Hagkaup sagt brjóta áfengislög með tedrykk Sveinn Arnarsson skrifar 29. ágúst 2019 06:00 Árni Guðmundsson, formaður foreldrasamtaka gegn áfengisauglýsingum. Verslun Hagkaups hefur til sölu drykk sem inniheldur allt að fjögurra prósenta áfengismagn. Um er að ræða nokkurs konar lífrænt te sem gerjast ofan í flöskunni og getur þannig hafa náð þessu áfengismagni við sölu. Hagkaup hefur hins vegar ekki vínveitingaleyfi og þar með ekki leyfi til að selja drykki með svo miklu áfengisinnihaldi. Foreldrasamtökum gegn áfengisauglýsingum bárust nokkrar ábendingar vegna vörunnar þar sem henni er stillt upp innan um svokallaða heilsudrykki í Hagkaupi í Garðabæ. Um er að ræða drykk sem heitir GT’s Kombucha. Aftan á flöskunni er þess getið að þetta áfengismagn geti náðst í flöskunum. Framan á flöskunum stendur að einstaklingar þurfi að vera orðnir 21 árs til að kaupa drykkinn. „Við í foreldrasamtökunum fórum í Hagkaup í Garðabæ til að sannreyna að þessi vara stæði öllum til boða. Þarna fer að okkar mati fram ólögleg sala áfengra drykkja og því höfum til tilkynnt þetta til lögreglu. Hagkaup hefur hvorki vínveitingaleyfi né leyfi til sölu áfengis,“ segir Árni Guðmundsson, formaður samtakanna.Hér sést að varan GT's Synergy Energy Kombucha inniheldur alkóhól og að einstaklingar þurfi að vera orðnir 21 árs til að kaupa vöruna.„Það skiptir miklu máli að menn fari eftir lögum og reglum þegar áfengir drykkir eru annars vegar. Þarna getur hver sem er og börn þar á meðal nálgast áfenga drykki. Því viljum við að lögregla skoði málið alvarlega,“ bætir Árni við. Fréttablaðið hafði samband við Hagkaup í Garðabæ þar sem staðfest var að þessi vara hefði verið til sölu í versluninni. Hins vegar hafði verslunin ekki vitneskju um að þarna færi drykkur sem gæti náð svo miklu áfengisinnihaldi. Drykknum sé dreift í gegnum Aðföng og því væri það fyrirtækisins að svara fyrir drykkinn. Hvorki náðist í forsvarsmenn Aðfanga né í lögregluna á höfuðborgarsvæðinu sem hefur fengið málið inn á sitt borð. Foreldrasamtök gegn áfengisauglýsingum hafa ekki fengið svar frá lögreglunni um hvort embættið ætli sér að skoða málið og taka drykkinn úr sölu. Áfengi og tóbak Birtist í Fréttablaðinu Matur Neytendur Mest lesið Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Viðskipti innlent Plasttappamálið flaug í gegnum þingið Neytendur Í fullkomnu frelsi: „Þar sem er heyskapur er ég“ Atvinnulíf Íhuga hærri tolla á alla Viðskipti erlent Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Viðskipti innlent Einn vinsælasti tengiltvinnbíll Íslendinga snýr aftur Samstarf Vörur gerðar af meisturum fyrir meistara Samstarf Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Viðskipti innlent Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Viðskipti innlent BYKO opnar nýja og glæsilega timburverslun Samstarf Fleiri fréttir Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Salóme tekur við af stofnanda Ísorku Helgi ráðinn sölustjóri Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Kemur nýr inn í fjármálastöðugleikanefnd Mikil óvissa í alþjóðamálum gæti reynt á þjóðarbúið Segir útlitið svart fyrir sjávarútveginn og breytingarnar illa unnar „Íslenskur sjávarútvegur er burðarás í atvinnulífinu“ Lýsa yfir verulegum áhyggjum af tvöföldun veiðigjalda Allt að tvöfalda veiðigjöldin og segja útgerðina þola það vel Aflinn verði verkaður annars staðar eftir breytingar stjórnarinnar Sækja á sjötta milljarð króna Laun eftir kjarasamningi „gervistéttarfélags“ sögð tugum þúsunda lægri Spá 1,8 prósent hagvexti í ár og 2,7 prósent verðbólgu á næsta ári Sjá meira
