Sjólaskipabróðir ákærður fyrir 245 milljóna skattsvik Kristín Ólafsdóttir skrifar 26. júlí 2019 16:32 Ólafur Þór Hauksson, héraðssaksóknari. Embættið hefur ákært Sjólaskipasystkinin fjögur í tengslum við rannsókn á meintum skattalagabrotum. Haraldur Reynir Jónsson, einn systkinanna sem kennd eru við útgerðarfyrirtækið Sjólaskip, hefur verið ákærður fyrir meiriháttar brot gegn skattalögum með því að hafa vantalið tekjur sínar árin 2005-2008 að fjárhæð rúmlega 245 milljóna króna. Þetta kemur fram í ákæru á hendur Haraldi sem fréttastofa hefur undir höndum.Sjá einnig: Sjólaskipasystkinin ákærð fyrir meint skattalagabrot Greint var frá því í síðustu viku að embætti héraðssaksóknara hefði gefið út ákærur á hendur Sjólaskipasystkininum, Guðmundi Steinari Jónssyno, Ragnheiði Jónu Jónsdóttur og Berglindi Björk Jónsdóttur, auk áðurnefnds Haralds, í tengslum við meint skattalagabrot. Systkinin eru ákærð hvert í sínu lagi auk þess sem bræðurnir eru ákærðir saman í einu máli. Ákæra Haraldar er sú eina sem hefur verið birt í málinu. Ákæran lýtur aðallega að greiðslum frá félaginu Kenora Shipping Company, sem Haraldur er sagður endanlegur eigandi að í ákæru. Eru vanframtaldar tekjur sagðar nema alls rúmum 245 milljónum króna og þannig um að ræða samtals 70 milljóna króna vangreiðslu. Embætti héraðssaksóknara fer fram á að Haraldur verði dæmdur til refsingar og greiðslu alls sakarkostnaðar. Töluvert hefur verið fjallað um mál systkinanna í fjölmiðlum undanfarin ár. Þannig greindi Fréttatíminn frá því í nóvember árið 2016 að skattrannsóknarstjóri hefði kært viðskipti systkinanna í skattaskjólinu Tortólu til héraðssaksóknara. Í frétt blaðsins kom m.a. fram að aflandsfélögin á Tortólu hefðu verið notuð til að greiða kreditkortareikninga fjölskyldumeðlima. Í frétt Fréttatímans og Reykjavík Media frá því í október 2016 kemur jafnframt fram að Sjólaskip hafi átt útgerð á Kanaríeyjum sem fyrirtækið seldi Samherja árið 2007 fyrir nokkra milljarða króna. Nöfn systkinanna fjögurra sem eru ákærð nú var enn fremur að finna í Panamaskjölunum svokölluðu frá Mossack Fonseca. Ákærurnar verða þingfestar í Héraðsdómi Reykjavíkur þann 28. ágúst næstkomandi, samkvæmt dagskrá á vef dómstólanna. Dómsmál Sjávarútvegur Tengdar fréttir Sjólaskipasystkinin ákærð fyrir meint skattalagabrot Systkinin eru ákærð hvert í sínu lagi auk þess sem bræðurnir eru ákærðir saman í einu máli. 18. júlí 2019 17:41 Mest lesið Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Innlent Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Innlent Björguðu dreng úr gjótu Innlent Friðrik Ólafsson er látinn Innlent Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Innlent Órói mældist við Torfajökul Innlent Segir stjórn sósíalista ræða „pólitískar hreinsanir“ fyrir flokksþing Innlent Bændur fá bætur fyrir hörmungasumarið í fyrra Innlent Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Innlent Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Innlent Fleiri fréttir „Sá merkasti sem ég hef nokkurn tímann kynnst“ Rauðir markaðir og yfirfull fangelsi Dæla tölvupóstum á ráðherra Segir stjórn sósíalista ræða „pólitískar hreinsanir“ fyrir flokksþing Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Bændur fá bætur fyrir hörmungasumarið í fyrra Björguðu dreng úr gjótu Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Friðrik Ólafsson er látinn Órói mældist við Torfajökul Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Líklega fórnarlömb mansals og óhugnanlegt myndband af árás á bráðaliða Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Sýna íslensku með hreim þolinmæði Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Í skýjunum yfir samstöðu þjóðarinnar að byggja nýtt athvarf Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Áfram landris og skjálftar á Reykjanesskaga Langvarandi áhrif rafrettureykinga og nýtt Kvennaathvarf Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Veiðigjöld, tollahækkanir og skipulagður ritstuldur í Sprengisandi Dælubílarnir kallaðir út en húsráðandi náði að slökkva eldinn Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Beitti barefli í líkamsárás Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Sjá meira
