Fannst látinn morguninn eftir fyrsta leikinn sinn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. ágúst 2019 09:30 Archie Bruce Mynd/Twitter/Batley Bulldogs RLFC Batley Bulldogs gaf ungum nýliða sitt fyrsta tækifæri í leik á laugardaginn og sá hinn sami geislaði af gleði eftir leik. Aðeins tuttugu klukkutímum seinna var líf hans á enda. Ungur leikmaður sem var að stíga sín fyrstu spor með liði Batley Bulldogs fannst látinn á hótelherbergi í Toulouse í suður Frakklandi. Archie Bruce lék sinn fyrsta leik með Batley Bulldogs daginn áður eða aðeins tuttugu klukkutímum áður en hann fannst. Batley Bulldogs tilkynnti um lát leikmanns síns. „Fjölskylda Archie var látin vita. Batley Bulldogs, Rugby Football Leagu og RFL Benevolent sjóðurinn munu styðja við fjölskyldu hans,“ segir í tilkynningu frá Batley Bulldogs.20-year-old Batley Bulldogs player Archie Bruce has been found dead the morning after making his debut in Toulouse. More: https://t.co/VcB5dX3EZu#bbcrlpic.twitter.com/KgpKV8ZqID — BBC Sport (@BBCSport) August 18, 2019Rannsókn er farin í gang í Frakklandi en í fyrstu fréttum kom ekkert fram um dánarorsök. „Bruce fjölskyldan hefur beðið um að fá að syrgja í friði á þessum erfiða tíma,“ sagði Kevin Nicholas, stjórnarformaður Batley Bulldogs í samtali við BBC. Archie Bruce spilaði áður með áhugamannafélaginu Dewsbury Moor en var þarna að fá sitt fyrsta tækifæri með atvinnumannafélagi. Hann kom inná sem varamaður í tapleik á móti franska félaginu Toulouse á laugardaginn. Archie Bruce var í framtíðarplönum Batley Bulldogs en félagið var meira að undirbúa hann fyrir 2020 tímabilið en ekki 2019 tímabilið. Þjálfarinn Matt Diskin ákvað að leyfa honum að fá fyrsta leikinn þökk sé áhuga hans og orku á æfingum. Í grein Guardian kemur fram að Archie Bruce hafi átt nokkru flott hlaup með boltann í leiknum og það sáu allir eftir leikinn hvað hann var ánægður með að hafa fengið að spila. Archie Bruce er lýst sem gáfuðum, kurteisum, fyndnum og sérstaklega viðkunnanlegum strák. Það er því mikil sorg í herbúðum Batley Bulldogs eftir þessar hræðilegu fréttir.The RFL Benevolent fund have created a Just Giving Page in memory of Archie Bruce. Details at...https://t.co/e7MBglUPY4pic.twitter.com/6mfzmxZ7ng — Batley Bulldogs RLFC (@BatleyRLFC) August 18, 2019 Andlát Bretland England Frakkland Rugby Mest lesið Jafngildi 20 Þjóðarhalla við Hringbraut svo ein á að geta risið í Laugardal Sport Nauðgunardómurinn ógildur og Dani Alves er frjáls ferða sinna Sport Depay stóð á boltanum og slóst áður en hann lyfti titlinum Fótbolti Víkingar rúlluðu KR-ingum upp Fótbolti Dagskráin í dag: Átta liða úrslit FA bikarsins og margt fleira Sport Lét dóttur sína hlaupa þrátt fyrir að hún ætti erfitt með að anda Sport Sabonis ekki með Litháen á EM Körfubolti Markasúpa í Mjólkurbikarnum Fótbolti Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Formúla 1 Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Handbolti Fleiri fréttir Verstappen óánægður með Red Bull fyrir að reka liðsfélagann Jafngildi 20 Þjóðarhalla við Hringbraut svo ein á að geta risið í Laugardal Sabonis ekki með Litháen á EM Dagskráin í dag: Átta liða úrslit FA bikarsins og margt fleira Nauðgunardómurinn ógildur og Dani Alves er frjáls ferða sinna Depay stóð á boltanum og slóst áður en hann lyfti titlinum Markasúpa í Mjólkurbikarnum Víkingar rúlluðu KR-ingum upp Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Breiðablik Lengjubikarmeistari eftir öruggan sigur á Þór/KA Aldís Ásta og félagar í lykilstöðu eftir stórsigur Ráku sigursælasta þjálfarann rétt fyrir úrslitakeppnina Sveinbjörn bikarmeistari í Ísrael Segja Barcelona hafa svindlað og kærðu Almar kjörinn varaforseti „Væri helvíti gaman að enda ferilinn svona“ Arnór fyrsta nafn á eftirsóknarverðum lista Voru fimm stigum undir þegar 12,6 sekúndur voru eftir en unnu samt Frumraun Gylfa í beinni í kvöld Spyrja sig hvort Freyr geti heillað eins og Slot í Liverpool Þóra og Ægir best en engin verðlaun í Skagafjörð Sorrí Valdi og allir hinir Var ósátt en er nú mætt aftur í landsliðið Þau bestu verðlaunuð á lokahófi KKÍ „Mér finnst þeir geta farið í báðar áttir“ Miðasalan á EM er hafin Martin um EM dráttinn: „Yrðu algjör forréttindi að mæta þeim á vellinum“ Besta-spáin 2025: Meðvindur þrátt fyrir mótbyr Tók tapsáran Willum töluverðan tíma að jafna sig Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Sjá meira
