Thunberg ætlar að sigla vestur um haf á loftslagsráðstefnu Kjartan Kjartansson skrifar 29. júlí 2019 16:12 Greta Thunberg segir að sjóferðin á skútunni yfir Atlantshafið verið lengi í minnum höfð. AP/David Keyton Sænski aðgerðasinninn Greta Thunberg ætlar að verða viðstödd loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í New York og Síle í haust og vetur. Þar sem hún flýgur ekki til að draga úr kolefnisfótspori sínu ætlar Thunberg sjóleiðina yfir Atlantshafið. Thunberg, sem er sextán ára gömul, hefur vakið heimsathygli fyrir skólaverkfall sitt fyrir loftslagsaðgerðum sem hefur breiðst út til fjölda landa. Henni er boðið á loftslagsþingið í New York í september og í Santiago í Síle í desember. Þar vandast málin því Thunberg flýgur ekki vegna mikillar losunar flugvéla á gróðurhúsalofttegundum sem valda loftslagsbreytingum. Farþegaskip koma heldur ekki til greina þar sem þau eru einnig stórir losendur. Í viðtali við AP-fréttastofuna segir Thunberg, sem ætlar að taka sér ársfrí frá skóla til að berjast fyrir loftslagsaðgerðum, að hún hafi varið mörgum mánuðum í að finna leið til að ferðast til Bandaríkjanna án þess að þurfa að fljúga. Lausnina fann hún í keppnisskútu sem leggur upp frá Bretlandi í næsta mánuði. Skútan er búin sólarrafhlöðum og neðanborðstúrbínu sem framleiða vistvænt rafmagn um borð.Segir tilgangslaust að tala Trump til Þetta verður fyrsta heimsókn Thunberg með boðskap sinn til Bandaríkjanna þar sem minni þekking er á orsökum og afleiðingum loftslagsbreytinga en í Evrópu og hatrammari andstaða hagsmunaaðila við aðgerðir. „Ég reyni bara að halda áfram eins og ég hef hert. Vísa bara alltaf til vísindanna og við sjáum hvað setur,“ segir Thunberg um hvernig móttöku hún væntir vestanhafs. Útilokar hún ekki að funda með Donald Trump Bandaríkjaforseta en efast um að af því verði þar sem slíkur fundur gæti reynst tímasóun. „Eins og útlitið er núna held ég ekki vegna þess að ég hef ekkert við hann að segja. Hann hlustar augljóslega ekki á vísindin og vísindamennina. Hvers vegna ætti ég, barn við enga almennilega menntun, að geta sannfært hann?“ spyr Thunberg. Trump ætlar að draga Bandaríkin út úr Parísarsamkomulaginu á næsta ári. Ríkisstjórn hans ætlar einnig að afnema eða útvatna verulega loftslagsaðgerðir sem fyrri ríkisstjórn hafði undirbúið. Bandaríkin Loftslagsmál Sameinuðu þjóðirnar Tengdar fréttir Fer frá eftir Downs-ummæli um Gretu Thunberg Á Facebook-síðu sænsk forstjóra stóð um Thunberg að hún væri eins nálægt því að vera með Downs-heilkennið og hægt væri að komast. Forstjórinn hefur nú látið af störfum. 24. maí 2019 16:26 Gefur út lag með The 1975 og hvetur til borgaralegrar óhlýðni Á nýrri plötu hljómsveitarinnar The 1975 sem kemur út í ágúst verður lag með loftslagsaktívistanum Gretu Thunberg. 25. júlí 2019 14:50 Franskir íhaldsmenn ætla að hunsa Gretu Thunberg Þingmenn íhalds- og hægriöfgaflokka á þinginu hæddust að sænska táningnum á samfélagsmiðlum. Íslenskir íhaldsmenn hafa einnig gert lítið úr aðgerðum Thunberg. 23. júlí 2019 13:43 Mest lesið „Ástandið er að versna“ Erlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Innlent Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Innlent Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Innlent „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Innlent Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Innlent Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Innlent Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Innlent Fleiri fréttir „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Sjá meira
