Rúnar: Ágætis áminning fyrir leikmenn, þjálfara og alla sem snúa að klúbbnum Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 11. ágúst 2019 18:32 Rúnar Kristinsson, þjálfari KR. vísir/bára „Fyrstu fimm mínúturnar voru góðar, áttum tvö góð skot og vorum að opna þá aðeins. Svo fara þeir bara upp völlinn og skora úr sinni fyrstu sókn og eftir 20 mínútur er staðan orðin 3-0. Þeir tóku okkur bara í bólinu, við vorum alltaf að bíða eftir að einhver annar gerði hlutina fyrir okkur, vorum ekki nægilega agressífir og hleyptum þeim alltof oft í ákjósanlegar stöður sem þeir nýttu frábærlega,“ sagði Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, um fyrstu 20 mínútur leiksins gegn HK er toppliðið fékk skell í dag. Staðan var orðin 3-0 HK í vil á þeim tímapunkti en eiknum lauk svo með 4-1 sigri HK. Rúnar hélt áfram. „HK spilaði ofboðslega góðan leik varnarlega, frábærar skyndisóknir, mikil tækni í liðinu hjá þeim og flottlið sem þeir eru með. Brynjar Björn [Gunnarsson, þjálfari HK] og Viktor [Bjarki Arnarsson, spilandi aðstoðarþjálfari] eru að gera frábæra hluti og áttu þennan sigur fyllilega skilið.“ „Það kemur svo sem ekkert á óvart, við erum búnir að horfa á þau eins og öll önnur lið í þessari deild, þau eru nú ekki það mörg. Þannig við þekkjum öll hvort annað nokkuð vel en þeir eru ofboðslega vel skipulagðir og ef þú ætlar að sækja á mörgum mönnum, eins og við gerðum í byrjun, þá eru þeir flinkir í að nýta sér veikleika okkar og keyra hratt á okkur í þau auðu svæði sem eru.“ „Þeir gerðu það vel í dag, að sama skapi erum við bara horfandi á og bíðandi eftir að næsti maður taki af skarið. Þetta var bara ekki okkar dagur og stundum er skárra að fá almennilegan skell,“ sagði Rúnar aðspurður hvort eitthvað hefði komið sér á óvart í leikstíl HK eða þetta hefði einfaldlega verið „einn af þessum dögum.“ Varðandi það hvort leikurinn gæti hjálpað KR í komandi verkefnum þá telur Rúnar svo vera. „Þetta er ágætis áminning, nú tala ég ekki bara um leikmenn heldur þjálfarateymið líka og alla sem snúa að klúbbnum. Það þýðir ekkert að halda að þetta sé búið og komið þetta mót, það er nóg eftir af þessu og ég hef sagt það oft. Það eru hins vegar allir að óska strákunum til hamingju með titilinn út í bæ en menn verða að kunna að taka því. Þetta er ekkert búið og það er nóg eftir.“ Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: HK - KR 4-1 | Meistaraefnin fengu skell í Kórnum HK er komið upp í 3. sæti delidarinnar eftir stórsigur á toppliði KR. 11. ágúst 2019 18:30 Mest lesið Allt annað en sáttur með Frey Fótbolti Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Körfubolti Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Enski boltinn „Fyrr skal ég dauður liggja“ Enski boltinn Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Fótbolti „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Körfubolti Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ Körfubolti Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Körfubolti Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Íslenski boltinn „Ómetanlegar“ minningar Nelson feðga Sport Fleiri fréttir Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ ÍA fær Baldvin frá Fjölni Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val „Held að fólk sé komið með leið á því að lesa um þessi félagsskipti“ Gylfi orðinn Víkingur Valsmenn settu sex gegn Grindavík Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Býst við Grikkjunum betri í kvöld „Þetta er einstakur strákur“ Barðist við tárin þegar hann kvaddi Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? „Einbeiti mér að allt öðru en einhverri dramatík á Íslandi“ Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig „Kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fótbolta“ Nýr lögfræðingur KSÍ á yfir fjögur hundruð leiki í meistaraflokki Umdeild frammistaða Gylfa í kveðjuleiknum Samskiptin furðuleg og fólk tengt Gylfa við stýrið Erlendir miðlar fjalla um skipti Gylfa Þórs: Verður samherji Gunnars Vatnhamar Skagamenn horfa áfram til yngri leikmanna Sjá meira
„Fyrstu fimm mínúturnar voru góðar, áttum tvö góð skot og vorum að opna þá aðeins. Svo fara þeir bara upp völlinn og skora úr sinni fyrstu sókn og eftir 20 mínútur er staðan orðin 3-0. Þeir tóku okkur bara í bólinu, við vorum alltaf að bíða eftir að einhver annar gerði hlutina fyrir okkur, vorum ekki nægilega agressífir og hleyptum þeim alltof oft í ákjósanlegar stöður sem þeir nýttu frábærlega,“ sagði Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, um fyrstu 20 mínútur leiksins gegn HK er toppliðið fékk skell í dag. Staðan var orðin 3-0 HK í vil á þeim tímapunkti en eiknum lauk svo með 4-1 sigri HK. Rúnar hélt áfram. „HK spilaði ofboðslega góðan leik varnarlega, frábærar skyndisóknir, mikil tækni í liðinu hjá þeim og flottlið sem þeir eru með. Brynjar Björn [Gunnarsson, þjálfari HK] og Viktor [Bjarki Arnarsson, spilandi aðstoðarþjálfari] eru að gera frábæra hluti og áttu þennan sigur fyllilega skilið.“ „Það kemur svo sem ekkert á óvart, við erum búnir að horfa á þau eins og öll önnur lið í þessari deild, þau eru nú ekki það mörg. Þannig við þekkjum öll hvort annað nokkuð vel en þeir eru ofboðslega vel skipulagðir og ef þú ætlar að sækja á mörgum mönnum, eins og við gerðum í byrjun, þá eru þeir flinkir í að nýta sér veikleika okkar og keyra hratt á okkur í þau auðu svæði sem eru.“ „Þeir gerðu það vel í dag, að sama skapi erum við bara horfandi á og bíðandi eftir að næsti maður taki af skarið. Þetta var bara ekki okkar dagur og stundum er skárra að fá almennilegan skell,“ sagði Rúnar aðspurður hvort eitthvað hefði komið sér á óvart í leikstíl HK eða þetta hefði einfaldlega verið „einn af þessum dögum.“ Varðandi það hvort leikurinn gæti hjálpað KR í komandi verkefnum þá telur Rúnar svo vera. „Þetta er ágætis áminning, nú tala ég ekki bara um leikmenn heldur þjálfarateymið líka og alla sem snúa að klúbbnum. Það þýðir ekkert að halda að þetta sé búið og komið þetta mót, það er nóg eftir af þessu og ég hef sagt það oft. Það eru hins vegar allir að óska strákunum til hamingju með titilinn út í bæ en menn verða að kunna að taka því. Þetta er ekkert búið og það er nóg eftir.“
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: HK - KR 4-1 | Meistaraefnin fengu skell í Kórnum HK er komið upp í 3. sæti delidarinnar eftir stórsigur á toppliði KR. 11. ágúst 2019 18:30 Mest lesið Allt annað en sáttur með Frey Fótbolti Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Körfubolti Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Enski boltinn „Fyrr skal ég dauður liggja“ Enski boltinn Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Fótbolti „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Körfubolti Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ Körfubolti Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Körfubolti Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Íslenski boltinn „Ómetanlegar“ minningar Nelson feðga Sport Fleiri fréttir Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ ÍA fær Baldvin frá Fjölni Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val „Held að fólk sé komið með leið á því að lesa um þessi félagsskipti“ Gylfi orðinn Víkingur Valsmenn settu sex gegn Grindavík Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Býst við Grikkjunum betri í kvöld „Þetta er einstakur strákur“ Barðist við tárin þegar hann kvaddi Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? „Einbeiti mér að allt öðru en einhverri dramatík á Íslandi“ Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig „Kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fótbolta“ Nýr lögfræðingur KSÍ á yfir fjögur hundruð leiki í meistaraflokki Umdeild frammistaða Gylfa í kveðjuleiknum Samskiptin furðuleg og fólk tengt Gylfa við stýrið Erlendir miðlar fjalla um skipti Gylfa Þórs: Verður samherji Gunnars Vatnhamar Skagamenn horfa áfram til yngri leikmanna Sjá meira
Leik lokið: HK - KR 4-1 | Meistaraefnin fengu skell í Kórnum HK er komið upp í 3. sæti delidarinnar eftir stórsigur á toppliði KR. 11. ágúst 2019 18:30