Batley Bulldogs gaf ungum nýliða sitt fyrsta tækifæri í leik á laugardaginn og sá hinn sami geislaði af gleði eftir leik. Aðeins tuttugu klukkutímum seinna var líf hans á enda. Ungur leikmaður sem var að stíga sín fyrstu spor með liði Batley Bulldogs fannst látinn á hótelherbergi í Toulouse í suður Frakklandi. Archie Bruce lék sinn fyrsta leik með Batley Bulldogs daginn áður eða aðeins tuttugu klukkutímum áður en hann fannst. Batley Bulldogs tilkynnti um lát leikmanns síns. „Fjölskylda Archie var látin vita. Batley Bulldogs, Rugby Football Leagu og RFL Benevolent sjóðurinn munu styðja við fjölskyldu hans,“ segir í tilkynningu frá Batley Bulldogs.20-year-old Batley Bulldogs player Archie Bruce has been found dead the morning after making his debut in Toulouse. More: https://t.co/VcB5dX3EZu#bbcrlpic.twitter.com/KgpKV8ZqID — BBC Sport (@BBCSport) August 18, 2019Rannsókn er farin í gang í Frakklandi en í fyrstu fréttum kom ekkert fram um dánarorsök. „Bruce fjölskyldan hefur beðið um að fá að syrgja í friði á þessum erfiða tíma,“ sagði Kevin Nicholas, stjórnarformaður Batley Bulldogs í samtali við BBC. Archie Bruce spilaði áður með áhugamannafélaginu Dewsbury Moor en var þarna að fá sitt fyrsta tækifæri með atvinnumannafélagi. Hann kom inná sem varamaður í tapleik á móti franska félaginu Toulouse á laugardaginn. Archie Bruce var í framtíðarplönum Batley Bulldogs en félagið var meira að undirbúa hann fyrir 2020 tímabilið en ekki 2019 tímabilið. Þjálfarinn Matt Diskin ákvað að leyfa honum að fá fyrsta leikinn þökk sé áhuga hans og orku á æfingum. Í grein Guardian kemur fram að Archie Bruce hafi átt nokkru flott hlaup með boltann í leiknum og það sáu allir eftir leikinn hvað hann var ánægður með að hafa fengið að spila. Archie Bruce er lýst sem gáfuðum, kurteisum, fyndnum og sérstaklega viðkunnanlegum strák. Það er því mikil sorg í herbúðum Batley Bulldogs eftir þessar hræðilegu fréttir.The RFL Benevolent fund have created a Just Giving Page in memory of Archie Bruce. Details at...https://t.co/e7MBglUPY4pic.twitter.com/6mfzmxZ7ng — Batley Bulldogs RLFC (@BatleyRLFC) August 18, 2019
Andlát Bretland England Frakkland Rugby Mest lesið Jafngildi 20 Þjóðarhalla við Hringbraut svo ein á að geta risið í Laugardal Sport Nauðgunardómurinn ógildur og Dani Alves er frjáls ferða sinna Sport Depay stóð á boltanum og slóst áður en hann lyfti titlinum Fótbolti Víkingar rúlluðu KR-ingum upp Fótbolti Dagskráin í dag: Átta liða úrslit FA bikarsins og margt fleira Sport Lét dóttur sína hlaupa þrátt fyrir að hún ætti erfitt með að anda Sport Sabonis ekki með Litháen á EM Körfubolti Markasúpa í Mjólkurbikarnum Fótbolti Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Formúla 1 Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Handbolti Fleiri fréttir Verstappen óánægður með Red Bull fyrir að reka liðsfélagann Jafngildi 20 Þjóðarhalla við Hringbraut svo ein á að geta risið í Laugardal Sabonis ekki með Litháen á EM Dagskráin í dag: Átta liða úrslit FA bikarsins og margt fleira Nauðgunardómurinn ógildur og Dani Alves er frjáls ferða sinna Depay stóð á boltanum og slóst áður en hann lyfti titlinum Markasúpa í Mjólkurbikarnum Víkingar rúlluðu KR-ingum upp Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Breiðablik Lengjubikarmeistari eftir öruggan sigur á Þór/KA Aldís Ásta og félagar í lykilstöðu eftir stórsigur Ráku sigursælasta þjálfarann rétt fyrir úrslitakeppnina Sveinbjörn bikarmeistari í Ísrael Segja Barcelona hafa svindlað og kærðu Almar kjörinn varaforseti „Væri helvíti gaman að enda ferilinn svona“ Arnór fyrsta nafn á eftirsóknarverðum lista Voru fimm stigum undir þegar 12,6 sekúndur voru eftir en unnu samt Frumraun Gylfa í beinni í kvöld Spyrja sig hvort Freyr geti heillað eins og Slot í Liverpool Þóra og Ægir best en engin verðlaun í Skagafjörð Sorrí Valdi og allir hinir Var ósátt en er nú mætt aftur í landsliðið Þau bestu verðlaunuð á lokahófi KKÍ „Mér finnst þeir geta farið í báðar áttir“ Miðasalan á EM er hafin Martin um EM dráttinn: „Yrðu algjör forréttindi að mæta þeim á vellinum“ Besta-spáin 2025: Meðvindur þrátt fyrir mótbyr Tók tapsáran Willum töluverðan tíma að jafna sig Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Sjá meira