MÅL! På tilläggstid hittar Mats Solheim Vidar Örn Kjartansson som sätter 3-2. pic.twitter.com/8KGiIteJ1Y
— Hammarby Fotboll (@Hammarbyfotboll) July 15, 2019
Þetta var síðasti leikur Viðars fyrir Hammarby. Hann er á láni frá Rostov í Rússlandi og lánssamningurinn rennur út á miðnætti.
Þetta var annar sigur Hammarby í röð. Liðið er í 6. sæti deildarinnar.
Viðar skoraði sjö mörk í 15 deildarleikjum fyrir Hammarby. Aron Jóhannsson, sem gekk í raðir Hammarby í síðustu viku, var ekki í leikmannahópi liðsins í kvöld.
Jón Dagur Þorsteinsson lék síðustu 13 mínúturnar þegar AGF gerði 1-1 jafntefli við Hobro í 1. umferð dönsku úrvalsdeildarinnar í kvöld.
Jón Dagur gerði þriggja ára samning við AGF í síðasta mánuði. Hann lék með Vendsyssel í dönsku úrvalsdeildinni á síðasta tímabili.