Telja Rússa hafa reynt að brjótast inn í kosningakerfi allra ríkja Bandaríkjanna Kjartan Kjartansson skrifar 26. júlí 2019 10:12 Kjósendur greiða atkvæði í þingkosningum í nóvember. Rússar eru enn taldir reyna að skipta sér af bandarískum kosningum eins og þeir gerðu árið 2016. Vísir/EPA Kosningakerfi allra fimmtíu ríkja Bandaríkjanna urðu líklega fyrir einhvers konar árásum í aðdraganda forsetakosninganna árið 2016 og kerfin eru enn illa varinn fyrir kosningarnar á næsta ári. Þetta er á meðal niðurstaðna skýrslu leyniþjónustunefndar öldungadeildar Bandaríkjaþings um afskipti Rússa af kosningunum fyrir þremur árum. Þrátt fyrir að nefndin telji að afskipti Rússa af kosningunum hafi hafist þegar árið 2014 og staðið fram á 2017 segir hún engar vísbendingar um að hróflað hafi verið við atkvæðum eða að átt hafi verið við kosningavélar. Engu að síður telja bandarískir embættismenn að útsendarar rússneskra stjórvalda hafi að líkindum „skannað“ kerfi allra ríkja Bandaríkjanna. Þeir hafi meðal annars farið yfir vefsíður sem tengjast kosningum, upplýsingar um skilríki kjósenda, hugbúnað kosningakerfa og fyrirtæki sem þjónusta kosningakerfi, að sögn Washington Post. Nefndin komst að þeirri niðurstöðu að viðbrögð alríkisstjórnarinnar við ógninni hafi verið óviðunandi. Hún hafi ekki gert ríkjunum grein fyrir hættunni og alvarleika hennar. Hvetur hún heimavarnaráðuneytið til að bæta samhæfingu sína við ríkin. Áður hafði heimavarnaráðuneytið greint frá því að tölvuþrjótar á vegum stjórnvalda í Kreml hefðu reynt að hakka sig inn í kerfi 21 ríkis fyrir kosningarnar árið 2016.Fleiri ríki að þróa sömu aðferðir Robert Mueller, fyrrverandi sérstaki rannsakandi dómsmálaráðuneytisins, varaði sérstaklega við hættunni á afskiptum Rússa af bandarískum kosningum þegar hann kom fyrir leyniþjónustunefnd fulltrúardeildarinnar á miðvikudag. Lýsti hann hættunni sem einni þeirri mestu gegn þjóðaröryggi Bandaríkjanna sem hann hefði séð á starfsferli sínum. Varaði hann við því að fleiri ríki reyndu nú að þróa getu til að leika eftir það sem Rússar gerðu. „Þetta var ekki einstök tilraun. Þeir eru að þessu sem við sitjum hér og þeir búast við því að gera það í næstu kosningum,“ sagði Mueller við þingmenn um afskipti Rússa. Donald Trump forseti hefur gert lítið úr afskiptum Rússa af kosningunum og ítrekað tekið upp hanskann fyrir Vladímír Pútín, forseta Rússlands. Á G20-fundinum í Japan í júní virtist Trump gera grín að ásökunum um afskipti Rússa af kosningunum á fundi með Pútín.„Ekki skipta þér af kosningunum,“ sagði Trump kíminn og benti á Pútín þegar bandarískir blaðamenn spurðu bandaríska forsetann hvort hann hefði varað rússneska starfsbróður sinn við að skipta sér af kosningum í Bandaríkjunum. Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Rússland Tengdar fréttir Trump virtist gera grín að kosningaafskiptum Rússa með Pútín Þegar bandarískir blaðamenn spurðu út í kosningaafskiptin virtist Trump skipa Pútín að skipta sér ekki af í gríni. 28. júní 2019 08:34 Mueller var tregur í taumi en gagnorður um afskipti Rússa Demókrata og repúblikanar reyndu að fá Mueller til að hjálpa málstað sínum en hann þráaðist við. Harðorðastur var hann um afskipti Rússa af kosningum og vilja framboðs Trump til að taka við aðstoð. 25. júlí 2019 08:49 Mest lesið Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Innlent Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Innlent „Ég er mannleg“ Innlent Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Erlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Fleiri fréttir Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Sjá meira