Haraldur Reynir Jónsson, einn systkinanna sem kennd eru við útgerðarfyrirtækið Sjólaskip, hefur verið ákærður fyrir meiriháttar brot gegn skattalögum með því að hafa vantalið tekjur sínar árin 2005-2008 að fjárhæð rúmlega 245 milljóna króna. Þetta kemur fram í ákæru á hendur Haraldi sem fréttastofa hefur undir höndum.Sjá einnig: Sjólaskipasystkinin ákærð fyrir meint skattalagabrot Greint var frá því í síðustu viku að embætti héraðssaksóknara hefði gefið út ákærur á hendur Sjólaskipasystkininum, Guðmundi Steinari Jónssyno, Ragnheiði Jónu Jónsdóttur og Berglindi Björk Jónsdóttur, auk áðurnefnds Haralds, í tengslum við meint skattalagabrot. Systkinin eru ákærð hvert í sínu lagi auk þess sem bræðurnir eru ákærðir saman í einu máli. Ákæra Haraldar er sú eina sem hefur verið birt í málinu. Ákæran lýtur aðallega að greiðslum frá félaginu Kenora Shipping Company, sem Haraldur er sagður endanlegur eigandi að í ákæru. Eru vanframtaldar tekjur sagðar nema alls rúmum 245 milljónum króna og þannig um að ræða samtals 70 milljóna króna vangreiðslu. Embætti héraðssaksóknara fer fram á að Haraldur verði dæmdur til refsingar og greiðslu alls sakarkostnaðar. Töluvert hefur verið fjallað um mál systkinanna í fjölmiðlum undanfarin ár. Þannig greindi Fréttatíminn frá því í nóvember árið 2016 að skattrannsóknarstjóri hefði kært viðskipti systkinanna í skattaskjólinu Tortólu til héraðssaksóknara. Í frétt blaðsins kom m.a. fram að aflandsfélögin á Tortólu hefðu verið notuð til að greiða kreditkortareikninga fjölskyldumeðlima. Í frétt Fréttatímans og Reykjavík Media frá því í október 2016 kemur jafnframt fram að Sjólaskip hafi átt útgerð á Kanaríeyjum sem fyrirtækið seldi Samherja árið 2007 fyrir nokkra milljarða króna. Nöfn systkinanna fjögurra sem eru ákærð nú var enn fremur að finna í Panamaskjölunum svokölluðu frá Mossack Fonseca. Ákærurnar verða þingfestar í Héraðsdómi Reykjavíkur þann 28. ágúst næstkomandi, samkvæmt dagskrá á vef dómstólanna.
Dómsmál Sjávarútvegur Tengdar fréttir Sjólaskipasystkinin ákærð fyrir meint skattalagabrot Systkinin eru ákærð hvert í sínu lagi auk þess sem bræðurnir eru ákærðir saman í einu máli. 18. júlí 2019 17:41 Mest lesið Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Innlent Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Innlent Björguðu dreng úr gjótu Innlent Friðrik Ólafsson er látinn Innlent Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Innlent Órói mældist við Torfajökul Innlent Segir stjórn sósíalista ræða „pólitískar hreinsanir“ fyrir flokksþing Innlent Bændur fá bætur fyrir hörmungasumarið í fyrra Innlent Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Innlent Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Innlent Fleiri fréttir „Sá merkasti sem ég hef nokkurn tímann kynnst“ Rauðir markaðir og yfirfull fangelsi Dæla tölvupóstum á ráðherra Segir stjórn sósíalista ræða „pólitískar hreinsanir“ fyrir flokksþing Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Bændur fá bætur fyrir hörmungasumarið í fyrra Björguðu dreng úr gjótu Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Friðrik Ólafsson er látinn Órói mældist við Torfajökul Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Líklega fórnarlömb mansals og óhugnanlegt myndband af árás á bráðaliða Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Sýna íslensku með hreim þolinmæði Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Í skýjunum yfir samstöðu þjóðarinnar að byggja nýtt athvarf Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Áfram landris og skjálftar á Reykjanesskaga Langvarandi áhrif rafrettureykinga og nýtt Kvennaathvarf Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Veiðigjöld, tollahækkanir og skipulagður ritstuldur í Sprengisandi Dælubílarnir kallaðir út en húsráðandi náði að slökkva eldinn Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Beitti barefli í líkamsárás Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Sjá meira
Sjólaskipasystkinin ákærð fyrir meint skattalagabrot Systkinin eru ákærð hvert í sínu lagi auk þess sem bræðurnir eru ákærðir saman í einu máli. 18. júlí 2019 17:41