Verslun Hagkaups hefur til sölu drykk sem inniheldur allt að fjögurra prósenta áfengismagn. Um er að ræða nokkurs konar lífrænt te sem gerjast ofan í flöskunni og getur þannig hafa náð þessu áfengismagni við sölu. Hagkaup hefur hins vegar ekki vínveitingaleyfi og þar með ekki leyfi til að selja drykki með svo miklu áfengisinnihaldi. Foreldrasamtökum gegn áfengisauglýsingum bárust nokkrar ábendingar vegna vörunnar þar sem henni er stillt upp innan um svokallaða heilsudrykki í Hagkaupi í Garðabæ. Um er að ræða drykk sem heitir GT’s Kombucha. Aftan á flöskunni er þess getið að þetta áfengismagn geti náðst í flöskunum. Framan á flöskunum stendur að einstaklingar þurfi að vera orðnir 21 árs til að kaupa drykkinn. „Við í foreldrasamtökunum fórum í Hagkaup í Garðabæ til að sannreyna að þessi vara stæði öllum til boða. Þarna fer að okkar mati fram ólögleg sala áfengra drykkja og því höfum til tilkynnt þetta til lögreglu. Hagkaup hefur hvorki vínveitingaleyfi né leyfi til sölu áfengis,“ segir Árni Guðmundsson, formaður samtakanna.Hér sést að varan GT's Synergy Energy Kombucha inniheldur alkóhól og að einstaklingar þurfi að vera orðnir 21 árs til að kaupa vöruna.„Það skiptir miklu máli að menn fari eftir lögum og reglum þegar áfengir drykkir eru annars vegar. Þarna getur hver sem er og börn þar á meðal nálgast áfenga drykki. Því viljum við að lögregla skoði málið alvarlega,“ bætir Árni við. Fréttablaðið hafði samband við Hagkaup í Garðabæ þar sem staðfest var að þessi vara hefði verið til sölu í versluninni. Hins vegar hafði verslunin ekki vitneskju um að þarna færi drykkur sem gæti náð svo miklu áfengisinnihaldi. Drykknum sé dreift í gegnum Aðföng og því væri það fyrirtækisins að svara fyrir drykkinn. Hvorki náðist í forsvarsmenn Aðfanga né í lögregluna á höfuðborgarsvæðinu sem hefur fengið málið inn á sitt borð. Foreldrasamtök gegn áfengisauglýsingum hafa ekki fengið svar frá lögreglunni um hvort embættið ætli sér að skoða málið og taka drykkinn úr sölu.
Áfengi og tóbak Birtist í Fréttablaðinu Matur Neytendur Mest lesið Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Viðskipti innlent Plasttappamálið flaug í gegnum þingið Neytendur Í fullkomnu frelsi: „Þar sem er heyskapur er ég“ Atvinnulíf Íhuga hærri tolla á alla Viðskipti erlent Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Viðskipti innlent Einn vinsælasti tengiltvinnbíll Íslendinga snýr aftur Samstarf Vörur gerðar af meisturum fyrir meistara Samstarf Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Viðskipti innlent Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Viðskipti innlent BYKO opnar nýja og glæsilega timburverslun Samstarf Fleiri fréttir Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Salóme tekur við af stofnanda Ísorku Helgi ráðinn sölustjóri Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Kemur nýr inn í fjármálastöðugleikanefnd Mikil óvissa í alþjóðamálum gæti reynt á þjóðarbúið Segir útlitið svart fyrir sjávarútveginn og breytingarnar illa unnar „Íslenskur sjávarútvegur er burðarás í atvinnulífinu“ Lýsa yfir verulegum áhyggjum af tvöföldun veiðigjalda Allt að tvöfalda veiðigjöldin og segja útgerðina þola það vel Aflinn verði verkaður annars staðar eftir breytingar stjórnarinnar Sækja á sjötta milljarð króna Laun eftir kjarasamningi „gervistéttarfélags“ sögð tugum þúsunda lægri Spá 1,8 prósent hagvexti í ár og 2,7 prósent verðbólgu á næsta ári Sjá meira