Heimildamyndin KAF frumsýnd í Bíó Paradís Birgir Olgeirsson skrifar 28. ágúst 2019 13:18 Úr heimildamyndinni KAF. Heimildarmyndin KAF verður frumsýnd 5. september en hún gefur innsýn í heim Snorra Magnússonar, þroskaþjálfara, sem hefur helgað lífi sínu kennsluaðferðum í ungbarnasundi. Í heimildamyndinni er fylgst með hvítvoðungum stálpast og þroskast og því hvernig foreldrar kynnast börnum sínum í gegnum upplifun í vatni. KAF fjallar einnig um fyrstu mánuðina í lífi barna, árin sem enginn man. Þessi aldur hefur ekki mikið verið kannaður en nýjustu rannsóknir sýna hins vegar fram á að ungabörn búa yfir hæfileika til að tjá sig og leiða samskiptin mun fyrr en áður var haldið. Á Íslandi ríkir mikil sundmenning, þar sem ekki skortir heitt vatn, og geta börnin verið lengur í lauginni en erlendis. Hlutfall barna á Íslandi sem fara í ungbarnasund er því hærra en annars staðar í heiminum. Snorri hefur á undanförnum 28 árum, kennt þúsundum barna ungbarnasund og þannig seitlar hans vinna út í allt samfélagið. „Myndin er tekin upp í Skálatúnslaug í Mosfellsbæ þar sem Snorri hefur byggt upp litríkan heim milli fjalls og fjöru sem skýlir foreldrum og börnum fyrir veðri og vindum allan ársins hring,“ segir í tilkynningu frá aðstandendum myndarinnar. Myndin er eftir Elínu Hansdóttur, Önnu Rún Tryggvadóttur og Hönnu Björk Valsdóttur. Bergsteinn Björgúlfsson sá um kvikmyndatöku, Björn Viktorsson er hljóðhönnuður, tónlistin var í höndum dönsku hljómsveitarinnar Efterklang og Andri Steinn Guðjónsson sá um klippingu.Fréttin hefur verið uppfærð með upplýsingum um höfunda og klippara myndarinnar auk þess sem stiklu myndarinnar má sjá að neðan.Klippa: KAF - sýnishorn Börn og uppeldi Sund Sundlaugar Mest lesið „Þetta má ekki vera feimnismál“ Lífið „Ástarsorg er best í heimi“ Lífið Fréttatía vikunnar: Eddan, rektorskjör og mannanafnanefnd Lífið „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Menning Fimm tíma morgunrútínan sem allir eru að tala um Lífið Hefur miklar áhyggjur af auknum vopnaburði barna Lífið Eiginkona rafrettukóngs keypti eitt dýrasta einbýlishús Garðabæjar Lífið „Þetta var ekki alið upp í mér“ Lífið Fólk spyrji um veganisma af forvitni frekar en til að vera með leiðindi Lífið „Ég kalla mig alltaf flugfreyju þó að ég sé strákur“ Lífið Fleiri fréttir Nolan sagður stefna á tökur á Íslandi Ljósbrot besta myndin en Snerting með flest verðlaun Happy Gilmore snýr aftur Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Ólafur Darri og félagar framleiða sína fyrstu teiknimynd Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Snerting, Ljósbrot og Ljósvíkingar bítast um Edduna Bezos bolar Broccoli burt frá Bond Næsti Dumbledore fundinn Bauð Bandaríkin velkomin í hóp konungsríkja Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Svaraði kallinu frá Ben Stiller Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Sjá meira
Heimildarmyndin KAF verður frumsýnd 5. september en hún gefur innsýn í heim Snorra Magnússonar, þroskaþjálfara, sem hefur helgað lífi sínu kennsluaðferðum í ungbarnasundi. Í heimildamyndinni er fylgst með hvítvoðungum stálpast og þroskast og því hvernig foreldrar kynnast börnum sínum í gegnum upplifun í vatni. KAF fjallar einnig um fyrstu mánuðina í lífi barna, árin sem enginn man. Þessi aldur hefur ekki mikið verið kannaður en nýjustu rannsóknir sýna hins vegar fram á að ungabörn búa yfir hæfileika til að tjá sig og leiða samskiptin mun fyrr en áður var haldið. Á Íslandi ríkir mikil sundmenning, þar sem ekki skortir heitt vatn, og geta börnin verið lengur í lauginni en erlendis. Hlutfall barna á Íslandi sem fara í ungbarnasund er því hærra en annars staðar í heiminum. Snorri hefur á undanförnum 28 árum, kennt þúsundum barna ungbarnasund og þannig seitlar hans vinna út í allt samfélagið. „Myndin er tekin upp í Skálatúnslaug í Mosfellsbæ þar sem Snorri hefur byggt upp litríkan heim milli fjalls og fjöru sem skýlir foreldrum og börnum fyrir veðri og vindum allan ársins hring,“ segir í tilkynningu frá aðstandendum myndarinnar. Myndin er eftir Elínu Hansdóttur, Önnu Rún Tryggvadóttur og Hönnu Björk Valsdóttur. Bergsteinn Björgúlfsson sá um kvikmyndatöku, Björn Viktorsson er hljóðhönnuður, tónlistin var í höndum dönsku hljómsveitarinnar Efterklang og Andri Steinn Guðjónsson sá um klippingu.Fréttin hefur verið uppfærð með upplýsingum um höfunda og klippara myndarinnar auk þess sem stiklu myndarinnar má sjá að neðan.Klippa: KAF - sýnishorn
Börn og uppeldi Sund Sundlaugar Mest lesið „Þetta má ekki vera feimnismál“ Lífið „Ástarsorg er best í heimi“ Lífið Fréttatía vikunnar: Eddan, rektorskjör og mannanafnanefnd Lífið „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Menning Fimm tíma morgunrútínan sem allir eru að tala um Lífið Hefur miklar áhyggjur af auknum vopnaburði barna Lífið Eiginkona rafrettukóngs keypti eitt dýrasta einbýlishús Garðabæjar Lífið „Þetta var ekki alið upp í mér“ Lífið Fólk spyrji um veganisma af forvitni frekar en til að vera með leiðindi Lífið „Ég kalla mig alltaf flugfreyju þó að ég sé strákur“ Lífið Fleiri fréttir Nolan sagður stefna á tökur á Íslandi Ljósbrot besta myndin en Snerting með flest verðlaun Happy Gilmore snýr aftur Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Ólafur Darri og félagar framleiða sína fyrstu teiknimynd Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Snerting, Ljósbrot og Ljósvíkingar bítast um Edduna Bezos bolar Broccoli burt frá Bond Næsti Dumbledore fundinn Bauð Bandaríkin velkomin í hóp konungsríkja Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Svaraði kallinu frá Ben Stiller Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Sjá meira
Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein