„Hingað og ekki lengra“ Sylvía Hall skrifar 18. ágúst 2019 22:00 „Þetta er ekki góð þróun og þetta er þróun sem við verðum að bregðast mjög hart við, öll ríki heims. Ég er alinn upp við að hafa fjóra jökla við sjóndeildarhringinn; Snæfellsjökul, Eiríksjökul, Langjökul og Okið. Núna þegar maður fer heim í sveitina þá sér maður ekki lengur jökul upp á Okinu,“ sagði Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfis- og auðlindaráðherra eftir minningarathöfn um jökulinn Ok í dag. Hann segir nauðsynlegt að bregðast hratt við þeirri þróun sem nú á sér stað. Fjölmennt var við minningarathöfnina í dag þar sem jökullinn Ok var formlega kvaddur, en hann missti titil sinn sem jökull árið 2014. Guðmundur Ingi segir Ísland nú þegar hafa tekið ákveðin skref í þágu loftslagsmála, til að mynda í samgöngumálum, en það þurfi meira til.Sjá einnig: Vonar að leiðtogar Norðurlandanna lýsi yfir loftslagsneyðarástandi „Við þurfum að taka skipaflotann líka og síðan þarf að taka flugið þannig að það er eitt, annað er síðan að það verður líka mikil losun gróðurhúsaloftegunda frá landi og þar þarf að taka á þessum málum líka, bæði með því að endurheimta land og fara betur með það land sem fyrir hendi er.“Margir voru viðstaddir minningarathöfnina í dag.Vísir/Jóhann K.Guðmundur Ingi segir mikilvægt að Ísland, sem sé þekkt fyrir fallegt landslag og táknræna jökla, sendi skýr skilaboð til heimsbyggðarinnar í þessum efnum. Nú sé þörf á því að allir taki höndum saman; Ísland, Norðurlöndin og heimsbyggðin öll. „Við erum og verðum ávallt að vera í fremstu röð.“ Aðspurður hvort áhugaleysi almennings á málaflokknum sé vandamál segir Guðmundur Ingi svo ekki vera. Almenningur hafi mikinn áhuga á umhverfismálum en stjórnmálamenn þurfi að vera leiðandi á því sviði. „Við stjórnmálamenn gefum þá von sem þarf að gefa til þess að almenningur komi með í þessa vegferð, til þess að fyrirtæki komi með í þessa vegferð og það er gríðarlega mikilvægt að við getum í sameiningu tekið á þessu stóra viðfangsefni.“ Borgarbyggð Loftslagsmál Umhverfismál Tengdar fréttir „Í dag kveðjum við formlega jökulinn Ok" "Minningarathöfn fór fram við fyrrverandi jökulinn Ok í dag. Ok varð árið 2014 fyrsti jökullinn til að missa titil sinn sem slíkur en vísindamenn telja ljóst að sömu örlög blasi að óbreyttu við jöklum heims vegna loftslagsbreytinga. 18. ágúst 2019 13:32 „Við erum löngu orðin of sein að bregðast við“ Jöklasérfræðingur segir þegar ljóst að loftslagsbreytingar hafi í för með sér alvarlegar afleiðingar fyrir allt mannkyn. 18. ágúst 2019 19:46 Vonar að leiðtogar Norðurlandanna lýsi yfir loftslagsneyðarástandi Mary Robinson, fyrrverandi forseti Írlands, sagði það bæði sorglegt og táknrænt að kveðja jökulinn Ok í dag. 18. ágúst 2019 21:00 Mest lesið „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Fleiri fréttir „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag Sjá meira
