Sameiginlegir hagsmunir okkar allra Þórunn Sveinbjarnardóttir skrifar 9. ágúst 2019 07:00 Kjaraviðræður aðildarfélaga Bandalags háskólamanna (BHM) við ríki, Reykjavíkurborg og Samband íslenskra sveitarfélaga hafa staðið frá því í vor. Hvorki hefur gengið né rekið í viðræðunum og svo virðist sem samráð þessara þriggja viðsemjenda sín í milli tefji frekar fyrir en hitt. Kjaraviðræður eru nú að hefjast á ný að loknu sumarleyfi og rétt rúmur mánuður til stefnu því samkvæmt viðræðuáætlunum hyggjast flestir hafa náð samningum 15. september nk. Meginkröfur aðildarfélaga BHM í yfirstandandi kjaraviðræðum eru skýrar og sanngjarnar. Félögin hafa afþakkað krónutöluhækkanir enda eru þær í engu samræmi við uppbyggingu þess launakerfis sem háskólamenntaðir sérfræðingar hjá hinu opinbera starfa innan. Krafan um styttingu vinnuvikunnar hefur fengið nokkurn hljómgrunn hjá viðsemjendum BHM. Það vekur vonir um að hægt verði að stíga raunhæf skref í þessa átt í væntanlegum kjarasamningum. Samræming lífeyrisréttinda milli almenna og opinbera vinnumarkaðarins kallar á að launakjör séu einnig samræmd milli markaða. Í samkomulagi sem bandalög opinberra starfsmanna gerðu við ríki og sveitarfélög árið 2016 var stefnt að því að jöfnun launa tæki 6–10 ár. Nú þegar eru liðin þrjú ár frá undirritun samkomulagsins og morgunljóst að taka verður fyrstu skref í átt til jöfnunar í yfirstandandi kjaraviðræðum. Þá er mikilvægt fyrir félagsmenn aðildarfélaga BHM að létta endurgreiðslubyrði námslána. Áætlað er að starfshópur sem forsætisráðherra skipaði til að fjalla um þetta mál skili niðurstöðum í lok sumars. BHM bindur vonir við að á grundvelli þeirra verði hægt að gera nauðsynlegar breytingar sem koma til móts við greiðendur námslána. Nú þarf að bretta upp ermar og gera góða kjarasamninga. Samninga sem tryggja háskólamenntuðum sérfræðingum hjá ríki, borg og sveitarfélögunum sanngjarnar launahækkanir og eðlilegar umbætur. Slíkir samningar myndu án nokkurs vafa auðvelda nýliðun og mönnun mikilvægra starfsstétta hjá hinu opinbera og bæta almannaþjónustuna í landinu. Það eru sameiginlegir hagsmunir okkar allra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Þórunn Sveinbjarnardóttir Mest lesið ‘Vók’ er djók Alexandra Briem Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun Þjóðarmorðið í blokkinni Bjarni Þór Sigurbjörnsson Skoðun Skjólveggur af körlum og ungum mönnum Ólafur Elínarson Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir Skoðun Ég hataði rafíþróttir! Þorvaldur Daníelsson Skoðun Því miður hefur lítið breyst Áslaug Hulda Jónsdóttir Skoðun Eru græn svæði í útrýmingarhættu í Reykjavík? Sigrún Ásta Einarsdóttir Skoðun Versta sem Ísland gæti gert Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Kattahald Jökull Jörgensen Skoðun Skoðun Skoðun Hlustum á náttúruna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Skattheimta sem markmið í sjálfu sér Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tæknin hjálpar lesblindum Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Tryggja þarf aðkomu sjómanna að fiskveiðiráðgjöfinni Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar Skoðun Skjólveggur af körlum og ungum mönnum Ólafur Elínarson skrifar Skoðun Menntamál eru ekki afgangsstærð Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun ‘Vók’ er djók Alexandra Briem skrifar Skoðun Er friður tálsýn eða verkefni? Inga Daníelsdóttir skrifar Skoðun Kattahald Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Framtíðin er rafmögnuð Jóhanna Hlín Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í blokkinni Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Ég hataði rafíþróttir! Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Því miður hefur lítið breyst Áslaug Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Versta sem Ísland gæti gert Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru græn svæði í útrýmingarhættu í Reykjavík? Sigrún Ásta Einarsdóttir skrifar Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar Skoðun „...ég lærði líka að nota gagnrýna hugsun“ Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Risastór niðurskurður ríkistjórnarinnar er áfall fyrir foreldra og börn í landinu Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Látið okkur í friði Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Gefðu fimmu! Ágúst Arnar Þráinsson skrifar Skoðun Allar hendur á dekk! Oddný G. Harðardóttir skrifar Skoðun Engin sátt án sannmælis Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Að finna rétt veiðigjald... Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Hvað viltu að samskiptin á vinnustaðnum kosti? Carmen Maja Valencia skrifar Skoðun Stórt inngrip í rekstur íþróttafélaga! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Börn voga sér inn í afbrotaheim fullorðinna eða er það öfugt? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Sjá meira
Kjaraviðræður aðildarfélaga Bandalags háskólamanna (BHM) við ríki, Reykjavíkurborg og Samband íslenskra sveitarfélaga hafa staðið frá því í vor. Hvorki hefur gengið né rekið í viðræðunum og svo virðist sem samráð þessara þriggja viðsemjenda sín í milli tefji frekar fyrir en hitt. Kjaraviðræður eru nú að hefjast á ný að loknu sumarleyfi og rétt rúmur mánuður til stefnu því samkvæmt viðræðuáætlunum hyggjast flestir hafa náð samningum 15. september nk. Meginkröfur aðildarfélaga BHM í yfirstandandi kjaraviðræðum eru skýrar og sanngjarnar. Félögin hafa afþakkað krónutöluhækkanir enda eru þær í engu samræmi við uppbyggingu þess launakerfis sem háskólamenntaðir sérfræðingar hjá hinu opinbera starfa innan. Krafan um styttingu vinnuvikunnar hefur fengið nokkurn hljómgrunn hjá viðsemjendum BHM. Það vekur vonir um að hægt verði að stíga raunhæf skref í þessa átt í væntanlegum kjarasamningum. Samræming lífeyrisréttinda milli almenna og opinbera vinnumarkaðarins kallar á að launakjör séu einnig samræmd milli markaða. Í samkomulagi sem bandalög opinberra starfsmanna gerðu við ríki og sveitarfélög árið 2016 var stefnt að því að jöfnun launa tæki 6–10 ár. Nú þegar eru liðin þrjú ár frá undirritun samkomulagsins og morgunljóst að taka verður fyrstu skref í átt til jöfnunar í yfirstandandi kjaraviðræðum. Þá er mikilvægt fyrir félagsmenn aðildarfélaga BHM að létta endurgreiðslubyrði námslána. Áætlað er að starfshópur sem forsætisráðherra skipaði til að fjalla um þetta mál skili niðurstöðum í lok sumars. BHM bindur vonir við að á grundvelli þeirra verði hægt að gera nauðsynlegar breytingar sem koma til móts við greiðendur námslána. Nú þarf að bretta upp ermar og gera góða kjarasamninga. Samninga sem tryggja háskólamenntuðum sérfræðingum hjá ríki, borg og sveitarfélögunum sanngjarnar launahækkanir og eðlilegar umbætur. Slíkir samningar myndu án nokkurs vafa auðvelda nýliðun og mönnun mikilvægra starfsstétta hjá hinu opinbera og bæta almannaþjónustuna í landinu. Það eru sameiginlegir hagsmunir okkar allra.
Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun
Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar
Skoðun Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar
Skoðun Risastór niðurskurður ríkistjórnarinnar er áfall fyrir foreldra og börn í landinu Sigurður Sigurðsson skrifar
Skoðun Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar
Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun