Garðar að öllum líkindum hættur í fótbolta Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 3. ágúst 2019 18:07 Garðar í leik með ÍA. Hann er þriðja markahæstur í sögu félagsins. vísir/ernir Garðar Gunnlaugsson hefur líklega leikið sinn síðasta leik á ferlinum. Hann hefur lítið leikið með Val í sumar vegna brjóskloss í neðra baki. Þá er hann að flytja til Ítalíu þar sem hann er kominn með starf hjá innréttingafyrirtækinu Gili Creations.Garðar greindi frá þessu á Instagram í dag. „Fyrr í sumar fékk ég brjósklos í neðra bak sem hefur aftrað mér frá því að gera sem ég elska mest, að spila fótbolta. Endurhæfingin hefur gengið hægt með ýmsum áföllum og niðurstaðan var sú í samráði við sjúkrateymi Vals að ég myndi ekki ná að spila neitt það sem eftir væri af sumrinu og fókusinn væri bara á að ná heilsu aftur,“ skrifaði Garðar á Instagram. „Með góðfúslegu leyfi Vals fékk ég að fara til Ítalíu í nokkra daga ásamt Fanney til að undirbúa flutning fjölskyldunnar í haust/vetur til N-Ítalíu sökum vinnu. Ég mun þar starfa hjá fyrirtæki sem heitir Gili Creations ( www.gilicreations.com ) sem hefur meðal annars komið að framleiðslu og uppsetningu á innréttingum á stórum hótelum á Íslandi ásamt víðsvegar um heiminn.“ Skagamaðurinn segir að fótboltaferlinum sé líklega lokið. „Fótboltaskórnir eru því að öllum líkindum komnir á hilluna frægu þó maður vilji nú aldrei loka endanlega á þær dyr. Langar að þakka öllum þeim sem ég hef starfað með og kynnst á þessum langa, brösótta en jafnframt skemmtilega ferli.“ Garðar, sem er 36 ára, lék með ÍA og Val hér á landi. Á árunum 2006-11 lék hann erlendis með Dunfermline í Skotlandi, Norrköping í Svíþjóð, CSKA Sofia í Búlgaríu, LASK Linz í Austurríki og Unterhaching í Þýskalandi. Garðar er þriðji markahæstur leikmaður í sögu ÍA með 135 mörk. Hann var markakóngur Pepsi-deildarinnar 2016 þegar hann skoraði 14 mörk fyrir ÍA. Sama ár lék hann sinn fyrsta og eina landsleik. Garðar skoraði alls 58 mörk í 162 leikjum í efstu deild hér á landi, 21 mark í 46 leikjum í næstefstu deild og 21 mark í 27 bikarleikjum. View this post on Instagram Fyrr í sumar fékk ég brjósklos í neðra bak sem hefur aftrað mér frá því að gera sem ég elska mest, að spila fótbolta. Endurhæfingin hefur gengið hægt með ýmsum áföllum og niðurstaðan var sú í samráði við sjúkrateymi Vals að ég myndi ekki ná að spila neitt það sem eftir væri af sumrinu og fókusinn væri bara á að ná heilsu aftur. Með góðfúslegu leyfi Vals fékk ég að fara til Ítalíu í nokkra daga ásamt Fanney til að undirbúa flutning fjölskyldunnar í haust/vetur til N-Ítalíu sökum vinnu. Ég mun þar starfa hjá fyrirtæki sem heitir Gili Creations ( www.gilicreations.com ) sem hefur meðal annars komið að framleiðslu og uppsetningu á innréttingum á stórum hótelum á Íslandi ásamt víðsvegar um heiminn. Fótboltaskórnir eru því að öllum líkindum komnir á hilluna frægu þó maður vilji nú aldrei loka endanlega á þær dyr. Langar að þakka öllum þeim sem ég hef starfað með og kynnst á þessum langa, brösótta en jafnframt skemmtilega ferliLove GG A post shared by Garðar Gunnlaugsson (@gardar_gunnlaugsson) on Aug 3, 2019 at 7:58am PDT Akranes Pepsi Max-deild karla Tímamót Mest lesið Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Fótbolti Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Handbolti Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Fótbolti Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn Handbolti Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Íslenski boltinn Hvorki zombie-bit né tattú Fótbolti Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Körfubolti Brast ítrekað í grát og neitar öllum ásökunum um ofbeldi Sport Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Körfubolti Glódís ekki með í landsleikjunum Fótbolti Fleiri fréttir Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Vel vopnaðir tökumenn: „Djöfull er þetta góður klútur“ „Maður er pínu hræddur fyrir þeirra hönd“ Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni „Gerðum gott úr þessu“ Uppgjörið: Breiðablik - KA 3-1 | Breiðablik er meistari meistaranna Herra Víkingur kvaddur: „Rosalega gott tækifæri til að hætta“ Skelfileg meiðsli Stefáns Árna: „Fóturinn var í mjög ljótri stöðu“ Frumraun Gylfa í beinni í kvöld „Mér finnst þeir geta farið í báðar áttir“ Besta-spáin 2025: Meðvindur þrátt fyrir mótbyr Sænska stórveldið keypti Ísabellu Söru Grindvíkingar sækja um í hamfarasjóð UEFA Heimi finnst aldursumræðan algjörlega galin Ný treyja KR kynnt með pompi og prakt „Þetta er veikara lið“ Besta-spáin 2025: Leiðin orðin grýttari „Mjög krefjandi tímabil framundan“ „Lærir með hverju árinu hvað maður á að hlusta á og hvað ekki“ Besta-spáin 2025: Ætla að brosa aftur í mótslok Aftur hefur KR leik í Laugardalnum Nýi markvörður KA kom snemma inn af bekknum í fyrsta leik Ísabella Sara sögð á leið til Rosengård Besta auglýsing Aftureldingar: „Þetta er enginn helvítis Pizzabær“ „Veturinn eins og best verður á kosið“ Besta-spáin 2025: Í túninu heima Víkingar framlengja við „besta markmanninn í Bestu deildinni“ Þór/KA vann í vítaspyrnukeppni og mætir Breiðabliki í úrslitaleik LUÍH: Heimir var um 90 mörkum frá 100 marka veggnum Strákar á Selfossi söfnuðu fé fyrir jafnaldra sinn í HK Sjá meira
Garðar Gunnlaugsson hefur líklega leikið sinn síðasta leik á ferlinum. Hann hefur lítið leikið með Val í sumar vegna brjóskloss í neðra baki. Þá er hann að flytja til Ítalíu þar sem hann er kominn með starf hjá innréttingafyrirtækinu Gili Creations.Garðar greindi frá þessu á Instagram í dag. „Fyrr í sumar fékk ég brjósklos í neðra bak sem hefur aftrað mér frá því að gera sem ég elska mest, að spila fótbolta. Endurhæfingin hefur gengið hægt með ýmsum áföllum og niðurstaðan var sú í samráði við sjúkrateymi Vals að ég myndi ekki ná að spila neitt það sem eftir væri af sumrinu og fókusinn væri bara á að ná heilsu aftur,“ skrifaði Garðar á Instagram. „Með góðfúslegu leyfi Vals fékk ég að fara til Ítalíu í nokkra daga ásamt Fanney til að undirbúa flutning fjölskyldunnar í haust/vetur til N-Ítalíu sökum vinnu. Ég mun þar starfa hjá fyrirtæki sem heitir Gili Creations ( www.gilicreations.com ) sem hefur meðal annars komið að framleiðslu og uppsetningu á innréttingum á stórum hótelum á Íslandi ásamt víðsvegar um heiminn.“ Skagamaðurinn segir að fótboltaferlinum sé líklega lokið. „Fótboltaskórnir eru því að öllum líkindum komnir á hilluna frægu þó maður vilji nú aldrei loka endanlega á þær dyr. Langar að þakka öllum þeim sem ég hef starfað með og kynnst á þessum langa, brösótta en jafnframt skemmtilega ferli.