Kyrrstaða rofin Hörður Ægisson skrifar 12. júlí 2019 06:45 Sala Kaupþings á tuttugu prósenta hlut í Arion banka markar tímamót. Í fyrsta sinn frá falli fjármálakerfisins er einn af viðskiptabönkunum alfarið kominn úr höndum slitabús eða ríkissjóðs. Því ber að fagna. Nú þegar söluferlinu er lokið, sem hófst fyrir um þremur árum og var í höndum kröfuhafa Kaupþings, er ljóst að ríkissjóður getur vel við unað. Samtals hefur ríkið fengið um 100 milljarða í sinn hlut af heildarsöluandvirði Arion, sökum stöðugleikaskilyrða og afkomuskiptasamnings sem kröfuhafar samþykktu, og bankinn er skráður á markað hérlendis og í Svíþjóð með dreifðan eigendahóp erlendra og innlendra fjárfesta. Fullyrða má að sú staða væri ekki uppi ef bankinn hefði endað í fangi ríkisins eins og hugmyndir voru um sumarið 2015. Meiriháttar breytingar eru óumflýjanlegar á íslenskum bankamarkaði. Kyrrstaðan og einsleitnin er að rofna. Ólíklegt er að nýir stjórnendur Arion banka, með stuðningi stjórnar og stærstu hluthafa, muni taka sér langan tíma í að setja mark sitt á reksturinn. Í bréfi sem bankastjórinn sendi á starfsmenn á sínum fjórða degi í nýju starfi mátti greina áherslubreytingar. Markmiðið sé ekki endilega að vera stærsti bankinn heldur skipti máli að „skila hluthöfum okkar arði“. Strangar eiginfjárkröfur þýða að bankinn hlýtur að skoða leiðir til þess að losa eða selja frá sér eignir, sem binda mikið eigið fé en skila lítilli arðsemi, og ráðstafa þeim fjármunum til annarra og arðbærari verkefna. Með öðrum orðum mun efnahagsreikningurinn minnka og starfsfólki fækka. Það kunna að reynast erfiðar aðgerðir en þær eru nauðsynlegar. Meira af því sama er ekki í boði. Hvað með hina bankana? Hálfu ári eftir að hvítbók um framtíðarskipan fjármálakerfisins var kynnt er hafin vinna sem miðar að því að hefja söluferli á þeim bönkum – Íslandsbanka og Landsbankanum – sem eru í eigu ríkisins. Það mun taka tíma að losa um eignarhald ríkissjóðs, fimm til tíu ár, en raunhæft er að hægt verði að ljúka við sölu á hlut í öðrum hvorum bankanum á næsta ári. Alþjóðlegt útboð og skráning Arion, sem sýndi að það er áhugi hjá erlendum fjárfestum á íslenskum bönkum, mun koma að gagni þegar hlutir í ríkisbönkunum verða boðnir til sölu. Áhugi og verð helst jafnan í hendur. Sé tekið mið af hlutabréfaverði Arion banka má áætla að virði Íslandsbanka og Landsbankans sé um 300 milljarðar. Hlutfallslega lágt verð bankanna kemur ekki á óvart. Rekstrarkostnaðurinn er of mikill og arðsemi af reglulegum rekstri óásættanleg. Þar spila inn í sértækir skattar, háar eigin- og lausafjárkröfur – bankarnir binda um þrefalt meira eigið fé en aðrir norrænir bankar – og skortur á virkum eigendum. Áhugasamir fjárfestar munu vilja vita við hverju má búast þegar kemur að lagalegri umgjörð um rekstur bankanna horft fram í tímann. Mikilvægt er að sýn stjórnvalda liggi þar skýrt fyrir, einkum hvað varðar þá fráleitu sértæku skatta sem bankarnir greiða í dag, enda ljóst að það ræður miklu um það verð sem mun fást fyrir bankana. Það er ekki eftir neinu að bíða. Ríkið getur ekki, og það er hvorki æskilegt né fjárhagslega skynsamlegt, verið eigandi að meirihluta íslenska bankakerfisins. Ótvíræðir hagsmunir skattgreiðenda eru að ríkissjóður dragi skipulega úr áhættu sinni gagnvart óarðbærum bankarekstri. Til að svo verði þurfa forystumenn ríkisstjórnarinnar að sýna pólitíska forystu og kjark. Það sagði enginn að þetta yrði auðvelt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Hörður Ægisson Mest lesið Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir Skoðun Hæstaréttardómari kallar Gróu á Leiti til vitnis Heimir Már Pétursson Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson Skoðun Úr hörðustu átt Rósa Guðbjartsdóttir!!! Alma Björk Ástþórsdóttir Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Borgaralegt og hernaðarlegt Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunngildum Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Byggjum meira á Kjalarnesi Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Hæstaréttardómari kallar Gróu á Leiti til vitnis Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Álitsgerð um hvalveiðar, sögu og stöðu þeirra, misferli, lögbrot og veiðileyfi, sem ekki stenzt Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðingar um listamannalaun V Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Úr hörðustu átt Rósa Guðbjartsdóttir!!! Alma Björk Ástþórsdóttir skrifar Skoðun Olíunotkun er þjóðaröryggismál Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Mokum ofan í skotgrafirnar Teitur Atlason skrifar Skoðun Kennarastarfið óheillandi... því miður Guðrún Kjartansdóttir skrifar Skoðun Jafnrétti sem leiðarljós í starfi Háskóla Íslands Silja Bára R. Ómarsdóttir skrifar Skoðun Skattspor ferðaþjónustunnar 184 milljarðar árið 2023 Pétur Óskarsson skrifar Skoðun Kynskiptur vinnumarkaður Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Við kjósum Magnús Karl Lotta María Ellingsen,Jón Ólafsson skrifar Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes skrifar Skoðun Mjólkursamsalan færir hundruð milljóna til erlendra bænda Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Gulur, rauður, blár og B+ Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Í hverjum bekk býr rithöfundur – Ísland, land lifandi ævintýra Einar Mikael Sverrisson skrifar Sjá meira
Sala Kaupþings á tuttugu prósenta hlut í Arion banka markar tímamót. Í fyrsta sinn frá falli fjármálakerfisins er einn af viðskiptabönkunum alfarið kominn úr höndum slitabús eða ríkissjóðs. Því ber að fagna. Nú þegar söluferlinu er lokið, sem hófst fyrir um þremur árum og var í höndum kröfuhafa Kaupþings, er ljóst að ríkissjóður getur vel við unað. Samtals hefur ríkið fengið um 100 milljarða í sinn hlut af heildarsöluandvirði Arion, sökum stöðugleikaskilyrða og afkomuskiptasamnings sem kröfuhafar samþykktu, og bankinn er skráður á markað hérlendis og í Svíþjóð með dreifðan eigendahóp erlendra og innlendra fjárfesta. Fullyrða má að sú staða væri ekki uppi ef bankinn hefði endað í fangi ríkisins eins og hugmyndir voru um sumarið 2015. Meiriháttar breytingar eru óumflýjanlegar á íslenskum bankamarkaði. Kyrrstaðan og einsleitnin er að rofna. Ólíklegt er að nýir stjórnendur Arion banka, með stuðningi stjórnar og stærstu hluthafa, muni taka sér langan tíma í að setja mark sitt á reksturinn. Í bréfi sem bankastjórinn sendi á starfsmenn á sínum fjórða degi í nýju starfi mátti greina áherslubreytingar. Markmiðið sé ekki endilega að vera stærsti bankinn heldur skipti máli að „skila hluthöfum okkar arði“. Strangar eiginfjárkröfur þýða að bankinn hlýtur að skoða leiðir til þess að losa eða selja frá sér eignir, sem binda mikið eigið fé en skila lítilli arðsemi, og ráðstafa þeim fjármunum til annarra og arðbærari verkefna. Með öðrum orðum mun efnahagsreikningurinn minnka og starfsfólki fækka. Það kunna að reynast erfiðar aðgerðir en þær eru nauðsynlegar. Meira af því sama er ekki í boði. Hvað með hina bankana? Hálfu ári eftir að hvítbók um framtíðarskipan fjármálakerfisins var kynnt er hafin vinna sem miðar að því að hefja söluferli á þeim bönkum – Íslandsbanka og Landsbankanum – sem eru í eigu ríkisins. Það mun taka tíma að losa um eignarhald ríkissjóðs, fimm til tíu ár, en raunhæft er að hægt verði að ljúka við sölu á hlut í öðrum hvorum bankanum á næsta ári. Alþjóðlegt útboð og skráning Arion, sem sýndi að það er áhugi hjá erlendum fjárfestum á íslenskum bönkum, mun koma að gagni þegar hlutir í ríkisbönkunum verða boðnir til sölu. Áhugi og verð helst jafnan í hendur. Sé tekið mið af hlutabréfaverði Arion banka má áætla að virði Íslandsbanka og Landsbankans sé um 300 milljarðar. Hlutfallslega lágt verð bankanna kemur ekki á óvart. Rekstrarkostnaðurinn er of mikill og arðsemi af reglulegum rekstri óásættanleg. Þar spila inn í sértækir skattar, háar eigin- og lausafjárkröfur – bankarnir binda um þrefalt meira eigið fé en aðrir norrænir bankar – og skortur á virkum eigendum. Áhugasamir fjárfestar munu vilja vita við hverju má búast þegar kemur að lagalegri umgjörð um rekstur bankanna horft fram í tímann. Mikilvægt er að sýn stjórnvalda liggi þar skýrt fyrir, einkum hvað varðar þá fráleitu sértæku skatta sem bankarnir greiða í dag, enda ljóst að það ræður miklu um það verð sem mun fást fyrir bankana. Það er ekki eftir neinu að bíða. Ríkið getur ekki, og það er hvorki æskilegt né fjárhagslega skynsamlegt, verið eigandi að meirihluta íslenska bankakerfisins. Ótvíræðir hagsmunir skattgreiðenda eru að ríkissjóður dragi skipulega úr áhættu sinni gagnvart óarðbærum bankarekstri. Til að svo verði þurfa forystumenn ríkisstjórnarinnar að sýna pólitíska forystu og kjark. Það sagði enginn að þetta yrði auðvelt.
Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun
Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson Skoðun
Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar
Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar
Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar
Skoðun Álitsgerð um hvalveiðar, sögu og stöðu þeirra, misferli, lögbrot og veiðileyfi, sem ekki stenzt Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Í hverjum bekk býr rithöfundur – Ísland, land lifandi ævintýra Einar Mikael Sverrisson skrifar
Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun
Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson Skoðun