Brasilískar hersveitir sendar til að vinna bug á Amasóneldunum Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 24. ágúst 2019 17:57 Eldarnir geisa enn í Amasón regnskóginum. getty/Eraldo Peres Jair Bolsonaro, forseti Brasilíu, sendi í dag hersveitir til að vinna bug á skógareldunum þar í landi. Aldrei hafa fleiri skógareldar brunnið í Amasónn skóginum frá því að mælingar hófust. Frá þessu er greint á vef breska ríkisútvarpsins. Hersveitir voru sendar á náttúruverndarsvæði, landsvæði frumbyggja Brasilíu og annarra svæða þar sem eldarnir brenna glatt. Alþjóðasamfélagið hefur lýst yfir miklum áhyggjum og óánægju vegna eldanna en Bolsonaro hefur verið talinn ekki gera nóg til að vinna bug á eldunum og hefur verið sakaður um að hvetja bændur og námuverkafólk að ryðja burt skóglendi. Auk þess hafa nokkur ríki hótað refsiaðgerðum ef ekkert verði gert, þar á meðal Frakkland og Írland en leiðtogar beggja landanna hótuðu í gær að koma í veg fyrir fríverslunarsamning á milli Brasilíu og Evrópusambandsins. Efnahagsráðherra Finnlands kallaði einnig eftir því að Evrópusambandið myndi íhuga það að banna nautakjötsinnflutning frá Brasilíu.Á föstudag sagði Bolsonaro í sjónvarpsávarpi að skógareldur „gerðust út um allan heim“ og „ekki væri hægt að nota þessa [skógarelda] til að beita alþjóðlegum refsiaðgerðum.“ Talið er að margir eldanna hafi verið kveiktir af mönnum, þá sérstaklega bændum, til að ryðja fyrir ræktarlandi. Aðalsteinn Sigurgeirs, fagmálastjóri Skógræktarinnar, sagði í kvöldfréttum RÚV á fimmtudag að skógareldar væru ekki eðlilegur hluti af Amason regnskóginum. Gífurlegt uppstreymi raka sé í regnskóginum og ættu eldar því ekki að kvikna sjálfkrafa. Bolsonaro hefur gert lítið úr baráttu umhverfisverndarsinna og lýst yfir stuðningi við skógruðning í Amason til landnýtingar. Umhverfisverndarsinnar og sérfræðingar í náttúruvísindum segja að stjórn Bolsonaro hvetji til eyðingu skógarins. Leiðtogar sjö stærstu iðnríkja heims funda í Frakklandi um helgina á fundi G7 ríkjanna og munu eldarnir í Amasón vera í brennipunkti á fundinum. Emmanuel Macron Frakklandsforseti hefur talað fyrir því að eldarnir sem nú geisa í regnskóginum verði settir á oddinn. Brasilía Loftslagsmál Umhverfismál Tengdar fréttir Sao Paulo myrkvuð vegna reyks frá Amasóneldunum Gríðarlegir skógareldar loga nú á miklu svæði í Amasón regnskóginum í Suður-Ameríku. Christian Poirier, stjórnandi samtakanna Amazon Watch segir líkur á því að eldarnir hafi kviknað af mannavöldum. 22. ágúst 2019 13:52 Ræða um skógareldana í Amason á G7-fundinum Leiðtogar Frakka og Þjóðverja tjáðu sig báðir í gær um þann metfjölda skógarelda sem hafa geisað í Amasonfrumskóginum í Brasilíu á árinu. Angela Merkel, kanslari Þýskalands, sagði að þetta þyrfti að ræða á fundi G7-ríkjanna um helgina. Algjört neyðarástand hefði skapast. 24. ágúst 2019 08:45 Frakkar og Írar hóta að koma í veg fyrir fríverslunarsamning verði Amasóneldar ekki slökktir Frakkland og Írland hóta að koma í veg fyrir að fríverslunarsamningur á milli Evrópusambandsins og fjögurra ríkja Suður-Ameríku taki gildi ef að Brasilíumenn gera ekki meira til að ráða niðurlögum skógarelda í Amason. Metfjöldi elda loga nú í frumskóginum. 23. ágúst 2019 20:14 Mest lesið Konan í Bríetartúni komin á götuna Innlent „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Innlent Indland gerir árás á Pakistan Erlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út Innlent Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Innlent „Því miður er þetta þrautalending“ Innlent Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Innlent „Þetta er salami-leiðin“ Innlent Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Innlent Fleiri fréttir Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Sjá meira
Jair Bolsonaro, forseti Brasilíu, sendi í dag hersveitir til að vinna bug á skógareldunum þar í landi. Aldrei hafa fleiri skógareldar brunnið í Amasónn skóginum frá því að mælingar hófust. Frá þessu er greint á vef breska ríkisútvarpsins. Hersveitir voru sendar á náttúruverndarsvæði, landsvæði frumbyggja Brasilíu og annarra svæða þar sem eldarnir brenna glatt. Alþjóðasamfélagið hefur lýst yfir miklum áhyggjum og óánægju vegna eldanna en Bolsonaro hefur verið talinn ekki gera nóg til að vinna bug á eldunum og hefur verið sakaður um að hvetja bændur og námuverkafólk að ryðja burt skóglendi. Auk þess hafa nokkur ríki hótað refsiaðgerðum ef ekkert verði gert, þar á meðal Frakkland og Írland en leiðtogar beggja landanna hótuðu í gær að koma í veg fyrir fríverslunarsamning á milli Brasilíu og Evrópusambandsins. Efnahagsráðherra Finnlands kallaði einnig eftir því að Evrópusambandið myndi íhuga það að banna nautakjötsinnflutning frá Brasilíu.Á föstudag sagði Bolsonaro í sjónvarpsávarpi að skógareldur „gerðust út um allan heim“ og „ekki væri hægt að nota þessa [skógarelda] til að beita alþjóðlegum refsiaðgerðum.“ Talið er að margir eldanna hafi verið kveiktir af mönnum, þá sérstaklega bændum, til að ryðja fyrir ræktarlandi. Aðalsteinn Sigurgeirs, fagmálastjóri Skógræktarinnar, sagði í kvöldfréttum RÚV á fimmtudag að skógareldar væru ekki eðlilegur hluti af Amason regnskóginum. Gífurlegt uppstreymi raka sé í regnskóginum og ættu eldar því ekki að kvikna sjálfkrafa. Bolsonaro hefur gert lítið úr baráttu umhverfisverndarsinna og lýst yfir stuðningi við skógruðning í Amason til landnýtingar. Umhverfisverndarsinnar og sérfræðingar í náttúruvísindum segja að stjórn Bolsonaro hvetji til eyðingu skógarins. Leiðtogar sjö stærstu iðnríkja heims funda í Frakklandi um helgina á fundi G7 ríkjanna og munu eldarnir í Amasón vera í brennipunkti á fundinum. Emmanuel Macron Frakklandsforseti hefur talað fyrir því að eldarnir sem nú geisa í regnskóginum verði settir á oddinn.
Brasilía Loftslagsmál Umhverfismál Tengdar fréttir Sao Paulo myrkvuð vegna reyks frá Amasóneldunum Gríðarlegir skógareldar loga nú á miklu svæði í Amasón regnskóginum í Suður-Ameríku. Christian Poirier, stjórnandi samtakanna Amazon Watch segir líkur á því að eldarnir hafi kviknað af mannavöldum. 22. ágúst 2019 13:52 Ræða um skógareldana í Amason á G7-fundinum Leiðtogar Frakka og Þjóðverja tjáðu sig báðir í gær um þann metfjölda skógarelda sem hafa geisað í Amasonfrumskóginum í Brasilíu á árinu. Angela Merkel, kanslari Þýskalands, sagði að þetta þyrfti að ræða á fundi G7-ríkjanna um helgina. Algjört neyðarástand hefði skapast. 24. ágúst 2019 08:45 Frakkar og Írar hóta að koma í veg fyrir fríverslunarsamning verði Amasóneldar ekki slökktir Frakkland og Írland hóta að koma í veg fyrir að fríverslunarsamningur á milli Evrópusambandsins og fjögurra ríkja Suður-Ameríku taki gildi ef að Brasilíumenn gera ekki meira til að ráða niðurlögum skógarelda í Amason. Metfjöldi elda loga nú í frumskóginum. 23. ágúst 2019 20:14 Mest lesið Konan í Bríetartúni komin á götuna Innlent „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Innlent Indland gerir árás á Pakistan Erlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út Innlent Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Innlent „Því miður er þetta þrautalending“ Innlent Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Innlent „Þetta er salami-leiðin“ Innlent Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Innlent Fleiri fréttir Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Sjá meira
Sao Paulo myrkvuð vegna reyks frá Amasóneldunum Gríðarlegir skógareldar loga nú á miklu svæði í Amasón regnskóginum í Suður-Ameríku. Christian Poirier, stjórnandi samtakanna Amazon Watch segir líkur á því að eldarnir hafi kviknað af mannavöldum. 22. ágúst 2019 13:52
Ræða um skógareldana í Amason á G7-fundinum Leiðtogar Frakka og Þjóðverja tjáðu sig báðir í gær um þann metfjölda skógarelda sem hafa geisað í Amasonfrumskóginum í Brasilíu á árinu. Angela Merkel, kanslari Þýskalands, sagði að þetta þyrfti að ræða á fundi G7-ríkjanna um helgina. Algjört neyðarástand hefði skapast. 24. ágúst 2019 08:45
Frakkar og Írar hóta að koma í veg fyrir fríverslunarsamning verði Amasóneldar ekki slökktir Frakkland og Írland hóta að koma í veg fyrir að fríverslunarsamningur á milli Evrópusambandsins og fjögurra ríkja Suður-Ameríku taki gildi ef að Brasilíumenn gera ekki meira til að ráða niðurlögum skógarelda í Amason. Metfjöldi elda loga nú í frumskóginum. 23. ágúst 2019 20:14
Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Innlent
Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Innlent