Epstein með nokkur beinbrot í hálsi Kjartan Kjartansson skrifar 15. ágúst 2019 11:57 Epstein var handtekinn snemma í júlí og sakaður um mansal á ungum stúlkum í New York og Flórída. Vísir/EPA Krufning á líki barnaníðingsins Jeffreys Epstein leiddi í ljós að hann var með nokkur brotin bein í hálsi. Slíkir áverkar eru sagðir geta átt sér stað þegar fólk hengir sig en þeir séu algengari í fórnarlömbum sem eru kyrkt. Epstein fannst látinn í fangaklefa sínum í Manhattan á laugardagsmorgun. Hann virtist hafa hengt sig með laki. Spurningar vöknuðu þá um eftirlit í gæsluvarðhaldsfangelsinu þar sem honum var haldið. Epstein var ekki á sjálfsvígsvakt þrátt fyrir að hann hefði áður fundist meðvitundarlaus með áverka á hálsi í klefa sínum í síðasta mánuði. Tveir verðir hafa verið settir í launað leyfi eftir að í ljós kom að þeir gættu ekki að Epstein í þrjár klukkustundir þar sem þeir voru sofandi. Verðirnir fölsuðu jafnframt skjöl til að fela afglöpin.Washington Post hefur eftir heimildarmönnum sínum sem þekkja til niðurstöðu krufningarinnar á líki Epstein að hann hafi meðal annars verið með brotið málbein í hálsinum. Það geti brotnað þegar fólk hengir sig, sérstaklega hjá eldra fólki, en það sé algengara þegar fólk er kyrkt, að sögn sérfræðinga. Ekki hefur enn verið gefin út formleg dánarorsök. Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna, sem hefur heitið ítarlegri rannsókn á hvernig dauða Epstein bar að, vildi ekki svara spurningum bandaríska blaðsins um niðurstöður krufningarinnar. Barbara Simpson, aðalréttarlæknir New York-borgar, segir að enginn einn hlutur sem kemur fram við krufningu gefi afdráttarlaust svar um hvernig dauða manneskju bar að. Miklar samsæriskenningar hafa farið á flug um dauða Epstein og hefur Donald Trump forseti meðal annars dreift einni slíkri um að Clinton-hjónin hafi komið nálægt honum. Epstein er sagður hafa átt fjölda auðugra og valdamikilla vina í gengum tíðina, þar á meðal Bill Clinton, fyrrverandi forseta, Trump sjálfan, og Andrés prins, bróður Karls Bretaprins. Andrés hefur meðal annars verið sakaður um að misnota stúlkur sem Epstein kom honum í kynni við. Alexander Acosta, atvinnumálaráðherra Bandaríkjanna, sagði af sér vegna máls Epstein í júlí. Hann var saksóknari á Flórída þegar sambærilegar ákærur á hendur Epstein og hann stóð frammi fyrir í New York nú voru lagðar til hliðar gegn því að hann játaði á sig smávægilegra brot. Ekki hefur verið svarað hvers vegna Epstein fékk svo mildilega meðferð hjá saksóknurum eða hvers vegna samkomulagið sem þeir gerðu við hann fól í sér friðhelgi fyrir alla mögulega samverkamenn hans. Bandaríkin Jeffrey Epstein Tengdar fréttir Sváfu á verðinum þegar Epstein svipti sig lífi Fangaverðir gætu ekki að Epstein í fangelsinu í þrjár klukkustundir því þeir voru sofandi. Þeir fölsuðu síðan skjöl til að fela mistök sín. 14. ágúst 2019 10:35 „Alvarlegir misbrestir“ í fangelsinu þar sem Epstein lést Dómsmálaráðherra Bandaríkjanna segir að rannsókn á glæpum Jeffreys Epstein og mögulegum samverkamönnum hans haldi áfram þrátt fyrir andlát hans. 12. ágúst 2019 16:02 Fangaverðirnir sem áttu að fylgjast með Epstein sendir í leyfi Forstöðumaður fangelsisins sem Jeffrey Epstein sat í þegar hann framdi sjálfsvíg var færður um starf á þriðjudag. 13. ágúst 2019 23:16 Trump fordæmdur fyrir að dreifa rakalausri samsæriskenningu um dauða Epstein Dauði Jeffrey Epstein í fangelsi varð tilefni fjölda samsæriskenninga á samfélagsmiðlum. Bandaríkjaforseti dreifði einni þeirra til milljóna fylgjenda sinna á Twitter. 12. ágúst 2019 13:36 FBI gerði rassíu á „barnaníðingaeyju“ Epsteins Bandaríska alríkislögreglan FBI réðst í leit á einkaeyju auðkýfingsins Jeffrey Epstein í Karíbahafinu á mánudag. 13. ágúst 2019 16:48 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent Fleiri fréttir Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Sjá meira
