Þjóðin stendur nú einkar vel að vígi Helgi Vífill Júlíusson skrifar 28. ágúst 2019 09:45 Jafnvægi er að komast á bílaleigumarkaðinn, bílaleigubílar og bílaleigur verða færri en áður, að mati Úlfars Steindórssonar, forstjóra Toyota á Íslandi. Fréttablaðið/Anton Brink Úlfar Steindórsson, forstjóri Toyota á Íslandi og stjórnarformaður Icelandair Group, sér fyrir sér að bætur frá Boeing til flugfélagsins verði að hluta til í formi reiðufjár. Bílasala hefur ekki aukist þótt kjarasamningar séu í höfn og óviss varðandi WOW Air er frá. Samdráttur í bílasölu verður meiri í ár en stjórnendur Toyota og Lexus væntu. „Við gerðum ráð fyrir 20–25 prósenta samdrætti milli ára en reiknum nú með að hann verði 35–40 prósent. Það verður að hafa hugfast að aldrei hafa selst fleiri bílar en árið 2018 og árið áður var salan feikilega góð,“ segir Úlfar Steindórsson, forstjóri Toyota á Íslandi. „Síðastliðið haust fór að hægjast á bílasölu, einkum hjá einstaklingum því bílaleigur kaupa lungann úr nýjum bílum í flotann á fyrri hluta ársins. Verkalýðsforystan var á þeim tíma stóryrt á opinberum vettvangi varðandi kjarasamninga sem voru lausir. Enginn vissi með hvaða hætti deilan við Samtök atvinnulífsins myndi leysast og til að bæta gráu ofan á svart ríkti óvissa um hvort rekstri WOW air yrði haldið áfram. Það lá hins vegar fyrir að ef nýir hluthafar legðu WOW air til fjármagn myndi draga verulega úr þeim fjölda ferðamanna sem það myndi flytja til landsins. Stjórnendur flugfélagsins höfðu áður skorið starfsemina niður um helming til að takast á við breyttar aðstæður. Ef nýir hluthafar kæmu að rekstri WOW air myndi flugfélagið ekki getað boðið upp á jafn lág flugfargjöld og áður. Það myndi ekki ganga til lengdar. Reksturinn bar þess merki. Það var því ljóst að landslagið í ferðaþjónustu væri breytt. En óvissa er versti óvinur fyrirtækja í rekstri. Hún leiðir til þess að viðskiptavinir kjósa að bíða og sjá hvernig málin þróast. Fjármálahrunið 2008 var mörgum enn í fersku minni, fjöldi fólks hafði glímt við erfiðleika í kjölfar þess og vildi ekki lenda aftur í sömu sporum, sem sagt að taka lán sem það ætti erfitt með að greiða af og hélt því að sér höndum. Að sama skapi höfðum við gert ráð fyrir því að bílaleigur myndu draga úr bílakaupum á árinu, óháð því hvernig WOW air myndi reiða af. Bílaleigurnar voru einfaldlega orðnar of margar og árið áður höfðu þær keypt gríðarlega mikið af bílum. Það lá því fyrir að það ójafnvægi myndi leiðréttast. Auk þess hafa bílaleigurnar frá áramótum ekki notið lægri innflutningsgjalda eins og þær gerðu áður. Þær keyptu því töluvert af bílum í lok árs til að njóta góðs af niðurfellingunni. Hærri innflutningsgjöld leiða líka til þess að bílaleigur munu kaupa færri bíla en ella. Til viðbótar við breytt landslag er töluvert af nýlegum notuðum bílum til sölu um þessar mundir, sem er mikil breyting frá árinu 2016. Fólk leitar í auknum mæli í slíka bíla til að sýna ráðdeild.“Bílasala nýrra bíla hefur dregist saman um tæp fjörutíu prósent frá síðasta ári.Vísir/VilhelmBílasala hefur ekki aukist „Við töldum að þegar kjarasamningar væru í höfn og óvissan varðandi WOW air væri frá myndi bílasala aukast. Það hefur ekki gengið eftir. Eflaust skiptir þar máli að ekki er enn ljóst hvaða afleiðingar það muni hafa í för með sér fyrir atvinnulífið að ferðamönnum hefur fækkað. Í mínum huga skiptir ekki sköpum hversu margir ferðamenn koma heldur hve lengi þeir dvelja á landinu. Stjórnendur stóru bílaleiganna segja okkur að fjöldi útleigudaga fari vaxandi. Hver leigutaki leigir bílinn lengur. Það hefur í för með sér að bílarnir eru keyrðir minna á hverjum degi því ferðamenn geta gefið sér meiri tíma til að skoða landið. Fleiri útleigudagar leiða til þess að hver útleiga kostar bílaleiguna minna. Segjum til dæmis að á hverjum tíu dögum er bíl skilað einu sinni í stað þrisvar. Gengisþróun krónu hefur haft sitt að segja. Ferðamenn dvelja hér lengur meðal annars vegna veikari krónu. Í umræðunni má oft heyra að ekkert hafi breyst en krónan hefur veikst mikið frá upphafi árs 2018 eða um 20 prósent gagnvart dollar og ellefu prósent gagnvart evru. Útflutningsgreinar, þar á meðal ferðaþjónustan, njóta góðs af því.“Hvernig var brugðist við væntum samdrætti í rekstri bílaumboðsins? „Viðbrögð okkar hafa verið að veita bestu þjónustuna með okkar frábæra starfsfólki. Við höfum ekki brugðist öðruvísi við. Við höfum ávallt gætt þess að halda kostnaði niðri en höfum ekki ráðist í niðurskurð vegna þess að við teljum að á næsta ári muni bílasala aukast. Við ætlum að vera reiðubúin að þjónusta viðskiptavini vel þegar að því kemur.“Hve hátt hlutfall af seldum Toyota-bílum fer til bílaleiga? „Á árunum fyrir hrun var hlutfallið að meðaltali um 37 prósent. Eftir að bílaleigum óx fiskur um hrygg hefur hlutfallið verið um 15-17 prósent. Við viljum ekki selja of mikið til bílaleiga til þess að vernda vörumerkið og tryggja að það sé pláss á markaðnum fyrir bílana þegar þeir verða seldir aftur eftir að hafa verið hjá bílaleigunum. Við seljum svipað magn til bílaleiga og gert var fyrir hrun, jafnvel þótt hlutfallið sé mun lægra.“ Ef bílaleigur halda áfram að vaxa hratt, geta bílaumboðin annað þeirri eftirspurn án þess að þenja út markaðinn fyrir notaða bíla? Bílaleigurnar eða umboðin þurfa jú að selja bílana notaða hér heima. „Ég held að það sé að komast jafnvægi á bílaleigumarkaðinn. Það mun draga mikið úr sölu til þeirra á þessu ári. Við teljum að það verði ekki stökk í sölu til bílaleiga á næstunni. Stjórnendur þeirra hafa áttað sig á að lykillinn að farsælum rekstri er ekki að eiga ávallt til nóg af bílum til að hægt sé að leigja út þegar viðskiptavinir knýja á dyr. Þeim þykir mun skynsamlegra að það sé jafnvægi í rekstrinum og vita að það þarf að selja flotann áfram að einhverjum tíma liðnum. Við teljum því að bílaleigubílum og bílaleigum muni fækka.“Bílaleigur eru umsfvifamiklir viðskiptavinir bílaumboða.Vísir/HannaBílaleigur kaupi mun færri bílaHvað munu bílaleigur kaupa mikið færri bíla í ár? „Samdrátturinn verður eflaust um 45 prósent miðað við síðasta ár. Markaðurinn er að leiðrétta sig eins og venja er þegar of mikið framboð er af tiltekinni þjónustu.“Hvernig var afkoma bílaumboðsins í fyrra? „Reksturinn er í tveimur félögum. Annars vegar er það Toyota á Íslandi sem flytur inn bílana og selur meðal annars til systurfyrirtækisins TK bíla sem annast sölu og þjónustu á bílunum en einnig til söluaðila á Suðurnesjum, Selfossi og Akureyri. Toyota á Íslandi hagnaðist um 439 milljónir króna í fyrra en til samanburðar hagnaðist fyrirtækið um 1,1 milljarð árið áður. Afkoman í fyrra var afar góð, salan gekk mjög vel og afkoman var í raun eins og vænta má í eðlilegu árferði. Það er ekki hægt að miða við árið 2017, svo mikil sala verður mögulega á tíu ára fresti. TK bílar högnuðust um 142 milljónir króna samanborið við 276 milljónir króna árið 2016.“ Samtals var því hagnaður fyrirtækjanna um 581 milljón, arðsemi eiginfjár var samtals 24 prósent og eiginfjárhlutfallið um 39 prósent.Af hverju ertu með þetta svona flókið? Það er, með reksturinn í tveimur félögum í stað eins, líkt og önnur bílaumboð hafa gert? „Þetta er ekki flókið. Þetta einfaldar samskipti við Toyota erlendis. Þeir eiga bara í samskiptum við innflytjendur en ekki við sölu- og þjónustuaðila. Hér innandyra upplifir fólk þetta ekki sem ólík fyrirtæki en þetta einfaldar líka söluna til annarra bílasala á landinu og tryggir að allir séu á jafnréttisgrundvelli.“Hvernig verður afkoman í ár? „Fyrirtækin verða rekin með hagnaði en afkoman verður verri en í fyrra.“Úlfar Steindórsson hefur setið í stjórn Icelandair Group frá 2010.Vísir/GVAÓþarfi að hrófla við því sem vel gengurHvers vegna hafið þið ekki sóst eftir að selja önnur bílamerki en Toyota (að ógleymdu lúxusmerkinu Lexus sem er í eigu þess)? „Toyota er firnasterkt vörumerki sem hefur gengið vel hér á landi. Það hefur því ekkert í rekstrinum kallað á að bæta við öðru vörumerki. Það kallar á mikla vinnu að sinna framleiðanda vel, við sendum þeim töluvert af upplýsingum í hverri viku. Auðvitað höfum við leitt hugann að því þegar komið hafa upp slík tækifæri en alltaf komist að sömu niðurstöðu; reksturinn gengur vel eins og hann er núna og óþarfi að hrófla við því sem vel gengur. Toyota er verðmætasta vörumerkið af öllum bílaframleiðendunum. Þeir setja meiri fjármuni í rannsóknir og þróun en nokkur annar bílaframleiðandi. Toyota var að meðaltali með lægstan útblástur af öllum bílaframleiðendum sem selja í Evrópu. Jafnvel þótt ekki sé boðið upp á hefðbundna rafmagnsbíla er hybrid-kerfið að skila miklum árangri á þessu sviði. Auðvitað höfum við alltaf augun opin, ekki bara hér á landi, heldur almennt fyrir því hver þróunin verður.“Orðalag miðanna sem tóku á móti viðskiptavinum Bílanausts þegar fyrirtækinu var lokað vegna gjaldþrots í upphafi árs. Vísir/VilhelmFjárfesta í tengdum rekstriÞið Kristján Þorbergsson, viðskiptafélagi þinn, hafið engu að síður verið reiðubúnir til að fjárfesta í tengdum rekstri í gegnum UK fjárfestingar, móðurfélag Toyota. Þið fjárfestuð í Bílanausti í ár og Kraftvélum árið 2017. „Við erum að reyna að breikka starfsemi okkar á því sviði sem við þekkjum best; bílabransann.“Er sala á vinnuvélum (það er hjá Kraftvélum) til þess að gera svipuð og sala á bílum? „Reksturinn er nokkuð ólíkur en að hluta til skarast hópur viðskiptavina. Tengingin við Kraftvélar stendur á gömlum merg. Páll Samúelsson sem rak Toyota um árabil átti einnig Kraftvélar allt þar til hann seldi fyrirtækjaumsvif sín árið 2005. Hann seldi Kraftvélar í janúar það ár og Toyota í desember. Fyrirtækin hafa átt í samstarfi en Kraftvélar selja til dæmis Toyota-lyftara. Við þekktum fyrirtækið vel en tækifærið sem við stóðum frammi fyrir fólst í hve miklar vega- og byggingarframkvæmdir eru fram undan á næstu tíu til fimmtán árum.“Hafið þið gert einhverjar breytingar á rekstri Kraftvéla? „Nei, en við höfum komið að okkar hugmyndafræði eins og hvað varðar ferla, þjónustu, kostnaðaraðhald og utanumhald en það eru engar stórkostlegar breytingar í farvatninu.“En hafið þið gert breytingar á rekstri Bílanausts? „Bílanaust hafði verið lokað vegna gjaldþrots í einn og hálfan mánuð þegar við kaupum reksturinn og opnuðum allar verslanirnar að nýju. Við erum í þeim fasa að ná utan um starfsemina. Bílanaust hafði misst einhver umboð og við erum að afla annarra í staðinn. Þetta er í raun eins og að byrja rekstur upp á nýtt. Þetta er ekki eins og að kaupa fyrirtæki sem er í rekstri. Það þarf líka að ná upp nýjum takti í fyrirtækinu, það hafði lengi stefnt í gjaldþrot og því er takturinn ekki sá sami og ef starfsfólk hefði verið fullvisst um að reksturinn myndi ganga upp.“Hvers vegna varð Bílanaust gjaldþrota? „Ég veit það ekki. Í grunninn held ég að vandinn hafi falist í að þá sem keyptu reksturinn af N1 skorti þekkingu á þessum rekstri. Hver og einn geiri hefur sitt tungumál og þeir höfðu ekki aflað sér nægrar þekkingar til að ná góðum tökum á rekstrinum.“Innfluttir bílar bíða eftir að komast á götuna.Fréttablaðið/GVATækifæri þegar hagkerfi kólnaHvernig horfir það við þér að hafa keypt tvö fyrirtæki, til þess að gera nýlega, nú þegar hagkerfið er að kólna? „Tækifærin til að kaupa fyrirtæki skapast yfirleitt þegar hagkerfið er að kólna. Í uppsveiflu eru fyrirtækin oft verðlögð of hátt enda er þá alla jafna gert ráð fyrir að tekjur muni aukast ár frá ári. Þegar hægja tekur á efnahagslífinu verður verðlagningin á fyrirtækjum eðlilegri. Okkur líður vel með að hafa keypt fyrirtækin á þessum tímapunkti.“Hvernig horfa efnahagsmálin við þér? „Það er mikilvægt að hafa í huga að aðstæður í hagkerfinu eru með allt öðrum hætti en fyrir hrun. Þá var gjaldeyrisvaraforðinn um 80 milljarðar króna. Nú er hann rúmlega 800 milljarðar króna. Skuldsetning heimila og fyrirtækja er með allt öðrum hætti en við hrunið. Hún er mun minni núna og við erum því betur í sveit sett til að takast á við niðursveiflu. Þjóðin á nú um 20 prósent meira en hún skuldar. Að því sögðu skuldaði hið opinbera lítið sem ekkert við hrunið en til að mæta áfallinu voru slegin lán. Ferðaþjónustan hefur bæst við sem gjaldeyrisskapandi atvinnuvegur og er heilt yfir í ágætu horfi. Sjávarútvegurinn er áfram hryggjarstykkið í efnahagslífi þjóðarinnar og okkur hefur auðnast að byggja upp stóriðju og öflug þekkingarfyrirtæki. Mín skoðun er að við sem þjóð höfum líklega aldrei staðið betur. Við megum því horfa bjartsýn fram á veginn og þurfum ekki að vera þjökuð af svartnætti hvað framtíðina varðar. Það er ekki þar með sagt að lífið sé dans á rósum fyrir alla. Vissulega glíma margir einstaklingar við erfiðleika og þeim þarf að rétta hjálparhönd. Ýmis fyrirtæki hafa verið stofnuð á röngum forsendum og þeim gengur illa. Þegar vel gengur í einhverri atvinnugrein munu alltaf margir stökkva á vagninn. Það er gömul saga og ný. En jafnvel þótt horfst sé í augun við þá staðreynd erum við ótrúlega vel stödd. Staða okkar sem þjóðar er það sterk að niðursveiflan verður ekki djúp. Við munum komast hratt úr henni vegna þess hve styrkum fótum hagkerfið stendur. Það getur tekist á við áföll og getur haldið áfram að sækja fram. Vonandi verður óvissan minni með haustinu og þá mun fólk og fyrirtæki vonandi láta aftur til sín taka.“Fyrst þú ert svona jákvæður, hvernig horfa launahækkanir við þér? „Kjarasamningar voru almennt vel heppnaðir. Þeir eru hins vegar íþyngjandi fyrir mannaflsfrekar atvinnugreinar eins og ferðaþjónustu, byggingariðnað og veitingastaði. Það er ekki hægt að fleyta launahækkunum að fullu út í verðlagið og það tekur á. Íslandshótel voru til dæmis að birta uppgjör fyrir sex mánuði ársins. Án þess að ég hafi kafað ofan í árshlutareikninginn þá tapaði hótelsamstæðan 184 milljónum króna á tímabilinu, samanborið við 293 milljóna króna hagnað árið áður. Kjarasamningar juku kostnað mannaflsfrekra fyrirtækja en laun hótela á Íslandi sem hlutfall af tekjum voru fyrir hækkunina hærri en víða annars staðar.“Árið hefur viðburðarríkt hjá Icelandair.Vísir/vilhelmFordæmalaust ár hjá IcelandairÍ ljósi þess að þú nefnir ferðaþjónustuna. Þú ert stjórnarformaður Icelandair Group. Hvernig horfir staða flugfélagsins við þér? „Þetta ár hefur verið fordæmalaust í rekstri fyrirtækisins. Starfsfólkið gat ekki haft nein áhrif á það að Boeing 737 MAX flugvélarnar voru gallaðar og því kyrrsettar en það hefur gert sitt allra besta til að leysa úr stöðunni. Það liggur ljóst fyrir að Boeing gerir ráð fyrir að bæta fyrir þetta tjón. Í sex mánaða uppgjöri flugvélaframleiðandans voru gjaldfærðar háar fjárhæðir.“Heldur þú að bæturnar verði í formi reiðufjár? „Þetta verða klárlega peningar með einum eða öðrum hætti. Viðræður eru ekki hafnar en ég sé fyrir mér að hluti verði reiðufé. Ég veit ekki nákvæmlega hvernig tjónið verður bætt.