Nike ætlar ekki lengur að "refsa“ íþróttakonunum sínum fyrir að verða óléttar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. ágúst 2019 13:00 Allyson Felix fagnar með bandaríska fánann á Ólympíuleikunum í Ríó. Getty/Cameron Spencer Bandaríski Ólympíumeistarinn Allyson Felix birti opinberlega bréf sem hún fékk frá íþróttavöruframleiðandanum Nike en þar kom fram að Nike hafi ákveðið að breyta öllum samningum sínum við íþróttakonur. Allyson Felix sagði frá því á samfélagsmiðlum sínum að Nike ætli ekki lengur að „refsa“ Íþróttakonunum sínum fyrir að verða óléttar en hingað til hafa konurnar fundið fyrir því fjárhagslega þegar kemur að styrkjum frá Nike. Nike hafði verið með árangurstengdar kvaðir í samningum sínum við íþróttakonur og það þýddi að það hafi miklar afleiðingar fyrir þeirra innkomu þegar þær hafa eignast barn. Barnseignir hafa breytt miklu fyrir margar íþróttakonur og sumar hafa jafnvel hætt í framhaldinu enda ekki auðvelt að komast aftur í sitt fyrra form. Nú eru hins vegar breyttir tímar og íþróttakonur koma flestar aftur til baka sem er frábær þróun.Nike have changed their contracts for pregnant athletes. It means female athletes will "no longer be financially penalised for having a child". More: https://t.co/ocdVrLJS0vpic.twitter.com/FX7n22Jeds — BBC Sport (@BBCSport) August 18, 2019Forráðamenn Nike hafa því loksins tekið þá ákvörðun að henda öllum árangurstengdum skilmálum út þegar kemur að barneignum þeirra íþróttakvenna. Íþróttakonur fá nú átján mánaða tíma hjá Nike til að eignast barnið og koma sér aftur á fulla ferð á ný. Allyson Felix er sexfaldur Ólympíumeistari en dóttir hennar fæddist fyrir tímann í nóvember. Allyson Felix sagði frá því í maí síðastliðnum að Nike ætlaði að greiða henni 70 prósent minna eftir að hún varð móðir. Hún snéri þá vörn í sókn. Hin 33 ára gamla afrekskona ætlaði ekki að tapa þessum bardaga og barðist fyrir rétti sínum. Hún skrifaði meðal annars pistil í New York Times. Barátta Allyson Felix bar árangur því Nike hefur nú ákveðið að henda út öllum skilmálum sem snúa að því að draga úr greiðslum til íþróttakvenna ef þær verða óléttar. „Raddir okkar hafa völd,“ skrifaði Allyson Felix en það smá sjá allt bréfið hér fyrir neðan. Our voices have power. NIKE has contractually provided maternal protection to the female athletes they sponsor. I’m grateful to NIKE leadership for believing that we are all more than athletes. THANK YOU to the brands who have already made this commitment. Who is next? pic.twitter.com/fF9ZV0DkCJ — Allyson Felix (@allysonfelix) August 16, 2019 Bandaríkin Frjálsar íþróttir Jafnréttismál Ólympíuleikar Mest lesið Jafngildi 20 Þjóðarhalla við Hringbraut svo ein á að geta risið í Laugardal Sport Nauðgunardómurinn ógildur og Dani Alves er frjáls ferða sinna Sport Depay stóð á boltanum og slóst áður en hann lyfti titlinum Fótbolti Víkingar rúlluðu KR-ingum upp Fótbolti Dagskráin í dag: Átta liða úrslit FA bikarsins og margt fleira Sport Lét dóttur sína hlaupa þrátt fyrir að hún ætti erfitt með að anda Sport Sabonis ekki með Litháen á EM Körfubolti Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Formúla 1 Markasúpa í Mjólkurbikarnum Fótbolti Verstappen óánægður með Red Bull fyrir að reka liðsfélagann Formúla 1 Fleiri fréttir Verstappen óánægður með Red Bull fyrir að reka liðsfélagann Jafngildi 20 Þjóðarhalla við Hringbraut svo ein á að geta risið í Laugardal Sabonis ekki með Litháen á EM Dagskráin í dag: Átta liða úrslit FA bikarsins og margt fleira Nauðgunardómurinn ógildur og Dani Alves er frjáls ferða sinna Depay stóð á boltanum og slóst áður en hann lyfti titlinum Markasúpa í Mjólkurbikarnum Víkingar rúlluðu KR-ingum upp Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Breiðablik Lengjubikarmeistari eftir öruggan sigur á Þór/KA Aldís Ásta og félagar í lykilstöðu eftir stórsigur Ráku sigursælasta þjálfarann rétt fyrir úrslitakeppnina Sveinbjörn bikarmeistari í Ísrael Segja Barcelona hafa svindlað og kærðu Almar kjörinn varaforseti „Væri helvíti gaman að enda ferilinn svona“ Arnór fyrsta nafn á eftirsóknarverðum lista Voru fimm stigum undir þegar 12,6 sekúndur voru eftir en unnu samt Frumraun Gylfa í beinni í kvöld Spyrja sig hvort Freyr geti heillað eins og Slot í Liverpool Þóra og Ægir best en engin verðlaun í Skagafjörð Sorrí Valdi og allir hinir Var ósátt en er nú mætt aftur í landsliðið Þau bestu verðlaunuð á lokahófi KKÍ „Mér finnst þeir geta farið í báðar áttir“ Miðasalan á EM er hafin Martin um EM dráttinn: „Yrðu algjör forréttindi að mæta þeim á vellinum“ Besta-spáin 2025: Meðvindur þrátt fyrir mótbyr Tók tapsáran Willum töluverðan tíma að jafna sig Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Sjá meira
