Hvað gæti gerst við hækkun hita á jörðinni um nokkrar gráður? Bjarni Már Bjarnason skrifar 17. júlí 2019 10:30 Fæstir átta sig á hve einnar gráðu hækkun hitastigs á jörðinni hefur mikil áhrif. Til samanburðar var fyrir 22.000 árum kuldaskeið á jörðu og urðu þá hitabreytingar sem voru -4 stig en þá lá ís yfir norðurhveli og náði alla leið suður til New York. Ef hitinn fer í +4 stiga hitun þá verður hann óbærilegur og eyðimerkur ná yfir 75% jarðar. Mannkynið hefur um það bil einn áratug til að umbreyta heimshagkerfinu til að koma í veg fyrir slíkar hamfarir. Í dag finnum við fyrir veðrabreytingum og hærri hita. Samkvæmt Umhverfisstofnun Evrópu er von á heitasta sumri sögunnar á meginlandinu. Afleiðingarnar verða hærri dánartíðni, mikill uppskerubrestur, fleiri sinu- og skógareldar, og ofsaveður sem orsakar miklar breytingar á umhverfinu.Við 1 gráðu hitun eins og hún er í dag Afleiðingarnar sjáum við aðallega í veðrabreytingum og fréttum af útdauða dýrategunda. Dýrategundir lenda í útrýmingarhættu, breytingar verða í jurtaríkinu og margra tegundir lifa þær ekki af. Miklar breytingar eru í hafinu, með hitun og súrnun sem orsakar dauða kóralrifa, skeldýra og sjávarplantna, og einnig eru fisktegundir í útrýmingarhættu. Hafið tekur við 90% af hitun jarðar og er undirstaða lífs á jörðu. Ísinn á norðurhveli jarðar bráðnar afar hratt og þá truflast jafnvægið á hita sjávar sem hefur síðan veruleg áhrif á vistkerfi hafsins. Það stefnir í fordæmalausar breytingar á sjávarlífi jarðar. Eftir um 10 ár finnum við mikið fyrir þessum breytingum þar sem margföldunaráhrifin eru hröð. Eftir 30 ár eru aðstæðurnar orðnar mjög alvarlegar og eftir 50 ár gætu þær verið orðnar stjórnlausar. Við verðum að gera mjög róttækar breytingar strax, alls ekki seinna en innan við 5 til 10 ára. Annars stefnum við örugglega í 2 gráðu hitun og jafnvel í 3 gráðu hitun.Við 1,5 gráðu hitun Vísindasamfélagið telur nauðsynlegt að heimurinn haldi sér undir 1,5 gráðum til að varðveita lífvænlega plánetu. Mikil neysla mannsins hefur bein áhrif á loftslagskreppuna, Ef neyslan heldur áfram í núverandi mynd, mun hún nánast tvöfaldast milli áranna 2017 og 2050. Maðurinn verður að takmarka neysluna um 50% fyrir árið 2030 og 80% fyrir 2050. Það mun krefjast breytinga á þjónustu og því hvernig vörur eru framleiddar í dag. Það stefnir í efnahagslegt hrun og öll hagkerfi heimsins eins og við þekkjum þau í dag munu snarbreytast eða hrynja. Mörg fyrirtæki munu leggja upp laupana og kapítalisminn hrynur. Lífsgæði verða ekki lengur reiknuð út frá hagvexti. Þetta verður spurning um líf eða dauða. Einstaklingar geta gert margt með því að minnka neyslu og neyslan verður að vera sjálfbær. En það eru einungis stjórnvöld sem geta komið um kring þeim ógnvænlegu breytingum sem þarf að gera og beita þarf neyðarlögum. Það þarf að snardraga úr og fljótlega að hætta vinnslu kola, jarðolíu og gass, en þessi jarðefni knýja um 80% af orkugjöfum mannsins. Einnig þarf að loka öllum verksmiðjum og fyrirtækjum sem menga og auka koltvísýring í andrúmsloftinu. Það eru um 100 fyrirtæki sem bera sök á helmingi af öllum útblæstri í heiminum í dag. Öll hernaðarframleiðsla þarf að hætta. Á Íslandi eru 6 stórfyrirtæki sem menga mest og nýta 80% af raforku landsins. Talið er að 90% dýrategunda hverfi við Ísland innan 50 ára.Við 2 gráðu hitun Óafturkræfur skaði og við förum að missa alla stjórn á aðstæðum. Allir jöklar