Gömul sár á milli United og Inter trufla viðræður um Lukaku Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 12. júlí 2019 09:30 Romelu Lukaku hefur sjálfur sagt að hann vilji fara vísir/getty Blaðamaður Sky Sports segir enn vera illindi á milli Manchester United og Inter Milan eftir félagsskipti sem gengu ekki upp fyrir tveimur árum. Þessi illindi gætu haft áhrif á söluna á Romelu Lukaku. Yfirmaður íþróttamála hjá Inter er á Bretlandseyjum til þess að ræða við forráðamenn United um belgíska framherjann. Í morgun staðfesti hann að fundurinn hafi verið formleg fyrirspurn um stöðu Belgans. Lukaku sjálfur er í Ástralíu með United þar sem liðið er á æfingaferðalagi. Félögunum gengur illa að komast að samkomulagi um verð og Kaveh Solhekol, blaðamaður Sky, telur að það sé ekki það eina sem gæti hindrað skiptin. „Það eru illindi á milli þessara tveggja félaga,“ sagði Solhekol. „Fyrir tveimur árum reyndi Manchester United ítrekað að fá Ivan Perisic frá Milan. United bauð 45 milljónir evra en Inter vildi 50 og var ekki haggað þó munurinn væri aðeins 5 milljónir evra.“ „Ég held það sé enn ofarlega í minnum manna innan United hvernig Inter hagaði sér í því máli.“ United vill fá 75 milljónir punda fyrir Lukaku, sem er sama verð og félagið keypti hann á fyrir tveimur árum frá Everton. Inter er hins vegar langt frá þeim verðmiða. Ítalska félagið vill fá Belgann á láni út næsta tímabili með þeirri skuldbindingu að eftir lánstímann kaupi þeir Lukaku með tveimur greiðslum á tveimur árum.Sky Italy reporting Inter Milan to offer £63m to Manchester United for Romelu Lukaku. But it’s 2-year loan with obligation to buy. Instalments of £9m + £27m + £27m. Can’t see how it makes sense for United to wave goodbye to world-class striker for initial payment of only £9m — Kaveh Solhekol (@SkyKaveh) July 10, 2019 Þeir vilja borga 9 milljónir punda í sumar fyrir lánið og borga svo 27 milljónir punda á ári næstu tvö ár þar á eftir. Það gerir samanlagt 63 milljónir punda. „Þetta er eins og ef ég labbaði inn í Ferrari umboð og spyrði hversu mikið Ferrari 488 kostaði. Sölumaðurinn svaraði 200 þúsund pund en ég býð að borga 20 þúsund pund og fá hann lánaðann í tvö ár áður en ég borga 20 þúsund pund til viðbótar. Þeir segðu mér að hunskast í burtu og ég held að Manchester United segi það sama við Inter Milan,“ sagði Solhekol. Enski boltinn Ítalski boltinn Mest lesið Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúla 1 „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Enski boltinn „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Fótbolti Fleiri fréttir Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Metin sex sem Salah setti í gær Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ „Spiluðum mjög vel í dag“ „Við þurfum annan titil“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah „Eigum skilið að finna til“ Asensio hetjan í endurkomu Villa Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Arsenal aldrei aflað meira en tapaði samt þremur milljörðum Hafa verið þrettán ár af lygum „Frábær leikur en ég er ekki ánægður með úrslitin“ Jafntefli niðurstaðan í frábærum leik á Villa Park Kostaði Man. United meira en 2500 milljónir að reka Ten Hag og Ashworth Casemiro fer ekki fet Arsenal lét heitasta framherjann í frönsku deildinni fara fyrir „slikk“ Sjá meira
Blaðamaður Sky Sports segir enn vera illindi á milli Manchester United og Inter Milan eftir félagsskipti sem gengu ekki upp fyrir tveimur árum. Þessi illindi gætu haft áhrif á söluna á Romelu Lukaku. Yfirmaður íþróttamála hjá Inter er á Bretlandseyjum til þess að ræða við forráðamenn United um belgíska framherjann. Í morgun staðfesti hann að fundurinn hafi verið formleg fyrirspurn um stöðu Belgans. Lukaku sjálfur er í Ástralíu með United þar sem liðið er á æfingaferðalagi. Félögunum gengur illa að komast að samkomulagi um verð og Kaveh Solhekol, blaðamaður Sky, telur að það sé ekki það eina sem gæti hindrað skiptin. „Það eru illindi á milli þessara tveggja félaga,“ sagði Solhekol. „Fyrir tveimur árum reyndi Manchester United ítrekað að fá Ivan Perisic frá Milan. United bauð 45 milljónir evra en Inter vildi 50 og var ekki haggað þó munurinn væri aðeins 5 milljónir evra.“ „Ég held það sé enn ofarlega í minnum manna innan United hvernig Inter hagaði sér í því máli.“ United vill fá 75 milljónir punda fyrir Lukaku, sem er sama verð og félagið keypti hann á fyrir tveimur árum frá Everton. Inter er hins vegar langt frá þeim verðmiða. Ítalska félagið vill fá Belgann á láni út næsta tímabili með þeirri skuldbindingu að eftir lánstímann kaupi þeir Lukaku með tveimur greiðslum á tveimur árum.Sky Italy reporting Inter Milan to offer £63m to Manchester United for Romelu Lukaku. But it’s 2-year loan with obligation to buy. Instalments of £9m + £27m + £27m. Can’t see how it makes sense for United to wave goodbye to world-class striker for initial payment of only £9m — Kaveh Solhekol (@SkyKaveh) July 10, 2019 Þeir vilja borga 9 milljónir punda í sumar fyrir lánið og borga svo 27 milljónir punda á ári næstu tvö ár þar á eftir. Það gerir samanlagt 63 milljónir punda. „Þetta er eins og ef ég labbaði inn í Ferrari umboð og spyrði hversu mikið Ferrari 488 kostaði. Sölumaðurinn svaraði 200 þúsund pund en ég býð að borga 20 þúsund pund og fá hann lánaðann í tvö ár áður en ég borga 20 þúsund pund til viðbótar. Þeir segðu mér að hunskast í burtu og ég held að Manchester United segi það sama við Inter Milan,“ sagði Solhekol.
Enski boltinn Ítalski boltinn Mest lesið Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúla 1 „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Enski boltinn „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Fótbolti Fleiri fréttir Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Metin sex sem Salah setti í gær Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ „Spiluðum mjög vel í dag“ „Við þurfum annan titil“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah „Eigum skilið að finna til“ Asensio hetjan í endurkomu Villa Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Arsenal aldrei aflað meira en tapaði samt þremur milljörðum Hafa verið þrettán ár af lygum „Frábær leikur en ég er ekki ánægður með úrslitin“ Jafntefli niðurstaðan í frábærum leik á Villa Park Kostaði Man. United meira en 2500 milljónir að reka Ten Hag og Ashworth Casemiro fer ekki fet Arsenal lét heitasta framherjann í frönsku deildinni fara fyrir „slikk“ Sjá meira