Telur að innanlandsflug gæti lagst af innan fárra ára verði ekki gripið til aðgerða Sunna Sæmundsdóttir skrifar 29. ágúst 2019 19:25 Innanlandsflug á Íslandi gæti lagst af innan fárra ára verði ekki gripið til aðgerða, að mati framkvæmdastjóra flugfélagsins Ernis. Þingmaður Sjálfstæðisflokks telur að stjórnvöld þurfi að niðurgreiða farmiða og vill sjá breytingar strax á nýju ári. Erfið staða í innanlandsflugi var til umræðu á fundi umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis í morgun. Á þessu ári hefur farþegum á öllum innanlandsflugvöllum fækkað. Á Reykjavíkurflugvelli um hátt í þrettán prósent og um fjórtán prósent á Egilsstöðum. „Ég held að það sem komi helst til skoðunar er að búa þeim almenningssamgöngum sem flugið er svipað umhverfi og í kringum aðrar samgöngur, líkt og í kringum strætó og ferjur,“ segir Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokks. Til skoðunar er að taka upp hina svokölluðu skosku leið, þar sem farmiðar þeirra sem búa á jaðarsvæðum eru niðurgreiddir um helming. Framkvæmdastjóri Ernis segir innspýtingu sem mögulega fylgi því ekki duga til. Ef sú leið yrði farin þyrfti einnig að koma til niðurgreiðslu ríkisins. „Það kostar 490 krónur að fara með strætisvagni innanbæjar á höfuðborgarsvæðinu. Ef það væri ekki niðurgreitt af ríkinu og bæjum myndi það kosta um 1700. Hver færi í strætisvagn fyrir 1700 á hverja ferð? Sama er með flugið. Ef það væri niðurgreitt í sama mæli mætti reikna með að flug til Akureyrar myndi kosta svona fimm þúsund kall,“ segir Hörður Guðmundsson, framkvæmdastjóri Ernis. Vilhjálmur segir aðgerðir ekki geta beðið. „Ég held að tíminn sé bara að verða runninn út. Það þarf að gera það strax í haust. Þannig við getum hafist handa strax á nýju ári með nýtt fyrirkomulag.“ „Innanlandsflug á Íslandi gæti mögulega lagst af innan fárra ára ef fram heldur sem horfir. Ég rek elsta starfandi flugfélag á Íslandi, það verður 50 ára næsta vor og ég hef séð margar tíðirnar í þessu og margar fjörurnar sopið. Ég reyni mitt besta en það er komið að þolmörkum. Algjörlega,“ segir Hörður. Alþingi Byggðamál Fréttir af flugi Samgöngur Tengdar fréttir Rætt um að flugið verði fjármagnað líkt og strætó Aðgerðir til að bæta stöðu innanlandsflugs þola enga bið að mati þingmanns Sjálfstæðisflokksins. Skoða þurfi hvort ríkið geti fjármagnað flugið líkt og almenningssamgöngur. Skoska leiðin dugi ekki til að mæta rekstrarvandanum en hún þurfi þó að koma til framkvæmda strax á nýju ári. 29. ágúst 2019 12:20 Funda um stöðu innanlandsflugs á Íslandi í fyrramálið Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis kemur saman í fyrramálið klukkan hálf níu til að ræða stöðu innanlandsflugs á Íslandi. 28. ágúst 2019 22:00 Farþegar í innanlandsflugi ekki verið færri frá því 2002 Flugfarþegar í innanlandskerfinu fyrstu sjö mánuði ársins hafa ekki verið færri síðan árið 2002. Samgönguráðherra segir þetta áhyggjuefni og að spýta þurfi í lófana. Bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar segir verðið komið yfir sársaukamörk. 28. ágúst 2019 08:00 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Fleiri fréttir Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Sjá meira
Innanlandsflug á Íslandi gæti lagst af innan fárra ára verði ekki gripið til aðgerða, að mati framkvæmdastjóra flugfélagsins Ernis. Þingmaður Sjálfstæðisflokks telur að stjórnvöld þurfi að niðurgreiða farmiða og vill sjá breytingar strax á nýju ári. Erfið staða í innanlandsflugi var til umræðu á fundi umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis í morgun. Á þessu ári hefur farþegum á öllum innanlandsflugvöllum fækkað. Á Reykjavíkurflugvelli um hátt í þrettán prósent og um fjórtán prósent á Egilsstöðum. „Ég held að það sem komi helst til skoðunar er að búa þeim almenningssamgöngum sem flugið er svipað umhverfi og í kringum aðrar samgöngur, líkt og í kringum strætó og ferjur,“ segir Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokks. Til skoðunar er að taka upp hina svokölluðu skosku leið, þar sem farmiðar þeirra sem búa á jaðarsvæðum eru niðurgreiddir um helming. Framkvæmdastjóri Ernis segir innspýtingu sem mögulega fylgi því ekki duga til. Ef sú leið yrði farin þyrfti einnig að koma til niðurgreiðslu ríkisins. „Það kostar 490 krónur að fara með strætisvagni innanbæjar á höfuðborgarsvæðinu. Ef það væri ekki niðurgreitt af ríkinu og bæjum myndi það kosta um 1700. Hver færi í strætisvagn fyrir 1700 á hverja ferð? Sama er með flugið. Ef það væri niðurgreitt í sama mæli mætti reikna með að flug til Akureyrar myndi kosta svona fimm þúsund kall,“ segir Hörður Guðmundsson, framkvæmdastjóri Ernis. Vilhjálmur segir aðgerðir ekki geta beðið. „Ég held að tíminn sé bara að verða runninn út. Það þarf að gera það strax í haust. Þannig við getum hafist handa strax á nýju ári með nýtt fyrirkomulag.“ „Innanlandsflug á Íslandi gæti mögulega lagst af innan fárra ára ef fram heldur sem horfir. Ég rek elsta starfandi flugfélag á Íslandi, það verður 50 ára næsta vor og ég hef séð margar tíðirnar í þessu og margar fjörurnar sopið. Ég reyni mitt besta en það er komið að þolmörkum. Algjörlega,“ segir Hörður.
Alþingi Byggðamál Fréttir af flugi Samgöngur Tengdar fréttir Rætt um að flugið verði fjármagnað líkt og strætó Aðgerðir til að bæta stöðu innanlandsflugs þola enga bið að mati þingmanns Sjálfstæðisflokksins. Skoða þurfi hvort ríkið geti fjármagnað flugið líkt og almenningssamgöngur. Skoska leiðin dugi ekki til að mæta rekstrarvandanum en hún þurfi þó að koma til framkvæmda strax á nýju ári. 29. ágúst 2019 12:20 Funda um stöðu innanlandsflugs á Íslandi í fyrramálið Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis kemur saman í fyrramálið klukkan hálf níu til að ræða stöðu innanlandsflugs á Íslandi. 28. ágúst 2019 22:00 Farþegar í innanlandsflugi ekki verið færri frá því 2002 Flugfarþegar í innanlandskerfinu fyrstu sjö mánuði ársins hafa ekki verið færri síðan árið 2002. Samgönguráðherra segir þetta áhyggjuefni og að spýta þurfi í lófana. Bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar segir verðið komið yfir sársaukamörk. 28. ágúst 2019 08:00 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Fleiri fréttir Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Sjá meira
Rætt um að flugið verði fjármagnað líkt og strætó Aðgerðir til að bæta stöðu innanlandsflugs þola enga bið að mati þingmanns Sjálfstæðisflokksins. Skoða þurfi hvort ríkið geti fjármagnað flugið líkt og almenningssamgöngur. Skoska leiðin dugi ekki til að mæta rekstrarvandanum en hún þurfi þó að koma til framkvæmda strax á nýju ári. 29. ágúst 2019 12:20
Funda um stöðu innanlandsflugs á Íslandi í fyrramálið Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis kemur saman í fyrramálið klukkan hálf níu til að ræða stöðu innanlandsflugs á Íslandi. 28. ágúst 2019 22:00
Farþegar í innanlandsflugi ekki verið færri frá því 2002 Flugfarþegar í innanlandskerfinu fyrstu sjö mánuði ársins hafa ekki verið færri síðan árið 2002. Samgönguráðherra segir þetta áhyggjuefni og að spýta þurfi í lófana. Bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar segir verðið komið yfir sársaukamörk. 28. ágúst 2019 08:00