hverfa eftir 80 til 100 ár og sjávarmál hækkar gífurlega. Hafstraumar breytast og þá gæti kólnað á norðurhveli jarðar. Miklar hamfarir verða, svo hundruð milljóna manna fara á vergang. Stríð, farsóttir og hungur hrjá mannfólkið og milljónir deyja. Veldisvöxtur (vex í hlutfalli við stærð sína) gerist mjög hratt og áhrifin á vistkerfið margfaldast.Við 3 gráðu hitun Miklir þurrkar sem drepa skóga og lífríki jarðar, vistkerfi þolir ekki þessar breytingar og það hrynur.Við 4 gráðu hitun Heimur sem fer yfir 4 gráðu hita verður nær óbyggilegur. Eyðimerkur ná um flest svæði suðurhvels jarðar eða um 70% lands á plánetunni. Við erum að lenda í stríði við okkur sjálf. Neyðarástand mun skapast miklu fyrr en nokkur getur ímyndað sér og við stöndum á hengiflugi eftir nokkur ár. Við erum að deyða allt lífríki jarðar á ógnarhraða. Þetta ferli er komið af stað og verður óstöðvandi innan fárra ára. Stór hluti af öllu lífi getur þurrkast út á næstu 50 til 100 árum. Þó að við Íslendingar séum fámennir, þá gætum við sýnt öðrum þjóðum fordæmi og gert það sem gera þarf á næstu árum. Til að það sé hægt væri hyggilegast að stofna róttæka hreyfingu eða umhverfisflokk fyrir næstu kosningar og komast í valdaaðstöðu. Best væri að fá vísindamenn og umhverfissinna, sem almenningur gæti treyst, til þess að taka við stjórninni, vinna saman og gera það sem gera þarf. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Loftslagsmál Mest lesið Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson Skoðun Halldór 19.04.2025 Halldór Afleiðingar heimilisofbeldis og hvernig ofbeldismenn nota “kerfið” til að halda áfram ofbeldi Líf Steinunn Lárusdóttir Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson Skoðun Skoðun Skoðun Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson skrifar Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Fæstir átta sig á hve einnar gráðu hækkun hitastigs á jörðinni hefur mikil áhrif. Til samanburðar var fyrir 22.000 árum kuldaskeið á jörðu og urðu þá hitabreytingar sem voru -4 stig en þá lá ís yfir norðurhveli og náði alla leið suður til New York. Ef hitinn fer í +4 stiga hitun þá verður hann óbærilegur og eyðimerkur ná yfir 75% jarðar. Mannkynið hefur um það bil einn áratug til að umbreyta heimshagkerfinu til að koma í veg fyrir slíkar hamfarir. Í dag finnum við fyrir veðrabreytingum og hærri hita. Samkvæmt Umhverfisstofnun Evrópu er von á heitasta sumri sögunnar á meginlandinu. Afleiðingarnar verða hærri dánartíðni, mikill uppskerubrestur, fleiri sinu- og skógareldar, og ofsaveður sem orsakar miklar breytingar á umhverfinu.Við 1 gráðu hitun eins og hún er í dag Afleiðingarnar sjáum við aðallega í veðrabreytingum og fréttum af útdauða dýrategunda. Dýrategundir lenda í útrýmingarhættu, breytingar verða í jurtaríkinu og margra tegundir lifa þær ekki af. Miklar breytingar eru í hafinu, með hitun og súrnun sem orsakar dauða kóralrifa, skeldýra og sjávarplantna, og einnig eru fisktegundir í útrýmingarhættu. Hafið tekur við 90% af hitun jarðar og er undirstaða lífs á jörðu. Ísinn á norðurhveli jarðar bráðnar afar hratt og þá truflast jafnvægið á hita sjávar sem hefur síðan veruleg áhrif á vistkerfi hafsins. Það stefnir í fordæmalausar breytingar á sjávarlífi jarðar. Eftir um 10 ár finnum við mikið fyrir þessum breytingum þar sem margföldunaráhrifin eru hröð. Eftir 30 ár eru aðstæðurnar orðnar mjög alvarlegar og eftir 50 ár gætu þær