Telur að innanlandsflug gæti lagst af innan fárra ára verði ekki gripið til aðgerða Sunna Sæmundsdóttir skrifar 29. ágúst 2019 19:25 Innanlandsflug á Íslandi gæti lagst af innan fárra ára verði ekki gripið til aðgerða, að mati framkvæmdastjóra flugfélagsins Ernis. Þingmaður Sjálfstæðisflokks telur að stjórnvöld þurfi að niðurgreiða farmiða og vill sjá breytingar strax á nýju ári. Erfið staða í innanlandsflugi var til umræðu á fundi umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis í morgun. Á þessu ári hefur farþegum á öllum innanlandsflugvöllum fækkað. Á Reykjavíkurflugvelli um hátt í þrettán prósent og um fjórtán prósent á Egilsstöðum. „Ég held að það sem komi helst til skoðunar er að búa þeim almenningssamgöngum sem flugið er svipað umhverfi og í kringum aðrar samgöngur, líkt og í kringum strætó og ferjur,“ segir Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokks. Til skoðunar er að taka upp hina svokölluðu skosku leið, þar sem farmiðar þeirra sem búa á jaðarsvæðum eru niðurgreiddir um helming. Framkvæmdastjóri Ernis segir innspýtingu sem mögulega fylgi því ekki duga til. Ef sú leið yrði farin þyrfti einnig að koma til niðurgreiðslu ríkisins. „Það kostar 490 krónur að fara með strætisvagni innanbæjar á höfuðborgarsvæðinu. Ef það væri ekki niðurgreitt af ríkinu og bæjum myndi það kosta um 1700. Hver færi í strætisvagn fyrir 1700 á hverja ferð? Sama er með flugið. Ef það væri niðurgreitt í sama mæli mætti reikna með að flug til Akureyrar myndi kosta svona fimm þúsund kall,“ segir Hörður Guðmundsson, framkvæmdastjóri Ernis. Vilhjálmur segir aðgerðir ekki geta beðið. „Ég held að tíminn sé bara að verða runninn út. Það þarf að gera það strax í haust. Þannig við getum hafist handa strax á nýju ári með nýtt fyrirkomulag.“ „Innanlandsflug á Íslandi gæti mögulega lagst af innan fárra ára ef fram heldur sem horfir. Ég rek elsta starfandi flugfélag á Íslandi, það verður 50 ára næsta vor og ég hef séð margar tíðirnar í þessu og margar fjörurnar sopið. Ég reyni mitt besta en það er komið að þolmörkum. Algjörlega,“ segir Hörður. Alþingi Byggðamál Fréttir af flugi Samgöngur Tengdar fréttir Rætt um að flugið verði fjármagnað líkt og strætó Aðgerðir til að bæta stöðu innanlandsflugs þola enga bið að mati þingmanns Sjálfstæðisflokksins. Skoða þurfi hvort ríkið geti fjármagnað flugið líkt og almenningssamgöngur. Skoska leiðin dugi ekki til að mæta rekstrarvandanum en hún þurfi þó að koma til framkvæmda strax á nýju ári. 29. ágúst 2019 12:20 Funda um stöðu innanlandsflugs á Íslandi í fyrramálið Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis kemur saman í fyrramálið klukkan hálf níu til að ræða stöðu innanlandsflugs á Íslandi. 28. ágúst 2019 22:00 Farþegar í innanlandsflugi ekki verið færri frá því 2002 Flugfarþegar í innanlandskerfinu fyrstu sjö mánuði ársins hafa ekki verið færri síðan árið 2002. Samgönguráðherra segir þetta áhyggjuefni og að spýta þurfi í lófana. Bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar segir verðið komið yfir sársaukamörk. 28. ágúst 2019 08:00 Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Innlent Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins Innlent „Ég byrja harður og svo er ég bara grillaður í restina“ Innlent „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Innlent Fleiri fréttir „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins „Ég byrja harður og svo er ég bara grillaður í restina“ Reyndi að brjótast inn með exi Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Kanónurnar sem eru að hverfa Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Flokkurinn verði að líta inn á við Stefnir í að flokkunum fækki um tvo Flokkur fólksins í gríðarlegri sókn í Norðvesturkjördæmi Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Samfylkingin langstærst í kjördæmi Kristrúnar Stefnir í að VG þurrkist út af þingi Gríðarlega mikið fylgi sem dettur niður dautt Ljóst að þetta yrði brekka fyrir Framsókn Sjálfstæðisflokkur og Samfylking ná bæði fjórum inn í Kraganum „Ég veit ekki hvort ég er að koma eða fara“ Merkir hægribylgju en ekki vonbrigði Glaður maður en býst við batnandi tölum Samfylkingin og Flokkur fólksins bæta miklu við sig Sagði sínu fólki að tala ekki illa um aðra flokka Trúir því að fólk sé að detta VG megin í kjörklefanum Vegabréfið fór með atkvæðinu í kjörkassann „Ég trúi því að þjóðin sé að opna augun“ Viðbúið að talning tefjist í einhverjum kjördæmum Þriggja bíla árekstur og mikil umferðarteppa Kjördagur að kveldi kominn en nóttin rétt að byrja Tveir fluttir með þyrlu vegna rútuslyssins og einn fluttur vegna veikinda Sjá meira
