Panama hvarf á Hormússundi án nokkurra ummerkja seint á laugardagskvöld. Bandaríkin hafa ásakað Íran um að hafa hertekið skipið. 16. júlí 2019 23:30 Bretar tilbúnir að sleppa íranska olíuskipinu að uppfyltum skilyrðum Bretar vilja láta fullvissa sig um að skipið muni ekki flytja olíu til Sýrlands. 13. júlí 2019 17:25 Íranir neita því að hafa misst dróna Aðstoðarutanríkisráðherra Írans vefengir fullyrðingar Bandaríkjaforseta um að bandarískt herskip hafi skopið niður íranskan dróna. 19. júlí 2019 08:27 Mest lesið „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Innlent Fleiri fréttir Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Sjá meira
Íranir lögðu í dag hald á breskt olíuskip í Persaflóa. Greint er frá málinu í írönskum fjölmiðlum. Skipið heitir Stena Impero en breska ríkisútvarpið hefur eftir eigendum þess, fyrirtækinu Stena Bulk, að 23 séu um borð. Um klukkan fjögur í dag að breskum tíma hafi nokkrir litlir bátar og þyrla, sem talið er að séu á vegum Byltingarvarðarins, sérdeildar í íranska hernum, vitjað skipverjanna. Ekki hefur náðst samband við skipið síðan. Það var á leið til Sádi Arabíu en siglir nú í norður, í átt að Íran. Haft er eftir yfirvöldum í Íran að borist hefði tilkynning um að Stena Impero væri til vandræða. Fulltrúar hersins hafi því verið sendir til að fylgja skipinu í höfnina í Bandar Abbas, þar sem rannsókn muni fara fram. Í frétt BBC segir að breska utanríkisráðuneytið kanni nú málið. Þá hefur COBRA, sérstök þjóðaröryggismálanefnd Bretlands, boðað til fundar vegna atviksins. Yfirvöld í Íran voru í byrjun mánuðar afar ósátt við að breskir sjóliðar hefðu kyrrsett íranskt olíuflutningaskip við Gíbraltar. Það gerðu Bretar vegna gruns um að íranska skipið væri að flytja olíu til Sýrlands, í trássi við viðskiptaþvinganir Evrópusambandsins. Íranir hótuðu því að kyrrsetja breskt olíuskip á móti.Fréttin hefur verið uppfærð.
Bretland Íran Tengdar fréttir Bandaríkin segja Íran hafa hertekið olíuflutningaskip Olíuflutningaskip sem bar fána Panama hvarf á Hormússundi án nokkurra ummerkja seint á laugardagskvöld. Bandaríkin hafa ásakað Íran um að hafa hertekið skipið. 16. júlí 2019 23:30 Bretar tilbúnir að sleppa íranska olíuskipinu að uppfyltum skilyrðum Bretar vilja láta fullvissa sig um að skipið muni ekki flytja olíu til Sýrlands. 13. júlí 2019 17:25 Íranir neita því að hafa misst dróna Aðstoðarutanríkisráðherra Írans vefengir fullyrðingar Bandaríkjaforseta um að bandarískt herskip hafi skopið niður íranskan dróna. 19. júlí 2019 08:27 Mest lesið „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Innlent Fleiri fréttir Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Sjá meira
Bandaríkin segja Íran hafa hertekið olíuflutningaskip Olíuflutningaskip sem bar fána Panama hvarf á Hormússundi án nokkurra ummerkja seint á laugardagskvöld. Bandaríkin hafa ásakað Íran um að hafa hertekið skipið. 16. júlí 2019 23:30
Bretar tilbúnir að sleppa íranska olíuskipinu að uppfyltum skilyrðum Bretar vilja láta fullvissa sig um að skipið muni ekki flytja olíu til Sýrlands. 13. júlí 2019 17:25
Íranir neita því að hafa misst dróna Aðstoðarutanríkisráðherra Írans vefengir fullyrðingar Bandaríkjaforseta um að bandarískt herskip hafi skopið niður íranskan dróna. 19. júlí 2019 08:27