Besti leikmaður HM 2010 leggur skóna á hilluna Arnar Geir Halldórsson skrifar 7. ágúst 2019 08:30 Forlán varð Englandsmeistari með Man Utd 2003 vísir/getty Úrugvæski markahrókurinn Diego Forlán hefur gefið út að hann sé hættur knattspyrnuiðkun og bindur þar með enda á 22 ára atvinnumannaferil sinn en Forlan varð fertugur í maí á þessu ári. Raunar hefur Forlán verið án félags síðan í maí á síðasta ári en þá hjálpaði hann Kitchee að verða meistari í Hong Kong. Hann tilkynnti hins vegar formlega um ákvörðun sína í gær. „Það er ekki auðvelt að taka þessa ákvörðun. Ég vildi ekki að til þess myndi koma en ég vissi að það kæmi að því,“ sagði Forlán. Forlán hóf atvinnumannaferil sinn með Independiente í Argentínu þar sem hann raðaði inn mörkum í kringum aldamótin sem varð þess valdandi að hann var keyptur til Manchester United. tanto dentro como fuera de la cancha, un sueño haber jugado con uno de mis ÍDOLOS. Serás siempre una LEYENDA en Uruguay. MUCHO ÉXITO EN TUS NUEVOS DESAFÍOS, AMIGO @DiegoForlan7#orgullouruguayo#leyendauruguaya#amigogoleadorpic.twitter.com/1bkGGoKG62 — Luis Suarez (@LuisSuarez9) August 7, 2019Forlán gekk illa að fóta sig í enska boltanum og skoraði aðeins 17 mörk í 98 leikjum fyrir Man Utd. Hann var í kjölfarið seldur til Villarreal á Spáni þar sem hann var iðinn við kolann í markaskorun en hann færði sig um set til Atletico Madrid eftir þrjú góð ár hjá Villarreal. Alls skoraði Forlán 155 mörk í 324 leikjum á spænskri grundu og hjálpaði Atletico að vinna Evrópudeildina 2010. Forlán fór á flakk eftir sjö ár í La Liga og lék með Inter Milan, Internacional, Cerezo Osaka, Penarol, Mumbay City og Kitchee áður en skórnir fóru á hilluna. Hann átti góðan feril með landsliðinu og er þriðji markahæsti leikmaður Úrugvæ frá upphafi með 36 mörk í 112 landsleikjum. Forlán var valinn besti leikmaður HM í Suður-Afríku árið 2010 en þá var hann í lykilhlutverki hjá Úrugvæ sem hafnaði i 4.sæti keppninnar.Uruguayan legend Diego Forlan has retired from footballHe beat Wesley Sneijder and Thomas Muller to win the Golden Ball at the 2010 World Cup pic.twitter.com/hMBMv2DiKU— B/R Football (@brfootball) August 7, 2019 Fótbolti Úrúgvæ Mest lesið Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Körfubolti Liverpool mætir PSG og Madrídarliðin eigast við Fótbolti Dagmar ofuramma og heimsmethafi: „Maður springur bara út“ Sport Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Enski boltinn Sjáðu markið: Tók Orra enga stund að stimpla sig inn Fótbolti „Vafasamir dómar sem féllu gegn okkur í þessu einvígi“ Fótbolti Bætti skólamet pabba síns Körfubolti Hrósa Ísaki fyrir þroska, hreinskilni og auðvitað að vera góður í fótbolta Sport „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Handbolti Orri mætir Manchester United í Evrópudeildinni Fótbolti Fleiri fréttir Zlatan segir skammarverðlaunin verðskulduð Chelsea til Kaupmannahafnar og Víkingsbanar mæta Alberti Sjáðu markið: Tók Orra enga stund að stimpla sig inn Orri mætir Manchester United í Evrópudeildinni Nasistakveðjur, Ísrael og Palestína á Evrópukvöldi Liverpool mætir PSG og Madrídarliðin eigast við Dregið í Meistaradeildinni í dag: Gætum fengið svakalega nágrannaslagi Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Sjáðu grísku mörkin sem enduðu Evrópuævintýri Víkinga Dómarinn sagður hafa beðið um treyju Messi eftir leik „Vafasamir dómar sem féllu gegn okkur í þessu einvígi“ Orri Steinn skoraði þegar Sociedad sparkaði Midtjylland úr keppni Uppgjörið: Panathinaikos - Víkingur 2-0 | Grátlegt tap í Grikklandi Rómverjar og FCK sneru við dæminu Sama byrjunarlið og síðast hjá Víkingum Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Myndband: Fallegar kveðjur til Víkinga fyrir átök kvöldsins Sindri Kristinn á óskalista KA Fyrstur allra með þrennu á Nývangi og Santiago Bernabéu í Meistaradeild Býst við Grikkjunum betri í kvöld Arsenal aldrei aflað meira en tapaði samt þremur milljörðum Meiðsli hjá Panathinaikos sem endurheimtir þó stjörnuna Dæmdur fyrir kossinn en fer ekki í fangelsi Víkingar kæmust í 960 milljónir „Þetta er einstakur strákur“ Barðist við tárin þegar hann kvaddi Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? Sjáðu þrennu Mbappé, markaveislu PSG og dramatíkina hjá Juve og PSV Hafa verið þrettán ár af lygum Laus frá Man. United og vaknar brosandi á hverjum morgni Sjá meira
