Hornafjarðarflugvöllur með blæ alþjóðavallar Kristján Már Unnarsson skrifar 25. júlí 2019 13:28 Bombardier Q400 flutti hóp erlendra ferðamanna til Hornafjarðar í morgun. Mynd/Ásgeir Núpan Ágústsson. Annir voru á Hornafjarðarflugvelli í morgun þegar þar voru á sama tíma Bombardier Q400 vél frá Flugfélagi Íslands og Jetstream-vél frá Flugfélaginu Erni. Flugfélagsvélin var í leiguflugi með 63 manna hóp erlendra ferðamanna en Ernis-vélin í hefðbundnu áætlunarflugi. Við flugstöðina beið floti sérútbúinna jeppa frá hornfirska fyrirtækinu Ice Explores, ásamt rútubílum. Samkvæmt upplýsingum starfsmanns Ernis á flugvellinum, sem annaðist afgreiðslu beggja véla, var ferðahópurinn á leið í dagsferð að Jökulsárlóni. Hópurinn flýgur aftur til Reykjavíkur síðdegis og er þá aftur von á Bombardier-vél um svipað leyti og vél Ernis lendir þar einnig í áætlunarflugi.Floti sérútbúinna jöklajeppa beið erlendu ferðamannanna.Mynd/Ásgeir Núpan Ágústsson.Hornfirðingar hafa áður séð meiri umsvif á flugvellinum, að sögn Ásgeirs Núpans Ágústssonar flugvallarvarðar. Í fyrra gerðist það að tvær Bombardier Q400 og ein Bombardier Q200 frá Flugfélaginu voru þar á sama tíma og Jetstream-vél frá Erni. Sjaldgæft er að svo stór vél sem Q400 lendi á Hornafirði en hún tekur 76 farþega. Hún er þó ekki sú stærsta sem þangað hefur komið en flugbrautin er 1.500 metra löng. Að sögn Ásgeirs flugvallarvarðar á fjögurra hreyfla farþegaþota færeyska félagsins Atlantic Airways metið, vél af gerðinni BAe 146. Sú hafði 95 sæti um borð og flutti Karlakór Hornafjarðar í söngferðalag til Færeyja. Lending slíkrar vélar beint frá útlöndum yrði þó ekki leyfð í dag þar sem Hornarfjarðarflugvöllur er ekki lengur skilgreindur sem alþjóðavöllur. Til að fá tollafgreiðslu yrði slík vél fyrst að lenda á einhverjum þeirra fjögurra valla, sem hafa stöðu alþjóðaflugvallar hérlendis, en þeir eru Keflavík, Reykjavík, Akureyri og Egilsstaðir.Bombardier og Jetstream saman á Hornafjarðarflugvelli í morgun.Mynd/Ásgeir Núpan Ágústsson.Þessu vilja Hornfirðingar breyta svo unnt sé til dæmis að taka á móti einkaþotum beint frá útlöndum. Þá hefur í tengslum við mikil uppbyggingaráform ferðaþjónustu í Lónssveit verið minnt á þörfina að breyta stöðu Hornafjarðarflugvallar. Jafnframt þykir öryggi fyrir flugmenn skammdrægra véla á ferð milli Íslands og Skotlands að geta haft Hornafjörð í bakhöndinni en hann er sá völlur hérlendis sem næstur er Bretlandseyjum. Bent er á að á Hornafirði sé þegar sinnt tollafgreiðslu gagnvart alþjóðlegri skipaumferð um Hornafjarðarhöfn. Hér má sjá frétt Stöðvar 2 fyrir tveimur árum um áformin í Lóni og tengingu þeirra við Hornafjarðarflugvöll. Ferðamennska á Íslandi Fréttir af flugi Hornafjörður Tengdar fréttir Segir öfluga aðila standa á bak við áform í Össurárdal Smíði hótels og íbúða fyrir tvöhundruð gesti á jörðinni Svínhólum í Lóni er nú í undirbúningi. Hugmyndir um alþjóðaflugvöll í Hornafirði tengjast áformunum, 20. september 2017 22:00 Lúxusupplifun á landsbyggðinni Hreyfingin ONE reisir 120 manna lúxushótel á Austurlandi fyrir milljarða króna. Hótelið verður að hluta til byggt inn í jörðina og mætti líkja við álfabyggð að sögn Jakobs Frímanns, framkvæmdastjóra verkefnisins. 30. júní 2018 07:00 Vilja að Hornafjarðarflugvöllur geti sinnt millilandaflugi Átta þingmenn hafa lagt fram þingsályktunartillögu um að fela innanríkisráðherra að tryggja að völlurinn geti sinnt millilandaflugi. 11. september 2015 11:40 Stofnandi Napster einn af fjárfestum í lúxushóteli nærri Höfn Sean Parker, stofnandi skráardeilingarforritsins Napster og fyrrverandi stjórnarformaður Facebook, og kona hans Alexandra Lenas eru á meðal fjárfesta í nýju hóteli sem til stendur að byggja á jörðinni Svínhólum, skammt frá Höfn í Hornafirði. 