Búið að ráða í flest stöðugildi í grunn- og leikskólum borgarinnar Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 22. ágúst 2019 13:32 Skólasetning fór fram í flestum grunnskólum borgarinnar í dag. Fréttablaðið/Stefán Búið er að ráða í 98% stöðugilda í grunnskólum Reykjavíkurborgar og 96% í leiksskólum. Formaður skóla- og frístundaráðs telur að öflugt kynningarstarf og ríkjandi efnahagsástand kunni að skýra hvers vegna betur hefur gengið að manna stöður í ár en í fyrra. Skólasetning var í flestum grunnskólum borgarinnar í dag. Í tilkynningu á vef borgarinnar í dag kemur einnig fram að tekist hafi að manna 78% stöðugilda á frístundaheimilum og sértækum félagsmiðstöðvum. Með fleiri leikskólarýmum hafi starfsfólki fjölgað, svo sem vegna stækkunar leikskóla og innritunar yngri barna. Á sama tíma í fyrra var búið að ráða í tæplega 94% stöðugilda á leikskólum, samanborið við 96% nú. „Þetta er heldur vænlegri staða en var á sama tíma í fyrra,“ segir Skúli Helgason, formaður Skóla- og frístundaráðs Reykjavíkurborgar. Hann telur að nokkrir samverkandi þættir kunni að skýra hvers vegna betur hafi gengið að manna í ár en í fyrra. „Bæði styrkist þessi vinna og reynsla borgarinnar við að mæta þessari manneklu sem að kom upp fyrir nokkru árum. Bara með hverju árinu eru fleiri úrræði sem að við erum að beita, það er mjög öflugt kynningarstarf,“ nefnir Skúli. Sem dæmi hafi verið gerð kynningarmyndbönd fyrir alla leikskólana í borginni sem hafi vakið athygli. „Svo reikna ég með því að efnahagsástandið hafi einhver áhrif líka,“ bætir hann við. Aðspurður hvort vart hafi orðið við að fyrrum starfsfólk WOW air hafi í auknum mæli leitað í störf hjá borginni kveðst Skúli ekki hafa neinar upplýsingar um það á reiðum höndum. „Svona almennt reiknar maður með því af því að heldur er að hægjast um í efnahagslífinu að þá ætti að vera auðveldara að fá gott fólk til starfa í þessum geira eins og öðrum,“ segir Skúli. Ekki liggi heldur fyrir hversu hátt hlutfall fagmenntaðra grunn- og leikskólakennara er í skólum borgarinnar. „Ég er ekki með þær tölur í þeirri samantekt sem að fyrir liggur en það er einmitt eitthvað sem við förum dýpra í þegar líður á haustið.“ Borgarstjórn Reykjavík Skóla - og menntamál Mest lesið Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Erlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Fleiri fréttir Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Sjá meira
Búið er að ráða í 98% stöðugilda í grunnskólum Reykjavíkurborgar og 96% í leiksskólum. Formaður skóla- og frístundaráðs telur að öflugt kynningarstarf og ríkjandi efnahagsástand kunni að skýra hvers vegna betur hefur gengið að manna stöður í ár en í fyrra. Skólasetning var í flestum grunnskólum borgarinnar í dag. Í tilkynningu á vef borgarinnar í dag kemur einnig fram að tekist hafi að manna 78% stöðugilda á frístundaheimilum og sértækum félagsmiðstöðvum. Með fleiri leikskólarýmum hafi starfsfólki fjölgað, svo sem vegna stækkunar leikskóla og innritunar yngri barna. Á sama tíma í fyrra var búið að ráða í tæplega 94% stöðugilda á leikskólum, samanborið við 96% nú. „Þetta er heldur vænlegri staða en var á sama tíma í fyrra,“ segir Skúli Helgason, formaður Skóla- og frístundaráðs Reykjavíkurborgar. Hann telur að nokkrir samverkandi þættir kunni að skýra hvers vegna betur hafi gengið að manna í ár en í fyrra. „Bæði styrkist þessi vinna og reynsla borgarinnar við að mæta þessari manneklu sem að kom upp fyrir nokkru árum. Bara með hverju árinu eru fleiri úrræði sem að við erum að beita, það er mjög öflugt kynningarstarf,“ nefnir Skúli. Sem dæmi hafi verið gerð kynningarmyndbönd fyrir alla leikskólana í borginni sem hafi vakið athygli. „Svo reikna ég með því að efnahagsástandið hafi einhver áhrif líka,“ bætir hann við. Aðspurður hvort vart hafi orðið við að fyrrum starfsfólk WOW air hafi í auknum mæli leitað í störf hjá borginni kveðst Skúli ekki hafa neinar upplýsingar um það á reiðum höndum. „Svona almennt reiknar maður með því af því að heldur er að hægjast um í efnahagslífinu að þá ætti að vera auðveldara að fá gott fólk til starfa í þessum geira eins og öðrum,“ segir Skúli. Ekki liggi heldur fyrir hversu hátt hlutfall fagmenntaðra grunn- og leikskólakennara er í skólum borgarinnar. „Ég er ekki með þær tölur í þeirri samantekt sem að fyrir liggur en það er einmitt eitthvað sem við förum dýpra í þegar líður á haustið.“
Borgarstjórn Reykjavík Skóla - og menntamál Mest lesið Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Erlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Fleiri fréttir Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Sjá meira