Líklegt að önnur bílaumboð eigi eftir að fylgja eftir með betri fjármögnunarleiðum Jóhann K. Jóhannsson skrifar 7. ágúst 2019 12:30 Bílasala nýrra bíla hefur dregist saman um tæp fjörutíu prósent frá síðasta ári. Vísir/Vilhelm Bílasala nýrra bíla hefur dregist saman um tæp fjörutíu prósent frá síðasta ári. Formaður Félags íslenskra bifreiðaeigenda telur að ný fjármögnunarleið eigi eftir að glæða markaðinn en áréttar að fólk kynni sér lánakjör vel. Bílasala nýrra bíla hefur dregist saman um þrjátíu og átta prósent frá síðasta ári samkvæmt upplýsingum frá Bílagreinasambandinu. Óðinn Valdimarsson, verkefnastjóri segir þó að hafa verði í huga að síðasta ár, og ári tvö þar á undan hafi verið þau stærstu í bílasölusögunni. Í Morgunblaðinu í morgun er greint frá því að bílaumboðið BL muni bjóða viðskiptavinum sínum bílafjármögnun sem sé um helmingi ódýrari en hagstæðustu bílalán á markaðinum í dag. Frá morgundeginum stendur til boða að taka lán á föstum þriggja komma níutíu og fimm prósenta, óverðtryggðum vöxtum. Þá verða heldur engin lántökugjöld innheimt. Óðinn segir fjármögnunarleiðina ekki nýja af nálinni. „Það er í mörg ár búið að vera í boði til dæmis bílalán með núll prósent vöxtum sem byrjuðu árið 2014 og mörg bílaupboð tóku upp og sumir enn þá með en önnur ekki. Þetta er í sjálfu sér eitthvað sem var viðbúið í þessu samkeppnisumhverfi sem við erum í og er á bílamarkaðnum, segir Óðinn.Telur þú að önnur umboð eigi eftir að fylgja eftir? „Ég hef engar upplýsingar um það en mér þætti líklegt að einhver umboð mundu líkja eftir þessu að einhverju leiti allavega. Það er það sem gerðir 2014 þegar vaxtalausu lánin komu,“ segir Óðinn.Mun hafa áhrif á markaðinn Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri Félag Íslenskra bifreiðaeigenda segir að boðuð fjármögnunarleið eigi eftir að hafa töluverð áhrif á markaðinn. „Við sjáum það að vextir á bílánum eru að lækka verulega með þessu útspili BL, í samstarfi við fjármögnunarfyrirtækið Lykil. Það er reyndar eitt sem að fólk verður að hafa í huga ef það er í bílahugleiðingum en það er að í nokkurn veginn öllum tilvikum fær fólk einhverskonar staðgreiðsluafslátt ef það hefur fjármagnið í höndunum en það er ekki í boði ef þú tekur svona lán. Engu að síður eru þetta betri kjör en hafa boðist fram að þessu,“ segir Runólfur. Runólfur segir ekki óalgengt að bílasalar bjóði 5-6% afslátt af bíl sem sé staðgreiddur. „Ef þú ert að tala um tíu milljón króna bíl, þá ert þú að tala um fimm til sex hundruð þúsund krónur og þarna stendur ekkert lántökugjald, þannig að þetta er svolítið dýrt lántökugjald ef þú hugsar að út frá því,“ segir Runólfur. Neytendur Samgöngur Tengdar fréttir 40 prósenta samdráttur í sölu nýrra fólksbíla 40,8 prósenta samdráttur varð í sölu nýrra fólksbíla bíla í janúar og febrúar 2019 samanborið við sama tímabil árið 2018. Alls voru skráðir 1.647 nýir fólksbílar í janúar og febrúar 2019. 7. mars 2019 10:16 Bílasalan næmari fyrir umræðunni Þjóðfélagsumræðan í vetur hafði töluverð áhrif á bílasölu. Aftur á móti jókst eftirspurn eftir bílaleigubílum. 24. janúar 2019 07:00 Mest lesið Jaguar Land Rover stöðvar sendingar vegna tollahækkana Viðskipti erlent Kínverskir ferðamenn aldrei fleiri: Beint flug hefjist von bráðar Viðskipti innlent Allt eða ekkert gellan sem er sjúk í Love is Blind Atvinnulíf Eldrauð Kauphöll: Bandaríkjamenn horfi fram á lakari lífskjör Viðskipti innlent Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Viðskipti innlent Guðmundur í Brimi nýr formaður Viðskipti innlent Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Viðskipti erlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Verðfall á Wall Street Viðskipti erlent Sættast við Fjármálaeftirlitið og greiða fimmtán milljóna sekt Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kínverskir ferðamenn aldrei fleiri: Beint flug hefjist von bráðar Eldrauð Kauphöll: Bandaríkjamenn horfi fram á lakari lífskjör Sættast við Fjármálaeftirlitið og greiða fimmtán milljóna sekt Guðmundur í Brimi nýr formaður Einar Hrafn og Díana Dögg til Reon Kristjana til ÍSÍ Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Kaupmáttur jókst á milli ára Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Sjá meira
Bílasala nýrra bíla hefur dregist saman um tæp fjörutíu prósent frá síðasta ári. Formaður Félags íslenskra bifreiðaeigenda telur að ný fjármögnunarleið eigi eftir að glæða markaðinn en áréttar að fólk kynni sér lánakjör vel. Bílasala nýrra bíla hefur dregist saman um þrjátíu og átta prósent frá síðasta ári samkvæmt upplýsingum frá Bílagreinasambandinu. Óðinn Valdimarsson, verkefnastjóri segir þó að hafa verði í huga að síðasta ár, og ári tvö þar á undan hafi verið þau stærstu í bílasölusögunni. Í Morgunblaðinu í morgun er greint frá því að bílaumboðið BL muni bjóða viðskiptavinum sínum bílafjármögnun sem sé um helmingi ódýrari en hagstæðustu bílalán á markaðinum í dag. Frá morgundeginum stendur til boða að taka lán á föstum þriggja komma níutíu og fimm prósenta, óverðtryggðum vöxtum. Þá verða heldur engin lántökugjöld innheimt. Óðinn segir fjármögnunarleiðina ekki nýja af nálinni. „Það er í mörg ár búið að vera í boði til dæmis bílalán með núll prósent vöxtum sem byrjuðu árið 2014 og mörg bílaupboð tóku upp og sumir enn þá með en önnur ekki. Þetta er í sjálfu sér eitthvað sem var viðbúið í þessu samkeppnisumhverfi sem við erum í og er á bílamarkaðnum, segir Óðinn.Telur þú að önnur umboð eigi eftir að fylgja eftir? „Ég hef engar upplýsingar um það en mér þætti líklegt að einhver umboð mundu líkja eftir þessu að einhverju leiti allavega. Það er það sem gerðir 2014 þegar vaxtalausu lánin komu,“ segir Óðinn.Mun hafa áhrif á markaðinn Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri Félag Íslenskra bifreiðaeigenda segir að boðuð fjármögnunarleið eigi eftir að hafa töluverð áhrif á markaðinn. „Við sjáum það að vextir á bílánum eru að lækka verulega með þessu útspili BL, í samstarfi við fjármögnunarfyrirtækið Lykil. Það er reyndar eitt sem að fólk verður að hafa í huga ef það er í bílahugleiðingum en það er að í nokkurn veginn öllum tilvikum fær fólk einhverskonar staðgreiðsluafslátt ef það hefur fjármagnið í höndunum en það er ekki í boði ef þú tekur svona lán. Engu að síður eru þetta betri kjör en hafa boðist fram að þessu,“ segir Runólfur. Runólfur segir ekki óalgengt að bílasalar bjóði 5-6% afslátt af bíl sem sé staðgreiddur. „Ef þú ert að tala um tíu milljón króna bíl, þá ert þú að tala um fimm til sex hundruð þúsund krónur og þarna stendur ekkert lántökugjald, þannig að þetta er svolítið dýrt lántökugjald ef þú hugsar að út frá því,“ segir Runólfur.
Neytendur Samgöngur Tengdar fréttir 40 prósenta samdráttur í sölu nýrra fólksbíla 40,8 prósenta samdráttur varð í sölu nýrra fólksbíla bíla í janúar og febrúar 2019 samanborið við sama tímabil árið 2018. Alls voru skráðir 1.647 nýir fólksbílar í janúar og febrúar 2019. 7. mars 2019 10:16 Bílasalan næmari fyrir umræðunni Þjóðfélagsumræðan í vetur hafði töluverð áhrif á bílasölu. Aftur á móti jókst eftirspurn eftir bílaleigubílum. 24. janúar 2019 07:00 Mest lesið Jaguar Land Rover stöðvar sendingar vegna tollahækkana Viðskipti erlent Kínverskir ferðamenn aldrei fleiri: Beint flug hefjist von bráðar Viðskipti innlent Allt eða ekkert gellan sem er sjúk í Love is Blind Atvinnulíf Eldrauð Kauphöll: Bandaríkjamenn horfi fram á lakari lífskjör Viðskipti innlent Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Viðskipti innlent Guðmundur í Brimi nýr formaður Viðskipti innlent Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Viðskipti erlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Verðfall á Wall Street Viðskipti erlent Sættast við Fjármálaeftirlitið og greiða fimmtán milljóna sekt Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kínverskir ferðamenn aldrei fleiri: Beint flug hefjist von bráðar Eldrauð Kauphöll: Bandaríkjamenn horfi fram á lakari lífskjör Sættast við Fjármálaeftirlitið og greiða fimmtán milljóna sekt Guðmundur í Brimi nýr formaður Einar Hrafn og Díana Dögg til Reon Kristjana til ÍSÍ Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Kaupmáttur jókst á milli ára Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Sjá meira
40 prósenta samdráttur í sölu nýrra fólksbíla 40,8 prósenta samdráttur varð í sölu nýrra fólksbíla bíla í janúar og febrúar 2019 samanborið við sama tímabil árið 2018. Alls voru skráðir 1.647 nýir fólksbílar í janúar og febrúar 2019. 7. mars 2019 10:16
Bílasalan næmari fyrir umræðunni Þjóðfélagsumræðan í vetur hafði töluverð áhrif á bílasölu. Aftur á móti jókst eftirspurn eftir bílaleigubílum. 24. janúar 2019 07:00