Heildartekjur hæstar í Garðabæ og á Seltjarnarnesi Birgir Olgeirsson skrifar 9. ágúst 2019 10:02 Meðaltal heildartekna árið 2018 var hæst 8,5 milljónir króna á Seltjarnarnesi og 8,4 milljónir króna í Garðabæ. Vísir/Vilhelm Árið 2018 voru heildartekjur einstaklinga á Íslandi um 6,6 milljónir króna að meðaltali eða að jafnaði um 553 þúsund krónur á mánuði. Þetta kemur fram í tölum frá Hagstofunni en þar segir að miðgildi heildartekna hafi verið 441 þúsund króna á mánuði og því var helmingur einstaklinga með heildartekjur undir þeirri upphæð og helmingur yfir. Atvinnutekjur voru um 505 þúsund krónur á mánuði að meðaltali sé horft til þeirra einstaklinga sem voru með atvinnutekjur árið 2018. Það er 5,5% hækkun frá fyrra ári. Miðgildi atvinnutekna var 447 þúsund krónur. Atvinnutekjur einstaklinga á aldrinum 25 til 74 ára voru að meðaltali 571 þúsund krónur á mánuði árið 2018 og var eitt prósent einstaklinga á þeim aldri með að jafnaði tæplega tvær milljónir króna eða meira í atvinnutekjur á mánuði. Tekjur einstaklinga byggja á skattframtölum einstaklinga frá 16 ára aldri. Atvinnutekjur innihalda launatekjur og aðrar starfstengdar greiðslur en heildartekjur eru samtala atvinnutekna, fjármagnstekna og annarra tekna sem til dæmis geta verið lífeyris- eða bótagreiðslur. Meðaltal heildartekna árið 2018 var hæst 8,5 milljónir króna á Seltjarnarnesi og 8,4 milljónir króna í Garðabæ, en það voru einu sveitarfélögin þar sem heildartekjur einstaklinga voru að meðaltali yfir 8 milljónir króna. Sé hins vegar horft til miðgildis voru heildartekjur nokkuð lægri eða rúmlega 6,2 milljónir króna í báðum sveitarfélögunum. Heildartekjur í Bolungarvík voru 7,6 milljónir króna að meðaltali árið 2018, 7,3 milljónir króna í Kjósahreppi og 7,2 milljónir króna í Kópavogi. Í sjö sveitarfélögum var meðaltal heildartekna undir 5 milljónum króna árið 2018. Lægstar voru heildartekjur í Akrahreppi 4,3 milljónir króna og 4,4 milljónir króna í Húnavatnshreppi.Nokkur munur eftir menntunarstigi Nokkur munur var á tekjum einstaklinga eftir menntunarstigi árið 2018 eins og sjá má á mynd 2 sem sýnir miðgildi heildartekna eftir menntun fyrir aldurshópinn 25 til 74 ára. Má þar nefna mun á bóknámi og starfsnámi á framhaldsskólastigi, en einstaklingar með starfsnám á framhaldsskólastigi voru með 17,4% hærri heildartekjur en einstaklingar með bóknám af framhaldsskólastigi árið 2018. Sambærilegur munur á heildartekjum háskólamenntaðra einstaklinga með bakkalárgráðu annars vegar og meistaragráðu hins vegar var um 23%. Einstaklingar á aldrinum 25 til 74 ára með grunnskólamenntun eða minna voru með um 5,2 milljónir króna árið 2018 sé miðað við miðgildi heildartekna eða tæplega 430 þúsund krónur á mánuði að jafnaði, einstaklingar sem höfðu lokið framhaldsskólastigi voru með 6,1 milljón krónur eða 509 þúsund krónur á mánuði og einstaklingar með háskólamenntun 7,9 milljón krónur eða um 661 þúsund krónur á mánuði. Háskólamenntaðir einstaklingar á aldrinum 25-74 ára voru þannig með 54% hærri heildartekjur en einstaklingar með grunnskólamenntun og um 30% hærri heildartekjur en einstaklingar með menntun á framhaldsskólastigi. Hafa ber í huga að samanburður á heildartekjum einstaklinga eftir menntun er óháð stöðu þeirra á vinnumarkaðnum, til dæmis hvort einstaklingur er starfandi eða atvinnulaus. Garðabær Seltjarnarnes Mest lesið Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Innlent Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Innlent Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Innlent Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Innlent Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju Erlent Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn Innlent Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Innlent „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Innlent Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Innlent Fleiri fréttir Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Fangageymslur fullar eftir nóttina Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Sjá meira
Árið 2018 voru heildartekjur einstaklinga á Íslandi um 6,6 milljónir króna að meðaltali eða að jafnaði um 553 þúsund krónur á mánuði. Þetta kemur fram í tölum frá Hagstofunni en þar segir að miðgildi heildartekna hafi verið 441 þúsund króna á mánuði og því var helmingur einstaklinga með heildartekjur undir þeirri upphæð og helmingur yfir. Atvinnutekjur voru um 505 þúsund krónur á mánuði að meðaltali sé horft til þeirra einstaklinga sem voru með atvinnutekjur árið 2018. Það er 5,5% hækkun frá fyrra ári. Miðgildi atvinnutekna var 447 þúsund krónur. Atvinnutekjur einstaklinga á aldrinum 25 til 74 ára voru að meðaltali 571 þúsund krónur á mánuði árið 2018 og var eitt prósent einstaklinga á þeim aldri með að jafnaði tæplega tvær milljónir króna eða meira í atvinnutekjur á mánuði. Tekjur einstaklinga byggja á skattframtölum einstaklinga frá 16 ára aldri. Atvinnutekjur innihalda launatekjur og aðrar starfstengdar greiðslur en heildartekjur eru samtala atvinnutekna, fjármagnstekna og annarra tekna sem til dæmis geta verið lífeyris- eða bótagreiðslur. Meðaltal heildartekna árið 2018 var hæst 8,5 milljónir króna á Seltjarnarnesi og 8,4 milljónir króna í Garðabæ, en það voru einu sveitarfélögin þar sem heildartekjur einstaklinga voru að meðaltali yfir 8 milljónir króna. Sé hins vegar horft til miðgildis voru heildartekjur nokkuð lægri eða rúmlega 6,2 milljónir króna í báðum sveitarfélögunum. Heildartekjur í Bolungarvík voru 7,6 milljónir króna að meðaltali árið 2018, 7,3 milljónir króna í Kjósahreppi og 7,2 milljónir króna í Kópavogi. Í sjö sveitarfélögum var meðaltal heildartekna undir 5 milljónum króna árið 2018. Lægstar voru heildartekjur í Akrahreppi 4,3 milljónir króna og 4,4 milljónir króna í Húnavatnshreppi.Nokkur munur eftir menntunarstigi Nokkur munur var á tekjum einstaklinga eftir menntunarstigi árið 2018 eins og sjá má á mynd 2 sem sýnir miðgildi heildartekna eftir menntun fyrir aldurshópinn 25 til 74 ára. Má þar nefna mun á bóknámi og starfsnámi á framhaldsskólastigi, en einstaklingar með starfsnám á framhaldsskólastigi voru með 17,4% hærri heildartekjur en einstaklingar með bóknám af framhaldsskólastigi árið 2018. Sambærilegur munur á heildartekjum háskólamenntaðra einstaklinga með bakkalárgráðu annars vegar og meistaragráðu hins vegar var um 23%. Einstaklingar á aldrinum 25 til 74 ára með grunnskólamenntun eða minna voru með um 5,2 milljónir króna árið 2018 sé miðað við miðgildi heildartekna eða tæplega 430 þúsund krónur á mánuði að jafnaði, einstaklingar sem höfðu lokið framhaldsskólastigi voru með 6,1 milljón krónur eða 509 þúsund krónur á mánuði og einstaklingar með háskólamenntun 7,9 milljón krónur eða um 661 þúsund krónur á mánuði. Háskólamenntaðir einstaklingar á aldrinum 25-74 ára voru þannig með 54% hærri heildartekjur en einstaklingar með grunnskólamenntun og um 30% hærri heildartekjur en einstaklingar með menntun á framhaldsskólastigi. Hafa ber í huga að samanburður á heildartekjum einstaklinga eftir menntun er óháð stöðu þeirra á vinnumarkaðnum, til dæmis hvort einstaklingur er starfandi eða atvinnulaus.
Garðabær Seltjarnarnes Mest lesið Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Innlent Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Innlent Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Innlent Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Innlent Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju Erlent Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn Innlent Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Innlent „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Innlent Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Innlent Fleiri fréttir Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Fangageymslur fullar eftir nóttina Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Sjá meira