“Eru íslensk flugfélög ósamkeppnishæf vegna hás launakostnaðar? „Nei, það er of djúpt í árinni tekið. Það er erfitt að bera saman launakostnað Icelandair við erlend flugfélög vegna þess að félagið er byggt upp með öðrum hætti en gengur og gerist. Icelandair sinnir til dæmis eigin viðhaldsþjónustu og hefur því á launaskrá fjölda flugvirkja. Önnur flugfélög útvista yfirleitt þeim verkefnum. Þau bera kostnað af viðhaldi en hann birtist í öðrum rekstrarliðum en launakostnaði. Grunnvandinn felst ekki í háum launum heldur nýtingu starfsfólks, einkum flugáhafna. Erlendis þurfa starfsmennirnir að fljúga meira en samið hefur verið um hér á landi. Icelandair þarf því fleira starfsfólk til að fljúga sömu leið og önnur flugfélög. Aftur á móti sé ég ekki hvernig hægt er að reka lággjaldaflugfélag og greiða íslensk laun í samkeppni við fyrirtæki eins og Wizz air sem er með höfuðstöðvar í Ungverjalandi og greiðir því lág laun. Það er ekki hægt að keppa við það frá Íslandi.“FréttablaðiðHefur þú trú á áformum bandarísku athafnakonunnar Michelle Ballarin um að endurreisa WOW air og forsvarsmanna WAB air sem vilja stofna flugfélag í sama anda og WOW air? „Ég hef ekki forsendur til að meta það. Það fljúga 26 flugfélög til Íslands í sumar og ef það bætast við eitt eða tvö flugfélög mun Icelandair standa það af sér. Við munum standa okkur í samkeppninni óháð því hvar keppinauturinn er staðsettur. Norwegian er til að mynda í Noregi og flýgur frá Íslandi til Barcelona og mun fljúga héðan til Tenerife.“Keyptu umboðið eftir hrunHvernig vannstu þig upp? Fyrir hrun varstu launamaður hjá Toyota en nú áttu helmingshlut í umsvifamiklu fyrirtæki sem á Toyota umboðið, Kraftvélar og Bílanaust. Auk þess áttu hlut í Bláa lóninu og fjárfestir fyrir 100 milljónir í Icelandair fyrir ári. „Ég hef ávallt sinnt þeim verkefnum sem ég hef tekið að mér af dugnaði og heiðarleika. Okkur Kristjáni Þorbergssyni fjármálastjóra bauðst að kaupa bílaumboðið í kjölfar hrunsins. Það lá fyrir að viðskiptabankinn ætlaði að leysa fyrirtækið til sín í því skyni að selja það áfram. Bílaframleiðandinn Toyota tapaði ekki krónu á viðskiptum við okkur í kringum hrunið. Við settum bílana ekki á útsölu og gættum vel að vörumerkinu. Af þeim sökum vildi bílaframleiðandinn að við Kristján myndum kaupa bílaumboðið og reka það áfram. Við vinnum vel saman en erum sagðir ólíkir. Hann er afar flinkur og þetta hefur gengið afar vel hjá okkur. Fjárfestingin í Bláa lóninu kom þannig til að ég var á árum áður framkvæmdastjóri Nýsköpunarsjóðs atvinnulífsins. Sjóðurinn átti hlut í fyrirtækinu og ég sat í stjórn þess. Hálfu ári eftir að ég lét af störfum sem framkvæmdastjóri og sagði mig úr stjórn Bláa lónsins bað Grímur Sæmundsen, stofnandi fyrirtækisins, mig um að setjast aftur í stjórnina. Fyrir mörgum árum var stjórn og starfsmönnum boðið að kaupa í Bláa lóninu og ég keypti fyrir litla fjárhæð. Og þegar það hefur boðist hef ég keypt hluti í fyrirtækinu. Bláa lónið er einfaldlega ævintýri. Það er ótrúlegt hvernig fyrirtækið hefur blómstrað og það byggir á sýn Gríms og fjölgun ferðamanna. Hann hefur auk þess valið með sér góðan hóp af stjórnendum og stjórn. Lífið er einfaldlega þannig að það er ekki bein lína sem hallar upp á við heldur þarf stöðugt að halda áfram þótt á móti blási. Þetta snýst um að hafa trú á því sem þú ert að gera, taka fleiri réttar ákvarðanir en rangar. Ég er í grunninn áhættufælinn en er til í að taka áhættu þegar ég er búinn að reikna mig í gegnum hana – án þess að fara yfir um í Excel.“Nú eru erfiðleikar í efnahagslífinu, samdráttur í bílasölu og Icelandair er í mótvindi. Hugsarðu stundum hvort þú sért að dreifa kröftum þínum of mikið? Þú stýrir Toyota og systurfyrirtækjum, ert stjórnarformaður Icelandair Group og situr í stjórn Bláa lónsins. „Já, ég hef leit hugann að því. Þetta fyrirkomulag kallar á langa vinnudaga og það er erfitt að taka frí. Þegar ég er í fríi er ég alltaf í sambandi við vinnuna. Það er hægt að vinna undir svona miklu álagi í ákveðinn tíma. En lykillinn að þessu er að mér þykir þetta óhemju skemmtilegt. Mitt fyrsta verk á morgnana er að athuga hvort allar flugvélar Icelandair hafi tekið á loft á réttum tíma. Ég reyni að fara eins oft og ég get í sýningarsalinn í Kauptúni, heilsa upp á viðskiptavini og hlusta á hvað þeir hafa að segja. Ef það eru bílasýningar um helgar mætum við Kristján og hittum fólk. Bláa lónið tekur minnstan tíma af þessu. Jafnvel þótt undanfarin tvö ár hafi verið strembin hjá flugfélaginu þykir mér starfið enn skemmtilegt. Ef ég myndi mæta hér eða annars staðar og stynja því allt væri svo erfitt og leiðinlegt væri ég löngu hættur. Ég lærði dýrmæta lexíu þegar ég var fjármálastjóri Vinnslustöðvarinnar. Sjáðu til: Útgerðir sameinuðust í miklum mæli í Vestmannaeyjum á árunum 1991 til 1992. Íslandsbanki stýrði að miklu leyti þeirri vinnu vegna erfiðleika í sjávarútvegi á þeim tíma. Það eru sveiflur í rekstri eins og útgerða, bílasölu og ferðaþjónustu. Lexían sem ég lærði var að halda alltaf áfram og tryggja að fyrirtækið sé enn starfandi þegar góð ár koma. Lykillinn er að finna leiðir til að komast í gegnum skaflinn. Árið 1994 kom nefnilega stærðarinnar loðnuvertíð. Fram að því gekk rekstur Vinnslustöðvarinnar illa. Og þá skipti höfuðmáli að fyrirtækið var enn starfandi til að grípa gæsina.“ Birtist í Fréttablaðinu Boeing Fréttir af flugi Icelandair Play Mest lesið „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Viðskipti innlent Fleiri fréttir Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Sjá meira
Úlfar Steindórsson, forstjóri Toyota á Íslandi og stjórnarformaður Icelandair Group, sér fyrir sér að bætur frá Boeing til flugfélagsins verði að hluta til í formi reiðufjár. Bílasala hefur ekki aukist þótt kjarasamningar séu í höfn og óviss varðandi WOW Air er frá. Samdráttur í bílasölu verður meiri í ár en stjórnendur Toyota og Lexus væntu. „Við gerðum ráð fyrir 20–25 prósenta samdrætti milli ára en reiknum nú með að hann verði 35–40 prósent. Það verður að hafa hugfast að aldrei hafa selst fleiri bílar en árið 2018 og árið áður var salan feikilega góð,“ segir Úlfar Steindórsson, forstjóri Toyota á Íslandi. „Síðastliðið haust fór að hægjast á bílasölu, einkum hjá einstaklingum því bílaleigur kaupa lungann úr nýjum bílum í flotann á fyrri hluta ársins. Verkalýðsforystan var á þeim tíma stóryrt á opinberum vettvangi varðandi kjarasamninga sem voru lausir. Enginn vissi með hvaða hætti deilan við Samtök atvinnulífsins myndi leysast og til að bæta gráu ofan á svart ríkti óvissa um hvort rekstri WOW air yrði haldið áfram. Það lá hins vegar fyrir að ef nýir hluthafar legðu WOW air til fjármagn myndi draga verulega úr þeim fjölda ferðamanna sem það myndi flytja til landsins. Stjórnendur flugfélagsins höfðu áður skorið starfsemina niður um helming til að takast á við breyttar aðstæður. Ef nýir hluthafar kæmu að rekstri WOW air myndi flugfélagið ekki getað boðið upp á jafn lág flugfargjöld og áður. Það myndi ekki ganga til lengdar. Reksturinn bar þess merki. Það var því ljóst að landslagið í ferðaþjónustu væri breytt. En óvissa er versti óvinur fyrirtækja í rekstri. Hún leiðir til þess að viðskiptavinir kjósa að bíða og sjá hvernig málin þróast. Fjármálahrunið 2008 var mörgum enn í fersku minni, fjöldi fólks hafði glímt við erfiðleika í kjölfar þess og vildi ekki lenda aftur í sömu sporum, sem sagt að taka lán sem það ætti erfitt með að greiða af og hélt því að sér höndum. Að sama skapi höfðum við gert ráð fyrir því að bílaleigur myndu draga úr bílakaupum á árinu, óháð því hvernig WOW air myndi reiða af. Bílaleigurnar voru einfaldlega orðnar of margar og árið áður höfðu þær keypt gríðarlega mikið af bílum. Það lá því fyrir að það ójafnvægi myndi leiðréttast. Auk þess hafa bílaleigurnar frá áramótum ekki notið lægri innflutningsgjalda eins og þær gerðu áður. Þær keyptu því töluvert af bílum í lok árs til að njóta góðs af niðurfellingunni. Hærri innflutningsgjöld leiða líka til þess að bílaleigur munu kaupa færri bíla en ella. Til viðbótar við breytt landslag er töluvert af nýlegum notuðum bílum til sölu um þessar mundir, sem er mikil breyting frá árinu 2016. Fólk leitar í auknum mæli í slíka bíla til að sýna ráðdeild.“Bílasala nýrra bíla hefur dregist saman um tæp fjörutíu prósent frá síðasta ári.Vísir/VilhelmBílasala hefur ekki aukist „Við töldum að þegar kjarasamningar væru í höfn og óvissan varðandi WOW air væri frá myndi bílasala aukast. Það hefur ekki gengið eftir. Eflaust skiptir þar máli að ekki er enn ljóst hvaða afleiðingar það muni hafa í för með sér fyrir atvinnulífið að ferðamönnum hefur fækkað. Í mínum huga skiptir ekki sköpum hversu margir ferðamenn koma heldur hve lengi þeir dvelja á landinu. Stjórnendur stóru bílaleiganna segja okkur að fjöldi útleigudaga fari vaxandi. Hver leigutaki leigir bílinn lengur. Það hefur í för með sér að bílarnir eru keyrðir minna á hverjum degi því ferðamenn geta gefið sér meiri tíma til að skoða landið. Fleiri útleigudagar leiða til þess að hver útleiga kostar bílaleiguna minna. Segjum til dæmis að á hverjum tíu dögum er bíl skilað einu sinni í stað þrisvar. Gengisþróun krónu hefur haft sitt að segja. Ferðamenn dvelja hér lengur meðal annars vegna veikari krónu. Í umræðunni má oft heyra að ekkert hafi breyst en krónan hefur veikst mikið frá upphafi árs 2018 eða um 20 prósent gagnvart dollar og ellefu prósent gagnvart evru. Útflutningsgreinar, þar á meðal ferðaþjónustan, njóta góðs af því.“Hvernig var brugðist við væntum samdrætti í rekstri bílaumboðsins? „Viðbrögð okkar hafa verið að veita bestu þjónustuna með okkar frábæra starfsfólki. Við höfum ekki brugðist öðruvísi við. Við höfum ávallt gætt þess að halda kostnaði niðri en höfum ekki ráðist í niðurskurð vegna þess að við teljum að á næsta ári muni bílasala aukast. Við ætlum að vera reiðubúin að þjónusta viðskiptavini vel þegar að því kemur.“Hve hátt hlutfall af seldum Toyota-bílum fer til bílaleiga? „Á árunum fyrir hrun var hlutfallið að meðaltali um 37 prósent. Eftir að bílaleigum óx fiskur um hrygg hefur hlutfallið verið um 15-17 prósent. Við viljum ekki selja of mikið til bílaleiga til þess að vernda vörumerkið og tryggja að það sé pláss á markaðnum fyrir bílana þegar þeir verða seldir aftur eftir að hafa verið hjá bílaleigunum. Við seljum svipað magn til bílaleiga og gert var fyrir hrun, jafnvel þótt hlutfallið sé mun lægra.“ Ef bílaleigur halda áfram að vaxa hratt, geta bílaumboðin annað þeirri eftirspurn án þess að þenja út markaðinn fyrir notaða bíla? Bílaleigurnar eða umboðin þurfa jú að selja bílana notaða hér heima. „Ég held að það sé að komast jafnvægi á bílaleigumarkaðinn. Það mun draga mikið úr sölu til þeirra á þessu ári. Við teljum að það verði ekki stökk í sölu til bílaleiga á næstunni. Stjórnendur þeirra hafa áttað sig á að lykillinn að farsælum rekstri er ekki að eiga ávallt til nóg af bílum til að hægt sé að leigja út þegar viðskiptavinir knýja á dyr. Þeim þykir mun skynsamlegra að það sé jafnvægi í rekstrinum og vita að það þarf að selja flotann áfram að einhverjum tíma liðnum. Við teljum því að bílaleigubílum og bílaleigum muni fækka.“Bílaleigur eru umsfvifamiklir viðskiptavinir bílaumboða.Vísir/HannaBílaleigur kaupi mun færri bílaHvað munu bílaleigur kaupa mikið færri bíla í ár? „Samdrátturinn verður eflaust um 45 prósent miðað við síðasta ár. Markaðurinn er að leiðrétta sig eins og venja er þegar of mikið framboð er af tiltekinni þjónustu.“Hvernig var afkoma bílaumboðsins í fyrra? „Reksturinn er í tveimur félögum. Annars vegar er það Toyota á Íslandi sem flytur inn bílana og selur meðal annars til systurfyrirtækisins TK bíla sem annast sölu og þjónustu á bílunum en einnig til söluaðila á Suðurnesjum, Selfossi og Akureyri. Toyota á Íslandi hagnaðist um 439 milljónir króna í fyrra en til samanburðar hagnaðist fyrirtækið um 1,1 milljarð árið áður. Afkoman í fyrra var afar góð, salan gekk mjög vel og afkoman var í raun eins og vænta má í eðlilegu árferði. Það er ekki hægt að miða við árið 2017, svo mikil sala verður mögulega á tíu ára fresti. TK bílar högnuðust um 142 milljónir króna samanborið við 276 milljónir króna árið 2016.“ Samtals var því hagnaður fyrirtækjanna um 581 milljón, arðsemi eiginfjár var samtals 24 prósent og eiginfjárhlutfallið um 39 prósent.Af hverju ertu með þetta svona flókið? Það er, með reksturinn í tveimur félögum í stað eins, líkt og önnur bílaumboð hafa gert? „Þetta er ekki flókið. Þetta einfaldar samskipti við Toyota erlendis. Þeir eiga bara í samskiptum við innflytjendur en ekki við sölu- og þjónustuaðila. Hér innandyra upplifir fólk þetta ekki sem ólík fyrirtæki en þetta einfaldar líka söluna til annarra bílasala á landinu og tryggir að allir séu á jafnréttisgrundvelli.“Hvernig verður afkoman í ár? „Fyrirtækin verða rekin með hagnaði en afkoman verður verri en í fyrra.“Úlfar Steindórsson hefur setið í stjórn Icelandair Group frá 2010.Vísir/GVAÓþarfi að hrófla við því sem vel gengurHvers vegna hafið þið ekki sóst eftir að selja önnur bílamerki en Toyota (að ógleymdu lúxusmerkinu Lexus sem er í eigu þess)? „Toyota er firnasterkt vörumerki sem hefur gengið vel hér á landi. Það hefur því ekkert í rekstrinum kallað á að bæta við öðru vörumerki. Það kallar á mikla vinnu að sinna framleiðanda vel, við sendum þeim töluvert af upplýsingum í hverri viku. Auðvitað höfum við leitt hugann að því þegar komið hafa upp slík tækifæri en alltaf komist að sömu niðurstöðu; reksturinn gengur vel eins og hann er núna og óþarfi að hrófla við því sem vel gengur. Toyota er verðmætasta vörumerkið af öllum bílaframleiðendunum. Þeir setja meiri fjármuni í rannsóknir og þróun en nokkur annar bílaframleiðandi. Toyota var að meðaltali með lægstan útblástur af öllum bílaframleiðendum sem selja í Evrópu. Jafnvel þótt ekki sé boðið upp á hefðbundna rafmagnsbíla er hybrid-kerfið að skila miklum árangri á þessu sviði. Auðvitað höfum við alltaf augun opin, ekki bara hér á landi, heldur almennt fyrir því hver þróunin verður.“Orðalag miðanna sem tóku á móti viðskiptavinum Bílanausts þegar fyrirtækinu var lokað vegna gjaldþrots í upphafi árs. Vísir/VilhelmFjárfesta í tengdum rekstriÞið Kristján Þorbergsson, viðskiptafélagi þinn, hafið engu að síður verið reiðubúnir til að fjárfesta í tengdum rekstri í gegnum UK fjárfestingar, móðurfélag Toyota. Þið fjárfestuð í Bílanausti í ár og Kraftvélum árið 2017. „Við erum að reyna að breikka starfsemi okkar á því sviði sem við þekkjum best; bílabransann.“Er sala á vinnuvélum (það er hjá Kraftvélum) til þess að gera svipuð og sala á bílum? „Reksturinn er nokkuð ólíkur en að hluta til skarast hópur viðskiptavina. Tengingin við Kraftvélar stendur á gömlum merg. Páll Samúelsson sem rak Toyota um árabil átti einnig Kraftvélar allt þar til hann seldi fyrirtækjaumsvif sín árið 2005. Hann seldi Kraftvélar í janúar það ár og Toyota í desember. Fyrirtækin hafa átt í samstarfi en Kraftvélar selja til dæmis Toyota-lyftara. Við þekktum fyrirtækið vel en tækifærið sem við stóðum frammi fyrir fólst í hve miklar vega- og byggingarframkvæmdir eru fram undan á næstu tíu til fimmtán árum.“Hafið þið gert einhverjar breytingar á rekstri Kraftvéla? „Nei, en við höfum komið að okkar hugmyndafræði eins og hvað varðar ferla, þjónustu, kostnaðaraðhald og utanumhald en það eru engar stórkostlegar breytingar í farvatninu.“En hafið þið gert breytingar á rekstri Bílanausts? „Bílanaust hafði verið lokað vegna gjaldþrots í einn og hálfan mánuð þegar við kaupum reksturinn og opnuðum allar verslanirnar að nýju. Við erum í þeim fasa að ná utan um starfsemina. Bílanaust hafði misst einhver umboð og við erum að afla annarra í staðinn. Þetta er í raun eins og að byrja rekstur upp á nýtt. Þetta er ekki eins og að kaupa fyrirtæki sem er í rekstri. Það þarf líka að ná upp nýjum takti í fyrirtækinu, það hafði lengi stefnt í gjaldþrot og því er takturinn ekki sá sami og ef starfsfólk hefði verið fullvisst um að reksturinn myndi ganga upp.“Hvers vegna varð Bílanaust gjaldþrota? „Ég veit það ekki. Í grunninn held ég að vandinn hafi falist í að þá sem keyptu reksturinn af N1 skorti þekkingu á þessum rekstri. Hver og einn geiri hefur sitt tungumál og þeir höfðu ekki aflað sér nægrar þekkingar til að ná góðum tökum á rekstrinum.“Innfluttir bílar bíða eftir að komast á götuna.Fréttablaðið/GVATækifæri þegar hagkerfi kólnaHvernig horfir það við þér að hafa keypt tvö fyrirtæki, til þess að gera nýlega, nú þegar hagkerfið er að kólna? „Tækifærin til að kaupa fyrirtæki skapast yfirleitt þegar hagkerfið er að kólna. Í uppsveiflu eru fyrirtækin oft verðlögð of hátt enda er þá alla jafna gert ráð fyrir að tekjur muni aukast ár frá ári. Þegar hægja tekur á efnahagslífinu verður verðlagningin á fyrirtækjum eðlilegri. Okkur líður vel með að hafa keypt fyrirtækin á þessum tímapunkti.“Hvernig horfa efnahagsmálin við þér? „Það er mikilvægt að hafa í huga að aðstæður í hagkerfinu eru með allt öðrum hætti en fyrir hrun. Þá var gjaldeyrisvaraforðinn um 80 milljarðar króna. Nú er hann rúmlega 800 milljarðar króna. Skuldsetning heimila og fyrirtækja er með allt öðrum hætti en við hrunið. Hún er mun minni núna og við erum því betur í sveit sett til að takast á við niðursveiflu. Þjóðin á nú um 20 prósent meira en hún skuldar. Að því sögðu skuldaði hið opinbera lítið sem ekkert við hrunið en til að mæta áfallinu voru slegin lán. Ferðaþjónustan hefur bæst við sem gjaldeyrisskapandi atvinnuvegur og er heilt yfir í ágætu horfi. Sjávarútvegurinn er áfram hryggjarstykkið í efnahagslífi þjóðarinnar og okkur hefur auðnast að byggja upp stóriðju og öflug þekkingarfyrirtæki. Mín skoðun er að við sem þjóð höfum líklega aldrei staðið betur. Við megum því horfa bjartsýn fram á veginn og þurfum ekki að vera þjökuð af svartnætti hvað framtíðina varðar. Það er ekki þar með sagt að lífið sé dans á rósum fyrir alla. Vissulega glíma margir einstaklingar við erfiðleika og þeim þarf að rétta hjálparhönd. Ýmis fyrirtæki hafa verið stofnuð á röngum forsendum og þeim gengur illa. Þegar vel gengur í einhverri atvinnugrein munu alltaf margir stökkva á vagninn. Það er gömul saga og ný. En jafnvel þótt horfst sé í augun við þá staðreynd erum við ótrúlega vel stödd. Staða okkar sem þjóðar er það sterk að niðursveiflan verður ekki djúp. Við munum komast hratt úr henni vegna þess hve styrkum fótum hagkerfið stendur. Það getur tekist á við áföll og getur haldið áfram að sækja fram. Vonandi verður óvissan minni með haustinu og þá mun fólk og fyrirtæki vonandi láta aftur til sín taka.“Fyrst þú ert svona jákvæður, hvernig horfa launahækkanir við þér? „Kjarasamningar voru almennt vel heppnaðir. Þeir eru hins vegar íþyngjandi fyrir mannaflsfrekar atvinnugreinar eins og ferðaþjónustu, byggingariðnað og veitingastaði. Það er ekki hægt að fleyta launahækkunum að fullu út í verðlagið og það tekur á. Íslandshótel voru til dæmis að birta uppgjör fyrir sex mánuði ársins. Án þess að ég hafi kafað ofan í árshlutareikninginn þá tapaði hótelsamstæðan 184 milljónum króna á tímabilinu, samanborið við 293 milljóna króna hagnað árið áður. Kjarasamningar juku kostnað mannaflsfrekra fyrirtækja en laun hótela á Íslandi sem hlutfall af tekjum voru fyrir hækkunina hærri en víða annars staðar.“Árið hefur viðburðarríkt hjá Icelandair.Vísir/vilhelmFordæmalaust ár hjá IcelandairÍ ljósi þess að þú nefnir ferðaþjónustuna. Þú ert stjórnarformaður Icelandair Group. Hvernig horfir staða flugfélagsins við þér? „Þetta ár hefur verið fordæmalaust í rekstri fyrirtækisins. Starfsfólkið gat ekki haft nein áhrif á það að Boeing 737 MAX flugvélarnar voru gallaðar og því kyrrsettar en það hefur gert sitt allra besta til að leysa úr stöðunni. Það liggur ljóst fyrir að Boeing gerir ráð fyrir að bæta fyrir þetta tjón. Í sex mánaða uppgjöri flugvélaframleiðandans voru gjaldfærðar háar fjárhæðir.“Heldur þú að bæturnar verði í formi reiðufjár? „Þetta verða klárlega peningar með einum eða öðrum hætti. Viðræður eru ekki hafnar en ég sé fyrir mér að hluti verði reiðufé. Ég veit ekki nákvæmlega hvernig tjónið verður bætt.“Eru íslensk flugfélög ósamkeppnishæf vegna hás launakostnaðar? „Nei, það er of djúpt í árinni tekið. Það er erfitt að bera saman launakostnað Icelandair við erlend flugfélög vegna þess að félagið er byggt upp með öðrum hætti en gengur og gerist. Icelandair sinnir til dæmis eigin viðhaldsþjónustu og hefur því á launaskrá fjölda flugvirkja. Önnur flugfélög útvista yfirleitt þeim verkefnum. Þau bera kostnað af viðhaldi en hann birtist í öðrum rekstrarliðum en launakostnaði. Grunnvandinn felst ekki í háum launum heldur nýtingu starfsfólks, einkum flugáhafna. Erlendis þurfa starfsmennirnir að fljúga meira en samið hefur verið um hér á landi. Icelandair þarf því fleira starfsfólk til að fljúga sömu leið og önnur flugfélög. Aftur á móti sé ég ekki hvernig hægt er að reka lággjaldaflugfélag og greiða íslensk laun í samkeppni við fyrirtæki eins og Wizz air sem er með höfuðstöðvar í Ungverjalandi og greiðir því lág laun. Það er ekki hægt að keppa við það frá Íslandi.