Neymar, leikmaður Paris Saint-Germain, varð af ríflegri launahækkun því hann var ekki í hópi þeirra sem voru tilnefndir sem leikmaður ársins hjá FIFA.
AS greinir frá því að Neymar hefði fengið launahækkun upp á 2,7 milljónir punda hjá PSG hefði hann verið á listanum yfir þá tíu sem eru tilnefndur sem leikmaður ársins hjá FIFA.
Þrátt fyrir þetta þarf Neymar varla að hafa áhyggjur af afkomunni en talið er að hann fái um 548.000 pund í vikulaun.
Samherji Neymars hjá PSG, Kylian Mbappé, er tilnefndur sem leikmaður ársins hjá FIFA ásamt Lionel Messi, Cristiano Ronaldo, Harry Kane, Mohamed Salah, Sadio Mané, Frenkie de Jong, Eden Hazard, Virgil van Dijk og Matthijs de Ligt.
Neymar hefur verið orðaður við Barcelona í allt sumar en hann vill ólmur komast aftur til síns gamla félags. Brassinn á þrjú ár eftir af samningi sínum við PSG.
L'Equipe hefur greint frá því að PSG hafi sett 273 milljóna punda verðmiða á Neymar. Franska félagið keypti hann frá Barcelona 2017 fyrir 200 milljónir punda.
Neymar var ekki tilnefndur sem sá besti og missti af ríflegri launahækkun

Tengdar fréttir

PSG setur sturlaðan verðmiða á Neymar
PSG er ekkert að grínast með verðmiðann á brasilísku stórstjörnunna, Neymar.

Skortir sönnunargögn í nauðgunarmáli Neymar
Rannsókn á meintri nauðgun brasilísku knattspyrnustjörnunnar Neymar hefur verið stöðvuð vegna skorts á sönnunargögnum