22 ára íslensk kona grunuð um smygl á hátt í kílói af MDMA-dufti Nadine Guðrún Yaghi skrifar 29. júlí 2019 18:15 22 ára íslensk kona var úrskurðuð í gæsluvarðhald um miðjan júlí grunuð um að hafa reynt að smygla hátt í kílói af MDMA í duftformi til landsins. Það sem af er ári hefur lögreglan á Suðurnesjum lagt hald á mun meira magn fíkniefna en allt árið í fyrra. Magnið sem haldlagt hefur verið það sem af er þessa árs nálgast sama magn og allt árið 2017 sem var metár. Jón Halldór Sigurðsson, lögreglufulltrúi hjá lögreglunni á Suðurnesjum, staðfestir að lögreglan hafi handtekið einstakling sem tæpt kíló af MDMA dufti á sér þann 18. júlí síðastliðinn. Tollgæslan á Keflavíkurflugvelli hafi stöðvað viðkomandi sem kom til landsins frá Brussel í Belgíu. Samkvæmt heimildum fréttastofu er um að ræða 22 ára gamla íslenska konu. Jón Halldór segir að efnin hafi fundist utan klæða. Þá hafi einnig viðkomandi einnig verið með efni innvortis. Hann segir ekki algengt að MDMA duft náist á flugstöðinni. Efnið sé í svipuðum styrkleikaflokki og kókaín og amfetamín. „Þetta er gjarnan notað í framleiðslu á ecstasy töflum,“ segir Jón Halldór og bætir við að unnið sé að því að komast að því hvert efnin áttu að fara.Jón Halldór Sigurðsson, lögreglufulltrúi hjá lögreglunni á Suðurnesjum.Vísir/Aðsend„Það er það sem þessi rannsókn snýst um, að upplýsa það,“ segir Jón Halldór en konunni var sleppt úr haldi síðastliðinn föstudag. „Rannsókn málsins er enn í fullum gangi.“ Að undanförnu hefur lögreglan á Suðurnesjum verið með tvö önnur stór fíkniefnamál til rannsóknar að undanförnu. Þrír ungir karlmenn eru enn í gæsluvarðhaldi grunaðir um að hafa smyglað rúmlega sextán kílóum af kókaíni til landsins og þá voru tveir karlmenn handteknir fyrr í þessum mánuði fyrir að hafa reynt að smygla tveimur kílóum af kristölluðu metamfetamíni til landsins. Það sem af er ári hefur embættið lagt hald á mun meira magn af fíkniefnum en allt árið í fyrra þegar um fimmtán kíló náðust. Í hitt í fyrra eða árið 2017 var metár í haldlagningu fíkniefna hjá embættinu og segir Jón Halldór að magnið í ár sé sambærilegt því sem náðist allt árið 2017. „Þá tókum við um 46 kíló af sterkum fíkniefnum sem að fóru um flugvöllinn. Nú er farið að slaga hátt í það. Það er allavega veruleg aukning frá árinu í fyrra,“ segir Jón Halldór. Hann bætir við að Tollgæslan og lögreglan á Suðurnesjum vinni hart að því að reyna stöðva innflutning fíkniefna. Keflavíkurflugvöllur Lögreglumál Tollgæslan Mest lesið „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Innlent Fleiri fréttir „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Sjá meira
22 ára íslensk kona var úrskurðuð í gæsluvarðhald um miðjan júlí grunuð um að hafa reynt að smygla hátt í kílói af MDMA í duftformi til landsins. Það sem af er ári hefur lögreglan á Suðurnesjum lagt hald á mun meira magn fíkniefna en allt árið í fyrra. Magnið sem haldlagt hefur verið það sem af er þessa árs nálgast sama magn og allt árið 2017 sem var metár. Jón Halldór Sigurðsson, lögreglufulltrúi hjá lögreglunni á Suðurnesjum, staðfestir að lögreglan hafi handtekið einstakling sem tæpt kíló af MDMA dufti á sér þann 18. júlí síðastliðinn. Tollgæslan á Keflavíkurflugvelli hafi stöðvað viðkomandi sem kom til landsins frá Brussel í Belgíu. Samkvæmt heimildum fréttastofu er um að ræða 22 ára gamla íslenska konu. Jón Halldór segir að efnin hafi fundist utan klæða. Þá hafi einnig viðkomandi einnig verið með efni innvortis. Hann segir ekki algengt að MDMA duft náist á flugstöðinni. Efnið sé í svipuðum styrkleikaflokki og kókaín og amfetamín. „Þetta er gjarnan notað í framleiðslu á ecstasy töflum,“ segir Jón Halldór og bætir við að unnið sé að því að komast að því hvert efnin áttu að fara.Jón Halldór Sigurðsson, lögreglufulltrúi hjá lögreglunni á Suðurnesjum.Vísir/Aðsend„Það er það sem þessi rannsókn snýst um, að upplýsa það,“ segir Jón Halldór en konunni var sleppt úr haldi síðastliðinn föstudag. „Rannsókn málsins er enn í fullum gangi.“ Að undanförnu hefur lögreglan á Suðurnesjum verið með tvö önnur stór fíkniefnamál til rannsóknar að undanförnu. Þrír ungir karlmenn eru enn í gæsluvarðhaldi grunaðir um að hafa smyglað rúmlega sextán kílóum af kókaíni til landsins og þá voru tveir karlmenn handteknir fyrr í þessum mánuði fyrir að hafa reynt að smygla tveimur kílóum af kristölluðu metamfetamíni til landsins. Það sem af er ári hefur embættið lagt hald á mun meira magn af fíkniefnum en allt árið í fyrra þegar um fimmtán kíló náðust. Í hitt í fyrra eða árið 2017 var metár í haldlagningu fíkniefna hjá embættinu og segir Jón Halldór að magnið í ár sé sambærilegt því sem náðist allt árið 2017. „Þá tókum við um 46 kíló af sterkum fíkniefnum sem að fóru um flugvöllinn. Nú er farið að slaga hátt í það. Það er allavega veruleg aukning frá árinu í fyrra,“ segir Jón Halldór. Hann bætir við að Tollgæslan og lögreglan á Suðurnesjum vinni hart að því að reyna stöðva innflutning fíkniefna.
Keflavíkurflugvöllur Lögreglumál Tollgæslan Mest lesið „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Innlent Fleiri fréttir „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Sjá meira