Kona dæmir leik Liverpool og Chelsea: „Stelpurnar sjá mig í sjónvarpinu og vita að þetta er hægt“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. ágúst 2019 11:00 Stéphanie Frappart dæmir hér víti í úrslitaleiknum á HM kvenna. Getty/Richard Heathcote Franski dómarinn Stéphanie Frappart dæmir leik Liverpool og Chelsea í ofurbikar Evrópu í Istanbul á miðvikudaginn og skrifar um leið nýjan kafla hjá UEFA. Enn eitt risaskrefið í uppgangi kvenna í fótboltaheiminum í dag. Þetta verður í fyrsta sinn sem kona dæmir úrslitaleik karla hjá UEFA en með henni verða kynsysturnar og aðstoðardómararnir Manuela Nicolosi og Michelle O’Neill. Sú síðarnefnda er frá Írlandi. Þegar Stéphanie Frappart varð fyrsta konan til að dæma karlaleik í frönsku deildinni á síðustu leiktíð þá fékk hún frábærar móttökur í stúkunni. Hún fylgdi því eftir með góðri frammistöðu á HM kvenna þar sem hún fékk á endanum að dæma úrslitaleikinn.European Super Cup referee Stéphanie Frappart: 'Girls see me on TV and know it's possible' | @Paul_Doylehttps://t.co/X48AZ8o3EI — Guardian sport (@guardian_sport) August 11, 2019The Observer tók viðtal við Stéphanie Frappart um leikinn á miðvikudaginn sem verður hægt að sjá í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. „Pressan á mér er öðruvísi. Ég veit vel að fólk mun horfa til að sjá hvernig ég stend mig,“ sagði hinn 35 ára gamla Stéphanie Frappart. Hún var aðeins önnur konan til að dæma karlaleik í einni af fimm stærstu deildum Evrópu en sú fyrsta var Bibiana Steinhaus í þýsku bundesligunni árið 2017. Sian Massey-Ellis hefur verið aðstoðardómari í ensku úrvalsdeildinni en aldrei verið aðaldómari. Frappart dæmdi leik Amiens og Strasbourg í frönsku deildinni en það verður allt annað að dæma stórleik á móti ensku liðanna Liverpool og Chelsea. Franski blaðamaðurinn Yohann Hautbois á L’Équipe hrósaði henni fyrir frammistöðuna í franska deildarleiknum. „Af þeim 23 sem voru inn á vellinum þá var hún líklega sú sem gerði fæst mistök,“ skrifaði hann í L’Équipe. „Ég sýndi að ég hafði hæfileikana og getuna til að dæma þarna,“ ssagði Frappart sem þarf að standast sömu próf og karlkyns dómararnir. „Leikmennirnir hlaupa ekkert hægar þótt að dómarinn sé kona“ sagði Frappart. „Það er mjög ánægjulegt að sjá að þetta er hægt. Ungar stelpur munu sjá mig í sjónvarpinu og vita um leið að þetta er mögulegt. Ég vona að það hvetji þær til að elta sína drauma,“ sagði Frappart en það má sjá alla greinina um hana hér. Enski boltinn Evrópudeild UEFA Meistaradeild Evrópu Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Leik lokið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Handbolti Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport KKÍ breytir reglum varðandi erlenda leikmenn Körfubolti Enn eitt tapið á Old Trafford Enski boltinn Í beinni: Liverpool - Arsenal | Skytturnar sækja meistarana heim Enski boltinn Meistaradeild Evrópu: Þar sem markmenn eru markverðir Fótbolti Barcelona með níu fingur á titlinum Fótbolti Sveindís Jane skoraði og lagði upp í kveðjuleiknum Fótbolti Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Íslenski boltinn Fleiri fréttir Arsenal kom til baka á móti meisturunum á Anfield Newcastle upp í þriðja sætið eftir sigur á Chelsea Enn eitt tapið á Old Trafford Palace fór létt með Tottenham sem hvíldi marga „Snýst um félagið, liðið og hvað við áorkum saman“ Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Watkins hélt Meistaradeildardraum Villa á lífi „Vörðust og vörðust meira ásamt því að tefja tímann“ Man. City tapaði mjög óvænt stigum á móti botnliðinu Haaland hreinskilinn: Ég hef ekki verið nægilega góður Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Arteta varar Arsenal fólk við: Erfiðasta staðan að fylla Arne Slot vonsvikinn með Trent Alexander-Arnold Mac Allister besti leikmaðurinn í fyrsta sinn Salah valinn bestur af blaðamönnum Fótboltaparið eignaðist son og skírði hann Jagger Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl „Hverjum er ekki sama þó við séum í veseni í deildinni“ „Liðið ætti að vera betra en það er en við erum að reyna“ Sheffield United með gott forskot í umspili Championship Rio Ferdinand lagður inn á sjúkrahús Fagnaði í bol með fullt af myndum af sjálfum sér Gætu þurft að bíða í sautján ár eftir nýjum leikvangi Arteta skaut á Liverpool á fundi fyrir PSG leikinn Ráðherra bað stuðningsmenn Liverpool afsökunar Brasilíudvöl í kortunum hjá Jorginho Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent Mac Allister: Liverpool er bara rétt að byrja Aftur tapar Forest stigum í baráttunni um Meistaradeildarsæti „Gengur aldrei einn í Liverpool en kannski gerir þú það i Madrid“ Sjá meira
Franski dómarinn Stéphanie Frappart dæmir leik Liverpool og Chelsea í ofurbikar Evrópu í Istanbul á miðvikudaginn og skrifar um leið nýjan kafla hjá UEFA. Enn eitt risaskrefið í uppgangi kvenna í fótboltaheiminum í dag. Þetta verður í fyrsta sinn sem kona dæmir úrslitaleik karla hjá UEFA en með henni verða kynsysturnar og aðstoðardómararnir Manuela Nicolosi og Michelle O’Neill. Sú síðarnefnda er frá Írlandi. Þegar Stéphanie Frappart varð fyrsta konan til að dæma karlaleik í frönsku deildinni á síðustu leiktíð þá fékk hún frábærar móttökur í stúkunni. Hún fylgdi því eftir með góðri frammistöðu á HM kvenna þar sem hún fékk á endanum að dæma úrslitaleikinn.European Super Cup referee Stéphanie Frappart: 'Girls see me on TV and know it's possible' | @Paul_Doylehttps://t.co/X48AZ8o3EI — Guardian sport (@guardian_sport) August 11, 2019The Observer tók viðtal við Stéphanie Frappart um leikinn á miðvikudaginn sem verður hægt að sjá í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. „Pressan á mér er öðruvísi. Ég veit vel að fólk mun horfa til að sjá hvernig ég stend mig,“ sagði hinn 35 ára gamla Stéphanie Frappart. Hún var aðeins önnur konan til að dæma karlaleik í einni af fimm stærstu deildum Evrópu en sú fyrsta var Bibiana Steinhaus í þýsku bundesligunni árið 2017. Sian Massey-Ellis hefur verið aðstoðardómari í ensku úrvalsdeildinni en aldrei verið aðaldómari. Frappart dæmdi leik Amiens og Strasbourg í frönsku deildinni en það verður allt annað að dæma stórleik á móti ensku liðanna Liverpool og Chelsea. Franski blaðamaðurinn Yohann Hautbois á L’Équipe hrósaði henni fyrir frammistöðuna í franska deildarleiknum. „Af þeim 23 sem voru inn á vellinum þá var hún líklega sú sem gerði fæst mistök,“ skrifaði hann í L’Équipe. „Ég sýndi að ég hafði hæfileikana og getuna til að dæma þarna,“ ssagði Frappart sem þarf að standast sömu próf og karlkyns dómararnir. „Leikmennirnir hlaupa ekkert hægar þótt að dómarinn sé kona“ sagði Frappart. „Það er mjög ánægjulegt að sjá að þetta er hægt. Ungar stelpur munu sjá mig í sjónvarpinu og vita um leið að þetta er mögulegt. Ég vona að það hvetji þær til að elta sína drauma,“ sagði Frappart en það má sjá alla greinina um hana hér.
Enski boltinn Evrópudeild UEFA Meistaradeild Evrópu Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Leik lokið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Handbolti Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport KKÍ breytir reglum varðandi erlenda leikmenn Körfubolti Enn eitt tapið á Old Trafford Enski boltinn Í beinni: Liverpool - Arsenal | Skytturnar sækja meistarana heim Enski boltinn Meistaradeild Evrópu: Þar sem markmenn eru markverðir Fótbolti Barcelona með níu fingur á titlinum Fótbolti Sveindís Jane skoraði og lagði upp í kveðjuleiknum Fótbolti Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Íslenski boltinn Fleiri fréttir Arsenal kom til baka á móti meisturunum á Anfield Newcastle upp í þriðja sætið eftir sigur á Chelsea Enn eitt tapið á Old Trafford Palace fór létt með Tottenham sem hvíldi marga „Snýst um félagið, liðið og hvað við áorkum saman“ Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Watkins hélt Meistaradeildardraum Villa á lífi „Vörðust og vörðust meira ásamt því að tefja tímann“ Man. City tapaði mjög óvænt stigum á móti botnliðinu Haaland hreinskilinn: Ég hef ekki verið nægilega góður Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Arteta varar Arsenal fólk við: Erfiðasta staðan að fylla Arne Slot vonsvikinn með Trent Alexander-Arnold Mac Allister besti leikmaðurinn í fyrsta sinn Salah valinn bestur af blaðamönnum Fótboltaparið eignaðist son og skírði hann Jagger Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl „Hverjum er ekki sama þó við séum í veseni í deildinni“ „Liðið ætti að vera betra en það er en við erum að reyna“ Sheffield United með gott forskot í umspili Championship Rio Ferdinand lagður inn á sjúkrahús Fagnaði í bol með fullt af myndum af sjálfum sér Gætu þurft að bíða í sautján ár eftir nýjum leikvangi Arteta skaut á Liverpool á fundi fyrir PSG leikinn Ráðherra bað stuðningsmenn Liverpool afsökunar Brasilíudvöl í kortunum hjá Jorginho Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent Mac Allister: Liverpool er bara rétt að byrja Aftur tapar Forest stigum í baráttunni um Meistaradeildarsæti „Gengur aldrei einn í Liverpool en kannski gerir þú það i Madrid“ Sjá meira