“ Garðar, sem er 36 ára, lék með ÍA og Val hér á landi. Á árunum 2006-11 lék hann erlendis með Dunfermline í Skotlandi, Norrköping í Svíþjóð, CSKA Sofia í Búlgaríu, LASK Linz í Austurríki og Unterhaching í Þýskalandi. Garðar er þriðji markahæstur leikmaður í sögu ÍA með 135 mörk. Hann var markakóngur Pepsi-deildarinnar 2016 þegar hann skoraði 14 mörk fyrir ÍA. Sama ár lék hann sinn fyrsta og eina landsleik. Garðar skoraði alls 58 mörk í 162 leikjum í efstu deild hér á landi, 21 mark í 46 leikjum í næstefstu deild og 21 mark í 27 bikarleikjum. View this post on Instagram Fyrr í sumar fékk ég brjósklos í neðra bak sem hefur aftrað mér frá því að gera sem ég elska mest, að spila fótbolta. Endurhæfingin hefur gengið hægt með ýmsum áföllum og niðurstaðan var sú í samráði við sjúkrateymi Vals að ég myndi ekki ná að spila neitt það sem eftir væri af sumrinu og fókusinn væri bara á að ná heilsu aftur. Með góðfúslegu leyfi Vals fékk ég að fara til Ítalíu í nokkra daga ásamt Fanney til að undirbúa flutning fjölskyldunnar í haust/vetur til N-Ítalíu sökum vinnu. Ég mun þar starfa hjá fyrirtæki sem heitir Gili Creations ( www.gilicreations.com ) sem hefur meðal annars komið að framleiðslu og uppsetningu á innréttingum á stórum hótelum á Íslandi ásamt víðsvegar um heiminn. Fótboltaskórnir eru því að öllum líkindum komnir á hilluna frægu þó maður vilji nú aldrei loka endanlega á þær dyr. Langar að þakka öllum þeim sem ég hef starfað með og kynnst á þessum langa, brösótta en jafnframt skemmtilega ferliLove GG A post shared by Garðar Gunnlaugsson (@gardar_gunnlaugsson) on Aug 3, 2019 at 7:58am PDT
Akranes Pepsi Max-deild karla Tímamót Mest lesið Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Fótbolti Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Handbolti Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Fótbolti Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn Handbolti Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Íslenski boltinn Hvorki zombie-bit né tattú Fótbolti Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Körfubolti Brast ítrekað í grát og neitar öllum ásökunum um ofbeldi Sport Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Körfubolti Glódís ekki með í landsleikjunum Fótbolti Fleiri fréttir Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Vel vopnaðir tökumenn: „Djöfull er þetta góður klútur“ „Maður er pínu hræddur fyrir þeirra hönd“ Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni „Gerðum gott úr þessu“ Uppgjörið: Breiðablik - KA 3-1 | Breiðablik er meistari meistaranna Herra Víkingur kvaddur: „Rosalega gott tækifæri til að hætta“ Skelfileg meiðsli Stefáns Árna: „Fóturinn var í mjög ljótri stöðu“ Frumraun Gylfa í beinni í kvöld „Mér finnst þeir geta farið í báðar áttir“ Besta-spáin 2025: Meðvindur þrátt fyrir mótbyr Sænska stórveldið keypti Ísabellu Söru Grindvíkingar sækja um í hamfarasjóð UEFA Heimi finnst aldursumræðan algjörlega galin Ný treyja KR kynnt með pompi og prakt „Þetta er veikara lið“ Besta-spáin 2025: Leiðin orðin grýttari „Mjög krefjandi tímabil framundan“ „Lærir með hverju árinu hvað maður á að hlusta á og hvað ekki“ Besta-spáin 2025: Ætla að brosa aftur í mótslok Aftur hefur KR leik í Laugardalnum Nýi markvörður KA kom snemma inn af bekknum í fyrsta leik Ísabella Sara sögð á leið til Rosengård Besta auglýsing Aftureldingar: „Þetta er enginn helvítis Pizzabær“ „Veturinn eins og best verður á kosið“ Besta-spáin 2025: Í túninu heima Víkingar framlengja við „besta markmanninn í Bestu deildinni“ Þór/KA vann í vítaspyrnukeppni og mætir Breiðabliki í úrslitaleik LUÍH: Heimir var um 90 mörkum frá 100 marka veggnum Strákar á Selfossi söfnuðu fé fyrir jafnaldra sinn í HK Sjá meira