Enginn her dugar gegn loftslagsbreytingum Sighvatur Arnmundsson skrifar 17. ágúst 2019 07:45 Andri Snær Magnason Fréttablaðið Á morgun mun hópur fólks ganga upp á Ok þar sem komið verður fyrir sérstöku minnismerki um þennan fallna jökul. Það eru bandarísku vísindamennirnir Cymene Howe og Dominic Boyer sem standa fyrir viðburðinum. Á síðasta ári var frumsýnd heimildarmynd þeirra sem ber heitið „Not Ok“ sem fjallaði um fjallið sem missti stöðu sína sem jökull árið 2014. Vísindamenn telja að ef ekkert verði gert til að sporna við loftslagsbreytingum gætu allir íslenskir jöklar horfið á næstu 200 árum. Á minnismerkið eru rituð skilaboð til framtíðarinnar um að við vitum hvað sé að gerast og hvað þurfi að gera. Aðeins sá sem lesi skilaboðin í framtíðinni viti hvort eitthvað hafi verið gert. Með í för verða Oddur Sigurðsson jarðfræðingur sem úrskurðaði um afdrif Oks og rithöfundurinn Andri Snær Magnason sem skrifaði textann á minnismerkið. Andri Snær segir aðkomu hans tilkomna af því að hann hafi verið fenginn sem viðmælandi í heimildarmyndina um Ok.Heimspekileg áskorun „Þau hringdu í mig og báðu mig að skrifa þennan texta. Það var auðvitað svolítið heimspekileg áskorun. Ég hugsaði að ég væri að skrifa þetta fyrir rosalega fáa. Kannski þessar tíu manneskjur sem myndu þvælast upp á Ok á næstu árum. Síðan er þetta sennilega orðinn mest lesni texti sem ég hef skrifað,“ segir Andri Snær. Viðburðurinn hefur nú ratað í flesta af stærstu fjölmiðlum heims en Andri Snær segir þetta greinilega hafa slegið einhverja nótu í heiminum. Hann hafi aldrei séð aðra eins umfjöllun. „Það er að verða mjög mikil vakning í heiminum um loftslagsmálin og þau eru náttúrulega stærsta frétt heimsins. Þeir sem hafa haft áhyggjur af þessu í 30 ár hafa einmitt kvartað yfir því að það hafi ekki verið þannig.“Minnismerkið um Ok sem Andri Snær var fenginn til að skrifa.Göldrótt tímasetning Andri Snær telur að tímasetningin nú sé svolítið göldrótt. Þannig vilji til að Angela Merkel og allir forsætisráðherrar Norðurlandanna séu að koma til landsins. „Ég myndi segja að þessi viðburður ætti að hjálpa til við að vekja athygli á þessum málum. Svo er Greta Thunberg akkúrat núna á leiðinni yfir Atlantshafið á skútu. Hún er að sýna að krökkunum er alvara. Það er ekki verið að undirbúa farveginn fyrir þeirra framtíð.“ Þannig hittir á að Andri Snær sem hefur síðustu ár verið að skrifa bók um þessi málefni skilaði lokapróförk í gær. „Svo er það bara beint upp á Ok. Það sem ég er að fjalla um í bókinni er það hvernig náttúran er farin að breytast á mannlegum hraða í stað jarðfræðilegs. Á ævi einnar manneskju eru að verða breytingar sem áður gerðust kannski á milljón árum.“Þau Cymene og Dominic á fjallinu Ok þegar þau unnu að gerð heimildarmyndarinnar Not Ok.Rice UniversityEnginn her til bjargar Andri Snær segir að auðvitað geti það gerst öðru hverju að jöklar hverfi einhvers staðar. „En að þeir séu allir á förum samtímis, það eru hamfarir. Íslendingar hafa verið svolítið værukærir. Við upplifðum auðvitað litlu ísöldina og alls konar sveiflur í jöklum.“ Síðastliðinn júlímánuður mældist hlýjasti mánuður heimsins frá upphafi mælinga og hafa síendurteknar hitabylgjur gengið yfir víða um heim. „Þetta sumar hefur ekki verið eðlilegt að neinu leyti. Hitamet voru slegin í Evrópu um fjórar gráður. Hitamet eiga að vera slegin um 0,1 gráðu en ekki fjórar. Þetta er algjört rugl,“ segir Andri Snær. Hann segir að reiknað hafi verið út að hægt sé að fara langt með því að draga nægilega mikið úr notkun skaðlegra orkugjafa og auka hlut umhverfisvænni orku fyrir um 2,5 prósent af framleiðslu heimsins. „Það er álíka mikið og hernaðarútgjöld eru að meðaltali í hinum vestræna heimi. Það er samt enginn her sem getur forðað okkur frá þessu. Staðan er þannig að annaðhvort vinna allir eða allir tapa.“ Birtist í Fréttablaðinu Loftslagsmál Umhverfismál Tengdar fréttir Nasa birtir myndir af hverfandi ísbreiðu Oks Nasa Earth birti í gær myndband á Twitter þar sem sýndur er munurinn á ísbreiðu Okjökuls á milli áranna 1986 og 2019 og eru breytingarnar gríðarlegar. 13. ágúst 2019 20:18 Minnast fyrsta jökulsins sem hvarf Minnst verður fyrsta íslenska jökulsins sem hvarf vegna loftslagsbreytinga í næsta mánuði þegar minnismerki verður afhjúpað við jökulinn fyrrverandi. 18. júlí 2019 19:01 Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Erlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Jón undir feldi eins og Diljá Innlent Fleiri fréttir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún mætast í Pallborðinu í beinni í dag Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Sjá meira
Á morgun mun hópur fólks ganga upp á Ok þar sem komið verður fyrir sérstöku minnismerki um þennan fallna jökul. Það eru bandarísku vísindamennirnir Cymene Howe og Dominic Boyer sem standa fyrir viðburðinum. Á síðasta ári var frumsýnd heimildarmynd þeirra sem ber heitið „Not Ok“ sem fjallaði um fjallið sem missti stöðu sína sem jökull árið 2014. Vísindamenn telja að ef ekkert verði gert til að sporna við loftslagsbreytingum gætu allir íslenskir jöklar horfið á næstu 200 árum. Á minnismerkið eru rituð skilaboð til framtíðarinnar um að við vitum hvað sé að gerast og hvað þurfi að gera. Aðeins sá sem lesi skilaboðin í framtíðinni viti hvort eitthvað hafi verið gert. Með í för verða Oddur Sigurðsson jarðfræðingur sem úrskurðaði um afdrif Oks og rithöfundurinn Andri Snær Magnason sem skrifaði textann á minnismerkið. Andri Snær segir aðkomu hans tilkomna af því að hann hafi verið fenginn sem viðmælandi í heimildarmyndina um Ok.Heimspekileg áskorun „Þau hringdu í mig og báðu mig að skrifa þennan texta. Það var auðvitað svolítið heimspekileg áskorun. Ég hugsaði að ég væri að skrifa þetta fyrir rosalega fáa. Kannski þessar tíu manneskjur sem myndu þvælast upp á Ok á næstu árum. Síðan er þetta sennilega orðinn mest lesni texti sem ég hef skrifað,“ segir Andri Snær. Viðburðurinn hefur nú ratað í flesta af stærstu fjölmiðlum heims en Andri Snær segir þetta greinilega hafa slegið einhverja nótu í heiminum. Hann hafi aldrei séð aðra eins umfjöllun. „Það er að verða mjög mikil vakning í heiminum um loftslagsmálin og þau eru náttúrulega stærsta frétt heimsins. Þeir sem hafa haft áhyggjur af þessu í 30 ár hafa einmitt kvartað yfir því að það hafi ekki verið þannig.“Minnismerkið um Ok sem Andri Snær var fenginn til að skrifa.Göldrótt tímasetning Andri Snær telur að tímasetningin nú sé svolítið göldrótt. Þannig vilji til að Angela Merkel og allir forsætisráðherrar Norðurlandanna séu að koma til landsins. „Ég myndi segja að þessi viðburður ætti að hjálpa til við að vekja athygli á þessum málum. Svo er Greta Thunberg akkúrat núna á leiðinni yfir Atlantshafið á skútu. Hún er að sýna að krökkunum er alvara. Það er ekki verið að undirbúa farveginn fyrir þeirra framtíð.“ Þannig hittir á að Andri Snær sem hefur síðustu ár verið að skrifa bók um þessi málefni skilaði lokapróförk í gær. „Svo er það bara beint upp á Ok. Það sem ég er að fjalla um í bókinni er það hvernig náttúran er farin að breytast á mannlegum hraða í stað jarðfræðilegs. Á ævi einnar manneskju eru að verða breytingar sem áður gerðust kannski á milljón árum.“Þau Cymene og Dominic á fjallinu Ok þegar þau unnu að gerð heimildarmyndarinnar Not Ok.Rice UniversityEnginn her til bjargar Andri Snær segir að auðvitað geti það gerst öðru hverju að jöklar hverfi einhvers staðar. „En að þeir séu allir á förum samtímis, það eru hamfarir. Íslendingar hafa verið svolítið værukærir. Við upplifðum auðvitað litlu ísöldina og alls konar sveiflur í jöklum.“ Síðastliðinn júlímánuður mældist hlýjasti mánuður heimsins frá upphafi mælinga og hafa síendurteknar hitabylgjur gengið yfir víða um heim. „Þetta sumar hefur ekki verið eðlilegt að neinu leyti. Hitamet voru slegin í Evrópu um fjórar gráður. Hitamet eiga að vera slegin um 0,1 gráðu en ekki fjórar. Þetta er algjört rugl,“ segir Andri Snær. Hann segir að reiknað hafi verið út að hægt sé að fara langt með því að draga nægilega mikið úr notkun skaðlegra orkugjafa og auka hlut umhverfisvænni orku fyrir um 2,5 prósent af framleiðslu heimsins. „Það er álíka mikið og hernaðarútgjöld eru að meðaltali í hinum vestræna heimi. Það er samt enginn her sem getur forðað okkur frá þessu. Staðan er þannig að annaðhvort vinna allir eða allir tapa.“
Birtist í Fréttablaðinu Loftslagsmál Umhverfismál Tengdar fréttir Nasa birtir myndir af hverfandi ísbreiðu Oks Nasa Earth birti í gær myndband á Twitter þar sem sýndur er munurinn á ísbreiðu Okjökuls á milli áranna 1986 og 2019 og eru breytingarnar gríðarlegar. 13. ágúst 2019 20:18 Minnast fyrsta jökulsins sem hvarf Minnst verður fyrsta íslenska jökulsins sem hvarf vegna loftslagsbreytinga í næsta mánuði þegar minnismerki verður afhjúpað við jökulinn fyrrverandi. 18. júlí 2019 19:01 Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Erlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Jón undir feldi eins og Diljá Innlent Fleiri fréttir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún mætast í Pallborðinu í beinni í dag Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Sjá meira
Nasa birtir myndir af hverfandi ísbreiðu Oks Nasa Earth birti í gær myndband á Twitter þar sem sýndur er munurinn á ísbreiðu Okjökuls á milli áranna 1986 og 2019 og eru breytingarnar gríðarlegar. 13. ágúst 2019 20:18
Minnast fyrsta jökulsins sem hvarf Minnst verður fyrsta íslenska jökulsins sem hvarf vegna loftslagsbreytinga í næsta mánuði þegar minnismerki verður afhjúpað við jökulinn fyrrverandi. 18. júlí 2019 19:01