Finna þarf færa leið Jón Sigurðsson skrifar 13. ágúst 2019 07:00 Langflestir lögfræðingar sem fjallað hafa opinberlega um 3. orkupakkann álíta að ekki verði hald í þeirri aðferð sem ríkisstjórnin boðar í þingsályktunartillögu sinni. Þeir telja sterkastar líkur á því að fjárfestir sem hyggst tengja raforkukerfi okkar við meginlandið (Bretland er á leið út) geti fyrir dómi fengið fyrirvörum þeim hnekkt sem nú eru ráðgerðir og jafnvel fengið skaðabætur frá Íslendingum. Nokkrir alþingismenn vilja bregðast við þessu með ákvæði um að efnt skuli til þjóðaratkvæðagreiðslu ef hugmyndir um raftengingar til Evrópu koma síðar til álita. Þessi tillaga er ágæt, en breytir réttarstöðunni varla. Til þess að bæta úr má hugsa sér að Alþingi samþykki þingsályktunartillöguna með viðbótartillögu þess efnis að ríkisstjórn Íslands leggi það tafarlaust fyrir sameiginlegu EES-nefndina að Ísland hyggist ekki fyrir sitt leyti taka upp allar reglur raforkukerfis Evrópusambandsins af augljósum náttúrulegum ástæðum (fjarlægðum, legu lands, mannfjölda hér, náttúruvernd, orkumálastefnu okkar og raforkukerfi, sjávardýpi o.fl.) og hyggist af sömu ástæðum ekki tengjast raforkukerfum annarra landa. Tiltekið verði að 3. orkupakkinn taki ekki gildi fyrir Ísland fyrr en sameiginlega nefndin hefur staðfest afstöðu Íslendinga með formlegum hætti. Þetta er skýlaus réttur aðildarríkis EES, eins og aðildarríkja ESB. Slík stjórnskipuleg staðfesting á ekki að koma á óvart, nema að því leyti að Íslendingar hafa látið málið dragast úr hömlu. Þetta mál er komið í uppnám, og tekist hefur að kveikja tortryggni og ótta meðal almennings. Órökstuddar samsæriskenningar heyrast víða. Ríkisstjórn Sigmundar Gunnlaugssonar lét málið velkjast án þess að taka á vandanum sem fyrirsjáanlegur var þá þegar og er nú orðinn alvarlegur. Því er það verkefnið nú að finna lausn og færa leið.Höfundur er fyrrverandi skólastjóri Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Jón Sigurðsson Þriðji orkupakkinn Mest lesið Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Heilbrigðiskerfi framtíðarinnar Victor Guðmundsson Skoðun Kosningabaráttan er kostuð af þér Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Af hverju ætti ég að standa með kennurum? Stefán Birgir Jóhannesson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Veldu Viðreisn Katrín Sigríður J Steingrímsdóttir Skoðun Dýrkeypt jólagjöf Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Augljós og sýnilegur ávinningur í styttingu biðlista Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Staðreyndir í útlendingamálum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur um ferðaþjónustuna Pétur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð án sleggju: Vaxtalækkanir og skattalækkanir í þágu heimilanna Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Við erum hér fyrir þig Elvar Eyvindsson,Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir,Bogi Kristjánsson skrifar Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson skrifar Skoðun Þetta kostar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þrífætta svínið og auðlindarentan Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Er nóg að bara brjóta land? Þorvaldur Rúnarsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta til framtíðar: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Að kjósa taktískt Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Að standa vörð um þjóðina Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Jöfn tækifæri í boði Sjálfstæðisflokksins Snorri Ingimarsson skrifar Skoðun Íslendingar, ekki vera fávitar! Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Náttúran er stærsta kosningamálið Skúli Skúlason skrifar Skoðun Ásýnd spillingar Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Pólitík í pípunum Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Veldu Viðreisn Katrín Sigríður J Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Hugsi eftir íbúafund gærdagsins Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðin er í húfi Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Drodzy Polacy Jóhann Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Fáránleg fjármálastjórn Sigurður Oddsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki fyrir ferðaþjónustuna Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Sjávarútvegurinn - Unga fólkið er framtíðin Arnar Jónsson,Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hver verða lykilgildin í næsta stjórnarsáttmála? Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar Skoðun Kjósum frið Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Af hverju kýs ég frjálslyndi og frelsi? Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Píratar, frumkvöðlar í íslenskum stjórnmálum Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Lilja lofar öllu fögru Björn B Björnsson skrifar Sjá meira
Langflestir lögfræðingar sem fjallað hafa opinberlega um 3. orkupakkann álíta að ekki verði hald í þeirri aðferð sem ríkisstjórnin boðar í þingsályktunartillögu sinni. Þeir telja sterkastar líkur á því að fjárfestir sem hyggst tengja raforkukerfi okkar við meginlandið (Bretland er á leið út) geti fyrir dómi fengið fyrirvörum þeim hnekkt sem nú eru ráðgerðir og jafnvel fengið skaðabætur frá Íslendingum. Nokkrir alþingismenn vilja bregðast við þessu með ákvæði um að efnt skuli til þjóðaratkvæðagreiðslu ef hugmyndir um raftengingar til Evrópu koma síðar til álita. Þessi tillaga er ágæt, en breytir réttarstöðunni varla. Til þess að bæta úr má hugsa sér að Alþingi samþykki þingsályktunartillöguna með viðbótartillögu þess efnis að ríkisstjórn Íslands leggi það tafarlaust fyrir sameiginlegu EES-nefndina að Ísland hyggist ekki fyrir sitt leyti taka upp allar reglur raforkukerfis Evrópusambandsins af augljósum náttúrulegum ástæðum (fjarlægðum, legu lands, mannfjölda hér, náttúruvernd, orkumálastefnu okkar og raforkukerfi, sjávardýpi o.fl.) og hyggist af sömu ástæðum ekki tengjast raforkukerfum annarra landa. Tiltekið verði að 3. orkupakkinn taki ekki gildi fyrir Ísland fyrr en sameiginlega nefndin hefur staðfest afstöðu Íslendinga með formlegum hætti. Þetta er skýlaus réttur aðildarríkis EES, eins og aðildarríkja ESB. Slík stjórnskipuleg staðfesting á ekki að koma á óvart, nema að því leyti að Íslendingar hafa látið málið dragast úr hömlu. Þetta mál er komið í uppnám, og tekist hefur að kveikja tortryggni og ótta meðal almennings. Órökstuddar samsæriskenningar heyrast víða. Ríkisstjórn Sigmundar Gunnlaugssonar lét málið velkjast án þess að taka á vandanum sem fyrirsjáanlegur var þá þegar og er nú orðinn alvarlegur. Því er það verkefnið nú að finna lausn og færa leið.Höfundur er fyrrverandi skólastjóri
Skoðun Framtíð án sleggju: Vaxtalækkanir og skattalækkanir í þágu heimilanna Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Við erum hér fyrir þig Elvar Eyvindsson,Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir,Bogi Kristjánsson skrifar
Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar