

Að lifa lengur og lengur
Forsagan
Tölur Hagstofu Íslands um ævir Íslendinga segja mikla sögu. Fyrstu 30 árin eftir að mælingar hófust, 1841-1870, var meðalævi Íslendinga um eða innan við 30 ár eins og hún hafði verið úti í heimi frá 1800 og var enn 70 árum síðar. Þessi staðreynd stendur nær okkur sem nú lifum en mörgum kynni að virðast. Þegar föðurafi minn fæddist 1867 gat hann vænzt þess að verða þrítugur, en honum tókst þó að komast yfir sjötugt. Síðan lengdust ævirnar hröðum skrefum, um fimm til sex mánuði á ári að jafnaði 1870-1960 og um tvo til þrjá mánuði á ári að jafnaði 1960-2017. Meðalævin lengist skiljanlega hægar eftir því sem árin líða.
Þegar ævirnar styttast
Það gerist næstum aldrei að meðalævi þjóðar styttist nema í kjölfar mikilla hamfara eða hörmunga. Þannig styttist meðalævi Bandaríkjamanna þrjú ár í röð í fyrri heimsstyrjöldinni, einkum vegna þess að styrjöldina bar upp á sama tíma og Spænsku veikina sem kostaði fleiri mannslíf í Bandaríkjunum en borgarastríðið hálfri öld áður. Meðalævin vestra styttist aftur þrjú ár í röð 2015-2017 vegna ofneyzlu verkjastillandi lyfja o.fl., einkum meðal hvítra karla með litla skólagöngu að baki. Meðævi Rússa hrapaði úr 70 árum niður í 65 ár eftir hrun Sovétríkjanna, náði ekki aftur upp í 70 ár fyrr en 2011 og er nú jöfn heimsmeðaltalinu, 72 ár.
Ísland er kafli út af fyrir sig. Meðalævi Íslendinga var komin upp í 73,4 ár 1960 og var þá næsthæst í heimi. Norðmenn einir lifðu lengur, 73,5 ár. Nýjustu tölur Alþjóðabankans sem hægt er að bera saman milli landa sýna að Ísland var 2017 komið niður í 19. sæti langlífislistans og Norðmenn í 12. sæti. Ísland er ásamt Bandaríkjunum og Bretlandi eina landið í okkar heimshluta (þá eru Rússland og önnur fv. kommúnistalönd ekki talin með) þar sem meðalævin hefur stytzt. Styttingin hér heima nam átta mánuðum úr 82,9 2012 í 82,2 2017. Í Bandaríkjunum nam styttingin fjórum mánuðum úr 78,8 2014 í 78,5 2017 og í Bretlandi einum mánuði úr 81,3 2014 í 81,2 2017.
Misskipting skiptir máli
Fylgnin milli ótímabærra dauðsfalla í örvæntingu og kjörfylgis Trumps forseta í Bandaríkjunum er býsna sterk eins og skozki Nóbelshagfræðingurinn Angus Deaton í Princeton-háskóla hefur rakið. Fylgnin milli fátæktar og menntunarleysis í dreifðum byggðum Englands og stuðnings kjósenda við útgöngu Breta úr ESB var með líku lagi býsna sterk í Brexit-atkvæðagreiðslunni 2016 eins og Gylfi Zoëga prófessor í Háskóla Íslands hefur lýst ásamt öðrum. Níu af tíu fátækustu svæðum Norður-Evrópu eru öll í Bretlandi, þó ekki Skotlandi. Fyrir liggja gögn sem renna stoðum undir samhengi milli ójafnaðar, örvæntingar, ótímabærra dauðsfalla og úlfúðar í stjórnmálum sem leiddu af sér bæði Brexit og Trump.
Meðalævir Íslendinga styttust einnig lítils háttar eftir að síldin hvarf 1967-1968 og eftir að verðbólgan var kveðin niður eftir 1983 en lengdust síðan aftur. Í þessu ljósi virðist nærtækt að kenna eftirköstum hrunsins um styttingu meðalævinnar 2012-2017 þrátt fyrir minnkandi barnadauða. Hrunið kann að hafa spillt ekki bara efnahag heimila og fyrirtækja heldur einnig lýðheilsu og langlífi og jafnvel mannvali á Alþingi og þá um leið traustinu sem Alþingi nýtur meðal kjósenda. Þessi hugsanlegu tengsl þarf að kanna í samhengi við hliðstæða þróun mála í Bandaríkjunum og Bretlandi.
Hagstofa Íslands birti nýlega tölur sem sýna skyndilegan fjörkipp í langlífi Íslendinga 2018. Ekki verður unnt að leggja raunhæft mat á þær tölur í samhengi við umheiminn fyrr en sambærilegar tölur um önnur lönd liggja fyrir.
Skoðun

Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði
Ólafur Ingólfsson skrifar

Framtíð menntunar – byggjum á trausti, ekki tortryggni
Helga Kristín Kolbeins skrifar

Fé án hirðis
Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar

Gæludýr geta dimmu í dagsljós breytt
Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar

Myllan sem mala átti gull
Andrés Kristjánsson skrifar

Sjö mýtur um loftslagsbreytingar
Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar

Pírati pissar í skóinn sinn
Helgi Áss Grétarsson skrifar

Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu
Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar

Fáum presta aftur inn í skólana
Rósa Guðbjartsdóttir skrifar

Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina
Hópur Röskvuliða skrifar

Icelandic Learning is a Gendered Health Issue
Logan Lee Sigurðsson skrifar

Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar
Már Wolfgang Mixa skrifar

Framtíð Öskjuhlíðar
Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar

Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur
Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar

Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra
Inga Sæland skrifar

Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu
Erlingur Erlingsson skrifar

Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands
Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar

Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur
Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar

Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði
Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar

Getur Sturlunga snúið aftur?
Leifur B. Dagfinnsson skrifar

Vaka stendur með Menntavísindasviði í verki
Gunnar Ásgrímsson skrifar

Vorbókaleysingar
Henry Alexander Henrysson skrifar

Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps?
Snorri Másson skrifar

Liðveisla fyrir öll
Atli Már Haraldsson skrifar

Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta
Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar

Að standa við stóru orðin
Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar

Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings
Ingibjörg Isaksen skrifar

Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas?
Þórður Snær Júlíusson skrifar

Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla
Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar

Ég virði þig og þín mörk, virðir þú mig og mín mörk ?
Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar