Hálslón, sem er vatnsforðabúr Kárahnjúkavirkjunar, fór á yfirfall í vikunni.
Þessi staða mun setja strik í reikning laxveiðimanna í Jöklu. Segir á vef Fljótsdalshéraðs að vegna þessa megi ætla að Jökla haldi sínum gamalkunna jökullit fram eftir hausti þar til innrennsli nær jafnvægi.
„Íbúar og ferðamenn eru beðnir um að hafa þetta í huga á ferðum sínum við Jökulsá á Dal,“ segir á vef Fljótsdalshéraðs.
Þess má geta að enn vantar um 70 sentímetra á vatnshæð Blöndulóns svo að það fari á yfirfall.