26. júlí 2018 14:14 Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins Innlent Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Innlent „Ég byrja harður og svo er ég bara grillaður í restina“ Innlent „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Fleiri fréttir Framsókn: Það verður alltaf sviðasulta í kæliborðinu. Boltinn kominn til þeirra sem unnu kosningarnar „Mjög skýrt ákall um breytingar“ segir Kristrún um stjórnarmyndun Orðlaus yfir sigrinum: „Þetta er með ólíkindum“ „Þjóðin er að refsa stjórnarflokkunum grimmilega“ Nú reynir á konurnar þrjár Formenn flokkanna í Sprengisandi „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins „Ég byrja harður og svo er ég bara grillaður í restina“ Reyndi að brjótast inn með exi Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Kanónurnar sem eru að hverfa Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Flokkurinn verði að líta inn á við Stefnir í að flokkunum fækki um tvo Flokkur fólksins í gríðarlegri sókn í Norðvesturkjördæmi Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Samfylkingin langstærst í kjördæmi Kristrúnar Stefnir í að VG þurrkist út af þingi Gríðarlega mikið fylgi sem dettur niður dautt Ljóst að þetta yrði brekka fyrir Framsókn Sjálfstæðisflokkur og Samfylking ná bæði fjórum inn í Kraganum „Ég veit ekki hvort ég er að koma eða fara“ Merkir hægribylgju en ekki vonbrigði Glaður maður en býst við batnandi tölum Samfylkingin og Flokkur fólksins bæta miklu við sig Sagði sínu fólki að tala ekki illa um aðra flokka Sjá meira
Annir voru á Hornafjarðarflugvelli í morgun þegar þar voru á sama tíma Bombardier Q400 vél frá Flugfélagi Íslands og Jetstream-vél frá Flugfélaginu Erni. Flugfélagsvélin var í leiguflugi með 63 manna hóp erlendra ferðamanna en Ernis-vélin í hefðbundnu áætlunarflugi. Við flugstöðina beið floti sérútbúinna jeppa frá hornfirska fyrirtækinu Ice Explores, ásamt rútubílum. Samkvæmt upplýsingum starfsmanns Ernis á flugvellinum, sem annaðist afgreiðslu beggja véla, var ferðahópurinn á leið í dagsferð að Jökulsárlóni. Hópurinn flýgur aftur til Reykjavíkur síðdegis og er þá aftur von á Bombardier-vél um svipað leyti og vél Ernis lendir þar einnig í áætlunarflugi.Floti sérútbúinna jöklajeppa beið erlendu ferðamannanna.Mynd/Ásgeir Núpan Ágústsson.Hornfirðingar hafa áður séð meiri umsvif á flugvellinum, að sögn Ásgeirs Núpans Ágústssonar flugvallarvarðar. Í fyrra gerðist það að tvær Bombardier Q400 og ein Bombardier Q200 frá Flugfélaginu voru þar á sama tíma og Jetstream-vél frá Erni. Sjaldgæft er að svo stór vél sem Q400 lendi á Hornafirði en hún tekur 76 farþega. Hún er þó ekki sú stærsta sem þangað hefur komið en flugbrautin er 1.500 metra löng. Að sögn Ásgeirs flugvallarvarðar á fjögurra hreyfla farþegaþota færeyska félagsins Atlantic Airways metið, vél af gerðinni BAe 146. Sú hafði 95 sæti um borð og flutti Karlakór Hornafjarðar í söngferðalag til Færeyja. Lending slíkrar vélar beint frá útlöndum yrði þó ekki leyfð í dag þar sem Hornarfjarðarflugvöllur er ekki lengur skilgreindur sem alþjóðavöllur. Til að fá tollafgreiðslu yrði slík vél fyrst að lenda á einhverjum þeirra fjögurra valla, sem hafa stöðu alþjóðaflugvallar hérlendis, en þeir eru Keflavík, Reykjavík, Akureyri og Egilsstaðir.Bombardier og Jetstream saman á Hornafjarðarflugvelli í morgun.Mynd/Ásgeir Núpan Ágústsson.Þessu vilja Hornfirðingar breyta svo unnt sé til dæmis að taka á móti einkaþotum beint frá útlöndum. Þá hefur í tengslum við mikil uppbyggingaráform ferðaþjónustu í Lónssveit verið minnt á þörfina að breyta stöðu Hornafjarðarflugvallar. Jafnframt þykir öryggi fyrir flugmenn skammdrægra véla á ferð milli Íslands og Skotlands að geta haft Hornafjörð í bakhöndinni en hann er sá völlur hérlendis sem næstur er Bretlandseyjum. Bent er á að á Hornafirði sé þegar sinnt tollafgreiðslu gagnvart alþjóðlegri skipaumferð um Hornafjarðarhöfn. Hér má sjá frétt Stöðvar 2 fyrir tveimur árum um áformin í Lóni og tengingu þeirra við Hornafjarðarflugvöll.
Ferðamennska á Íslandi Fréttir af flugi Hornafjörður Tengdar fréttir Segir öfluga aðila standa á bak við áform í Össurárdal Smíði hótels og íbúða fyrir tvöhundruð gesti á jörðinni Svínhólum í Lóni er nú í undirbúningi. Hugmyndir um alþjóðaflugvöll í Hornafirði tengjast áformunum, 20. september 2017 22:00 Lúxusupplifun á landsbyggðinni Hreyfingin ONE reisir 120 manna lúxushótel á Austurlandi fyrir milljarða króna. Hótelið verður að hluta til byggt inn í jörðina og mætti líkja við álfabyggð að sögn Jakobs Frímanns, framkvæmdastjóra verkefnisins. 30. júní 2018 07:00 Vilja að Hornafjarðarflugvöllur geti sinnt millilandaflugi Átta þingmenn hafa lagt fram þingsályktunartillögu um að fela innanríkisráðherra að tryggja að völlurinn geti sinnt millilandaflugi. 11. september 2015 11:40 Stofnandi Napster einn af fjárfestum í lúxushóteli nærri Höfn Sean Parker, stofnandi skráardeilingarforritsins Napster og fyrrverandi stjórnarformaður Facebook, og kona hans Alexandra Lenas eru á meðal fjárfesta í nýju hóteli sem til stendur að byggja á jörðinni Svínhólum, skammt frá Höfn í Hornafirði. 26. júlí 2018 14:14 Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins Innlent Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Innlent „Ég byrja harður og svo er ég bara grillaður í restina“ Innlent „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Fleiri fréttir Framsókn: Það verður alltaf sviðasulta í kæliborðinu. Boltinn kominn til þeirra sem unnu kosningarnar „Mjög skýrt ákall um breytingar“ segir Kristrún um stjórnarmyndun Orðlaus yfir sigrinum: „Þetta er með ólíkindum“ „Þjóðin er að refsa stjórnarflokkunum grimmilega“ Nú reynir á konurnar þrjár Formenn flokkanna í Sprengisandi „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins „Ég byrja harður og svo er ég bara grillaður í restina“ Reyndi að brjótast inn með exi Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Kanónurnar sem eru að hverfa Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Flokkurinn verði að líta inn á við Stefnir í að flokkunum fækki um tvo Flokkur fólksins í gríðarlegri sókn í Norðvesturkjördæmi Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Samfylkingin langstærst í kjördæmi Kristrúnar Stefnir í að VG þurrkist út af þingi Gríðarlega mikið fylgi sem dettur niður dautt Ljóst að þetta yrði brekka fyrir Framsókn Sjálfstæðisflokkur og Samfylking ná bæði fjórum inn í Kraganum „Ég veit ekki hvort ég er að koma eða fara“ Merkir hægribylgju en ekki vonbrigði Glaður maður en býst við batnandi tölum Samfylkingin og Flokkur fólksins bæta miklu við sig Sagði sínu fólki að tala ekki illa um aðra flokka Sjá meira
Segir öfluga aðila standa á bak við áform í Össurárdal Smíði hótels og íbúða fyrir tvöhundruð gesti á jörðinni Svínhólum í Lóni er nú í undirbúningi. Hugmyndir um alþjóðaflugvöll í Hornafirði tengjast áformunum, 20. september 2017 22:00
Lúxusupplifun á landsbyggðinni Hreyfingin ONE reisir 120 manna lúxushótel á Austurlandi fyrir milljarða króna. Hótelið verður að hluta til byggt inn í jörðina og mætti líkja við álfabyggð að sögn Jakobs Frímanns, framkvæmdastjóra verkefnisins. 30. júní 2018 07:00
Vilja að Hornafjarðarflugvöllur geti sinnt millilandaflugi Átta þingmenn hafa lagt fram þingsályktunartillögu um að fela innanríkisráðherra að tryggja að völlurinn geti sinnt millilandaflugi. 11. september 2015 11:40
Stofnandi Napster einn af fjárfestum í lúxushóteli nærri Höfn Sean Parker, stofnandi skráardeilingarforritsins Napster og fyrrverandi stjórnarformaður Facebook, og kona hans Alexandra Lenas eru á meðal fjárfesta í nýju hóteli sem til stendur að byggja á jörðinni Svínhólum, skammt frá Höfn í Hornafirði. 26. júlí 2018 14:14