Kosningakerfi allra fimmtíu ríkja Bandaríkjanna urðu líklega fyrir einhvers konar árásum í aðdraganda forsetakosninganna árið 2016 og kerfin eru enn illa varinn fyrir kosningarnar á næsta ári. Þetta er á meðal niðurstaðna skýrslu leyniþjónustunefndar öldungadeildar Bandaríkjaþings um afskipti Rússa af kosningunum fyrir þremur árum. Þrátt fyrir að nefndin telji að afskipti Rússa af kosningunum hafi hafist þegar árið 2014 og staðið fram á 2017 segir hún engar vísbendingar um að hróflað hafi verið við atkvæðum eða að átt hafi verið við kosningavélar. Engu að síður telja bandarískir embættismenn að útsendarar rússneskra stjórvalda hafi að líkindum „skannað“ kerfi allra ríkja Bandaríkjanna. Þeir hafi meðal annars farið yfir vefsíður sem tengjast kosningum, upplýsingar um skilríki kjósenda, hugbúnað kosningakerfa og fyrirtæki sem þjónusta kosningakerfi, að sögn Washington Post. Nefndin komst að þeirri niðurstöðu að viðbrögð alríkisstjórnarinnar við ógninni hafi verið óviðunandi. Hún hafi ekki gert ríkjunum grein fyrir hættunni og alvarleika hennar. Hvetur hún heimavarnaráðuneytið til að bæta samhæfingu sína við ríkin. Áður hafði heimavarnaráðuneytið greint frá því að tölvuþrjótar á vegum stjórnvalda í Kreml hefðu reynt að hakka sig inn í kerfi 21 ríkis fyrir kosningarnar árið 2016.Fleiri ríki að þróa sömu aðferðir Robert Mueller, fyrrverandi sérstaki rannsakandi dómsmálaráðuneytisins, varaði sérstaklega við hættunni á afskiptum Rússa af bandarískum kosningum þegar hann kom fyrir leyniþjónustunefnd fulltrúardeildarinnar á miðvikudag. Lýsti hann hættunni sem einni þeirri mestu gegn þjóðaröryggi Bandaríkjanna sem hann hefði séð á starfsferli sínum. Varaði hann við því að fleiri ríki reyndu nú að þróa getu til að leika eftir það sem Rússar gerðu. „Þetta var ekki einstök tilraun. Þeir eru að þessu sem við sitjum hér og þeir búast við því að gera það í næstu kosningum,“ sagði Mueller við þingmenn um afskipti Rússa. Donald Trump forseti hefur gert lítið úr afskiptum Rússa af kosningunum og ítrekað tekið upp hanskann fyrir Vladímír Pútín, forseta Rússlands. Á G20-fundinum í Japan í júní virtist Trump gera grín að ásökunum um afskipti Rússa af kosningunum á fundi með Pútín.„Ekki skipta þér af kosningunum,“ sagði Trump kíminn og benti á Pútín þegar bandarískir blaðamenn spurðu bandaríska forsetann hvort hann hefði varað rússneska starfsbróður sinn við að skipta sér af kosningum í Bandaríkjunum.
Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Rússland Tengdar fréttir Trump virtist gera grín að kosningaafskiptum Rússa með Pútín Þegar bandarískir blaðamenn spurðu út í kosningaafskiptin virtist Trump skipa Pútín að skipta sér ekki af í gríni. 28. júní 2019 08:34 Mueller var tregur í taumi en gagnorður um afskipti Rússa Demókrata og repúblikanar reyndu að fá Mueller til að hjálpa málstað sínum en hann þráaðist við. Harðorðastur var hann um afskipti Rússa af kosningum og vilja framboðs Trump til að taka við aðstoð. 25. júlí 2019 08:49 Mest lesið Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Innlent Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Innlent „Ég er mannleg“ Innlent Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Erlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Fleiri fréttir Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Sjá meira
Trump virtist gera grín að kosningaafskiptum Rússa með Pútín Þegar bandarískir blaðamenn spurðu út í kosningaafskiptin virtist Trump skipa Pútín að skipta sér ekki af í gríni. 28. júní 2019 08:34
Mueller var tregur í taumi en gagnorður um afskipti Rússa Demókrata og repúblikanar reyndu að fá Mueller til að hjálpa málstað sínum en hann þráaðist við. Harðorðastur var hann um afskipti Rússa af kosningum og vilja framboðs Trump til að taka við aðstoð. 25. júlí 2019 08:49