Keppa í gamanmyndagerð á Flateyri Birgir Olgeirsson skrifar 27. ágúst 2019 16:12 Gamanmyndahátíðin er haldin á Flateyri. Vísir/Anton Brink Fjórða gamanmyndahátíðin verður haldin á Flateyri dagana 19. til 22. september næstkomandi. Grín og gaman ræður ríkjum á þessari hátíð en þar eru ýmist sýndar kvikmyndir, haldnir tónleikar, uppistand eða annað sem gaman er. Á meðal þess sem verður á dagskrá á hátíðinni í ár er kvöldskemmtun með Tvíhöfða, sveitaball með hljómsveitinni Á móti sól, heiðurssýning á Stellu í Orlofi að viðstaddri aðalleikkonunni Eddu Björgvinsdóttur og Chaplin tónleikasýning Tónlistarskóla Ísafjarðar. Ásamt því verða 30 gamanmyndir sýndar á hátíðinni og verður veitingastaðurinn Jómfrúin með Pop-up veitingstað. Á Gamanmyndahátíðinni í ár verður keppt í gamanmyndagerð, þar sem liðin fá 48 klukkustundir til að fullgera gamanmynd frá hugmynd að frumsýningu. Það hafa verið haldnar 48 stunda kvikmyndakeppnir víða um heim, en nú verður hún haldin í fyrsta sinn á Íslandi, á Iceland Comedy Film Festival, þar sem húmor og gleði mun ráða ríkjum. Fyrirkomulagið er þannig að liðin eru skipuð þremur þátttakendum, hvert lið fær ókeypis gistingu fyrir þrjá á Flateyri og þrjú hátíðararmbönd á Gamanmyndahátíðina. Liðum er þó heimilt að styðjast við fleiri aðstoðarmenn og leikara. Miðvikudaginn 18. September næstkomandi verður Arnór Pálmi, leiðbeinandi keppninnar, með örnámskeið í gamanmyndagerð, að því loknu verður þema ársins kynnt og klukkan byrjar að telja niður. Fullkláruðum gamanmyndum þarf að skila inn föstudagskvöldið 20. september. Arnór Pálmi verður liðunum innan handar bæði varðandi handritsgerð, tökur og klippingu á meðan á ferlinu stendur. Liðin þurfa sjálf að útvega sér tökubúnað en mögulegt verður að komast í klippitölvur Lýðskóla Flateyrar. Myndirnar verða að því loknu sýndar á Gamanmyndahátíðinni þar sem fyndnasta 48 stunda gamanmyndin verður verðlaunuð. Nánari upplýsingar um keppnina og hátíðina má finna hér. Bíó og sjónvarp Ísafjarðarbær Uppistand Mest lesið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Einstakur garður í Mosfellsbænum Lífið Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Tíska og hönnun Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Lífið Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Lífið Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Lífið Húðrútína Birtu Abiba Lífið Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Bíó og sjónvarp Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Lífið Hélt að hann væri George Clooney Lífið Fleiri fréttir Gellur tóku yfir Gamla bíó Hélt að hann væri George Clooney Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Einstakur garður í Mosfellsbænum Leggja undir sig spinningshjólin og upphífingarstangirnar á tónleikunum Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Húðrútína Birtu Abiba Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Arnaldur tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna Hefndi sín með því að missa meydóminn Spurt var um fyrirbæri sem Tommi á Búllunni framkvæmdi fyrst hér á landi Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Söfnunarþáttur UNICEF í beinni útsendingu á þremur stöðvum í einu Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Frægar í fantaformi Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Gervigreindin stýrði ferðinni Sjá meira
Fjórða gamanmyndahátíðin verður haldin á Flateyri dagana 19. til 22. september næstkomandi. Grín og gaman ræður ríkjum á þessari hátíð en þar eru ýmist sýndar kvikmyndir, haldnir tónleikar, uppistand eða annað sem gaman er. Á meðal þess sem verður á dagskrá á hátíðinni í ár er kvöldskemmtun með Tvíhöfða, sveitaball með hljómsveitinni Á móti sól, heiðurssýning á Stellu í Orlofi að viðstaddri aðalleikkonunni Eddu Björgvinsdóttur og Chaplin tónleikasýning Tónlistarskóla Ísafjarðar. Ásamt því verða 30 gamanmyndir sýndar á hátíðinni og verður veitingastaðurinn Jómfrúin með Pop-up veitingstað. Á Gamanmyndahátíðinni í ár verður keppt í gamanmyndagerð, þar sem liðin fá 48 klukkustundir til að fullgera gamanmynd frá hugmynd að frumsýningu. Það hafa verið haldnar 48 stunda kvikmyndakeppnir víða um heim, en nú verður hún haldin í fyrsta sinn á Íslandi, á Iceland Comedy Film Festival, þar sem húmor og gleði mun ráða ríkjum. Fyrirkomulagið er þannig að liðin eru skipuð þremur þátttakendum, hvert lið fær ókeypis gistingu fyrir þrjá á Flateyri og þrjú hátíðararmbönd á Gamanmyndahátíðina. Liðum er þó heimilt að styðjast við fleiri aðstoðarmenn og leikara. Miðvikudaginn 18. September næstkomandi verður Arnór Pálmi, leiðbeinandi keppninnar, með örnámskeið í gamanmyndagerð, að því loknu verður þema ársins kynnt og klukkan byrjar að telja niður. Fullkláruðum gamanmyndum þarf að skila inn föstudagskvöldið 20. september. Arnór Pálmi verður liðunum innan handar bæði varðandi handritsgerð, tökur og klippingu á meðan á ferlinu stendur. Liðin þurfa sjálf að útvega sér tökubúnað en mögulegt verður að komast í klippitölvur Lýðskóla Flateyrar. Myndirnar verða að því loknu sýndar á Gamanmyndahátíðinni þar sem fyndnasta 48 stunda gamanmyndin verður verðlaunuð. Nánari upplýsingar um keppnina og hátíðina má finna hér.
Bíó og sjónvarp Ísafjarðarbær Uppistand Mest lesið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Einstakur garður í Mosfellsbænum Lífið Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Tíska og hönnun Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Lífið Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Lífið Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Lífið Húðrútína Birtu Abiba Lífið Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Bíó og sjónvarp Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Lífið Hélt að hann væri George Clooney Lífið Fleiri fréttir Gellur tóku yfir Gamla bíó Hélt að hann væri George Clooney Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Einstakur garður í Mosfellsbænum Leggja undir sig spinningshjólin og upphífingarstangirnar á tónleikunum Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Húðrútína Birtu Abiba Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Arnaldur tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna Hefndi sín með því að missa meydóminn Spurt var um fyrirbæri sem Tommi á Búllunni framkvæmdi fyrst hér á landi Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Söfnunarþáttur UNICEF í beinni útsendingu á þremur stöðvum í einu Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Frægar í fantaformi Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Gervigreindin stýrði ferðinni Sjá meira