Bandaríski Ólympíumeistarinn Allyson Felix birti opinberlega bréf sem hún fékk frá íþróttavöruframleiðandanum Nike en þar kom fram að Nike hafi ákveðið að breyta öllum samningum sínum við íþróttakonur. Allyson Felix sagði frá því á samfélagsmiðlum sínum að Nike ætli ekki lengur að „refsa“ Íþróttakonunum sínum fyrir að verða óléttar en hingað til hafa konurnar fundið fyrir því fjárhagslega þegar kemur að styrkjum frá Nike. Nike hafði verið með árangurstengdar kvaðir í samningum sínum við íþróttakonur og það þýddi að það hafi miklar afleiðingar fyrir þeirra innkomu þegar þær hafa eignast barn. Barnseignir hafa breytt miklu fyrir margar íþróttakonur og sumar hafa jafnvel hætt í framhaldinu enda ekki auðvelt að komast aftur í sitt fyrra form. Nú eru hins vegar breyttir tímar og íþróttakonur koma flestar aftur til baka sem er frábær þróun.Nike have changed their contracts for pregnant athletes. It means female athletes will "no longer be financially penalised for having a child". More: https://t.co/ocdVrLJS0vpic.twitter.com/FX7n22Jeds — BBC Sport (@BBCSport) August 18, 2019Forráðamenn Nike hafa því loksins tekið þá ákvörðun að henda öllum árangurstengdum skilmálum út þegar kemur að barneignum þeirra íþróttakvenna. Íþróttakonur fá nú átján mánaða tíma hjá Nike til að eignast barnið og koma sér aftur á fulla ferð á ný. Allyson Felix er sexfaldur Ólympíumeistari en dóttir hennar fæddist fyrir tímann í nóvember. Allyson Felix sagði frá því í maí síðastliðnum að Nike ætlaði að greiða henni 70 prósent minna eftir að hún varð móðir. Hún snéri þá vörn í sókn. Hin 33 ára gamla afrekskona ætlaði ekki að tapa þessum bardaga og barðist fyrir rétti sínum. Hún skrifaði meðal annars pistil í New York Times. Barátta Allyson Felix bar árangur því Nike hefur nú ákveðið að henda út öllum skilmálum sem snúa að því að draga úr greiðslum til íþróttakvenna ef þær verða óléttar. „Raddir okkar hafa völd,“ skrifaði Allyson Felix en það smá sjá allt bréfið hér fyrir neðan. Our voices have power. NIKE has contractually provided maternal protection to the female athletes they sponsor. I’m grateful to NIKE leadership for believing that we are all more than athletes. THANK YOU to the brands who have already made this commitment. Who is next? pic.twitter.com/fF9ZV0DkCJ — Allyson Felix (@allysonfelix) August 16, 2019
Bandaríkin Frjálsar íþróttir Jafnréttismál Ólympíuleikar Mest lesið Jafngildi 20 Þjóðarhalla við Hringbraut svo ein á að geta risið í Laugardal Sport Nauðgunardómurinn ógildur og Dani Alves er frjáls ferða sinna Sport Depay stóð á boltanum og slóst áður en hann lyfti titlinum Fótbolti Víkingar rúlluðu KR-ingum upp Fótbolti Dagskráin í dag: Átta liða úrslit FA bikarsins og margt fleira Sport Lét dóttur sína hlaupa þrátt fyrir að hún ætti erfitt með að anda Sport Sabonis ekki með Litháen á EM Körfubolti Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Formúla 1 Markasúpa í Mjólkurbikarnum Fótbolti Verstappen óánægður með Red Bull fyrir að reka liðsfélagann Formúla 1 Fleiri fréttir Verstappen óánægður með Red Bull fyrir að reka liðsfélagann Jafngildi 20 Þjóðarhalla við Hringbraut svo ein á að geta risið í Laugardal Sabonis ekki með Litháen á EM Dagskráin í dag: Átta liða úrslit FA bikarsins og margt fleira Nauðgunardómurinn ógildur og Dani Alves er frjáls ferða sinna Depay stóð á boltanum og slóst áður en hann lyfti titlinum Markasúpa í Mjólkurbikarnum Víkingar rúlluðu KR-ingum upp Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Breiðablik Lengjubikarmeistari eftir öruggan sigur á Þór/KA Aldís Ásta og félagar í lykilstöðu eftir stórsigur Ráku sigursælasta þjálfarann rétt fyrir úrslitakeppnina Sveinbjörn bikarmeistari í Ísrael Segja Barcelona hafa svindlað og kærðu Almar kjörinn varaforseti „Væri helvíti gaman að enda ferilinn svona“ Arnór fyrsta nafn á eftirsóknarverðum lista Voru fimm stigum undir þegar 12,6 sekúndur voru eftir en unnu samt Frumraun Gylfa í beinni í kvöld Spyrja sig hvort Freyr geti heillað eins og Slot í Liverpool Þóra og Ægir best en engin verðlaun í Skagafjörð Sorrí Valdi og allir hinir Var ósátt en er nú mætt aftur í landsliðið Þau bestu verðlaunuð á lokahófi KKÍ „Mér finnst þeir geta farið í báðar áttir“ Miðasalan á EM er hafin Martin um EM dráttinn: „Yrðu algjör forréttindi að mæta þeim á vellinum“ Besta-spáin 2025: Meðvindur þrátt fyrir mótbyr Tók tapsáran Willum töluverðan tíma að jafna sig Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Sjá meira