Sænski aðgerðasinninn Greta Thunberg ætlar að verða viðstödd loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í New York og Síle í haust og vetur. Þar sem hún flýgur ekki til að draga úr kolefnisfótspori sínu ætlar Thunberg sjóleiðina yfir Atlantshafið. Thunberg, sem er sextán ára gömul, hefur vakið heimsathygli fyrir skólaverkfall sitt fyrir loftslagsaðgerðum sem hefur breiðst út til fjölda landa. Henni er boðið á loftslagsþingið í New York í september og í Santiago í Síle í desember. Þar vandast málin því Thunberg flýgur ekki vegna mikillar losunar flugvéla á gróðurhúsalofttegundum sem valda loftslagsbreytingum. Farþegaskip koma heldur ekki til greina þar sem þau eru einnig stórir losendur. Í viðtali við AP-fréttastofuna segir Thunberg, sem ætlar að taka sér ársfrí frá skóla til að berjast fyrir loftslagsaðgerðum, að hún hafi varið mörgum mánuðum í að finna leið til að ferðast til Bandaríkjanna án þess að þurfa að fljúga. Lausnina fann hún í keppnisskútu sem leggur upp frá Bretlandi í næsta mánuði. Skútan er búin sólarrafhlöðum og neðanborðstúrbínu sem framleiða vistvænt rafmagn um borð.Segir tilgangslaust að tala Trump til Þetta verður fyrsta heimsókn Thunberg með boðskap sinn til Bandaríkjanna þar sem minni þekking er á orsökum og afleiðingum loftslagsbreytinga en í Evrópu og hatrammari andstaða hagsmunaaðila við aðgerðir. „Ég reyni bara að halda áfram eins og ég hef hert. Vísa bara alltaf til vísindanna og við sjáum hvað setur,“ segir Thunberg um hvernig móttöku hún væntir vestanhafs. Útilokar hún ekki að funda með Donald Trump Bandaríkjaforseta en efast um að af því verði þar sem slíkur fundur gæti reynst tímasóun. „Eins og útlitið er núna held ég ekki vegna þess að ég hef ekkert við hann að segja. Hann hlustar augljóslega ekki á vísindin og vísindamennina. Hvers vegna ætti ég, barn við enga almennilega menntun, að geta sannfært hann?“ spyr Thunberg. Trump ætlar að draga Bandaríkin út úr Parísarsamkomulaginu á næsta ári. Ríkisstjórn hans ætlar einnig að afnema eða útvatna verulega loftslagsaðgerðir sem fyrri ríkisstjórn hafði undirbúið.
Bandaríkin Loftslagsmál Sameinuðu þjóðirnar Tengdar fréttir Fer frá eftir Downs-ummæli um Gretu Thunberg Á Facebook-síðu sænsk forstjóra stóð um Thunberg að hún væri eins nálægt því að vera með Downs-heilkennið og hægt væri að komast. Forstjórinn hefur nú látið af störfum. 24. maí 2019 16:26 Gefur út lag með The 1975 og hvetur til borgaralegrar óhlýðni Á nýrri plötu hljómsveitarinnar The 1975 sem kemur út í ágúst verður lag með loftslagsaktívistanum Gretu Thunberg. 25. júlí 2019 14:50 Franskir íhaldsmenn ætla að hunsa Gretu Thunberg Þingmenn íhalds- og hægriöfgaflokka á þinginu hæddust að sænska táningnum á samfélagsmiðlum. Íslenskir íhaldsmenn hafa einnig gert lítið úr aðgerðum Thunberg. 23. júlí 2019 13:43 Mest lesið „Ástandið er að versna“ Erlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Innlent Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Innlent Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Innlent „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Innlent Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Innlent Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Innlent Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Innlent Fleiri fréttir „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Sjá meira
Fer frá eftir Downs-ummæli um Gretu Thunberg Á Facebook-síðu sænsk forstjóra stóð um Thunberg að hún væri eins nálægt því að vera með Downs-heilkennið og hægt væri að komast. Forstjórinn hefur nú látið af störfum. 24. maí 2019 16:26
Gefur út lag með The 1975 og hvetur til borgaralegrar óhlýðni Á nýrri plötu hljómsveitarinnar The 1975 sem kemur út í ágúst verður lag með loftslagsaktívistanum Gretu Thunberg. 25. júlí 2019 14:50
Franskir íhaldsmenn ætla að hunsa Gretu Thunberg Þingmenn íhalds- og hægriöfgaflokka á þinginu hæddust að sænska táningnum á samfélagsmiðlum. Íslenskir íhaldsmenn hafa einnig gert lítið úr aðgerðum Thunberg. 23. júlí 2019 13:43