Þróaði blekkingaraðferð fyrir maraþonhlaupara Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 22. ágúst 2019 08:00 Þórarinn ætlar í hálft maraþon eftir morgundaginn og halda þeim vana að hlaupa langt einu sinni á ári. Fréttablaðið/Valli Það stemmir, ég er sjötugur,“ segir Þórarinn Eldjárn, rithöfundur og skáld, hressilega, spurður út í merkisafmælið sem hann á í dag. Hann kveðst verða í bænum. „Kona mín og synir eru búin að skipuleggja einhvern fagnað sem verður bara í lok mánaðarins og ég veit ekki mikið um. Það verður ekkert um að vera í dag nema hvað ég gef út bók sem heitir Til í að vera til. Það er ljóðabók, eða kannski frekar vísnakver, og það verður útgáfuhóf í Eymundsson í Austurstræti klukkan fimm, þangað eru allir velkomnir.“ Um nýlegar yrkingar er að ræða, að sögn skáldsins. „Þetta eru stökur og limrur og svona stuttar hugleiðingar á bundnu formi ýmiss konar, sjötíu stykki í tilefni dagsins.“ Þann 24. ágúst, á Menningarnótt, ætlar Þórarinn að hlaupa hálft maraþon í nítjánda skipti. „Það er fastur siður hjá mér að hlaupa svona langt einu sinni á ári,“ segir hann og kveðst hafa þróað sérstaka blekkingaraðferð til að ná því markmiði. „Ég get alltaf hlaupið tíu kílómetra vandræðalaust, það veit ég. Þegar síðan kemur að þessu Reykjavíkurmaraþoni þá bara hleyp ég ósköp einfaldlega tíu kílómetra og segi við sjálfan mig fyrst: „Þetta er ekkert mál, þú veist að þú getur þetta alltaf.“ Þegar ég er búinn með þann sprett þá bara segi ég þetta aftur: „Þú veist þú getur alltaf hlaupið tíu kílómetra.“ Svo hleyp ég tíu kílómetra í viðbót og þá er einungis einn eftir til að ná hálfu maraþoni. Þetta svínvirkar!“ Þórarinn segist hafa verið svo heppinn bæði þegar hann varð fimmtugur og sextugur að Reykjavíkurmaraþonið hafi borið upp á afmælisdaginn. „Núna tókst mér einhvern veginn ekki að miða nógu vel, svo það er eftir tvo daga,“ segir hann og kveðst hlaupa til styrktar minningarsjóði sonar síns, Kristjáns Eldjárns gítarleikara. Það er sjóður sem verðlaunar frábæra músíkanta á hverju ári. Þórarinn átti heima í Þjóðminjasafninu á uppvaxtarárum sínum og síðar á Bessastöðum, inntur eftir afmælum hans þar svarar hann: „Flest bernskuafmæli sem ég man eftir voru meðan ég var í sveit á Tjörn í Svarfaðardal. Þá var splæst kakói á allan krakkaskarann og afmælisbarnið fékk góðar gjafir. Minni viðhöfn var ef ég var staddur í bænum, enda allir skólafélagar og vinir staddir víðsfjarri út um allar trissur. Í grennd við Tjörn á Þórarinn bústað með fjölskyldu sinni, hann nefnist Gullbringa. Spurður hvort hann hafi dvalið þar mikið í sumar svarar hann: „Já, við höfum pendlað dálítið á milli. Það er ýmsum erindum og skyldum að sinna hér syðra, bæði í sambandi við útgáfu og fjölskyldu, passa barnabörn og vaka yfir öllu.“ Birtist í Fréttablaðinu Menningarnótt Tímamót Mest lesið Lífið í LA smá eins og bandarísk bíómynd Lífið Svona er Þjóðhátíðarlagið 2025 Lífið Stefán Teitur á skeljarnar Lífið Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Lífið Dómararennsli hleypir spennu í seinni undanriðlinn Lífið Frumsýning: Ólafur Darri og Hera Hilmar í glænýrri seríu Bíó og sjónvarp Joe Don Baker látinn Bíó og sjónvarp Sendi ræningjunum skýr skilaboð þakin demöntum Lífið Sigga Beinteins selur „eðalvagninn“ Lífið „Erfitt að vera á heimilinu því það var svo mikil sorg“ Lífið Fleiri fréttir „Erfitt að vera á heimilinu því það var svo mikil sorg“ Brando ekki að lóða og fisléttur Dylan Banna meinta kynferðisbrotamenn á rauða dreglinum Svona er Þjóðhátíðarlagið 2025 Sendi ræningjunum skýr skilaboð þakin demöntum Lífið í LA smá eins og bandarísk bíómynd Stefán Teitur á skeljarnar Dómararennsli hleypir spennu í seinni undanriðlinn Sigga Heimis keypti einbýli í Skerjafirði Sigga Beinteins selur „eðalvagninn“ Að Illuminati stjórni öllu milli himins og jarðar Hera Björk mun kynna stigin Brunar um á tugmilljón króna glæsibifreið 108 kílóum léttari: „Þessi tíu ár í grunnskóla voru eiginlega stanslaust einelti“ Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Tekur nú eftir því hversu margir hafa farið í hárígræðslu Ekki smart að amman skipti sér af getnaðinum Þessi lönd komust áfram í úrslit „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Einar og Milla eiga von á dreng Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati „Ég fæddist fyrir þessa stund“ Sögulegt parhús í Hlíðunum Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins Sjá meira
Það stemmir, ég er sjötugur,“ segir Þórarinn Eldjárn, rithöfundur og skáld, hressilega, spurður út í merkisafmælið sem hann á í dag. Hann kveðst verða í bænum. „Kona mín og synir eru búin að skipuleggja einhvern fagnað sem verður bara í lok mánaðarins og ég veit ekki mikið um. Það verður ekkert um að vera í dag nema hvað ég gef út bók sem heitir Til í að vera til. Það er ljóðabók, eða kannski frekar vísnakver, og það verður útgáfuhóf í Eymundsson í Austurstræti klukkan fimm, þangað eru allir velkomnir.“ Um nýlegar yrkingar er að ræða, að sögn skáldsins. „Þetta eru stökur og limrur og svona stuttar hugleiðingar á bundnu formi ýmiss konar, sjötíu stykki í tilefni dagsins.“ Þann 24. ágúst, á Menningarnótt, ætlar Þórarinn að hlaupa hálft maraþon í nítjánda skipti. „Það er fastur siður hjá mér að hlaupa svona langt einu sinni á ári,“ segir hann og kveðst hafa þróað sérstaka blekkingaraðferð til að ná því markmiði. „Ég get alltaf hlaupið tíu kílómetra vandræðalaust, það veit ég. Þegar síðan kemur að þessu Reykjavíkurmaraþoni þá bara hleyp ég ósköp einfaldlega tíu kílómetra og segi við sjálfan mig fyrst: „Þetta er ekkert mál, þú veist að þú getur þetta alltaf.“ Þegar ég er búinn með þann sprett þá bara segi ég þetta aftur: „Þú veist þú getur alltaf hlaupið tíu kílómetra.“ Svo hleyp ég tíu kílómetra í viðbót og þá er einungis einn eftir til að ná hálfu maraþoni. Þetta svínvirkar!“ Þórarinn segist hafa verið svo heppinn bæði þegar hann varð fimmtugur og sextugur að Reykjavíkurmaraþonið hafi borið upp á afmælisdaginn. „Núna tókst mér einhvern veginn ekki að miða nógu vel, svo það er eftir tvo daga,“ segir hann og kveðst hlaupa til styrktar minningarsjóði sonar síns, Kristjáns Eldjárns gítarleikara. Það er sjóður sem verðlaunar frábæra músíkanta á hverju ári. Þórarinn átti heima í Þjóðminjasafninu á uppvaxtarárum sínum og síðar á Bessastöðum, inntur eftir afmælum hans þar svarar hann: „Flest bernskuafmæli sem ég man eftir voru meðan ég var í sveit á Tjörn í Svarfaðardal. Þá var splæst kakói á allan krakkaskarann og afmælisbarnið fékk góðar gjafir. Minni viðhöfn var ef ég var staddur í bænum, enda allir skólafélagar og vinir staddir víðsfjarri út um allar trissur. Í grennd við Tjörn á Þórarinn bústað með fjölskyldu sinni, hann nefnist Gullbringa. Spurður hvort hann hafi dvalið þar mikið í sumar svarar hann: „Já, við höfum pendlað dálítið á milli. Það er ýmsum erindum og skyldum að sinna hér syðra, bæði í sambandi við útgáfu og fjölskyldu, passa barnabörn og vaka yfir öllu.“
Birtist í Fréttablaðinu Menningarnótt Tímamót Mest lesið Lífið í LA smá eins og bandarísk bíómynd Lífið Svona er Þjóðhátíðarlagið 2025 Lífið Stefán Teitur á skeljarnar Lífið Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Lífið Dómararennsli hleypir spennu í seinni undanriðlinn Lífið Frumsýning: Ólafur Darri og Hera Hilmar í glænýrri seríu Bíó og sjónvarp Joe Don Baker látinn Bíó og sjónvarp Sendi ræningjunum skýr skilaboð þakin demöntum Lífið Sigga Beinteins selur „eðalvagninn“ Lífið „Erfitt að vera á heimilinu því það var svo mikil sorg“ Lífið Fleiri fréttir „Erfitt að vera á heimilinu því það var svo mikil sorg“ Brando ekki að lóða og fisléttur Dylan Banna meinta kynferðisbrotamenn á rauða dreglinum Svona er Þjóðhátíðarlagið 2025 Sendi ræningjunum skýr skilaboð þakin demöntum Lífið í LA smá eins og bandarísk bíómynd Stefán Teitur á skeljarnar Dómararennsli hleypir spennu í seinni undanriðlinn Sigga Heimis keypti einbýli í Skerjafirði Sigga Beinteins selur „eðalvagninn“ Að Illuminati stjórni öllu milli himins og jarðar Hera Björk mun kynna stigin Brunar um á tugmilljón króna glæsibifreið 108 kílóum léttari: „Þessi tíu ár í grunnskóla voru eiginlega stanslaust einelti“ Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Tekur nú eftir því hversu margir hafa farið í hárígræðslu Ekki smart að amman skipti sér af getnaðinum Þessi lönd komust áfram í úrslit „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Einar og Milla eiga von á dreng Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati „Ég fæddist fyrir þessa stund“ Sögulegt parhús í Hlíðunum Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins Sjá meira