"Réttlætið hefur aldrei fengið að sigra í þessu máli“ Eiður Þór Árnason skrifar 27. ágúst 2019 20:16 Epstein (f.m.) þegar hann var handtekinn á Flórída árið 2008. Hann átti yfir höfði sér lífstíðarfangelsi fyrir brotin sem hann var sakaður um en saksóknarar felldu niður ítarlega ákæru gegn honum. AP/Uma Sanghvi/Palm Beach Post Konur sem saka látna auðkýfinginn Jeffrey Epstein um kynferðislega misnotkun telja sumar að hann hafi komist undan réttlætinu með því að fremja sjálfsvíg en konurnar gáfu skýrslu fyrir dómstól í Manhattan í dag. Um fimmtán konur tjáðu sig um meint brot Epstein en líkur eru taldar á því að málinu verði vísað frá í kjölfar andláts hans. Saksóknarar hafa þó gefið út að rannsóknin á málum Epstein haldi áfram og að ákærur geti enn verið gefnar út á hendur samverkamanna hans. „Ég er mjög reið og sorgmædd. Réttlætið hefur aldrei fengið að sigra í þessu máli,“ sagði Courtney Wild, sem hefur sakað Epstein um að hafa misnotað sig kynferðislega þegar hún var fjórtán ára gömul. Wild sem segir að hún hafi verið ráðin sem nuddari í einkaþotu Epstein sem var gjarnan titluð „Lolita Express,“ kallaði hann „hugleysingja“ sem hafi tekist að „hagræða dómskerfinu okkar.“ Sjá einnig: Trump fordæmdur fyrir að dreifa rakalausri samsæriskenningu um dauða Epstein Jennifer Araoz, sem hefur sakað Epstein um að nauðga sér þegar hún var fimmtán ára gömul sagði fyrir framan réttinn að Epstein hafi „rænt mig draumum mínum og möguleikanum til að sækjast eftir þeim starfsferil sem ég dýrkaði.“ „Sú staðreynd að ég mun aldrei eiga þess möguleika að mæta árásarmanni mínum í dómssal étur mig að innan. Þau leyfðu þessum manni að drepa sig og drepa um leið möguleika margra á að fá réttlætinu fullnægt,“ sagði Araoz jafnframt. Talinn hafa framið sjálfsvíg Dánardómstjóri hefur úrskurðað að Epstein hafi framið sjálfsvíg fyrr í mánuðinum þegar hann fannst meðvitundarlaus í fangaklefa sínum. Auðkýfingurinn, sem var ákærður fyrir mansal á ungum stúlkum, beið málsmeðferðar þegar hann fannst látinn í fangaklefa sínum þann 10. ágúst síðastliðinn. Andlát Epstein bar að daginn eftir að réttarskjöl sem telja hundruð blaðsíðna voru birt, þar sem nýjar ásakanir um kynferðislega misnotkun og ofbeldi á hendur Epstein og samverkamanna hans voru birtar. Fólk með sjálfsvígshugsanir er minnt á Hjálparsíma Rauða krossins, 1717, og netspjallið. Þjálfaðir og reynslumiklir sjálfboðaliðar á öllum aldri svara þeim símtölum og spjöllum sem berast. Fullum trúnaði er heitið. Nánari upplýsingar hér. Bandaríkin Mál Jeffrey Epstein Mál Andrésar prins Tengdar fréttir Níddist á brotnum stúlkum Fjármálamaðurinn Jeffrey Epstein braut kynferðislega á fjölda unglingsstúlkna um árabil; hélt kynlífsveislur og bauð voldugum vinum og frægum. Vinir hans, auðkýfingar og stjórnmálamenn, keppast nú við að sverja hann af sér. 17. ágúst 2019 08:45 Barnaníð í Frakklandi rannsökuð í tengslum við Epstein Aðalsaksóknari Parísar tilkynnti í dag að embættið hyggðist opna rannsókn á kynferðisbrotum gegn ólögráða einstaklingum í tengslum við Jeffrey Epstein. 23. ágúst 2019 18:17 FBI gerði rassíu á „barnaníðingaeyju“ Epsteins Bandaríska alríkislögreglan FBI réðst í leit á einkaeyju auðkýfingsins Jeffrey Epstein í Karíbahafinu á mánudag. 13. ágúst 2019 16:48 Andrés prins segist ekki hafa vitað af glæpum Epstein Í yfirlýsingunni segist Andrés koma ýmsum hlutum á hreint varðandi samband sitt við Epstein. 24. ágúst 2019 13:56 Mest lesið Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Innlent Samþykki annarra verði ekki lengur skilyrði fyrir hunda- og kattahaldi Innlent Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Erlent Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Innlent Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Erlent Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Innlent Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Innlent Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Fleiri fréttir Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Sjá meira
Konur sem saka látna auðkýfinginn Jeffrey Epstein um kynferðislega misnotkun telja sumar að hann hafi komist undan réttlætinu með því að fremja sjálfsvíg en konurnar gáfu skýrslu fyrir dómstól í Manhattan í dag. Um fimmtán konur tjáðu sig um meint brot Epstein en líkur eru taldar á því að málinu verði vísað frá í kjölfar andláts hans. Saksóknarar hafa þó gefið út að rannsóknin á málum Epstein haldi áfram og að ákærur geti enn verið gefnar út á hendur samverkamanna hans. „Ég er mjög reið og sorgmædd. Réttlætið hefur aldrei fengið að sigra í þessu máli,“ sagði Courtney Wild, sem hefur sakað Epstein um að hafa misnotað sig kynferðislega þegar hún var fjórtán ára gömul. Wild sem segir að hún hafi verið ráðin sem nuddari í einkaþotu Epstein sem var gjarnan titluð „Lolita Express,“ kallaði hann „hugleysingja“ sem hafi tekist að „hagræða dómskerfinu okkar.“ Sjá einnig: Trump fordæmdur fyrir að dreifa rakalausri samsæriskenningu um dauða Epstein Jennifer Araoz, sem hefur sakað Epstein um að nauðga sér þegar hún var fimmtán ára gömul sagði fyrir framan réttinn að Epstein hafi „rænt mig draumum mínum og möguleikanum til að sækjast eftir þeim starfsferil sem ég dýrkaði.“ „Sú staðreynd að ég mun aldrei eiga þess möguleika að mæta árásarmanni mínum í dómssal étur mig að innan. Þau leyfðu þessum manni að drepa sig og drepa um leið möguleika margra á að fá réttlætinu fullnægt,“ sagði Araoz jafnframt. Talinn hafa framið sjálfsvíg Dánardómstjóri hefur úrskurðað að Epstein hafi framið sjálfsvíg fyrr í mánuðinum þegar hann fannst meðvitundarlaus í fangaklefa sínum. Auðkýfingurinn, sem var ákærður fyrir mansal á ungum stúlkum, beið málsmeðferðar þegar hann fannst látinn í fangaklefa sínum þann 10. ágúst síðastliðinn. Andlát Epstein bar að daginn eftir að réttarskjöl sem telja hundruð blaðsíðna voru birt, þar sem nýjar ásakanir um kynferðislega misnotkun og ofbeldi á hendur Epstein og samverkamanna hans voru birtar. Fólk með sjálfsvígshugsanir er minnt á Hjálparsíma Rauða krossins, 1717, og netspjallið. Þjálfaðir og reynslumiklir sjálfboðaliðar á öllum aldri svara þeim símtölum og spjöllum sem berast. Fullum trúnaði er heitið. Nánari upplýsingar hér.
Bandaríkin Mál Jeffrey Epstein Mál Andrésar prins Tengdar fréttir Níddist á brotnum stúlkum Fjármálamaðurinn Jeffrey Epstein braut kynferðislega á fjölda unglingsstúlkna um árabil; hélt kynlífsveislur og bauð voldugum vinum og frægum. Vinir hans, auðkýfingar og stjórnmálamenn, keppast nú við að sverja hann af sér. 17. ágúst 2019 08:45 Barnaníð í Frakklandi rannsökuð í tengslum við Epstein Aðalsaksóknari Parísar tilkynnti í dag að embættið hyggðist opna rannsókn á kynferðisbrotum gegn ólögráða einstaklingum í tengslum við Jeffrey Epstein. 23. ágúst 2019 18:17 FBI gerði rassíu á „barnaníðingaeyju“ Epsteins Bandaríska alríkislögreglan FBI réðst í leit á einkaeyju auðkýfingsins Jeffrey Epstein í Karíbahafinu á mánudag. 13. ágúst 2019 16:48 Andrés prins segist ekki hafa vitað af glæpum Epstein Í yfirlýsingunni segist Andrés koma ýmsum hlutum á hreint varðandi samband sitt við Epstein. 24. ágúst 2019 13:56 Mest lesið Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Innlent Samþykki annarra verði ekki lengur skilyrði fyrir hunda- og kattahaldi Innlent Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Erlent Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Innlent Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Erlent Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Innlent Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Innlent Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Fleiri fréttir Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Sjá meira
Níddist á brotnum stúlkum Fjármálamaðurinn Jeffrey Epstein braut kynferðislega á fjölda unglingsstúlkna um árabil; hélt kynlífsveislur og bauð voldugum vinum og frægum. Vinir hans, auðkýfingar og stjórnmálamenn, keppast nú við að sverja hann af sér. 17. ágúst 2019 08:45
Barnaníð í Frakklandi rannsökuð í tengslum við Epstein Aðalsaksóknari Parísar tilkynnti í dag að embættið hyggðist opna rannsókn á kynferðisbrotum gegn ólögráða einstaklingum í tengslum við Jeffrey Epstein. 23. ágúst 2019 18:17
FBI gerði rassíu á „barnaníðingaeyju“ Epsteins Bandaríska alríkislögreglan FBI réðst í leit á einkaeyju auðkýfingsins Jeffrey Epstein í Karíbahafinu á mánudag. 13. ágúst 2019 16:48
Andrés prins segist ekki hafa vitað af glæpum Epstein Í yfirlýsingunni segist Andrés koma ýmsum hlutum á hreint varðandi samband sitt við Epstein. 24. ágúst 2019 13:56