Raforkulöggjöf sem hefur reynst vel Hörður Arnarson skrifar 14. ágúst 2019 07:00 Breytingar á orkulöggjöf Evrópusambandsins og innleiðing þeirra á Íslandi hefur skipt miklu fyrir framþróun raforkumarkaðarins og meðal annars skapað orkufyrirtækjunum sterkari stöðu í samningum við erlenda stórnotendur. Markmið breytinganna hefur verið að tryggja notendum hreina orku á hagkvæmu verði og hefur löggjöfin stuðlað að afar jákvæðri þróun í nýsköpun, orkusparnaði, nýtingu vind- og sólarorku, minni losun gróðurhúsalofttegunda og þróun markaðsumhverfis fyrir raforkuviðskipti. Þýðingarmesta breytingin varð með tilkomu fyrstu raforkutilskipunarinnar á árinu 1996. Í framhaldi af henni var raforka skilgreind sem vara og skilið á milli einkaleyfis- og samkeppnisþátta í starfsemi orkufyrirtækja. Tilgangur með setningu nýrra raforkulaga á Íslandi árið 2003 var ekki eingöngu að innleiða framangreinda raforkutilskipun heldur einnig að bregðast við breyttum aðstæðum hér á landi. Skipan raforkumála hafði þá að stofni til verið óbreytt frá miðjum sjöunda áratug síðustu aldar. Það skipulag einkenndist af því að sama fyrirtækið gat sinnt orkuvinnslu, flutningi, dreifingu og sölu. Mikil óánægja var með eldri löggjöf og starfsumhverfi af ýmsum ástæðum, meðal annars vegna ójafns aðgengis raforkuframleiðenda að raforkukerfinu og ágreinings um ógagnsæjan dreifi- og flutningskostnað. Við setningu raforkulaganna var vandað til verka, eins og sést m.a. á greinargóðum skýrslum og greiningum sem unnar voru í aðdraganda lagasetningarinnar. Frá áætlunarbúskap til markaðsbúskapar Með nýjum raforkulögum urðu miklar breytingar á skipan raforkumála sem og á viðskiptum með rafmagn. Eftir um 15 ára reynslu af lögunum má segja að þau hafi í meginatriðum reynst vel, þótt vissulega séu þau ekki gallalaus frekar en önnur mannanna verk. Helsti ávinningurinn hefur verið þessi: Raforkuflutningur og -dreifing urðu sérleyfisskyld starfsemi með skýrri umgjörð um verðskrá, tekjur og ákvarðanir um uppbyggingu. Með þessu var stuðlað að hagkvæmu grunnkerfi og komið í veg fyrir mörg grunnkerfi á hverjum stað, eins og t.d. hefur verið raunin í fjarskiptakerfum, með tilheyrandi kostnaði og óhagræði fyrir neytendur og umhverfi. Raforkuvinnsla og -sala voru gefnar frjálsar, settar í markaðsumhverfi og þurftu að uppfylla almennar reglur samkeppnislaga og reglur um ríkisstyrki. Með breytingunni voru raforkusamningar við stórnotendur færðir í viðskiptalegt umhverfi án afskipta stjórnmálamanna. Með því var sköpuð skynsamleg umgjörð um þessa flóknu viðskiptasamninga sem gerðir eru við stór alþjóðleg fyrirtæki, þar sem hver hugsar vel um eigin hag. Reynslan hefur sýnt að í öllum nýjum samningum og endursamningum við stórnotendur hefur raforkuverð hækkað án þess að dregið hafi úr eftirspurn eða framleiðslu. Raforkuverð stórnotenda hefur nálgast það verð sem er í boði í öðrum löndum, enda er engin ástæða fyrir Íslendinga til að undirverðleggja íslenskar orkuauðlindir – ekki frekar en íslenskan sjávarútveg. Með því að hafa sambærilegt umhverfi raforkumála og í Evrópu er nýjum fyrirtækjum auðveldað að taka til starfa á Íslandi. Í öllum meginatriðum hafa þær grundvallarbreytingar sem gerðar voru með setningu raforkulaganna reynst vel. Í stuttu máli má segja að horfið hafi verið frá áætlunarbúskap til markaðsbúskapar með tilheyrandi ávinningi fyrir þátttakendur á raforkumarkaði og þjóðarbúið í heild. Bætt rekstrarumhverfi orkufyrirtækja og atvinnulífs Raforkulögin hafa tvímælalaust stuðlað að heilbrigðara rekstrarumhverfi orkufyrirtækja og atvinnulífs. Gegnsæi hefur verið aukið, jafnræði notenda og framleiðenda aukið, staða orkunotenda styrkt, grundvöllur skapaður til samkeppni þar sem hún á við og stuðlað að lægra orkuverði á almennum markaði. Í þessu sambandi vil ég vekja athygli á nýútkominni skýrslu sem verkfræðistofan Efla vann fyrir atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið: Raforkuverð og þróun samkeppni á raforkumarkaði. Í skýrslunni kemur fram að með raforkulögunum hafi tekist að innleiða samkeppni í vinnslu og sölu rafmagns og að fyrirtækjum fari fjölgandi. Í samantekt segir: „Tekist hefur að innleiða samkeppni í raforkusölu sem skilað hefur sér í nokkuð stöðugu raforkuverði á almennum markaði. Raforkuvinnsla var jafnframt gefin frjáls en í eldra kerfi voru miklar takmarkanir sem m.a. ollu verulegu ósætti um það kerfi.“ Þá segir að verð á raforku í smásölu hafi lækkað eftir setningu raforkulaga en sé nú svipað að raunvirði og fyrst eftir skipulagsbreytingarnar. Baráttan um orkuauðlindina Mikilvægt er að gera sér grein fyrir því að baráttan um raunveruleg yfirráð og eignarhald á orkuauðlindum landsins, a.m.k. þeim sem Landsvirkjun hefur verið treyst fyrir, mun um ókomna framtíð snúast meðal annars um hvernig okkur gengur að semja við alþjóðlega stórnotendur um raforkuverð, enda nota þeir um 80% af raforku Íslands. Til að tryggja þjóðinni sanngjarnan arð af auðlindinni verður hún að fá sambærilegt verð og greitt er annars staðar í hinum vestræna heimi. Þar hefur núverandi orkulöggjöf reynst vel og skapað umgjörð sem hefur gert okkur mögulegt að ná góðum árangri á undanförnum árum. Sá árangur sést meðal annars á bættri afkomu Landsvirkjunar og væntum hækkandi arðgreiðslum til þjóðarinnar í framtíðinni, sem lengi hefur verið beðið eftir. Höfundur er forstjóri Landsvirkjunar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Orkumál Þriðji orkupakkinn Hörður Arnarson Mest lesið Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Kosningabaráttan er kostuð af þér Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Heilbrigðiskerfi framtíðarinnar Victor Guðmundsson Skoðun Af hverju ætti ég að standa með kennurum? Stefán Birgir Jóhannesson Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Dýrkeypt jólagjöf Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Reikningskúnstir Ragnars Þórs Björn Leví Gunnarsson Skoðun Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Ásýnd spillingar Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Pólitík í pípunum Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Veldu Viðreisn Katrín Sigríður J Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Hugsi eftir íbúafund gærdagsins Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðin er í húfi Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Drodzy Polacy Jóhann Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Fáránleg fjármálastjórn Sigurður Oddsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki fyrir ferðaþjónustuna Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Sjávarútvegurinn - Unga fólkið er framtíðin Arnar Jónsson,Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hver verða lykilgildin í næsta stjórnarsáttmála? Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar Skoðun Kjósum frið Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Af hverju kýs ég frjálslyndi og frelsi? Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Píratar, frumkvöðlar í íslenskum stjórnmálum Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Lilja lofar öllu fögru Björn B Björnsson skrifar Skoðun Siðlaus einkavæðing gegn almannahagsmunum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Reikningskúnstir Ragnars Þórs Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegt tækifæri Logi Einarsson,Eydís Ásbjörnsdóttir,Sæunn Gísladóttir,Sindri S. Kristjánsson skrifar Skoðun X í C fyrir framtíð á Íslandi Lovísa Oktovía Eyvindsdóttir skrifar Skoðun Kosið um stefnu Axel Jón Ellenarson skrifar Skoðun Byggjum og náum niður vöxtum og verðbólgu Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnir síðustu ára hafa vanrækt barnamál Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Opnum fjöldahjálparstöð! Aðalheiður Jónsdóttir skrifar Skoðun Öflug garðyrkja – lykill að matvælaöryggi og grænni framtíð Guðrún Hafsteinsdóttir,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Vinnum gullið, stór áfangi inn í bjarta framtíð íþrótta á Íslandi Vésteinn Hafsteinsson skrifar Skoðun HSU réttir upp hönd í aðdraganda Alþingiskosninga Díana Óskarsdóttir skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Umhverfisvernd og syndaflóð Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Nei þeir mega það ekki! Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Höldum rónni og höldum áfram Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Raunveruleiki vændis Drífa Snædal skrifar Sjá meira
Breytingar á orkulöggjöf Evrópusambandsins og innleiðing þeirra á Íslandi hefur skipt miklu fyrir framþróun raforkumarkaðarins og meðal annars skapað orkufyrirtækjunum sterkari stöðu í samningum við erlenda stórnotendur. Markmið breytinganna hefur verið að tryggja notendum hreina orku á hagkvæmu verði og hefur löggjöfin stuðlað að afar jákvæðri þróun í nýsköpun, orkusparnaði, nýtingu vind- og sólarorku, minni losun gróðurhúsalofttegunda og þróun markaðsumhverfis fyrir raforkuviðskipti. Þýðingarmesta breytingin varð með tilkomu fyrstu raforkutilskipunarinnar á árinu 1996. Í framhaldi af henni var raforka skilgreind sem vara og skilið á milli einkaleyfis- og samkeppnisþátta í starfsemi orkufyrirtækja. Tilgangur með setningu nýrra raforkulaga á Íslandi árið 2003 var ekki eingöngu að innleiða framangreinda raforkutilskipun heldur einnig að bregðast við breyttum aðstæðum hér á landi. Skipan raforkumála hafði þá að stofni til verið óbreytt frá miðjum sjöunda áratug síðustu aldar. Það skipulag einkenndist af því að sama fyrirtækið gat sinnt orkuvinnslu, flutningi, dreifingu og sölu. Mikil óánægja var með eldri löggjöf og starfsumhverfi af ýmsum ástæðum, meðal annars vegna ójafns aðgengis raforkuframleiðenda að raforkukerfinu og ágreinings um ógagnsæjan dreifi- og flutningskostnað. Við setningu raforkulaganna var vandað til verka, eins og sést m.a. á greinargóðum skýrslum og greiningum sem unnar voru í aðdraganda lagasetningarinnar. Frá áætlunarbúskap til markaðsbúskapar Með nýjum raforkulögum urðu miklar breytingar á skipan raforkumála sem og á viðskiptum með rafmagn. Eftir um 15 ára reynslu af lögunum má segja að þau hafi í meginatriðum reynst vel, þótt vissulega séu þau ekki gallalaus frekar en önnur mannanna verk. Helsti ávinningurinn hefur verið þessi: Raforkuflutningur og -dreifing urðu sérleyfisskyld starfsemi með skýrri umgjörð um verðskrá, tekjur og ákvarðanir um uppbyggingu. Með þessu var stuðlað að hagkvæmu grunnkerfi og komið í veg fyrir mörg grunnkerfi á hverjum stað, eins og t.d. hefur verið raunin í fjarskiptakerfum, með tilheyrandi kostnaði og óhagræði fyrir neytendur og umhverfi. Raforkuvinnsla og -sala voru gefnar frjálsar, settar í markaðsumhverfi og þurftu að uppfylla almennar reglur samkeppnislaga og reglur um ríkisstyrki. Með breytingunni voru raforkusamningar við stórnotendur færðir í viðskiptalegt umhverfi án afskipta stjórnmálamanna. Með því var sköpuð skynsamleg umgjörð um þessa flóknu viðskiptasamninga sem gerðir eru við stór alþjóðleg fyrirtæki, þar sem hver hugsar vel um eigin hag. Reynslan hefur sýnt að í öllum nýjum samningum og endursamningum við stórnotendur hefur raforkuverð hækkað án þess að dregið hafi úr eftirspurn eða framleiðslu. Raforkuverð stórnotenda hefur nálgast það verð sem er í boði í öðrum löndum, enda er engin ástæða fyrir Íslendinga til að undirverðleggja íslenskar orkuauðlindir – ekki frekar en íslenskan sjávarútveg. Með því að hafa sambærilegt umhverfi raforkumála og í Evrópu er nýjum fyrirtækjum auðveldað að taka til starfa á Íslandi. Í öllum meginatriðum hafa þær grundvallarbreytingar sem gerðar voru með setningu raforkulaganna reynst vel. Í stuttu máli má segja að horfið hafi verið frá áætlunarbúskap til markaðsbúskapar með tilheyrandi ávinningi fyrir þátttakendur á raforkumarkaði og þjóðarbúið í heild. Bætt rekstrarumhverfi orkufyrirtækja og atvinnulífs Raforkulögin hafa tvímælalaust stuðlað að heilbrigðara rekstrarumhverfi orkufyrirtækja og atvinnulífs. Gegnsæi hefur verið aukið, jafnræði notenda og framleiðenda aukið, staða orkunotenda styrkt, grundvöllur skapaður til samkeppni þar sem hún á við og stuðlað að lægra orkuverði á almennum markaði. Í þessu sambandi vil ég vekja athygli á nýútkominni skýrslu sem verkfræðistofan Efla vann fyrir atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið: Raforkuverð og þróun samkeppni á raforkumarkaði. Í skýrslunni kemur fram að með raforkulögunum hafi tekist að innleiða samkeppni í vinnslu og sölu rafmagns og að fyrirtækjum fari fjölgandi. Í samantekt segir: „Tekist hefur að innleiða samkeppni í raforkusölu sem skilað hefur sér í nokkuð stöðugu raforkuverði á almennum markaði. Raforkuvinnsla var jafnframt gefin frjáls en í eldra kerfi voru miklar takmarkanir sem m.a. ollu verulegu ósætti um það kerfi.“ Þá segir að verð á raforku í smásölu hafi lækkað eftir setningu raforkulaga en sé nú svipað að raunvirði og fyrst eftir skipulagsbreytingarnar. Baráttan um orkuauðlindina Mikilvægt er að gera sér grein fyrir því að baráttan um raunveruleg yfirráð og eignarhald á orkuauðlindum landsins, a.m.k. þeim sem Landsvirkjun hefur verið treyst fyrir, mun um ókomna framtíð snúast meðal annars um hvernig okkur gengur að semja við alþjóðlega stórnotendur um raforkuverð, enda nota þeir um 80% af raforku Íslands. Til að tryggja þjóðinni sanngjarnan arð af auðlindinni verður hún að fá sambærilegt verð og greitt er annars staðar í hinum vestræna heimi. Þar hefur núverandi orkulöggjöf reynst vel og skapað umgjörð sem hefur gert okkur mögulegt að ná góðum árangri á undanförnum árum. Sá árangur sést meðal annars á bættri afkomu Landsvirkjunar og væntum hækkandi arðgreiðslum til þjóðarinnar í framtíðinni, sem lengi hefur verið beðið eftir. Höfundur er forstjóri Landsvirkjunar
Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson Skoðun
Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar
Skoðun Siðlaus einkavæðing gegn almannahagsmunum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Sögulegt tækifæri Logi Einarsson,Eydís Ásbjörnsdóttir,Sæunn Gísladóttir,Sindri S. Kristjánsson skrifar
Skoðun Öflug garðyrkja – lykill að matvælaöryggi og grænni framtíð Guðrún Hafsteinsdóttir,Vilhjálmur Árnason skrifar
Skoðun Vinnum gullið, stór áfangi inn í bjarta framtíð íþrótta á Íslandi Vésteinn Hafsteinsson skrifar
Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson Skoðun