“FréttablaðiðHefur þú trú á áformum bandarísku athafnakonunnar Michelle Ballarin um að endurreisa WOW air og forsvarsmanna WAB air sem vilja stofna flugfélag í sama anda og WOW air? „Ég hef ekki forsendur til að meta það. Það fljúga 26 flugfélög til Íslands í sumar og ef það bætast við eitt eða tvö flugfélög mun Icelandair standa það af sér. Við munum standa okkur í samkeppninni óháð því hvar keppinauturinn er staðsettur. Norwegian er til að mynda í Noregi og flýgur frá Íslandi til Barcelona og mun fljúga héðan til Tenerife.“Keyptu umboðið eftir hrunHvernig vannstu þig upp? Fyrir hrun varstu launamaður hjá Toyota en nú áttu helmingshlut í umsvifamiklu fyrirtæki sem á Toyota umboðið, Kraftvélar og Bílanaust. Auk þess áttu hlut í Bláa lóninu og fjárfestir fyrir 100 milljónir í Icelandair fyrir ári. „Ég hef ávallt sinnt þeim verkefnum sem ég hef tekið að mér af dugnaði og heiðarleika. Okkur Kristjáni Þorbergssyni fjármálastjóra bauðst að kaupa bílaumboðið í kjölfar hrunsins. Það lá fyrir að viðskiptabankinn ætlaði að leysa fyrirtækið til sín í því skyni að selja það áfram. Bílaframleiðandinn Toyota tapaði ekki krónu á viðskiptum við okkur í kringum hrunið. Við settum bílana ekki á útsölu og gættum vel að vörumerkinu. Af þeim sökum vildi bílaframleiðandinn að við Kristján myndum kaupa bílaumboðið og reka það áfram. Við vinnum vel saman en erum sagðir ólíkir. Hann er afar flinkur og þetta hefur gengið afar vel hjá okkur. Fjárfestingin í Bláa lóninu kom þannig til að ég var á árum áður framkvæmdastjóri Nýsköpunarsjóðs atvinnulífsins. Sjóðurinn átti hlut í fyrirtækinu og ég sat í stjórn þess. Hálfu ári eftir að ég lét af störfum sem framkvæmdastjóri og sagði mig úr stjórn Bláa lónsins bað Grímur Sæmundsen, stofnandi fyrirtækisins, mig um að setjast aftur í stjórnina. Fyrir mörgum árum var stjórn og starfsmönnum boðið að kaupa í Bláa lóninu og ég keypti fyrir litla fjárhæð. Og þegar það hefur boðist hef ég keypt hluti í fyrirtækinu. Bláa lónið er einfaldlega ævintýri. Það er ótrúlegt hvernig fyrirtækið hefur blómstrað og það byggir á sýn Gríms og fjölgun ferðamanna. Hann hefur auk þess valið með sér góðan hóp af stjórnendum og stjórn. Lífið er einfaldlega þannig að það er ekki bein lína sem hallar upp á við heldur þarf stöðugt að halda áfram þótt á móti blási. Þetta snýst um að hafa trú á því sem þú ert að gera, taka fleiri réttar ákvarðanir en rangar. Ég er í grunninn áhættufælinn en er til í að taka áhættu þegar ég er búinn að reikna mig í gegnum hana – án þess að fara yfir um í Excel.“Nú eru erfiðleikar í efnahagslífinu, samdráttur í bílasölu og Icelandair er í mótvindi. Hugsarðu stundum hvort þú sért að dreifa kröftum þínum of mikið? Þú stýrir Toyota og systurfyrirtækjum, ert stjórnarformaður Icelandair Group og situr í stjórn Bláa lónsins. „Já, ég hef leit hugann að því. Þetta fyrirkomulag kallar á langa vinnudaga og það er erfitt að taka frí. Þegar ég er í fríi er ég alltaf í sambandi við vinnuna. Það er hægt að vinna undir svona miklu álagi í ákveðinn tíma. En lykillinn að þessu er að mér þykir þetta óhemju skemmtilegt. Mitt fyrsta verk á morgnana er að athuga hvort allar flugvélar Icelandair hafi tekið á loft á réttum tíma. Ég reyni að fara eins oft og ég get í sýningarsalinn í Kauptúni, heilsa upp á viðskiptavini og hlusta á hvað þeir hafa að segja. Ef það eru bílasýningar um helgar mætum við Kristján og hittum fólk. Bláa lónið tekur minnstan tíma af þessu. Jafnvel þótt undanfarin tvö ár hafi verið strembin hjá flugfélaginu þykir mér starfið enn skemmtilegt. Ef ég myndi mæta hér eða annars staðar og stynja því allt væri svo erfitt og leiðinlegt væri ég löngu hættur. Ég lærði dýrmæta lexíu þegar ég var fjármálastjóri Vinnslustöðvarinnar. Sjáðu til: Útgerðir sameinuðust í miklum mæli í Vestmannaeyjum á árunum 1991 til 1992. Íslandsbanki stýrði að miklu leyti þeirri vinnu vegna erfiðleika í sjávarútvegi á þeim tíma. Það eru sveiflur í rekstri eins og útgerða, bílasölu og ferðaþjónustu. Lexían sem ég lærði var að halda alltaf áfram og tryggja að fyrirtækið sé enn starfandi þegar góð ár koma. Lykillinn er að finna leiðir til að komast í gegnum skaflinn. Árið 1994 kom nefnilega stærðarinnar loðnuvertíð. Fram að því gekk rekstur Vinnslustöðvarinnar illa. Og þá skipti höfuðmáli að fyrirtækið var enn starfandi til að grípa gæsina.“
Birtist í Fréttablaðinu Boeing Fréttir af flugi Icelandair Play Mest lesið „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Viðskipti innlent Fleiri fréttir Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Sjá meira