Stolt út um allt! Sara Dögg Svanhildardóttir skrifar 7. ágúst 2019 08:00 Við fögnum fjölbreytileikanum á 20 ára afmæli Hinsegin daga um þessar mundir. Hátíðin hefur svo sannarlega vaxið ár frá ári, þroskast og eflst þar sem fjölbreytileikinn birtist okkur í sífellt nýrri mynd. Viðurkenning fjölbreytileikans fangar sífellt fleiri birtingarmyndir þess að vera einstaklingur sem stendur með eigin tilfinningum. Slíkt kallar á stöðugt endurmat á því í hverju viðurkenningin fyrir manneskjunni sjálfri felst. Að hver einasta manneskja hafi frelsi og stuðning til þess að standa með sjálfri sér hver sem hún er á hverjum tíma. Því skiptir máli að við sem samfélag stöndum þessa gríðarlega mikilvægu vakt sem felur í sér að virða og styðja við velferð allra. Það gerum við með því að viðurkenna fjölbreytileikann í nærsamfélagi okkar. Við sem vinnum að því að gera samfélagið betra með því að hafa umboð kjósenda, vera kjörnir fulltrúar í okkar nærsamfélagi, berum ábyrgð á þeim stuðningi og viðurkenningu sem fæst á hverjum tíma. Viðurkenningu sem er hinsegin fólki sérstaklega dýrmæt. Öll sveitarfélög ættu að hafa virka stefnu í fræðslu í málefnum hinsegin fólks. Láta verkin tala. Þannig náum við árangri og gerum fleirum kleift að standa með sjálfum sér. Viðurkenningin fæst nefnilega ekki með orðum og velvilja einum saman heldur með því að halda uppi öflugri fræðslu. Fræðslu um veruleika hinsegin fólks í allri sinni mynd. Fræðslu sem nær til allra þeirra sem starfa með fólki. Skólar eru sérstaklega mikilvægur vettvangur fyrir slíka fræðslu en ekki síður aðrar stofnanir sem fara með málefni fólks. Fræðsla um veruleika hinsegin fólks ætti í raun aldrei að vera val. Hún skiptir máli og hefur með velferð einstaklinga að gera. Á Hinsegin dögum er fjölbreytt dagskrá þar sem mikilvægi sýnileikans er dreginn fram frá ólíkum hliðum. Þar er ekki síður þátttaka samfélagsins dregin fram þar sem sýnileikinn er ekki einkamál þess sem skilgreinir sig undir regnhlíf hinsegin samfélagsins. Sjálf þakka ég sérstaklega fyrir frelsið sem viðurkenningin hefur gefið mér sem lesbía á þessum tímamótum og vona að enn fleiri geti gert það í dag en í gær. Við berum einfaldlega öll ábyrgð. Gleðilega Hinsegin daga! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Hinsegin Sara Dögg Svanhildardóttir Mest lesið Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Skoðun Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson skrifar Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir skrifar Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir skrifar Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir skrifar Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar Sjá meira
Við fögnum fjölbreytileikanum á 20 ára afmæli Hinsegin daga um þessar mundir. Hátíðin hefur svo sannarlega vaxið ár frá ári, þroskast og eflst þar sem fjölbreytileikinn birtist okkur í sífellt nýrri mynd. Viðurkenning fjölbreytileikans fangar sífellt fleiri birtingarmyndir þess að vera einstaklingur sem stendur með eigin tilfinningum. Slíkt kallar á stöðugt endurmat á því í hverju viðurkenningin fyrir manneskjunni sjálfri felst. Að hver einasta manneskja hafi frelsi og stuðning til þess að standa með sjálfri sér hver sem hún er á hverjum tíma. Því skiptir máli að við sem samfélag stöndum þessa gríðarlega mikilvægu vakt sem felur í sér að virða og styðja við velferð allra. Það gerum við með því að viðurkenna fjölbreytileikann í nærsamfélagi okkar. Við sem vinnum að því að gera samfélagið betra með því að hafa umboð kjósenda, vera kjörnir fulltrúar í okkar nærsamfélagi, berum ábyrgð á þeim stuðningi og viðurkenningu sem fæst á hverjum tíma. Viðurkenningu sem er hinsegin fólki sérstaklega dýrmæt. Öll sveitarfélög ættu að hafa virka stefnu í fræðslu í málefnum hinsegin fólks. Láta verkin tala. Þannig náum við árangri og gerum fleirum kleift að standa með sjálfum sér. Viðurkenningin fæst nefnilega ekki með orðum og velvilja einum saman heldur með því að halda uppi öflugri fræðslu. Fræðslu um veruleika hinsegin fólks í allri sinni mynd. Fræðslu sem nær til allra þeirra sem starfa með fólki. Skólar eru sérstaklega mikilvægur vettvangur fyrir slíka fræðslu en ekki síður aðrar stofnanir sem fara með málefni fólks. Fræðsla um veruleika hinsegin fólks ætti í raun aldrei að vera val. Hún skiptir máli og hefur með velferð einstaklinga að gera. Á Hinsegin dögum er fjölbreytt dagskrá þar sem mikilvægi sýnileikans er dreginn fram frá ólíkum hliðum. Þar er ekki síður þátttaka samfélagsins dregin fram þar sem sýnileikinn er ekki einkamál þess sem skilgreinir sig undir regnhlíf hinsegin samfélagsins. Sjálf þakka ég sérstaklega fyrir frelsið sem viðurkenningin hefur gefið mér sem lesbía á þessum tímamótum og vona að enn fleiri geti gert það í dag en í gær. Við berum einfaldlega öll ábyrgð. Gleðilega Hinsegin daga!
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar