Vala Kristín Eiríksdóttir sem er fædd 1991 og Jakob Birgisson, sem er fæddur 1998 munu þannig ljá Skaupinu ferskan blæ í ár og eflaust höfða til unga fólksins í landinu.
Vala Kristín er hluti af gríntvíeykinu í þættinum Þær tvær sem var sýndur á Stöð 2 og þá hlaut hún Grímuverðlaunin fyrir frammistöðu sína í Matthildi sem var á fjölum Borgarleikhússins. Þrátt fyrir ungan aldur hefur Jakob slegið í gegn með uppistandi sínu sem er undir yfirskriftinni „Meistari Jakob“ og stimplað sig rækilega inn í uppistandssenuna.

Líkt og árið 2017 mun Dóra leiða handritsvinnuna en hún er upphafskona spunahópsins Improv Ísland og stundaði nám við UCB skólann í New York. Þorstein þar vart að kynna en hann var hluti af Fóstbræðra-hópnum goðsagnakennda og hefur margsinnis tekið þátt í Skaupinu.
Reynir hefur komið víða við á ferlinum, leikstýrt kvikmyndum, sjónvarpsþáttaröðum og þá hefur hann áður leikstýrt Áramótaskaupinu og tekið eftir því að allir hafi skoðun á ágæti Skaupsins.
„En þetta er líka mjög skemmtileg vinna, eiginlega forréttindi að fá að vinna með landsliði grínara að því að skoða árið í gegnum grín,“ segir Reynir
Verður skaupið pólitískt?
„Einhver sagði að allt væri pólitík svo svarið er líklegast já. En á sama tíma langar okkur að vinna grínið út frá upplifun fólksins í landinu á atburðum ársins. Fólk á að geta tengt við skaupið, hlegið saman að okkur sem þjóð. Það verður einhver söngur og pottþétt einhver dans, “segir Reynir.