Úrugvæski markahrókurinn Diego Forlán hefur gefið út að hann sé hættur knattspyrnuiðkun og bindur þar með enda á 22 ára atvinnumannaferil sinn en Forlan varð fertugur í maí á þessu ári. Raunar hefur Forlán verið án félags síðan í maí á síðasta ári en þá hjálpaði hann Kitchee að verða meistari í Hong Kong. Hann tilkynnti hins vegar formlega um ákvörðun sína í gær. „Það er ekki auðvelt að taka þessa ákvörðun. Ég vildi ekki að til þess myndi koma en ég vissi að það kæmi að því,“ sagði Forlán. Forlán hóf atvinnumannaferil sinn með Independiente í Argentínu þar sem hann raðaði inn mörkum í kringum aldamótin sem varð þess valdandi að hann var keyptur til Manchester United. tanto dentro como fuera de la cancha, un sueño haber jugado con uno de mis ÍDOLOS. Serás siempre una LEYENDA en Uruguay. MUCHO ÉXITO EN TUS NUEVOS DESAFÍOS, AMIGO @DiegoForlan7#orgullouruguayo#leyendauruguaya#amigogoleadorpic.twitter.com/1bkGGoKG62 — Luis Suarez (@LuisSuarez9) August 7, 2019Forlán gekk illa að fóta sig í enska boltanum og skoraði aðeins 17 mörk í 98 leikjum fyrir Man Utd. Hann var í kjölfarið seldur til Villarreal á Spáni þar sem hann var iðinn við kolann í markaskorun en hann færði sig um set til Atletico Madrid eftir þrjú góð ár hjá Villarreal. Alls skoraði Forlán 155 mörk í 324 leikjum á spænskri grundu og hjálpaði Atletico að vinna Evrópudeildina 2010. Forlán fór á flakk eftir sjö ár í La Liga og lék með Inter Milan, Internacional, Cerezo Osaka, Penarol, Mumbay City og Kitchee áður en skórnir fóru á hilluna. Hann átti góðan feril með landsliðinu og er þriðji markahæsti leikmaður Úrugvæ frá upphafi með 36 mörk í 112 landsleikjum. Forlán var valinn besti leikmaður HM í Suður-Afríku árið 2010 en þá var hann í lykilhlutverki hjá Úrugvæ sem hafnaði i 4.sæti keppninnar.Uruguayan legend Diego Forlan has retired from footballHe beat Wesley Sneijder and Thomas Muller to win the Golden Ball at the 2010 World Cup pic.twitter.com/hMBMv2DiKU— B/R Football (@brfootball) August 7, 2019
Fótbolti Úrúgvæ Mest lesið Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Körfubolti Liverpool mætir PSG og Madrídarliðin eigast við Fótbolti Dagmar ofuramma og heimsmethafi: „Maður springur bara út“ Sport Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Enski boltinn Sjáðu markið: Tók Orra enga stund að stimpla sig inn Fótbolti „Vafasamir dómar sem féllu gegn okkur í þessu einvígi“ Fótbolti Bætti skólamet pabba síns Körfubolti Hrósa Ísaki fyrir þroska, hreinskilni og auðvitað að vera góður í fótbolta Sport „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Handbolti Orri mætir Manchester United í Evrópudeildinni Fótbolti Fleiri fréttir Zlatan segir skammarverðlaunin verðskulduð Chelsea til Kaupmannahafnar og Víkingsbanar mæta Alberti Sjáðu markið: Tók Orra enga stund að stimpla sig inn Orri mætir Manchester United í Evrópudeildinni Nasistakveðjur, Ísrael og Palestína á Evrópukvöldi Liverpool mætir PSG og Madrídarliðin eigast við Dregið í Meistaradeildinni í dag: Gætum fengið svakalega nágrannaslagi Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Sjáðu grísku mörkin sem enduðu Evrópuævintýri Víkinga Dómarinn sagður hafa beðið um treyju Messi eftir leik „Vafasamir dómar sem féllu gegn okkur í þessu einvígi“ Orri Steinn skoraði þegar Sociedad sparkaði Midtjylland úr keppni Uppgjörið: Panathinaikos - Víkingur 2-0 | Grátlegt tap í Grikklandi Rómverjar og FCK sneru við dæminu Sama byrjunarlið og síðast hjá Víkingum Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Myndband: Fallegar kveðjur til Víkinga fyrir átök kvöldsins Sindri Kristinn á óskalista KA Fyrstur allra með þrennu á Nývangi og Santiago Bernabéu í Meistaradeild Býst við Grikkjunum betri í kvöld Arsenal aldrei aflað meira en tapaði samt þremur milljörðum Meiðsli hjá Panathinaikos sem endurheimtir þó stjörnuna Dæmdur fyrir kossinn en fer ekki í fangelsi Víkingar kæmust í 960 milljónir „Þetta er einstakur strákur“ Barðist við tárin þegar hann kvaddi Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? Sjáðu þrennu Mbappé, markaveislu PSG og dramatíkina hjá Juve og PSV Hafa verið þrettán ár af lygum Laus frá Man. United og vaknar brosandi á hverjum morgni Sjá meira