Krufning á líki barnaníðingsins Jeffreys Epstein leiddi í ljós að hann var með nokkur brotin bein í hálsi. Slíkir áverkar eru sagðir geta átt sér stað þegar fólk hengir sig en þeir séu algengari í fórnarlömbum sem eru kyrkt. Epstein fannst látinn í fangaklefa sínum í Manhattan á laugardagsmorgun. Hann virtist hafa hengt sig með laki. Spurningar vöknuðu þá um eftirlit í gæsluvarðhaldsfangelsinu þar sem honum var haldið. Epstein var ekki á sjálfsvígsvakt þrátt fyrir að hann hefði áður fundist meðvitundarlaus með áverka á hálsi í klefa sínum í síðasta mánuði. Tveir verðir hafa verið settir í launað leyfi eftir að í ljós kom að þeir gættu ekki að Epstein í þrjár klukkustundir þar sem þeir voru sofandi. Verðirnir fölsuðu jafnframt skjöl til að fela afglöpin.Washington Post hefur eftir heimildarmönnum sínum sem þekkja til niðurstöðu krufningarinnar á líki Epstein að hann hafi meðal annars verið með brotið málbein í hálsinum. Það geti brotnað þegar fólk hengir sig, sérstaklega hjá eldra fólki, en það sé algengara þegar fólk er kyrkt, að sögn sérfræðinga. Ekki hefur enn verið gefin út formleg dánarorsök. Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna, sem hefur heitið ítarlegri rannsókn á hvernig dauða Epstein bar að, vildi ekki svara spurningum bandaríska blaðsins um niðurstöður krufningarinnar. Barbara Simpson, aðalréttarlæknir New York-borgar, segir að enginn einn hlutur sem kemur fram við krufningu gefi afdráttarlaust svar um hvernig dauða manneskju bar að. Miklar samsæriskenningar hafa farið á flug um dauða Epstein og hefur Donald Trump forseti meðal annars dreift einni slíkri um að Clinton-hjónin hafi komið nálægt honum. Epstein er sagður hafa átt fjölda auðugra og valdamikilla vina í gengum tíðina, þar á meðal Bill Clinton, fyrrverandi forseta, Trump sjálfan, og Andrés prins, bróður Karls Bretaprins. Andrés hefur meðal annars verið sakaður um að misnota stúlkur sem Epstein kom honum í kynni við. Alexander Acosta, atvinnumálaráðherra Bandaríkjanna, sagði af sér vegna máls Epstein í júlí. Hann var saksóknari á Flórída þegar sambærilegar ákærur á hendur Epstein og hann stóð frammi fyrir í New York nú voru lagðar til hliðar gegn því að hann játaði á sig smávægilegra brot. Ekki hefur verið svarað hvers vegna Epstein fékk svo mildilega meðferð hjá saksóknurum eða hvers vegna samkomulagið sem þeir gerðu við hann fól í sér friðhelgi fyrir alla mögulega samverkamenn hans.
Bandaríkin Jeffrey Epstein Tengdar fréttir Sváfu á verðinum þegar Epstein svipti sig lífi Fangaverðir gætu ekki að Epstein í fangelsinu í þrjár klukkustundir því þeir voru sofandi. Þeir fölsuðu síðan skjöl til að fela mistök sín. 14. ágúst 2019 10:35 „Alvarlegir misbrestir“ í fangelsinu þar sem Epstein lést Dómsmálaráðherra Bandaríkjanna segir að rannsókn á glæpum Jeffreys Epstein og mögulegum samverkamönnum hans haldi áfram þrátt fyrir andlát hans. 12. ágúst 2019 16:02 Fangaverðirnir sem áttu að fylgjast með Epstein sendir í leyfi Forstöðumaður fangelsisins sem Jeffrey Epstein sat í þegar hann framdi sjálfsvíg var færður um starf á þriðjudag. 13. ágúst 2019 23:16 Trump fordæmdur fyrir að dreifa rakalausri samsæriskenningu um dauða Epstein Dauði Jeffrey Epstein í fangelsi varð tilefni fjölda samsæriskenninga á samfélagsmiðlum. Bandaríkjaforseti dreifði einni þeirra til milljóna fylgjenda sinna á Twitter. 12. ágúst 2019 13:36 FBI gerði rassíu á „barnaníðingaeyju“ Epsteins Bandaríska alríkislögreglan FBI réðst í leit á einkaeyju auðkýfingsins Jeffrey Epstein í Karíbahafinu á mánudag. 13. ágúst 2019 16:48 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent Fleiri fréttir Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Sjá meira
Sváfu á verðinum þegar Epstein svipti sig lífi Fangaverðir gætu ekki að Epstein í fangelsinu í þrjár klukkustundir því þeir voru sofandi. Þeir fölsuðu síðan skjöl til að fela mistök sín. 14. ágúst 2019 10:35
„Alvarlegir misbrestir“ í fangelsinu þar sem Epstein lést Dómsmálaráðherra Bandaríkjanna segir að rannsókn á glæpum Jeffreys Epstein og mögulegum samverkamönnum hans haldi áfram þrátt fyrir andlát hans. 12. ágúst 2019 16:02
Fangaverðirnir sem áttu að fylgjast með Epstein sendir í leyfi Forstöðumaður fangelsisins sem Jeffrey Epstein sat í þegar hann framdi sjálfsvíg var færður um starf á þriðjudag. 13. ágúst 2019 23:16
Trump fordæmdur fyrir að dreifa rakalausri samsæriskenningu um dauða Epstein Dauði Jeffrey Epstein í fangelsi varð tilefni fjölda samsæriskenninga á samfélagsmiðlum. Bandaríkjaforseti dreifði einni þeirra til milljóna fylgjenda sinna á Twitter. 12. ágúst 2019 13:36
FBI gerði rassíu á „barnaníðingaeyju“ Epsteins Bandaríska alríkislögreglan FBI réðst í leit á einkaeyju auðkýfingsins Jeffrey Epstein í Karíbahafinu á mánudag. 13. ágúst 2019 16:48