Innanlandsflug á Íslandi gæti lagst af innan fárra ára verði ekki gripið til aðgerða, að mati framkvæmdastjóra flugfélagsins Ernis. Þingmaður Sjálfstæðisflokks telur að stjórnvöld þurfi að niðurgreiða farmiða og vill sjá breytingar strax á nýju ári. Erfið staða í innanlandsflugi var til umræðu á fundi umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis í morgun. Á þessu ári hefur farþegum á öllum innanlandsflugvöllum fækkað. Á Reykjavíkurflugvelli um hátt í þrettán prósent og um fjórtán prósent á Egilsstöðum. „Ég held að það sem komi helst til skoðunar er að búa þeim almenningssamgöngum sem flugið er svipað umhverfi og í kringum aðrar samgöngur, líkt og í kringum strætó og ferjur,“ segir Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokks. Til skoðunar er að taka upp hina svokölluðu skosku leið, þar sem farmiðar þeirra sem búa á jaðarsvæðum eru niðurgreiddir um helming. Framkvæmdastjóri Ernis segir innspýtingu sem mögulega fylgi því ekki duga til. Ef sú leið yrði farin þyrfti einnig að koma til niðurgreiðslu ríkisins. „Það kostar 490 krónur að fara með strætisvagni innanbæjar á höfuðborgarsvæðinu. Ef það væri ekki niðurgreitt af ríkinu og bæjum myndi það kosta um 1700. Hver færi í strætisvagn fyrir 1700 á hverja ferð? Sama er með flugið. Ef það væri niðurgreitt í sama mæli mætti reikna með að flug til Akureyrar myndi kosta svona fimm þúsund kall,“ segir Hörður Guðmundsson, framkvæmdastjóri Ernis. Vilhjálmur segir aðgerðir ekki geta beðið. „Ég held að tíminn sé bara að verða runninn út. Það þarf að gera það strax í haust. Þannig við getum hafist handa strax á nýju ári með nýtt fyrirkomulag.“ „Innanlandsflug á Íslandi gæti mögulega lagst af innan fárra ára ef fram heldur sem horfir. Ég rek elsta starfandi flugfélag á Íslandi, það verður 50 ára næsta vor og ég hef séð margar tíðirnar í þessu og margar fjörurnar sopið. Ég reyni mitt besta en það er komið að þolmörkum. Algjörlega,“ segir Hörður.
Alþingi Byggðamál Fréttir af flugi Samgöngur Tengdar fréttir Rætt um að flugið verði fjármagnað líkt og strætó Aðgerðir til að bæta stöðu innanlandsflugs þola enga bið að mati þingmanns Sjálfstæðisflokksins. Skoða þurfi hvort ríkið geti fjármagnað flugið líkt og almenningssamgöngur. Skoska leiðin dugi ekki til að mæta rekstrarvandanum en hún þurfi þó að koma til framkvæmda strax á nýju ári. 29. ágúst 2019 12:20 Funda um stöðu innanlandsflugs á Íslandi í fyrramálið Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis kemur saman í fyrramálið klukkan hálf níu til að ræða stöðu innanlandsflugs á Íslandi. 28. ágúst 2019 22:00 Farþegar í innanlandsflugi ekki verið færri frá því 2002 Flugfarþegar í innanlandskerfinu fyrstu sjö mánuði ársins hafa ekki verið færri síðan árið 2002. Samgönguráðherra segir þetta áhyggjuefni og að spýta þurfi í lófana. Bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar segir verðið komið yfir sársaukamörk. 28. ágúst 2019 08:00 Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Innlent Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins Innlent „Ég byrja harður og svo er ég bara grillaður í restina“ Innlent „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Innlent Fleiri fréttir „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins „Ég byrja harður og svo er ég bara grillaður í restina“ Reyndi að brjótast inn með exi Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Kanónurnar sem eru að hverfa Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Flokkurinn verði að líta inn á við Stefnir í að flokkunum fækki um tvo Flokkur fólksins í gríðarlegri sókn í Norðvesturkjördæmi Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Samfylkingin langstærst í kjördæmi Kristrúnar Stefnir í að VG þurrkist út af þingi Gríðarlega mikið fylgi sem dettur niður dautt Ljóst að þetta yrði brekka fyrir Framsókn Sjálfstæðisflokkur og Samfylking ná bæði fjórum inn í Kraganum „Ég veit ekki hvort ég er að koma eða fara“ Merkir hægribylgju en ekki vonbrigði Glaður maður en býst við batnandi tölum Samfylkingin og Flokkur fólksins bæta miklu við sig Sagði sínu fólki að tala ekki illa um aðra flokka Trúir því að fólk sé að detta VG megin í kjörklefanum Vegabréfið fór með atkvæðinu í kjörkassann „Ég trúi því að þjóðin sé að opna augun“ Viðbúið að talning tefjist í einhverjum kjördæmum Þriggja bíla árekstur og mikil umferðarteppa Kjördagur að kveldi kominn en nóttin rétt að byrja Tveir fluttir með þyrlu vegna rútuslyssins og einn fluttur vegna veikinda Sjá meira
Rætt um að flugið verði fjármagnað líkt og strætó Aðgerðir til að bæta stöðu innanlandsflugs þola enga bið að mati þingmanns Sjálfstæðisflokksins. Skoða þurfi hvort ríkið geti fjármagnað flugið líkt og almenningssamgöngur. Skoska leiðin dugi ekki til að mæta rekstrarvandanum en hún þurfi þó að koma til framkvæmda strax á nýju ári. 29. ágúst 2019 12:20
Funda um stöðu innanlandsflugs á Íslandi í fyrramálið Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis kemur saman í fyrramálið klukkan hálf níu til að ræða stöðu innanlandsflugs á Íslandi. 28. ágúst 2019 22:00
Farþegar í innanlandsflugi ekki verið færri frá því 2002 Flugfarþegar í innanlandskerfinu fyrstu sjö mánuði ársins hafa ekki verið færri síðan árið 2002. Samgönguráðherra segir þetta áhyggjuefni og að spýta þurfi í lófana. Bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar segir verðið komið yfir sársaukamörk. 28. ágúst 2019 08:00