Segir afgreiðslu forsætisnefndar ekki hafa strandað á andmælum Bergþórs Margrét Helga Erlingsdóttir og Vésteinn Örn Pétursson skrifa 31. júlí 2019 23:03 Steinunn Þóra segir málið ekki hafa strandað á andmælum Bergþórs. Fréttamiðillinn Viljinn, sem er í eigu Björns Inga Hrafnssonar, birti í kvöld frétt þar sem fullyrt er að andmæli Bergþórs Ólasonar, þingmanns Miðflokksins, hafi orðið til þess að ekki hafi reynst unnt að afgreiða álit siðanefndar á fundi bráðabirgðaforsætisnefndar um Klaustursmálið svokallaða í gær. Fullyrðingin gengur í berhögg við upplýsingar sem fréttastofa fékk frá báðum nefndarmönnum, Steinunni Þóru Árnadóttur og Haraldi Benediktssyni þar sem þau sögðu nefndina hafa komist að niðurstöðu í málinu en þorri þeirrar vinnu sem eftir væri lyti að frágangi. Í samtali við fréttastofu í kvöld sagði Steinunn Þóra að málið strandaði ekki á andmælum Bergþórs. Hún vildi þó ekki tjá sig neitt um innihald andmælabréfs Bergþórs. Hún sagði að stefnan væri sett á að birta niðurstöðu nefndarinnar í málinu fyrir helgi. Viljinn kveðst hafa heimildir fyrir því að Bergþór segðist í andmælabréfi sínu ekki vera gerandinn í málinu og vísaði til ummæla sinna um Albertínu Friðbjörgu Elíasdóttur, þingmanns Samfylkingarinnar. Hann á þá að hafa sagt að það væri galið að vera útmálaður í hlutverki geranda vegna ummæla hans á Klausturbar.Albertína Friðbjörg hefur áður hafnað ásökunum Bergþórs.Viljinn segist þá einnig hafa heimildir fyrir því að Bergþór geri alvarlegar athugasemdir við að forsætisnefnd vinni álit upp úr upptökum sem væru ólöglegar en Persónuvernd komst að þeirri niðurstöðu í maí síðastliðnum að upptaka Báru Halldórsdóttur af samtali þingmanna á Klausturbar hefði verið ólögleg og var henni gert að eyða upptökunni.Á Klaustursupptökunum mátti heyra þingmennina tala um Albertínu og saka hana um að hafa haft í frammi kynferðislega áreitni. Stundin hefur eftir Bergþóri Ólasyni: „Hún var að tosa buxurnar af hælunum á mér [...] Ég vakna úr nærbuxunum.“ „Við eigum sem sagt MeToo sögu,“ segir Bergþór í samtalinu. „Léstu þig hafa það?“ spyr einhver í framhaldinu. „Nei ég gerði það sem betur fer ekki,“ segir Bergþór. „Það voru ýmsir sem sögðu ‘take one for the team’ en Beggi var ekki til“ segir Sigmundur Davíð og hlátur heyrist. „Ég var orðinn þreyttur á herrakvöldi Vestra,“ segir Bergþór. Gunnar Bragi Sveinsson, þingmaður Miðflokksins, sagði í framhaldinu sögu af samskiptum sínum við þingkonuna. „Það var svipað. Ég var nýlega orðinn ráðherra og þetta var í kringum kosningar, 2009-10 […] Það er einhver hátíð í samkomuhúsinu í Hnífsdal. Ég mæti þarna sem frambjóðandi ásamt fleirum. Ég er allt í einu farinn að dansa við þessa stúlku […] Ég sagði bara nei […] en það var bara suðað. Þá var bara eins og einhver hefði verið líflátinn. Hún var brjáluð, hún trylltist, hún grenjaði og öskraði. Ég bara hugsaði, hvað, á ég að ríða henni? Það var algjörlega kreisí,“ hefur Stundin eftir þingmanninum. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, á þá að hafa sagt að mennirnir myndu aldrei ná bata nema með því að opna sig „og það í opnuviðtali“. Ekki náðist í Albertínu við gerð þessarar fréttar en hún hefur áður þvertekið fyrir ásakanir þingmannanna en í samtali við Stundina sagði hún: „Það er hrikalegt að vera ásakaður um eitthvað sem gerðist ekki,“ sagði Albertína og bætti við: „Ég er eiginlega bara kjaftstopp. Mér er rosalega illt í hjartanu yfir öllum þessum samtölum sem þeir áttu þarna. Ég er hreinlega orðlaus. Þetta er bara ekki rétt.“ Hvorki náðist í Bergþór Ólason né Harald Benediktsson, fulltrúa í forsætisnefnd, við gerð fréttarinnar. Alþingi Miðflokkurinn Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Forsætisnefnd komin að niðurstöðu í Klaustursmálinu Forsætisnefnd Alþingis hefur komist að niðurstöðu um álit siðanefndar vegna Klausturmálsins. Vinnu þeirra Haraldar Benediktssonar og Steinunnar Þóru Árnadóttur, sem skipuð voru tímabundið í forsætisnefnd til að fjalla um málið, er þó ekki lokið. 30. júlí 2019 18:20 Gerðu grín að #metoo og sökuðu þingkonu um kynferðislega áreitni Þingmenn úr Flokki fólksins og Miðflokki gerðu lítið úr #metoo reynslusögum og sökuðu Albertínu Friðbjörgu Elíasdóttur, þingkonu Samfylkingarinnar, um að hafa áreitt sig kynferðislega. 29. nóvember 2018 13:00 „Ömurlegt að horfa upp á tilraunir þeirra til réttlætingar“ Albertína Friðbjörg þingkona Samfylkingarinnar opnar sig um Klaustursupptökurnar svokölluðu. 1. desember 2018 17:04 Mest lesið Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Víða rigning og hiti að fjórtán stigum Veður Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Innlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Fleiri fréttir Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sjá meira
Fréttamiðillinn Viljinn, sem er í eigu Björns Inga Hrafnssonar, birti í kvöld frétt þar sem fullyrt er að andmæli Bergþórs Ólasonar, þingmanns Miðflokksins, hafi orðið til þess að ekki hafi reynst unnt að afgreiða álit siðanefndar á fundi bráðabirgðaforsætisnefndar um Klaustursmálið svokallaða í gær. Fullyrðingin gengur í berhögg við upplýsingar sem fréttastofa fékk frá báðum nefndarmönnum, Steinunni Þóru Árnadóttur og Haraldi Benediktssyni þar sem þau sögðu nefndina hafa komist að niðurstöðu í málinu en þorri þeirrar vinnu sem eftir væri lyti að frágangi. Í samtali við fréttastofu í kvöld sagði Steinunn Þóra að málið strandaði ekki á andmælum Bergþórs. Hún vildi þó ekki tjá sig neitt um innihald andmælabréfs Bergþórs. Hún sagði að stefnan væri sett á að birta niðurstöðu nefndarinnar í málinu fyrir helgi. Viljinn kveðst hafa heimildir fyrir því að Bergþór segðist í andmælabréfi sínu ekki vera gerandinn í málinu og vísaði til ummæla sinna um Albertínu Friðbjörgu Elíasdóttur, þingmanns Samfylkingarinnar. Hann á þá að hafa sagt að það væri galið að vera útmálaður í hlutverki geranda vegna ummæla hans á Klausturbar.Albertína Friðbjörg hefur áður hafnað ásökunum Bergþórs.Viljinn segist þá einnig hafa heimildir fyrir því að Bergþór geri alvarlegar athugasemdir við að forsætisnefnd vinni álit upp úr upptökum sem væru ólöglegar en Persónuvernd komst að þeirri niðurstöðu í maí síðastliðnum að upptaka Báru Halldórsdóttur af samtali þingmanna á Klausturbar hefði verið ólögleg og var henni gert að eyða upptökunni.Á Klaustursupptökunum mátti heyra þingmennina tala um Albertínu og saka hana um að hafa haft í frammi kynferðislega áreitni. Stundin hefur eftir Bergþóri Ólasyni: „Hún var að tosa buxurnar af hælunum á mér [...] Ég vakna úr nærbuxunum.“ „Við eigum sem sagt MeToo sögu,“ segir Bergþór í samtalinu. „Léstu þig hafa það?“ spyr einhver í framhaldinu. „Nei ég gerði það sem betur fer ekki,“ segir Bergþór. „Það voru ýmsir sem sögðu ‘take one for the team’ en Beggi var ekki til“ segir Sigmundur Davíð og hlátur heyrist. „Ég var orðinn þreyttur á herrakvöldi Vestra,“ segir Bergþór. Gunnar Bragi Sveinsson, þingmaður Miðflokksins, sagði í framhaldinu sögu af samskiptum sínum við þingkonuna. „Það var svipað. Ég var nýlega orðinn ráðherra og þetta var í kringum kosningar, 2009-10 […] Það er einhver hátíð í samkomuhúsinu í Hnífsdal. Ég mæti þarna sem frambjóðandi ásamt fleirum. Ég er allt í einu farinn að dansa við þessa stúlku […] Ég sagði bara nei […] en það var bara suðað. Þá var bara eins og einhver hefði verið líflátinn. Hún var brjáluð, hún trylltist, hún grenjaði og öskraði. Ég bara hugsaði, hvað, á ég að ríða henni? Það var algjörlega kreisí,“ hefur Stundin eftir þingmanninum. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, á þá að hafa sagt að mennirnir myndu aldrei ná bata nema með því að opna sig „og það í opnuviðtali“. Ekki náðist í Albertínu við gerð þessarar fréttar en hún hefur áður þvertekið fyrir ásakanir þingmannanna en í samtali við Stundina sagði hún: „Það er hrikalegt að vera ásakaður um eitthvað sem gerðist ekki,“ sagði Albertína og bætti við: „Ég er eiginlega bara kjaftstopp. Mér er rosalega illt í hjartanu yfir öllum þessum samtölum sem þeir áttu þarna. Ég er hreinlega orðlaus. Þetta er bara ekki rétt.“ Hvorki náðist í Bergþór Ólason né Harald Benediktsson, fulltrúa í forsætisnefnd, við gerð fréttarinnar.
Alþingi Miðflokkurinn Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Forsætisnefnd komin að niðurstöðu í Klaustursmálinu Forsætisnefnd Alþingis hefur komist að niðurstöðu um álit siðanefndar vegna Klausturmálsins. Vinnu þeirra Haraldar Benediktssonar og Steinunnar Þóru Árnadóttur, sem skipuð voru tímabundið í forsætisnefnd til að fjalla um málið, er þó ekki lokið. 30. júlí 2019 18:20 Gerðu grín að #metoo og sökuðu þingkonu um kynferðislega áreitni Þingmenn úr Flokki fólksins og Miðflokki gerðu lítið úr #metoo reynslusögum og sökuðu Albertínu Friðbjörgu Elíasdóttur, þingkonu Samfylkingarinnar, um að hafa áreitt sig kynferðislega. 29. nóvember 2018 13:00 „Ömurlegt að horfa upp á tilraunir þeirra til réttlætingar“ Albertína Friðbjörg þingkona Samfylkingarinnar opnar sig um Klaustursupptökurnar svokölluðu. 1. desember 2018 17:04 Mest lesið Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Víða rigning og hiti að fjórtán stigum Veður Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Innlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Fleiri fréttir Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sjá meira
Forsætisnefnd komin að niðurstöðu í Klaustursmálinu Forsætisnefnd Alþingis hefur komist að niðurstöðu um álit siðanefndar vegna Klausturmálsins. Vinnu þeirra Haraldar Benediktssonar og Steinunnar Þóru Árnadóttur, sem skipuð voru tímabundið í forsætisnefnd til að fjalla um málið, er þó ekki lokið. 30. júlí 2019 18:20
Gerðu grín að #metoo og sökuðu þingkonu um kynferðislega áreitni Þingmenn úr Flokki fólksins og Miðflokki gerðu lítið úr #metoo reynslusögum og sökuðu Albertínu Friðbjörgu Elíasdóttur, þingkonu Samfylkingarinnar, um að hafa áreitt sig kynferðislega. 29. nóvember 2018 13:00
„Ömurlegt að horfa upp á tilraunir þeirra til réttlætingar“ Albertína Friðbjörg þingkona Samfylkingarinnar opnar sig um Klaustursupptökurnar svokölluðu. 1. desember 2018 17:04