Comey braut reglur í tengslum við örlagarík minnisblöð Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 29. ágúst 2019 15:30 James Comey, fyrrverandi forstjóra FBI og Donald Trump, forseti Bandaríkjanna. James Comey, fyrrverandi forstjóri Bandarísku alríkislögreglunnar FBI, braut reglur stofnunarinnar þegar hann hélt eftir minnisblöðum sem hann skrásetti eftir fundi hans með Donald Trump, forseta Bandaríkjanna. Þá braut hann einnig reglur stofnunarinnar þegar hann lak efni minnisblaðanna til fjölmiðla. Þetta er niðurstaða rannsóknar bandaríska dómsmálaráðuneytisins sem segir hegðun Comey hafa sett hættulegt fordæmi fyrir aðra starfsmenn FBI. Það er þó niðurstaða rannsóknarinnar að Comey hafi ekki lekið trúnaðargögnum en málinu var vísað til saksóknara til ákvörðunar um hvort sækja ætti Comey til saka vegna málsins. Saksóknarar ákváðu að leggja ekki fram ákæru í málinu.Minnisblöð Comey vöktu á sínum tíma mikla athygli en í þeim skrásetti Comey hvað fór á milli hans og Trump eftir fundi þeirra í Hvíta húsini. Í einu minnisblaðinu kom fram að Trump hafi ýjað að því að Comey ætti að beita sér fyrir því að rannsókn á Michael Flynn, fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump, yrði hætt. Trump rak síðar Comey úr embætti forstjóra FBI.Í frétt CNN segir að fregnir af efni minnisblaðanna hafi meðal annars orðið til þess að hafin var sérstök rannsókn á því hvort að Trump hafi framið lögbrot með því að reyna að hindra framgang réttvísinnar. Rannsókninni lauk fyrr á árinu og var það meðal annars niðurstaða rannsóknarinnar að ekki væri hægt að hreinsa forsetann af sök um að hafa reynt að hindra framgang réttvísinnar. Reglurnar sem Comey braut snúa að því að starfsmenn FBI megi ekki taka gögn með sér án heimildar FBI. Comey tók heim með sér minnst fjögur minnisblöð og geymdi hann þau í öryggisskáp á heimili sínu. Þá lét hann FBI ekki vita að hann hefði minnisblöðin í sinni vörslu, eftir að hann var rekinn. Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Skýrslan lýsir tilraunum Trump til að skaða rannsóknina Þrátt fyrir að ekki sé mælt með ákæru í skýrslu Roberts Mueller lýsir hann tilraunum Trump forseta til að leggja stein í götu rannsóknarinnar, þar á meðal með því að vilja reka Mueller sjálfan. 18. apríl 2019 19:11 Trump ekki lengur sáttur við skýrslu Mueller Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur varið síðustu vikum í að staðhæfa að skýrsla Robert Mueller, sérstaks rannsakanda Dómsmálaráðuneytis Bandaríkjanna, hreinsi hann af sök. Hann virðist hættur því. 19. apríl 2019 18:00 Trump tísti um óánægju með vitnisburð Muellers Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, fór með rangt mál þegar hann sagði að rannsókn Roberts Mueller, sérstaks saksóknara, á Rússamálinu hafi leitt í ljós að forsetinn væri alsaklaus af ásökunum um að hann hafi hindrað framgang réttvísinnar. 25. júlí 2019 06:00 Mueller hefur lokið Rússarannsókn sinni og ákærir ekki fleiri Búist er við því að dómsmálaráðherra Bandaríkjanna staðfesti að hann hafi fengið rannsóknarskýrslu Roberts Mueller afhenta í dag. 22. mars 2019 21:04 Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Erlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent Veittu eftirför í Árbæ Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Innlent „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Innlent Fleiri fréttir Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Sjá meira
James Comey, fyrrverandi forstjóri Bandarísku alríkislögreglunnar FBI, braut reglur stofnunarinnar þegar hann hélt eftir minnisblöðum sem hann skrásetti eftir fundi hans með Donald Trump, forseta Bandaríkjanna. Þá braut hann einnig reglur stofnunarinnar þegar hann lak efni minnisblaðanna til fjölmiðla. Þetta er niðurstaða rannsóknar bandaríska dómsmálaráðuneytisins sem segir hegðun Comey hafa sett hættulegt fordæmi fyrir aðra starfsmenn FBI. Það er þó niðurstaða rannsóknarinnar að Comey hafi ekki lekið trúnaðargögnum en málinu var vísað til saksóknara til ákvörðunar um hvort sækja ætti Comey til saka vegna málsins. Saksóknarar ákváðu að leggja ekki fram ákæru í málinu.Minnisblöð Comey vöktu á sínum tíma mikla athygli en í þeim skrásetti Comey hvað fór á milli hans og Trump eftir fundi þeirra í Hvíta húsini. Í einu minnisblaðinu kom fram að Trump hafi ýjað að því að Comey ætti að beita sér fyrir því að rannsókn á Michael Flynn, fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump, yrði hætt. Trump rak síðar Comey úr embætti forstjóra FBI.Í frétt CNN segir að fregnir af efni minnisblaðanna hafi meðal annars orðið til þess að hafin var sérstök rannsókn á því hvort að Trump hafi framið lögbrot með því að reyna að hindra framgang réttvísinnar. Rannsókninni lauk fyrr á árinu og var það meðal annars niðurstaða rannsóknarinnar að ekki væri hægt að hreinsa forsetann af sök um að hafa reynt að hindra framgang réttvísinnar. Reglurnar sem Comey braut snúa að því að starfsmenn FBI megi ekki taka gögn með sér án heimildar FBI. Comey tók heim með sér minnst fjögur minnisblöð og geymdi hann þau í öryggisskáp á heimili sínu. Þá lét hann FBI ekki vita að hann hefði minnisblöðin í sinni vörslu, eftir að hann var rekinn.
Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Skýrslan lýsir tilraunum Trump til að skaða rannsóknina Þrátt fyrir að ekki sé mælt með ákæru í skýrslu Roberts Mueller lýsir hann tilraunum Trump forseta til að leggja stein í götu rannsóknarinnar, þar á meðal með því að vilja reka Mueller sjálfan. 18. apríl 2019 19:11 Trump ekki lengur sáttur við skýrslu Mueller Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur varið síðustu vikum í að staðhæfa að skýrsla Robert Mueller, sérstaks rannsakanda Dómsmálaráðuneytis Bandaríkjanna, hreinsi hann af sök. Hann virðist hættur því. 19. apríl 2019 18:00 Trump tísti um óánægju með vitnisburð Muellers Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, fór með rangt mál þegar hann sagði að rannsókn Roberts Mueller, sérstaks saksóknara, á Rússamálinu hafi leitt í ljós að forsetinn væri alsaklaus af ásökunum um að hann hafi hindrað framgang réttvísinnar. 25. júlí 2019 06:00 Mueller hefur lokið Rússarannsókn sinni og ákærir ekki fleiri Búist er við því að dómsmálaráðherra Bandaríkjanna staðfesti að hann hafi fengið rannsóknarskýrslu Roberts Mueller afhenta í dag. 22. mars 2019 21:04 Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Erlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent Veittu eftirför í Árbæ Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Innlent „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Innlent Fleiri fréttir Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Sjá meira
Skýrslan lýsir tilraunum Trump til að skaða rannsóknina Þrátt fyrir að ekki sé mælt með ákæru í skýrslu Roberts Mueller lýsir hann tilraunum Trump forseta til að leggja stein í götu rannsóknarinnar, þar á meðal með því að vilja reka Mueller sjálfan. 18. apríl 2019 19:11
Trump ekki lengur sáttur við skýrslu Mueller Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur varið síðustu vikum í að staðhæfa að skýrsla Robert Mueller, sérstaks rannsakanda Dómsmálaráðuneytis Bandaríkjanna, hreinsi hann af sök. Hann virðist hættur því. 19. apríl 2019 18:00
Trump tísti um óánægju með vitnisburð Muellers Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, fór með rangt mál þegar hann sagði að rannsókn Roberts Mueller, sérstaks saksóknara, á Rússamálinu hafi leitt í ljós að forsetinn væri alsaklaus af ásökunum um að hann hafi hindrað framgang réttvísinnar. 25. júlí 2019 06:00
Mueller hefur lokið Rússarannsókn sinni og ákærir ekki fleiri Búist er við því að dómsmálaráðherra Bandaríkjanna staðfesti að hann hafi fengið rannsóknarskýrslu Roberts Mueller afhenta í dag. 22. mars 2019 21:04