Gústi Gylfa: „Mjög taktískur leikur og mjög gott lið frá Vaduz“ Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 11. júlí 2019 22:22 Ágúst vildi þétta raðirnar fyrir leikinn við Vaduz og það tókst heldur betur vísir/bára Ágúst Þór Gylfason sagði leik Breiðabliks og Vaduz í kvöld hafa verið taktískan en hann hefði viljað sjá sitt lið beinskeyttara í að refsa gestunum frá Liecthenstein. „Taktískur leikur. Einhver færi, kannski eitt, tvö á hvort lið, en mjög taktískur leikur og mjög gott lið frá Vaduz,“ sagði Ágúst inntur eftir fyrstu viðbrögðum í leikslok. Liðin gerðu markalaust jafntefli og er því allt opið fyrir seinni leikinn í Liechtenstein eftir viku, en liðin eigast við í fyrstu umferð forkeppni Evrópudeildarinnar. „Þeir eru mjög góðir í að halda boltanum og við þurftum að hafa fyrir hlutunum og hlaupa mikið. Við vorum þéttir og gáfum ekki mikið af færum á okkur. Ég hefði viljað vera aðeins beinskeyttari og refsa þeim aðeins meira fyrir það að halda boltanum svona vel.“ Blikar voru, líkt og Ágúst sagði, mjög þéttir til baka og vörðust vel en það var lítið að frétta frá þeim sóknarlega og langir kaflar þar sem þeir ógnuðu marki gestanna ekki neitt. „Það var í báðar áttir fannst mér. Við erum búnir að fá mikið af mörkum á okkur núna í deildinni og ákváðum það að þétta raðirnar og gerðum það vel. Héldum markinu hreinu og það var flott.“ „Nú förum við á þeirra heimavöll og þá gildir útivallarmark, getur verið, og við þurfum að setja mark á þá, það er klárt, og ætlum að gera það.“ Fyrir Evrópuleikina í vikunni var aðeins rætt að Breiðablik væri líklega það lið sem ætti greiðustu leiðina í aðra umferð, var lið Vaduz sterkara en Ágúst bjóst við? „Þetta er á svipuðu róli. Mér finnst þetta gott lið, þeir eru góðir í fótbolta og geta haldið boltanum vel. Þeir leikir sem ég hef séð þá spila þá eru þeir yfirleitt með yfirhöndina í að halda bolta og gera það bara mjög vel.“ „En tækifærin eru að refsa þeim þegar þeir ætla að halda boltanum inn á okkar vallarhelmingi, vinna boltann þar og sækja hratt og skora mörk á þá, það er leiðin á þá,“ sagði Ágúst Þór Gylfason. Evrópudeild UEFA Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Enski boltinn Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Enski boltinn Asensio hetjan í endurkomu Villa Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Handbolti „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Handbolti Fleiri fréttir Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn „Eigum skilið að finna til“ Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Magnaður Hákon tryggði Lille stigin þrjú Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Hafa ekki enn fagnað sigri eftir jól Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Kom inn á í fyrri háfleik og skoraði í fyrsta sinn í fimm mánuði Arnór Ingvi skoraði tvö mörk í bikarsigri Urðu að ósk Mourinho og kölluðu á útlenskan dómara Ein af þeim sem hefur haldið oftast hreinu í Evrópu Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik „Ég hafði trú á því að þær gætu gert þetta betur“ Sjá meira
Ágúst Þór Gylfason sagði leik Breiðabliks og Vaduz í kvöld hafa verið taktískan en hann hefði viljað sjá sitt lið beinskeyttara í að refsa gestunum frá Liecthenstein. „Taktískur leikur. Einhver færi, kannski eitt, tvö á hvort lið, en mjög taktískur leikur og mjög gott lið frá Vaduz,“ sagði Ágúst inntur eftir fyrstu viðbrögðum í leikslok. Liðin gerðu markalaust jafntefli og er því allt opið fyrir seinni leikinn í Liechtenstein eftir viku, en liðin eigast við í fyrstu umferð forkeppni Evrópudeildarinnar. „Þeir eru mjög góðir í að halda boltanum og við þurftum að hafa fyrir hlutunum og hlaupa mikið. Við vorum þéttir og gáfum ekki mikið af færum á okkur. Ég hefði viljað vera aðeins beinskeyttari og refsa þeim aðeins meira fyrir það að halda boltanum svona vel.“ Blikar voru, líkt og Ágúst sagði, mjög þéttir til baka og vörðust vel en það var lítið að frétta frá þeim sóknarlega og langir kaflar þar sem þeir ógnuðu marki gestanna ekki neitt. „Það var í báðar áttir fannst mér. Við erum búnir að fá mikið af mörkum á okkur núna í deildinni og ákváðum það að þétta raðirnar og gerðum það vel. Héldum markinu hreinu og það var flott.“ „Nú förum við á þeirra heimavöll og þá gildir útivallarmark, getur verið, og við þurfum að setja mark á þá, það er klárt, og ætlum að gera það.“ Fyrir Evrópuleikina í vikunni var aðeins rætt að Breiðablik væri líklega það lið sem ætti greiðustu leiðina í aðra umferð, var lið Vaduz sterkara en Ágúst bjóst við? „Þetta er á svipuðu róli. Mér finnst þetta gott lið, þeir eru góðir í fótbolta og geta haldið boltanum vel. Þeir leikir sem ég hef séð þá spila þá eru þeir yfirleitt með yfirhöndina í að halda bolta og gera það bara mjög vel.“ „En tækifærin eru að refsa þeim þegar þeir ætla að halda boltanum inn á okkar vallarhelmingi, vinna boltann þar og sækja hratt og skora mörk á þá, það er leiðin á þá,“ sagði Ágúst Þór Gylfason.
Evrópudeild UEFA Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Enski boltinn Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Enski boltinn Asensio hetjan í endurkomu Villa Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Handbolti „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Handbolti Fleiri fréttir Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn „Eigum skilið að finna til“ Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Magnaður Hákon tryggði Lille stigin þrjú Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Hafa ekki enn fagnað sigri eftir jól Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Kom inn á í fyrri háfleik og skoraði í fyrsta sinn í fimm mánuði Arnór Ingvi skoraði tvö mörk í bikarsigri Urðu að ósk Mourinho og kölluðu á útlenskan dómara Ein af þeim sem hefur haldið oftast hreinu í Evrópu Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik „Ég hafði trú á því að þær gætu gert þetta betur“ Sjá meira
Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Handbolti
Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Handbolti