„Þetta er ekki góð þróun og þetta er þróun sem við verðum að bregðast mjög hart við, öll ríki heims. Ég er alinn upp við að hafa fjóra jökla við sjóndeildarhringinn; Snæfellsjökul, Eiríksjökul, Langjökul og Okið. Núna þegar maður fer heim í sveitina þá sér maður ekki lengur jökul upp á Okinu,“ sagði Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfis- og auðlindaráðherra eftir minningarathöfn um jökulinn Ok í dag. Hann segir nauðsynlegt að bregðast hratt við þeirri þróun sem nú á sér stað. Fjölmennt var við minningarathöfnina í dag þar sem jökullinn Ok var formlega kvaddur, en hann missti titil sinn sem jökull árið 2014. Guðmundur Ingi segir Ísland nú þegar hafa tekið ákveðin skref í þágu loftslagsmála, til að mynda í samgöngumálum, en það þurfi meira til.Sjá einnig: Vonar að leiðtogar Norðurlandanna lýsi yfir loftslagsneyðarástandi „Við þurfum að taka skipaflotann líka og síðan þarf að taka flugið þannig að það er eitt, annað er síðan að það verður líka mikil losun gróðurhúsaloftegunda frá landi og þar þarf að taka á þessum málum líka, bæði með því að endurheimta land og fara betur með það land sem fyrir hendi er.“Margir voru viðstaddir minningarathöfnina í dag.Vísir/Jóhann K.Guðmundur Ingi segir mikilvægt að Ísland, sem sé þekkt fyrir fallegt landslag og táknræna jökla, sendi skýr skilaboð til heimsbyggðarinnar í þessum efnum. Nú sé þörf á því að allir taki höndum saman; Ísland, Norðurlöndin og heimsbyggðin öll. „Við erum og verðum ávallt að vera í fremstu röð.“ Aðspurður hvort áhugaleysi almennings á málaflokknum sé vandamál segir Guðmundur Ingi svo ekki vera. Almenningur hafi mikinn áhuga á umhverfismálum en stjórnmálamenn þurfi að vera leiðandi á því sviði. „Við stjórnmálamenn gefum þá von sem þarf að gefa til þess að almenningur komi með í þessa vegferð, til þess að fyrirtæki komi með í þessa vegferð og það er gríðarlega mikilvægt að við getum í sameiningu tekið á þessu stóra viðfangsefni.“
Borgarbyggð Loftslagsmál Umhverfismál Tengdar fréttir „Í dag kveðjum við formlega jökulinn Ok" "Minningarathöfn fór fram við fyrrverandi jökulinn Ok í dag. Ok varð árið 2014 fyrsti jökullinn til að missa titil sinn sem slíkur en vísindamenn telja ljóst að sömu örlög blasi að óbreyttu við jöklum heims vegna loftslagsbreytinga. 18. ágúst 2019 13:32 „Við erum löngu orðin of sein að bregðast við“ Jöklasérfræðingur segir þegar ljóst að loftslagsbreytingar hafi í för með sér alvarlegar afleiðingar fyrir allt mannkyn. 18. ágúst 2019 19:46 Vonar að leiðtogar Norðurlandanna lýsi yfir loftslagsneyðarástandi Mary Robinson, fyrrverandi forseti Írlands, sagði það bæði sorglegt og táknrænt að kveðja jökulinn Ok í dag. 18. ágúst 2019 21:00 Mest lesið „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Fleiri fréttir „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag Sjá meira
„Í dag kveðjum við formlega jökulinn Ok" "Minningarathöfn fór fram við fyrrverandi jökulinn Ok í dag. Ok varð árið 2014 fyrsti jökullinn til að missa titil sinn sem slíkur en vísindamenn telja ljóst að sömu örlög blasi að óbreyttu við jöklum heims vegna loftslagsbreytinga. 18. ágúst 2019 13:32
„Við erum löngu orðin of sein að bregðast við“ Jöklasérfræðingur segir þegar ljóst að loftslagsbreytingar hafi í för með sér alvarlegar afleiðingar fyrir allt mannkyn. 18. ágúst 2019 19:46
Vonar að leiðtogar Norðurlandanna lýsi yfir loftslagsneyðarástandi Mary Robinson, fyrrverandi forseti Írlands, sagði það bæði sorglegt og táknrænt að kveðja jökulinn Ok í dag. 18. ágúst 2019 21:00