Bíða í allt að mánuð eftir tíma hjá heimilislækni á Akureyri Sveinn Arnarsson skrifar 27. ágúst 2019 06:45 Heilsugæslan á Akureyri er í gömlu húsnæði og brýnt er að komast í nýtt húsnæði sem fyrst. Fréttablaðið/Auðunn Allt að fjögurra vikna bið er eftir tíma hjá heimilislækni hjá Heilsugæslunni á Akureyri. Forstjóri Heilbrigðisstofnunar Norðurlands (HSN) segir bæði skort á heimilislæknum og aðstöðu heilsugæslunnar vera til trafala. „Það er alveg rétt að það er of löng bið eftir tíma hjá heilsugæslulækni og við erum að vinna í því að stytta þennan biðtíma, bæði með að veita einstaklingum önnur úrræði fljótt og minnka þar með þörfina á tíma hjá þínum heimilislækni,“ segir Jón Helgi Björnsson, forstjóri HSN. „Í grunninn er vandinn hins vegar sá að það eru ekki nægilega margir heimilislæknar og einnig erum við í húsnæði sem torveldar störf okkar.“Jón Helgi BjörnssonHeilsugæslan á Akureyri hefur unnið að því síðustu misseri að komast í nýtt húsnæði og er unnið að því í samvinnu við ríkiskaup og bæjaryfirvöld á Akureyri. Talið er að líklegasti kosturinn í dag sé að byggðar verði tvær nýjar heilsugæslur í bænum. „Við höfum átt gott samstarf við Akureyrarbæ um að finna heilsugæslunni ákjósanlega staði í bænum og í samvinnu við Ríkiskaup erum við að greina þörfina á húsnæði. Okkur þykir líklegt að farið verði í nýtt húsnæði sem þarf þá að reisa yfir starfsemina,“ segir Jón Helgi. Heilsugæslan hefur verið skilgreind af hinu opinbera sem fyrsti viðkomustaður fólks í heilbrigðiskerfinu. Svandís Svavarsdóttir hefur sagt að til þess að heilsugæslan geti staðið undir því hlutverki þurfi að efla hana og styrkja en það sé eitt meginmarkmið þeirrar ríkisstjórnar sem nú sitji við völd. Jón Helgi segir að heimilislæknum muni fjölga á næstu árum. „Við þurfum að mennta fleiri í heimilislækningum og við teljum að það horfi til betri vegar. Til að mynda erum við núna með sjö nema í heimilislækningum hjá okkur á Heilbrigðisstofnun Norðurlands. Með nýju húsnæði verður einnig til betri vinnuaðstaða fyrir heimilislækna sem verður vonandi til þess að auðvelt verði að manna heilsugæsluna,“ bætir Jón Helgi við. Akureyri Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Fleiri fréttir Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Sjá meira
Allt að fjögurra vikna bið er eftir tíma hjá heimilislækni hjá Heilsugæslunni á Akureyri. Forstjóri Heilbrigðisstofnunar Norðurlands (HSN) segir bæði skort á heimilislæknum og aðstöðu heilsugæslunnar vera til trafala. „Það er alveg rétt að það er of löng bið eftir tíma hjá heilsugæslulækni og við erum að vinna í því að stytta þennan biðtíma, bæði með að veita einstaklingum önnur úrræði fljótt og minnka þar með þörfina á tíma hjá þínum heimilislækni,“ segir Jón Helgi Björnsson, forstjóri HSN. „Í grunninn er vandinn hins vegar sá að það eru ekki nægilega margir heimilislæknar og einnig erum við í húsnæði sem torveldar störf okkar.“Jón Helgi BjörnssonHeilsugæslan á Akureyri hefur unnið að því síðustu misseri að komast í nýtt húsnæði og er unnið að því í samvinnu við ríkiskaup og bæjaryfirvöld á Akureyri. Talið er að líklegasti kosturinn í dag sé að byggðar verði tvær nýjar heilsugæslur í bænum. „Við höfum átt gott samstarf við Akureyrarbæ um að finna heilsugæslunni ákjósanlega staði í bænum og í samvinnu við Ríkiskaup erum við að greina þörfina á húsnæði. Okkur þykir líklegt að farið verði í nýtt húsnæði sem þarf þá að reisa yfir starfsemina,“ segir Jón Helgi. Heilsugæslan hefur verið skilgreind af hinu opinbera sem fyrsti viðkomustaður fólks í heilbrigðiskerfinu. Svandís Svavarsdóttir hefur sagt að til þess að heilsugæslan geti staðið undir því hlutverki þurfi að efla hana og styrkja en það sé eitt meginmarkmið þeirrar ríkisstjórnar sem nú sitji við völd. Jón Helgi segir að heimilislæknum muni fjölga á næstu árum. „Við þurfum að mennta fleiri í heimilislækningum og við teljum að það horfi til betri vegar. Til að mynda erum við núna með sjö nema í heimilislækningum hjá okkur á Heilbrigðisstofnun Norðurlands. Með nýju húsnæði verður einnig til betri vinnuaðstaða fyrir heimilislækna sem verður vonandi til þess að auðvelt verði að manna heilsugæsluna,“ bætir Jón Helgi við.
Akureyri Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Fleiri fréttir Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Sjá meira