verið orðnar stjórnlausar. Við verðum að gera mjög róttækar breytingar strax, alls ekki seinna en innan við 5 til 10 ára. Annars stefnum við örugglega í 2 gráðu hitun og jafnvel í 3 gráðu hitun.Við 1,5 gráðu hitun Vísindasamfélagið telur nauðsynlegt að heimurinn haldi sér undir 1,5 gráðum til að varðveita lífvænlega plánetu. Mikil neysla mannsins hefur bein áhrif á loftslagskreppuna, Ef neyslan heldur áfram í núverandi mynd, mun hún nánast tvöfaldast milli áranna 2017 og 2050. Maðurinn verður að takmarka neysluna um 50% fyrir árið 2030 og 80% fyrir 2050. Það mun krefjast breytinga á þjónustu og því hvernig vörur eru framleiddar í dag. Það stefnir í efnahagslegt hrun og öll hagkerfi heimsins eins og við þekkjum þau í dag munu snarbreytast eða hrynja. Mörg fyrirtæki munu leggja upp laupana og kapítalisminn hrynur. Lífsgæði verða ekki lengur reiknuð út frá hagvexti. Þetta verður spurning um líf eða dauða. Einstaklingar geta gert margt með því að minnka neyslu og neyslan verður að vera sjálfbær. En það eru einungis stjórnvöld sem geta komið um kring þeim ógnvænlegu breytingum sem þarf að gera og beita þarf neyðarlögum. Það þarf að snardraga úr og fljótlega að hætta vinnslu kola, jarðolíu og gass, en þessi jarðefni knýja um 80% af orkugjöfum mannsins. Einnig þarf að loka öllum verksmiðjum og fyrirtækjum sem menga og auka koltvísýring í andrúmsloftinu. Það eru um 100 fyrirtæki sem bera sök á helmingi af öllum útblæstri í heiminum í dag. Öll hernaðarframleiðsla þarf að hætta. Á Íslandi eru 6 stórfyrirtæki sem menga mest og nýta 80% af raforku landsins. Talið er að 90% dýrategunda hverfi við Ísland innan 50 ára.Við 2 gráðu hitun Óafturkræfur skaði og við förum að missa alla stjórn á aðstæðum. Allir jöklar hverfa eftir 80 til 100 ár og sjávarmál hækkar gífurlega. Hafstraumar breytast og þá gæti kólnað á norðurhveli jarðar. Miklar hamfarir verða, svo hundruð milljóna manna fara á vergang. Stríð, farsóttir og hungur hrjá mannfólkið og milljónir deyja. Veldisvöxtur (vex í hlutfalli við stærð sína) gerist mjög hratt og áhrifin á vistkerfið margfaldast.Við 3 gráðu hitun Miklir þurrkar sem drepa skóga og lífríki jarðar, vistkerfi þolir ekki þessar breytingar og það hrynur.Við 4 gráðu hitun Heimur sem fer yfir 4 gráðu hita verður nær óbyggilegur. Eyðimerkur ná um flest svæði suðurhvels jarðar eða um 70% lands á plánetunni. Við erum að lenda í stríði við okkur sjálf. Neyðarástand mun skapast miklu fyrr en nokkur getur ímyndað sér og við stöndum á hengiflugi eftir nokkur ár. Við erum að deyða allt lífríki jarðar á ógnarhraða. Þetta ferli er komið af stað og verður óstöðvandi innan fárra ára. Stór hluti af öllu lífi getur þurrkast út á næstu 50 til 100 árum. Þó að við Íslendingar séum fámennir, þá gætum við sýnt öðrum þjóðum fordæmi og gert það sem gera þarf á næstu árum. Til að það sé hægt væri hyggilegast að stofna róttæka hreyfingu eða umhverfisflokk fyrir næstu kosningar og komast í valdaaðstöðu. Best væri að fá vísindamenn og umhverfissinna, sem almenningur gæti treyst, til þess að taka við stjórninni, vinna saman og gera það sem gera þarf.
Afleiðingar heimilisofbeldis og hvernig ofbeldismenn nota “kerfið” til að halda áfram ofbeldi Líf Steinunn Lárusdóttir Skoðun
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar
Afleiðingar heimilisofbeldis og hvernig ofbeldismenn nota “kerfið” til að halda áfram ofbeldi Líf Steinunn Lárusdóttir Skoðun